Morgunblaðið - 17.02.2018, Page 60

Morgunblaðið - 17.02.2018, Page 60
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 48. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1.Læknir borinn þungum sökum 2.Guðmundur Ingi lætur Sif fara 3.Gera við jeppa í 55 gráðu frosti 4.Ók um bæinn með nefið út um ...  Í hennar sporum er yfirskrift tón- leika sem haldnir verða á morgun kl. 16 í Hannesarholti. Söngkonan Svan- laug Jóhannsdóttir hefur leitað uppi skópör sem eiga sér sögu og saga kvennanna og skónna – rómantíkin, gleðin og átökin – verður sögð með sögum og söngvum og tónlist úr öll- um áttum. Einar Bjartur Egilsson leikur á píanó. Af konum og skóm  Rúrí, einn þekktasti mynd- listarmaður landsins, mun í dag kl. 14 fjalla um nokkur valin verk í Listasafni Árnesinga en þar sýnir hún myndir og vídeó af verk- um sem snerta samtímann og ræðir við gesti um þau. Rúrí dvelur um þessar mundir í listamannahúsinu Varmahlíð í Hveragerði. Rúrí fjallar um valin verk í Hveragerði  Kvikmyndaklúbburinn Svartir Sunnudagar í Bíó Paradís hefur í vet- ur heiðrað rússneska leikstjórann Andrei Tarkovsky og á morgun verður kvikmynd hans Offret, eða Fórnin, sýnd en hún er síðasta kvikmyndin sem hann gerði. Guðrún Gísladóttir fór með eitt af aðalhlutverkum henn- ar og mun hún sitja fyrir svörum að sýningu lokinni ásamt Birni Þór Vilhjálms- syni, lektor í kvik- myndafræði, sem mun stýra um- ræðum. Guðrún og Björn ræða um Fórnina FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Úrkomulítið og birtir allvíða. Heldur kólnandi veður, frost 0-5 stig. Á sunnudag Hæglætisveður framan af degi, víða léttskýjað og fremur kalt. Vaxandi A- og SA-átt eftir hádegi, 13-20 m/s undir kvöld, hvassast við S-ströndina. Dálítil snjókoma í fyrstu, síðar slydda eða rigning. Hægari og þurrt að kalla á N- og A-landi. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig sunnan heiða um kvöldið. „Tækifærunum hefur fjölgað það sem af er þessu ári og eins hefur mér gengið betur á æfingum. En ég vildi gjarnan taka meiri þátt í leikjum,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, lands- liðskona í handknattleik, sem hefur átt á brattann að sækja hjá norska liðinu Byåsen. Þjálfaraskipti snemma á keppnistímabilinu hafa ekki létt róður hennar. »4 Ég vildi gjarnan taka meiri þátt í leikjum Haukar tylltu sér á topp Dominos-deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi þegar þeir burstuðu Njarð- víkinga, 114:75, í Njarðvík. Á sama tíma risu leikmenn Keflavíkur úr öskustónni og lögðu KR, 72:65, í Vestur- bænum. Benedikt Guð- mundsson, körfubolta- sérfræðingur Morgun- blaðsins, brýtur leiki 19. umferðar til mergjar. »2 Haukar efstir og KR-ingar töpuðu „Ég er ekki alveg sátt við hvernig ég skíðaði en get ekki verið annað en sátt við í hvaða sæti ég lenti. Það var í samræmi við væntingar okkar þjálf- aranna en ég var þó heldur lengra á eftir efstu konum en ég bjóst við,“ sagði Freydís Halla Einarsdóttir eftir svigkeppni Ólympíuleikanna. Snorri Einarsson var hinsvegar mjög svekkt- ur með sína útkomu í 15 km skíða- göngunni. »1 Freydís Halla er sátt en Snorri er svekktur Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vestur-Íslendingurinn Mackenzie