Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 48. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1.Læknir borinn þungum sökum 2.Guðmundur Ingi lætur Sif fara 3.Gera við jeppa í 55 gráðu frosti 4.Ók um bæinn með nefið út um ...  Í hennar sporum er yfirskrift tón- leika sem haldnir verða á morgun kl. 16 í Hannesarholti. Söngkonan Svan- laug Jóhannsdóttir hefur leitað uppi skópör sem eiga sér sögu og saga kvennanna og skónna – rómantíkin, gleðin og átökin – verður sögð með sögum og söngvum og tónlist úr öll- um áttum. Einar Bjartur Egilsson leikur á píanó. Af konum og skóm  Rúrí, einn þekktasti mynd- listarmaður landsins, mun í dag kl. 14 fjalla um nokkur valin verk í Listasafni Árnesinga en þar sýnir hún myndir og vídeó af verk- um sem snerta samtímann og ræðir við gesti um þau. Rúrí dvelur um þessar mundir í listamannahúsinu Varmahlíð í Hveragerði. Rúrí fjallar um valin verk í Hveragerði  Kvikmyndaklúbburinn Svartir Sunnudagar í Bíó Paradís hefur í vet- ur heiðrað rússneska leikstjórann Andrei Tarkovsky og á morgun verður kvikmynd hans Offret, eða Fórnin, sýnd en hún er síðasta kvikmyndin sem hann gerði. Guðrún Gísladóttir fór með eitt af aðalhlutverkum henn- ar og mun hún sitja fyrir svörum að sýningu lokinni ásamt Birni Þór Vilhjálms- syni, lektor í kvik- myndafræði, sem mun stýra um- ræðum. Guðrún og Björn ræða um Fórnina FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Úrkomulítið og birtir allvíða. Heldur kólnandi veður, frost 0-5 stig. Á sunnudag Hæglætisveður framan af degi, víða léttskýjað og fremur kalt. Vaxandi A- og SA-átt eftir hádegi, 13-20 m/s undir kvöld, hvassast við S-ströndina. Dálítil snjókoma í fyrstu, síðar slydda eða rigning. Hægari og þurrt að kalla á N- og A-landi. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig sunnan heiða um kvöldið. „Tækifærunum hefur fjölgað það sem af er þessu ári og eins hefur mér gengið betur á æfingum. En ég vildi gjarnan taka meiri þátt í leikjum,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, lands- liðskona í handknattleik, sem hefur átt á brattann að sækja hjá norska liðinu Byåsen. Þjálfaraskipti snemma á keppnistímabilinu hafa ekki létt róður hennar. »4 Ég vildi gjarnan taka meiri þátt í leikjum Haukar tylltu sér á topp Dominos-deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi þegar þeir burstuðu Njarð- víkinga, 114:75, í Njarðvík. Á sama tíma risu leikmenn Keflavíkur úr öskustónni og lögðu KR, 72:65, í Vestur- bænum. Benedikt Guð- mundsson, körfubolta- sérfræðingur Morgun- blaðsins, brýtur leiki 19. umferðar til mergjar. »2 Haukar efstir og KR-ingar töpuðu „Ég er ekki alveg sátt við hvernig ég skíðaði en get ekki verið annað en sátt við í hvaða sæti ég lenti. Það var í samræmi við væntingar okkar þjálf- aranna en ég var þó heldur lengra á eftir efstu konum en ég bjóst við,“ sagði Freydís Halla Einarsdóttir eftir svigkeppni Ólympíuleikanna. Snorri Einarsson var hinsvegar mjög svekkt- ur með sína útkomu í 15 km skíða- göngunni. »1 Freydís Halla er sátt en Snorri er svekktur Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vestur-Íslendingurinn Mackenzie Kristjón Jenkyns mætir með fé- lögum