Morgunblaðið - 17.02.2018, Side 2

Morgunblaðið - 17.02.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Marga er farið að lengja eftir vorinu eftir veður- ósköpin undanfarnar vikur. Dagarnir verða stöðugt bjartari og lengri, eins og sást vel í höfuðborginni meirihluta dagsins í gær. Ferfætlingarnir sem ljósmyndari Morgun- blaðsins festi á mynd í borginni í gær virtust þó ekkert yfir sig ánægðir með snjóinn sem þakti mestalla borgina og bíða eflaust spenntir eftir vorboðanum ljúfa. Þótt vorboðinn ljúfi í kvæði Jónasar Hallgrímssonar hafi verið þröstur líta margir á lóuna sem vorboðann en lóan hefur yfirleitt gert vart við sig hérlendis í lok mars. Rúmur mánuður í fyrstu lóurnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Menn og dýr hlakka til vorsins eftir rysjótta tíð Fleiri og meiri tjón urðu á ökutækjum fyrstu vikur þessa árs en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýs- ingum frá tryggingafélögum. Líklega á veðrið og erfið færð sinn þátt í því. Hjá Verði tryggingum var tjónatíðni ökutækja tæp- lega 10% meiri í janúar 2018 en hún var í janúar 2017. Einnig varð aukning í tjónum í nær öllum flokkum trygginga og jókst tíðni allra tjóna um 12% á milli ára. Tíðnin segir þó ekki alla söguna því fjárhæðir tjónanna hækkuðu einnig á milli ára. Þannig var hvert tjón að meðaltali tæpum 20% dýrara í janúar 2018 en í sama mánuði 2017. Þegar ökutækjatjón voru skoðuð sérstak- lega þá voru þau tæpum 22% meiri í krónum talið nú en í fyrra. Síðustu vikur hafa verið þungar í tjónum, samkvæmt upplýsingum frá VÍS. Í meðalmánuði greiðir VÍS um það bil einn milljarð króna í tjónabætur til viðskiptavina. Hjá TM fengust þær upplýsingar að þar fyndu menn fyrir greinilegum mun á milli ára og hafa orðið fleiri ökutækjatjón nú en á sama tímabili í fyrra. gudni@mbl.is Fleiri og dýrari ökutækja- tjón hafa orðið nú en í fyrra  Slæm tíð og vond færð á líklega sinn þátt Ljósmynd/Atli Sturluson Árekstur Tjónum fjölgar í umferðinni. Átta bílar lentu í sama árekstrinum í Kópavogi fyrr í þessum mánuði. Héraðsdómur Reykjaness hefur úr- skurðað fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur í fjög- urra vikna gæsluvarðhald á grund- velli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn á ætluðum kynferðis- brotum viðkomandi. Maðurinn var færður fyrir dóm- ara í gær en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 19. janúar. Kæra var lögð fram á hendur manninum í ágúst á síðasta ári vegna kynferðisbrota sem hann á að hafa framið gegn dreng þegar hann var á aldrinum 8 til 14 ára. Maðurinn var stuðningsfulltrúi drengsins. Fyrrverandi starfs- maður barnaverndar áfram í varðhaldi Ríkisstarfsmenn sem eru í aðildar- félögum ASÍ fá greidda svokallaða launaskriðstryggingu, sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun aftur- virkt frá 1. janúar 2017, um næstu mánaðamót. Tekur hækkunin til fé- lagsmanna Rafís, Samiðnar, Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna, Starfsgreinasambandsins og félaga í Flóabandalaginu. Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöð- um 1. mars. Þetta er gert til að tryggja að launaskrið á almenna vinnumarkaðnum nýtist líka starfs- fólki hjá hinu opinbera. 1,8% launahækkun ríkisstarfsmanna „Auðvitað verður að fylgja þeim reglum sem settar eru. Nú er fyrir dómstólum mál þar sem tekist er á um hvort farið sé að þessum reglum. Ég tel ekki rétt að tjá mig um það efni fyrr en niðurstaða liggur fyrir og hvaða skref tekin yrðu í kjöl- farið,“ sagði Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir, ráðherra neyt- endamála, þegar Morgunblaðið leitaði álits hennar á fréttum um að smálánafyrirtæki virði ekki settar reglur og stundi ágenga viðskipta- hætti. Fram kom í blaðinu í gær að Neytendasamtökin gera kröfu um að atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið endurskoði starfshætti smá- lánafyrirtækja og tryggi að þau starfi lögum samkvæmt. Samtökin telja að þau úrræði sem stjórnvöld hafi til að koma í veg fyrir ólöglega lánastarfsemi dugi skammt. Ströng sérlög í gildi „Við erum nú þegar með ströng sérlög um þessi lán,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Við höfum sett stífari reglur um hámark á vöxtum og kostnaði en krafist er af Evrópu- sambandinu. Þær reglur voru bein- línis settar vegna starfsemi smá- lánafyrirtækja. Ef markmið laganna nær hins vegar ekki fram að ganga um tilgang og viðurlögin hafa ekki tilætluð áhrif er rétt að endurskoða það.