Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 ✝ Frank GeorgCurtis fæddist 29. nóvember 1949 í Kilmarnock í Skotlandi. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 6. febrúar 2018. Foreldrar hans voru George Henry Curtis, f. 11. apríl 1920, d. 26. desember 1981, og Flora McPhail McGilp Curtis, f. 8. maí 1924, d. 31. október 2001. Frank var annar af fjórum systkinum. Systkini hans eru Anne McGilp Curtis (Forbes), Elizabeth McGilp Curtis og Willi- am John Richard Curtis. Hinn 21. apríl 1973 kvæntist Frank Svölu Jó- hannsdóttur, f. 30. ágúst 1951 í Reykja- vík. Börn þeirra eru 1) Þór Arnar Curtis, f. 9. ágúst 1973, kvæntur Rut Eiríks- dóttur, f. 5. janúar 1978. Þau eiga fjögur börn; Alexander Mána, Friðrik Leó, Natalíu Eir og Matt- hías Þór. 2) Lára Björk Curtis, f. 6. júlí 1984, gift Gissuri Þorvaldssyni, f. 10. apríl 1978. Útför Franks fór fram frá Laugarneskirkju 16. febrúar 2018. Vegna mistaka birtust greinar ekki á útfarardegi og er beðist velvirðingar á því. Hin gömlu kynni gleymast ei, enn glóir vín á skál. Hin gömlu kynni gleymast ei né gömul tryggðamál. (Robert Burns, þýð. Árni Pálsson) „For auld lang syne, pabbi.“ Við söknum þín mikið og það er tómlegt án þín, en minning- arnar lifa í hjörtum okkar. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þór og Lára. Ég vil hér minnast tengdaföð- ur míns Frank Curtis með nokkr- um orðum, en hann lést á Land- spítalanum 6. febrúar. Hann var skoskur að uppruna og flutti hingað til lands árið 1980. Hann hafði þá kynnst eftirlifandi eig- inkonu sinni Svölu Jóhannsdótt- ur nokkru áður og þau búið í Skotlandi í nokkur ár. Fyrstu kynni mín af Frank voru árið 2004 þegar ég og eig- inkona mín, Lára Björk Curtis dóttir hans, byrjuðum að vera saman. Frank kom mér fyrir sjónir sem mjög glaðvær og ræð- inn maður og var ávallt léttur í lund. Hann hafði sterkar tilfinn- ingar til Skotlands og skoskrar menningar og lét það oft í ljósi í þeim samræðum sem ég átti við hann. Hann sagði mér gjarnan frá bernsku sinni í Skotlandi og mörgum þeim ævintýrum sem hann lenti í sem barn og ungling- ur í bænum Kilmaurs þar sem hann bjó. Þegar hann fullorðnað- ist varð honum ljóst mikilvægi og sérstaða Skotlands og hve menn- ing þess er mikilvæg í sögulegu tilliti. Einnig hve vel Skotar stóðu sig í baráttunni við Englendinga á árum áður, þótt oft væri við of- urefli að etja. Mér er minnisstæð ferð fjöl- skyldunnar víða um Ísland, sér- staklega sumarbústaðaferðir og ættarmót, en slíkar ferðir voru Frank mikið yndi. Sérstaklegar er mér líka minnisstæð ferð fjöl- skyldunnar til Skotlands árið 2013, en þá heimsóttum við eyj- una Bute sem er vestur af Skot- landi. Þar áttu sér stað miklir at- burðir á miðöldum þar sem íbúar urðu fyrir miklum búsifjum af völdum Englendinga. Einnig er mér minnisstæð ferð sem við fór- um þá í viskíverksmiðju sem hafði um aldir verið heildsala fyr- ir aðrar viskíverksmiðjur, en var að byrja að framleiða sitt eigið viskí. Þar fengum við svo að smakka á eðalviskíi sem húsið bauð upp á, en slíkar verksmiðjur eru víða í Skotlandi og eru stolt þeirra sem eðlilegt er. Saga Skotlands er margbrotin og enn eru þeir háðir samskipt- um við Englendinga, en það þótti Frank miður. En frelsishetjur Skota eru ávallt hafðar í háveg- um um allt Skotland og árið 2005 var t.d. minnst einnar fremstu frelsishetju þeirra, William Wallace. Þá voru 700 ár liðin frá baráttu þessa ofurhuga fyrir frelsi og sjálfstæði Skotlands. Grein um hann birtist í Morgunblaðinu 21. ágúst 2005. Ég gæti trúað að Frank hafi verið hlynntur þeirri baráttu sem Wallace stóð fyrir þó langt sé um liðið. Í tilefni tímamótanna orti Rúnar Kristjánsson frumort ljóð um Wallace, en niðurlag þess er svona: Valinn brag ég vildi stilla, vitja um forna sagnaslóð. Sannar myndir sinnið fylla, saman fer og hitar blóð, – að þeir sem William Wallace hylla virða og heiðra skoska þjóð! En nú er minn ágæti tengda- faðir horfinn á braut og verður hans sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Blessuð sé minning Frank Curtis. Gissur Þorvaldsson. Elsku Frank. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég kveð þig með söknuði og þakklæti í hjarta fyrir allar góðar minningar og það sem þú hefur gert fyrir okkur Þór og börnin okkar. Þín verður sárt saknað. Þín tengdadóttir, Rut. Frank Georg Curtis HINSTA KVEÐJA Elsku afi, ég sakna þín mikið. Takk fyrir að vera svona góður og skemmtilegur. Takk fyrir að vera afi minn. Þinn Leó. Elsku afi, þín verður sárt saknað og erfitt hefur verið að kveðja þig. Ég er mjög þakklátur fyrir allar þær minningar sem ég hef skapað með þér og munu þær varðveitast mér að eilífu. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar elsku afi. Þinn Alexander. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Blessuð sé minning þín. Inga, Una og Ollý. Kristín Kristvarðsdóttir, eig- inkona Erlings Þorkelssonar móðurbróður míns, dó 2. febr- úar 2018. Þetta kom svo sem engum á óvart því hún var orðin 103 ára gömul. Þau Kristín, Erlingur og for- eldrar mínir keyptu húsið í Tjarnargötu 43 árið 1936. Það var gert af stórhug, því ekki Kristín Kristvarðsdóttir ✝ Kristín Krist-varðsdóttir fæddist 18. febrúar 1914. Hún lést 2. febrúar 2018. Útför Kristínar fór fram 12. febr- úar 2018. voru tekjurnar miklar. Í huga mínum stendur Tjarnar- gata 43 alltaf sem einhver ævintýra- höll. Þar reyndu þær mágkonurnar, Kristín og móðir mín, svo og eldri systir mín, Gústa, að stjórna sex yngri strákum sem oft höfðu lítinn áhuga á að láta að stjórn. Þetta voru fjórir syn- ir þeirra Erlings og Kristínar, og ég og bróðir minn Kristján. Innanhúss stjórnuðu þær mág- konurnar, Kristín og móðir mín, heimilum sínum af miklum skörungsskap. Þetta voru auð- vitað tvö heimili, en í huga mín- um voru þau á margan hátt eitt stórt heimili. Það var sérstak- lega svo um jól og nýár þegar allir komu saman í hóf sem haldin voru á hefðbundinn hátt sitt á hvorri hæðinni í rúma tvo áratugi. Kristín og Erlingur fluttust síðar í stærra húsnæði í Skerja- firði og eftir það á Hringbraut. Fjölskyldan dvaldist hálft annað ár í Skotlandi árin 1950 til 1951 þar sem Erlingur vann við skipaeftirlit. Eftir dauða Erlings fluttist Kristín í Miðleiti í Reykjavík og síðustu árin bjó hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þau Kristín og Erlingur voru samrýnd. Hann félagslyndur, mannblendinn og hrókur alls fagnaðar, hún sterka stoðin undir fjölskyldunni, sem lét sér oft nægja að standa í skugga Erlings í viðræðum við aðra. Staða hennar var að standa fyr- ir heimilinu og verksvið hennar að styðja mann sinn og fjöl- skyldu. Kristín var alla tíð sjálfstæð kona. Eftir stríð og fram undir dauðadag vann Erlingur lang- tímum saman erlendis við eft- irlit á smíðum togara og ann- arra skipa. Var Kristín þá oft ein og sá um uppeldi sona sinna. Á öðrum tímum fluttist hún til útlanda með Erlingi, fyrst til Bretlands, síðar til Þýskalands, Danmerkur og Spánar. Þegar hún dvaldi er- lendis hóaði hún íslenskum kon- um á staðnum saman og stofn- aði nokkurs konar stuðningsfélag. Kristín varð ung ekkja. Er- lingur féll frá hinn 15. júlí 1975 þegar Kristín var 61 árs gömul. Hún bjó ein eftir þetta, en hafði mikið samband við syni sína og þeirra fjölskyldur. Þegar