Kristjón Jenkyns mætir með fé- lögum sínum í This Mad Desire í Bíó Paradís miðvikudagskvöldið 28. febrúar og treður upp með myndbandssýningu og tónlist. Ferðalagið verður tekið upp í máli og myndum með frekari sýningar í huga síðar. Kristjón segir að myndbandið „Operators Are Standing By“, sem bandið gerði í fyrra, hafi fengið gott áhorf á Youtube. Við upptökur hafi hann kynnst nýju fólki í Digi- tal Canaries í Hamilton, einu stærsta upptökuveri Kanada, þar á meðal Cortnee Pope, sem sé söngvari, dansari og leikkona, og tónlistarferillinn hafi tekið nýja stefnu. „Ég bauð henni að syngja með mér á plötunni Paris of Love, sem heitir Paris Amoureux í frönsku útgáfunni, við smullum saman og ákváðum að vinna saman að fleiri verkum,“ segir hann. Meðan á tök- um stóð hafi hún talað um að hún ætlaði í frí til Íslands, umræðan hafi fljótlega snúist um að þau færu og yrðu með sýningu og stjórnandinn Simon Winterson hafi tekið af skarið. „„Við verðum að taka ferðina upp á band,“ sagði hann og þar með var það ákveðið.“ Gimli heillar Æskustöðvar Kristjóns eru Gimli í Manitoba, en hann hefur búið í Hamilton undanfarin átta ár. Hann á góðar minningar frá „höf- uðstað“ Íslendingabyggðar í Vest- urheimi og fer þangað árlega. „Þegar ég segi fólki að ég hafi alist upp á fjölskylduskipinu Black Hawk á Winnipeg-vatni og búið í Nóatúni við ströndina, þar sem afi býr enn, sé ég ekkert nema öfund í augum þess,“ segir hann. Afi hans er dr. Irvin Hjálmar Olafson, fyrrverandi tannlæknir, sem hefur mikið látið til sín taka í íslenska samfélaginu í Manitoba, en Lois Olafson, áður Sigurdson, kona Irvins, er látin. Mark Jenk- yns, faðir Kristjóns, er af breskum og þýskum ættum, en móðir hans er Kristin Olafson-Jenkyns. Hún skrifaði m.a. bók um sögu matar- gerðar í Nýja-Íslandi, The Cul- inary Saga of New Iceland: Reci- pes from the Shores of Lake Winnipeg, sem Kristjón hannaði og fyrirtæki hans, Coastline Publish- ing, gaf út. Hann sendi einnig m.a. frá sér bókina Falcons Gold: Cana- da’s First Olympic Hockey Heroes eftir Kathleen Arnason. „Í upp- vextinum var mér stöðugt sagt að hver Íslendingur yrði að vera í að minnsta kosti fjórum störfum svo ég reyni að halda mig við það, gef út bækur, sinni ráðgjöf, tek þátt í sjónvarpsþáttum og vinn að mynd- böndum og tónlist,“ segir Kristjón. Aðeins verður um eina sýningu að ræða á Íslandi að þessu sinni og er miðasala hafin á tix.is, en Krist- jón vonar að þetta verði ekki fyrsta og síðasta ferðin til lands forfeðranna. Hann segir að þau hafi verið átta í bandinu þegar þau stigu síðast á svið en nú verði þau þrjú, hann, Cortnee og Reinhard Kypke, sem sé einn síðasti hippinn. Framundan séu síðan tónleikar í Kanada og Bandaríkjunum. Til standi að taka upp lög um New York og Los Angeles og vonandi fylgi þau þeim eftir í viðeigandi borgum. „Ég er líka með lag í vinnslu, kalla það „Reykjavík Shuffle“ eða „Eyjafjallajökull Blues“, sem hljómar æsandi í am- erísku útvarpi.“ Tengir tónlist við borgir  Lagið „Reykja- vík Shuffle“ eða „Eyjafjallajökull Blues“ á döfinni Til Íslands Cortnee Pope og Mackenzie Kristjón telja dagana fram að viðburðinum í Bíó Paradís í lok mánaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.