sínum í This Mad Desire í Bíó Paradís miðvikudagskvöldið 28. febrúar og treður upp með myndbandssýningu og tónlist. Ferðalagið verður tekið upp í máli og myndum með frekari sýningar í huga síðar. Kristjón segir að myndbandið „Operators Are Standing By“, sem bandið gerði í fyrra, hafi fengið gott áhorf á Youtube. Við upptökur hafi hann kynnst nýju fólki í Digi- tal Canaries í Hamilton, einu stærsta upptökuveri Kanada, þar á meðal Cortnee Pope, sem sé söngvari, dansari og leikkona, og tónlistarferillinn hafi tekið nýja stefnu. „Ég bauð henni að syngja með mér á plötunni Paris of Love, sem heitir Paris Amoureux í frönsku útgáfunni, við smullum saman og ákváðum að vinna saman að fleiri verkum,“ segir hann. Meðan á tök- um stóð hafi hún talað um að hún ætlaði í frí til Íslands, umræðan hafi fljótlega snúist um að þau færu og yrðu með sýningu og stjórnandinn Simon Winterson hafi tekið af skarið. „„Við verðum að taka ferðina upp á band,“ sagði hann og þar með var það ákveðið.“ Gimli heillar Æskustöðvar Kristjóns eru Gimli í Manitoba, en hann hefur búið í Hamilton undanfarin átta ár. Hann á góðar minningar frá „höf- uðstað“ Íslendingabyggðar í Vest- urheimi og fer þangað árlega. „Þegar ég segi fólki að ég hafi alist upp á fjölskylduskipinu Black Hawk á Winnipeg-vatni og búið í Nóatúni við ströndina, þar sem afi býr enn, sé ég ekkert nema öfund í augum þess,“ segir hann. Afi hans er dr. Irvin Hjálmar Olafson, fyrrverandi tannlæknir, sem hefur mikið látið til sín taka í íslenska samfélaginu í Manitoba, en Lois Olafson, áður Sigurdson, kona Irvins, er látin. Mark Jenk- yns, faðir Kristjóns, er af breskum og þýskum ættum, en móðir hans er Kristin Olafson-Jenkyns. Hún skrifaði m.a. bók um sögu matar- gerðar í Nýja-Íslandi, The Cul- inary Saga of New Iceland: Reci- pes from the Shores of Lake Winnipeg, sem Kristjón hannaði og fyrirtæki hans, Coastline Publish- ing, gaf út. Hann sendi einnig m.a. frá sér bókina Falcons Gold: Cana- da’s First Olympic Hockey Heroes eftir Kathleen Arnason. „Í upp- vextinum var mér stöðugt sagt að hver Íslendingur yrði að vera í að minnsta kosti fjórum störfum svo ég reyni að halda mig við það, gef út bækur, sinni ráðgjöf, tek þátt í sjónvarpsþáttum og vinn að mynd- böndum og tónlist,“ segir Kristjón. Aðeins verður um eina sýningu að ræða á Íslandi að þessu sinni og er miðasala hafin á tix.is, en Krist- jón vonar að þetta verði ekki fyrsta og síðasta ferðin til lands forfeðranna. Hann segir að þau hafi verið átta í bandinu þegar þau stigu síðast á svið en nú verði þau þrjú, hann, Cortnee og Reinhard Kypke, sem sé einn síðasti hippinn. Framundan séu síðan tónleikar í Kanada og Bandaríkjunum. Til standi að taka upp lög um New York og Los Angeles og vonandi fylgi þau þeim eftir í viðeigandi borgum. „Ég er líka með lag í vinnslu, kalla það „Reykjavík Shuffle“ eða „Eyjafjallajökull Blues“, sem hljómar æsandi í am- erísku útvarpi.“ Tengir tónlist við borgir  Lagið „Reykja- vík Shuffle“ eða „Eyjafjallajökull Blues“ á döfinni Til Íslands Cortnee Pope og Mackenzie Kristjón telja dagana fram að viðburðinum í Bíó Paradís í lok mánaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.