Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hlutfallsmálána afheildar- kröfum þeirra, sem leita í aðlögun á greiðslum til um- boðsmanns skuld- ara, hefur farið vaxandi. Er nú svo komið að hlutur þeirra er orðinn stærri en hlutur hús- næðislána hjá þeim, sem lenda í slíkum kröggum að þurfa að leita á náðir hans. Um fjármálafyrirtæki gilda strangar reglur og þau lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Fyrir einhverjar sakir nær skilgreiningin í lögum á fjár- málafyrirtækjum ekki yfir smálánafyrirtækin. Í lögunum er talað um lánastofnanir og mætti því ætla að það næði yfir smálánafyrirtæki, en svo er ekki. Lánastofnanir eru fyrir- tæki sem „taka á móti inn- lánum eða öðrum endur- greiðanlegum fjármunum frá almenningi og [veita] lán fyrir eigin reikning“. Smálánafyrir- tækin bjóða bara upp á útlán, ekki innlán. Þá hefði mátt ætla að leyfi þyrfti til lánveitingastarfsemi á borð við þá, sem smálána- fyrirtækin stunda, en það er öðru nær. Það á aðeins við um veitingu „útlána sem fjár- mögnuð eru með endur- greiðanlegum fjármunum frá almenningi“. Fyrir vikið þurfa smálána- fyrirtæki ekki að leggja fram upplýsingar, sem krafist er af fjármálafyrirtækjum. Það á meðal annars við um að gefa upp stofnendur, hluthafa eða stofnfjáreigendur eða um stjórnarmenn, framkvæmda- stjóra og aðra stjórnendur. Eignarhald smálánafyrir- tækja, sem starfa hér á landi, hefur verið mjög á reiki og það nær vitaskuld ekki nokkurri átt. Ástæðan fyrir því að smá- lánastarfsemi skuli ekki vera leyfisskyld virðist í það minnsta að hluta stafa af vand- ræðagangi með hvernig þá ætti að skilgreina fyrirtæki, sem selja vörur á raðgreiðslum. Hér er þó alls ekki um sam- bærilega hluti að ræða. Í það minnsta hrúgast ekki upp mál hjá umboðsmanni skuldara vegna verslana, sem bjóða upp á raðgreiðslur. Þá má bæta því við að fjármálafyrirtækjum er gert að greiða kostnaðinn af rekstri embættis umboðs- manns skuldara. Þar eru smá- lánafyrirtækin stikkfrí þótt þungi mála þeim tengd fari vaxandi. Löggjafinn hlýtur að vera þess umkominn að finna leið til að greina þarna á milli og koma á leyfisskyldu fyrir smálána- fyrirtækin. Það kann að hljóma sak- leysislega að taka smálán til að leysa tímabundinn vanda. Staðreynd- in er hins vegar sú að vextir slíkra lána eru sýnu hærri en almennt gerist og upphæðirnar eru fljótar að hlaðast upp. Samkvæmt lögum mega vextir og gjöld ekki nema meira en helmingi upphæðar láns að viðbættum stýrivöxtum Seðlabanka. Það er ansi ríflegt og hefði einhvern tímann fallið undir lög um okurvexti. Það er líka iðulega þannig að fjárhags- legt bolmagn þeirra, sem finna sig knúna til að taka smálán, er takmarkað og mega þeir kannski síst við því að þurfa að grafa sig upp úr skuldaholu, hvað þá á slíkum afarkjörum. Starfsemi smálánafyrir- tækja er háð lögum um neyt- endalán og þau eru undir eftir- liti Neytendastofu, sem hefur vald til að beita dagsektum fari þau út af sporinu. Það hefur gerst og virðast starfsemin það arðbær að dagsektir vefjist ekki fyrir þeim. Þá er upplýsingum um kjör ekki haldið að neytendum. Skoðun á vefsíðu eins þessara fyrirtækja strandaði á kröfu um innskráningu. Reyndar var hægt að fá svör við ýmsum spurningum en þeirri mikil- vægustu, um vaxtakjörin, var ósvarað og engin dæmi um lán- töku og uppgreiðslu. Við innskráningu var ekki aðeins farið fram á nafn og fall- þunga, heldur spurt um kort, tékkaábyrgðarnúmer og núm- er á bankareikningi. Án þess- ara upplýsinga lætur fyrir- tækið skilmála lána og upplýs- ingar um vexti og önnur kjör ekki af hendi. Viðskiptavinurinn fær sem sagt ekki að vita hvað varan kostar nema láta upplýsingar um sig af hendi