ég hitti Kristínu síðast kvartaði hún yfir því að vera orðin gleymin: „Ég á stundum erfitt með að muna eftir öllum afmælisdögum barnabarnanna og barnabarnabarnanna,“ sagði hún og brosti. Blessuð sé minning Kristínar. Sverrir Sigurðsson. Látin er í Hafnarfirði Kristín Kristvarðsdóttir á 104. aldurs- ári. Það eru mikil forréttindi að hafa þekkt þessa valinkunnu heiðurskonu í vel yfir sjö ára- tugi, hafa jafnan notið vináttu hennar og gestrisni, glaðværðar og umhyggju. Efst er í huga á þessum tíma- mótum mildi og góðsemi, sem jafnan stafaði af henni. Hlýja í fari hennar var jafnan auðsæ. Mér fannst hún vera góð tákn- mynd hinnar íslenzku húsmóður eins og þær gerast beztar. Yfir- bragð hennar var eins og heið- ríkjan endalaus og fögur. Kristín var ættuð úr Dölun- um en ég kynntist henni fyrst er ég hóf skólagöngu með frum- burðinum í barnaskólanum við Tjörnina, sem við bjuggum hvor sínum megin við á þeim árum. Vináttan sem þá skapaðist hefur haldist allar götur síðan og verið ómetanleg í lífsins straumi, því fátt slær vináttuna út í gæðamati hversdagsleikans. Kristín giftist ung Erlingi Þorkelssyni vélstjóra og urðu synirnir fjórir allir verkfræðing- ar þannig að vélahlutir og smur- olía urðu frekar umræðuefni í fjölskylduboðunum en mjúku málin, sem urðu aðeins fyrir- ferðarminni. Erlingur starfaði mikið er- lendis við eftirlit með smíði stórs hluta fiskiskipaflotans frá stríðslokum og allt til þess er starfsferli lauk, en hann and- aðist nokkuð um aldur fram. Kristín þurfti því oft að ala önn fyrir fjórum strákum með hagsýni og stjórnsemi að leiðar- ljósi. Ekki er því að neita, að frumburðurinn setti nokkuð nið- ur í áliti er móðir hans kvaddi hann inn úr ljúfum leik til að sjá um uppvaskið og dugðu engin undanbrögð. Ekki er örgrannt um að hún hafi haft nokkur stjórnarfarsleg afskipti að hátt- semi frumburðarins allar götur síðar og hefur mér jafnan fund- ist fara heldur vel á því enda umhyggjan gagnkvæm. Það er sýnt, að heimsóknir um jólaleytið verða ekki fleiri en þannig er gangur lífsins. Mér er heiður að því að hafa kynnst þessari heiðurskonu og mun ég jafnan geyma mér í huga minninguna um hana. Með þakklæti fyrir hin löngu og góðu kynni leyfi ég mér að láta fljóta hér með í lokin eftir- farandi samsetning, sem varð til í einhverju merkisafmælinu: Merkur kvistur, mætur þegn, móðir listræn þóttir. Kona vistvæn, klár í gegn, Kristín Kristvarðsdóttir. Blessuð sé minning hennar. Sverrir Ólafsson. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús- skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN FRIÐRIKSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Stangarholti 30, Reykjavík, lést mánudaginn 12. febrúar á hjúkrunarheimilinu Eir. Gylfi M. Einarsson Katrín J. Björgvinsdóttir Valgarð Einarsson Linda María Stefánsdóttir Margrét Ástrún Einarsdóttir Ævar Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, HRÖNN HAUKSDÓTTIR, lést á heimili sínu í Stokkhólmi fimmtudaginn 25. janúar. Þorbergur Friðriksson Michelle Hollahan Kevin Onaisrael Stefanía Hávarðsdóttir Sigrún Harpa Hauksdóttir Guðbjörg Alda Hauksdóttir Sigurlaug Hauksdóttir tengdabörn og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA ANNA EYJÓLFSDÓTTIR, Vindakór 10, Kópavogi, verður jarðsungin frá Lindakirkju í Kópavogi mánudaginn 19. febrúar klukkan 13. Jón Kristinn Ríkarðsson Snæbjörg Jónsdóttir Sigurður Nordal Gróa H.R. Jónsdóttir Ragnar Kristinn Ingason Erlingur Jónsson Íris Ósk Blöndal Ævar Þór Jónsson Ríkarður Jón, Dóra, Bjarki Steinn, Sæunn Elín, Anna, Guðjón Ólafur og Guðmundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.