“ »28 Endurskoða lögin nái þau ekki tilgangi  Stífari reglur um smálán en hjá ESB Andri Steinn Hilmarsson Höskuldur Daði Magnússon Sif Konráðsdóttir hefur verið látin hætta sem aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra. Frá þessu greindi Guðmundur Ingi Guðbrands- son, umhverfis- og auðlindaráðherra, í stuttri tilkynningu til fjölmiðla í gær en þar þakkaði hann henni jafnframt fyrir samstarfið. Ástæða uppsagnarinnar var ekki tilgreind í tilkynningunni en Sif hefur að undanförnu sætt harðri gagnrýni fyrir seinagang við greiðslur bóta til fyrrverandi umbjóðenda sinna þegar hún starfaði sem réttargæslumaður. Einn fyrrverandi skjólstæðinga Sifjar sagði í samtali við Stöð 2 fyrr í vikunni að hún hefði þurft lögfræði- aðstoð við að innheimta bætur frá Sif sem var réttargæslumaður hennar í kynferðisbrotamáli. Greint var frá fleiri sambærilegum málum en Sif var kærð til Lögmannafélagsins árið 2008 fyrir að greiða ekki barnungum brotaþola kynferðisofbeldis bætur sem höfðu verið dæmdar í Hæsta- rétti. Fram hefur komið að ráð- herrann vissi um þessar ásakanir þegar hann réð hana sem aðstoðar- mann sinn. Biður skjólstæðinga afsökunar Hvorki náðist í Sif né Guðmund við vinnslu fréttarinnar en í yfirlýsingu sem Sif sendi fjölmiðlum vegna starfsloka sinna bað hún fyrrverandi skjólstæðinga sína afsökunar á því að hafa valdið þeim óþarfa áhyggjum með töfum á uppgjöri. „Ég lét af lögmannsstörfum haust- ið 2007 og flutti til útlanda af persónu- legum ástæðum. Í kjölfarið hóf ég störf hjá alþjóðastofnun og lagði tíma- bundið inn lögmannsréttindi mín, svo sem mér bar að gera. Allmörgum málum var ólokið þegar ég fór utan, þar á meðal uppgjöri við þrjá skjól- stæðinga mína sem höfðu verið brota- þolar í tveimur kynferðisbrotamálum. Uppgjör við þá dróst úr hömlu af ástæðum sem ég ber ábyrgð á,“ segir Sif í yfirlýsingunni. „Mér þykir afar leitt að hafa valdið þessum skjólstæðingum mínum óþarfa óþægindum og hugarangri umfram það sem þeir höfðu mátt þola og bið þá innilega afsökunar á því. Rétt er að fram komi að fjármunir voru alla tíð til staðar hér á landi og allir fengu greitt að fullu, þótt það hafi dregist óhæfilega, eða þar til í janúar 2008,“ segir í yfirlýsingunni. Telur ráðherra vanhæfan Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um að Sif og eiginmaður hennar hefðu farið fram á friðlýsingu jarðarinnar Hóla í Öxnadal, sem er í eigu þeirra, m.a. til að torvelda lagningu Blöndu- línu 3 sem á að fara yfir jörðina. Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræð- ingur segir Guðmund Inga mögulega vanhæfan til að staðfesta friðun jarð- arinnar þar sem hann kann að hafa sýnt andstöðu sína við lagningu Blöndulínu á fyrri stigum málsins sem framkvæmdastjóri Land- verndar. „Yfirmaður er alltaf hæfur til að dæma um mál undirmanns síns,“ segir Haukur og segir það því engu skipta hvort Sif sé núverandi eða fyrrverandi aðstoðarmaður Guð- mundar varðandi hæfi hans í málinu enda sé hann vanhæfur af öðrum ástæðum. Tillaga um friðun jarðar- innar hefur verið send frá Umhverfis- stofnun til umhverfisráðherra til stað- festingar. „Landvernd hefur gefið út gagnrýnið álit vegna loftlínunnar sem er undirritað af Guðmundi Inga og draga má í efa hlutleysi hans, hvort sem hann hefur fjallað beint um málið í fjölmiðlum eða aðeins í greinargerð- um Landverndar,“ segir Haukur. „Fyrri aðkoma Guðmundar Inga að málinu og þekkt afstaða hans til deil- unnar um loftlínu frá Blöndu til Akur- eyrar gerir hann að mínu mati líklega vanhæfan og ætti hann að víkja og fá annan ráðherra sem staðgengil til þess.“ Ráðherra rak aðstoðarmanninn  Umhverfis- og auðlindaráðherra tilkynnir brottrekstur Sifjar Konráðsdóttur, aðstoðarmanns síns  Seinagangur við uppgjör bóta við þolendur kynferðisofbeldis í fyrra starfi sem réttargæslumaður Sif Konráðsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.