fyrst. Það get- ur tæplega staðist nútíma- kröfur um gagnsæi í við- skiptum. Mikið hefur verið talað um fjármálalæsi og ætti að duga að vera stautfær í þeim fræðum til að blasi við að ráðlegt er að forðast smálán með mánaðar- vöxtum, sem jafnvel teldust ríf- legir ársvextir. Ekki eru nema nokkrir dag- ar síðan tilkynnt var að skip- aður hefði verið nýr og aukinn stýrihópur um varnir gegn peningaþvætti og vörnum gegn hryðjuverkum. Smálánafyrir- tæki er leið til að koma pen- ingum í umferð. Ef eignar- haldið er óljóst og heimilis- fangið í útlöndum getur verið erfitt að henda reiður á hvaðan peningarnir koma. Það eitt og sér ætti að vera næg ástæða til að koma böndum á þessa starf- semi og gera hana leyfisskylda. Hvernig stendur á því að starfsemi smálánafyrirtækja er ekki leyfisskyld?} Engin smá lán U mræðan um akstur þingmanns er hávær og þörf. Sumum þykir nóg um. Það finnst mér ekki. Við eigum að ræða störf og útgjöld stjórnmálamanna af sanngirni og láta eitt yfir alla ganga. Sanngirni felst í því að horfa á alla myndina. Nú ganga þingmenn fram og lýsa því yfir að þeir hafi ekki þegið neina aksturspeninga. Það er athyglisvert að slíta þarf þessar upplýsingar út með töngum. Öllum kemur við hvernig peningum almenn- ings er varið. Þess vegna lagði ég áherslu á það sem fjármálaráðherra að allir hefðu aðgengi að reikningum ráðuneytanna á vefnum opnir- reikningar.is. Það var ekki þrautalaust að koma því í gegn. Sumir sáu því allt til foráttu. Einkum voru nefnd persónuverndarsjónarmið. Þau eiga sums staðar við en alls ekki alltaf. Mótbárur voru til dæmis: „Kemur einhverjum það við að keypt séu blóm þegar starfsmaður á afmæli eða lætur af störfum?“ Ég svaraði því til að ekkert væri eðlilegra en að ríkið eins og aðrir vinnuveitendur gleddu sína starfsmenn á hátíðarstundum. Mest er feimnin í sambandi við áfengiskaup. Flestum finnst að við sum tækifæri sé vel við hæfi að gera sér glað- an dag og lyfta glösum. Tilgangurinn með því að hafa reikningana aðgengilega er einmitt að hægt sé að meta hvað sé hæfilegt. Ef einhverjum finnst óþægilegt að al- menningur viti af slíkum kostnaði kemur gagnsæið kannski í veg fyrir útgjöldin. Þá er tilganginum náð. Ég vildi ganga lengra í birtingu reikninga þannig að öll fylgiskjöl yrðu aðgengileg á vefnum. Það átti að gerast síðar á árinu 2017, en hefur ekki enn náð fram að ganga. Öll tækniatriði eru klár, að- eins vantar pólitískan vilja. Þegar ég kom í fjármálaráðuneytið nutu ýmsar stofnanir hins opinbera afsláttar í áfengisinnkaupum. Þessi undarlegi hvati var afnuminn að mínu frumkvæði. Allir eiga að vera jafnir. Alþingi á að fylgja í kjölfarið og birta alla út- gjaldareikninga. Þá kemur í ljós hvers konar kostnaður fylgir því að hafa þingmenn í vinnu og hvaða útgjöld eru eðlilegur hluti af þing- mannsstarfinu. Umræða um störf stjórnmálamanna á ekki bara að snúast um kostnað eða markast af ein- staklingum. Fyrir tæplega 25 árum birtist frétt í Morgunblaðinu: „McDonald’s- veitingastaðurinn í Reykjavík verður opnaður almenningi í fyrramálið en í kvöld opnar Davíð Oddsson forsætisráð- herra staðinn formlega og pantar sér fyrsta íslenska McDonald’s-hamborgarann.“ Þetta vakti feikilega athygli og sitt sýndist hverjum um atburðinn, en fjölmargir ljós- myndarar mættu á staðinn og sýndu forsætisráðherrann háma í sig borgarann. Deilur af þessu tagi hafa ekki verið háværar að undanförnu, þó að ráðherrar komi víða við á auglýsingaatburðum. Stjórnmálamenn eiga að vera hluti af samfélaginu, en er eðlilegt að þeir auglýsi mat, kökur eða aðrar vörur og þjónustu? Benedikt Jóhannesson Pistill Hvað má? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen kynnti í lok ársins um 665 milljóna króna stuðning við bændur vegna erfiðleika þeirra. Unnsteinn segir að stuðningurinn mildi höggið. Vandamálið sé þó enn til staðar, flytja þurfi út kjöt. Hann minnir á að Landssamtök sauðfjárbænda hafi lagt til að heimild verði veitt til tímabundinnar sveiflujöfnunar til að ná jafnvægi á markaðnum. Öllum afurðastöðvum verði gert skylt að flytja út ákveðið hlutfall framleiðslunnar. Ekki er komin niðurstaða í það mál. Óvissa um framtíðina Spurður um framtíðina segir Unnsteinn að enn sé þungt hljóð í bændum. Enginn sauðfjárbóndi treysti sér til að fara í gegnum annað ár eins og það síðasta. Ef þeir sjái fram á að verða launalaus- ir áfram muni margir sleppa því að kaupa áburð og hætta búskap. Sauðfé fækkaði um meira en 10% í Rangárvallasýslu Morgunblaðið/Árni Sæberg Landrétt Bændur og aðstoðarmenn draga sundur féð við Áfangagil eftir smölun Landmannaafréttar. Fé fækkaði mjög í Rangárvallasýslu í fyrra. Fjöldi sauðfjár 2017 Sauðfé á landinu öllu Heimild: Hagstofan og Búnaðarstofa Mast Fjárflestu sveitarfélögin 2016 2017 Breyting Skagafjörður 34.997 34.526 -471 -1,3% Borgarbyggð 34.173 32.701 -1.472 -4,3% Húnaþing vestra 30.865 31.226 361 1,2% Húnavatnshreppur 29.980 28.907 -1.073 -3,6% Dalabyggð 30.114 28.221 -1.893 -6,3% Fljótsdalshérað 27.886 27.124 -762 -2,7% Þingeyjarsveit 17.918 17.712 -206 -1,1% Hornafjörður 17.818 16.200 -1.618 -9,1% Norðurþing 16.215 16.486 271 1,7% Skaftárhreppur 16.676 15.708 -968 -5,8% Rangárþing eystra 15.732 13.745 -1.987 -12,6% Rangárþing ytra 12.871 11.581 -1.290 -10,0% Landið allt 475.191 457.005 -18.186 -3,8% 475 þúsund 457 þúsund 2016 2017 Fjöldi sauðfjár á íbúa Húnavatnshreppur 71 Dalabyggð 42 Skaftárhreppur 33 Húnaþing vestra 27 Þingeyjarsveit 19 Landið allt 1,4 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meiri samdráttur varð ísauðfjárrækt á Suður-og Vesturlandi á síð-asta ári en á Norður- landi og Ströndum. Vetrarfóðr- uðum kindum fækkaði um 3,8% yfir landið í heild, samkvæmt bráðabirgðatölum búnaðarstofu Matvælastofnunar, en mun meiri fækkun varð í einstaka sveitar- félögum. Fé fækkaði í Rangárþingi eystra um 12,6% á síðasta ári og í Rangárþingi ytra um 10%. Það er langmesta fækkunin þegar litið er til 12 fjárflestu sveitarfélaga lands- ins, það er að segja í þeim sveitar- félögum þar sem bændur halda meira en 10 þúsund fjár samtals. Almennt er samdráttur umfram meðtaltal í sveitarfélögum á Suður- og Vesturlandi. Aftur á móti fjölgaði fé í tveimur sveitarfélögum á þessum lista, í Norðurþingi og Húnaþingi vestra, og fækkun var undir með- altali í öðrum sveitarfélögum á Norðurlandi. Fé fjölgaði í Bæjar- hreppi og Strandabyggð en bæði þessi sveitarfélög eru á Ströndum en með færri en 10 þúsund kindur. Vetrarfóðraðar kindur á land- inu öllu voru 457 þúsund í lok árs- ins, liðlega 18 þúsund færri en fyr- ir ári. Sauðfjárhéruð halda sínu Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að á þeim svæðum sem sauðfjárrækt er burðarásinn í atvinnulífinu haldi bændur sínum hlut frekar en á svæðum þar sem sauðfjárrækt er meira stunduð sem aukabúgrein. Bændur sem hafa aðalatvinnu sína af mjólkurframleiðslu eða vinna ut- an bús dragi frekar saman seglin í sauðfjárrækt eða hætti og ákveði að gefa hinum völlinn. Hann tekur þó fram að það geti skekkt sam- anburð á milli ára að lítið fékkst fyrir kjöt af fullorðnu á árinu 2016 og sumir hafi dregið að slátra kindum fram á árið 2017. Ljóst er að stórfelld lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda á sinn þátt í fækkun fjár en fækk- unin hefur orðið heldur meiri en reiknað var með. Ríkisstjórnin til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.