Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Franskar Alpaperlur sp ör e hf . Sumar 3 Fegurð landsins fjalla leikur um okkur í bænum Annecy sem er sannkölluð perla frönsku Alpanna. Við förum m.a. til Chamonix og tökum þaðan kláf upp í 3.842 m hæð fjallsins Aiguille du Midi og heimsækjum Genf, Montreux og Lausanne við Genfarvatn. Í ferðinni gefst góður tími til að slaka á og njóta ómældrar náttúrufegurðar. 19. - 26. maí Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formað- ur Dómarafélags Íslands, segir að allt sem verði til þess að auka gagnsæi í sam- bandi við launa- ákvarðanir, bæði dómara og ann- arra, sé af hinu góða. Þetta voru hennar fyrstu viðbrögð við til- lögum starfshóps um málefni kjararáðs. „Ég er rétt byrjuð að kynna mér þessa skýrslu starfshópsins og væntanlega munum við í stjórn Dómarafélagsins funda um þessar tillögur starfshópsins alveg á næst- unni,“ sagði Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið í gær. Ingibjörg kveðst telja að til- lögur starfshópsins séu bæði áhugaverðar og róttækar. „Ef markmiðið sem sett er fram næst, að gera launaákvarðanir gagnsærri og reglubundnar, þá tel ég það af hinu góða og þess virði að reyna að ná því markmiði,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg bendir á að skýrsla starfshópsins sé engan veginn full- unnin og krefjist nánari útfærslu. Hún segir að í skýrslunni komi fram ákveðinn skilningur á því að ákvörðun um laun dómara sé vandasamt verk. Erfitt sé að setja kjör þeirra í þann farveg að um sé samið, eins og gerist á launamark- aðnum almennt. „Það mikilvægasta er að sæmi- leg sátt ríki um aðferðina sem beitt er um launaákvarðanir dómara og að upplýsingar um þær ákvarðanir séu gagnsæjar. Þetta er það sem mér þykir hvað jákvæðast í skýrslu starfshópsins. Eitt sem hefur reynst afskaplega illa og erfitt undanfarin ár, er þessi leynd sem ríkt hefur á milli launaákvarðana og höfundar skýrslunnar taka sér- staklega á því, sem mér finnst einnig af hinu góða,“ sagði Ingi- björg. Ingibjörg kveðst gera ráð fyrir því að stjórn Dómarafélags Íslands komi saman í næstu viku og ræði skýrslu starfshópsins um kjararáð og í kjölfar þess verði mótuð sam- eiginleg afstaða félagsins til skýrsl- unnar og tillagnanna í henni. Segir gagnsæi vera af hinu góða  Jákvæð í garð skýrslu um kjararáð Ingibjörg Þorsteinsdóttir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hefur verið ánægjuleg vit- undarvakning um nauðsyn þess að börn og ungmenni lesi. Sú söluaukn- ing sem við sjáum í verslunum okkar á barna- og unglingabókum og ís- lenskum bókum yfir höfuð rímar við þessa vakn- ingu,“ segir Ingi- mar Jónsson, for- stjóri Pennans. Morgunblaðið greindi í vikunni frá óánægju fyrr- verandi formanns Félags íslenskra bókaútgefenda, Egils Arnar Jóhannssonar, með stöðu bókabúða. Staðhæfði hann að úrval íslenskra bóka færi minnkandi en aukin áhersla væri lögð á vörur fyrir ferðamenn. Ingimar vísaði þessum fullyrð- ingum Egils á bug og tók í kjölfarið saman tölur um sölu fyrir Morgun- blaðið. „Niðurstaðan er sú að á síðustu tveimur árum hefur sala á íslenskum bókum og íslenskum barnabókum aukist um 10% í fjölda eintaka. Þessi árangur hefur náðst með markviss- um aðgerðum í samstarfi við bóka- útgefendur,“ segir Ingimar. Morg- unblaðið hefur sagt af miklum samdrætti í bóksölu síðustu misseri og því koma þessar fréttir af sölu- aukningu nokkuð á óvart. „Já, heildarmarkaðurinn hefur minnkað en salan hefur dregist saman annars staðar en í „kaupfélagsbúðunum“. Vandinn liggur annars staðar,“ segir Ingimar í léttum tón. Spurður um ástæður þessarar söluaukningar segir Ingimar að fer- metrum undir íslenskar bækur hafi verið fjölgað í verslunum Pennans- Eymundssonar að undanförnu. Árið 2014 var opnuð ný verslun á Lauga- vegi 77 og 2016 tók Penninn yfir verslun á Húsavík. Þá hefur versl- unin í Smáralind verið flutt til innan hússins og verður stækkuð um 120 fermetra í lok apríl. Varðandi fullyrðingar Egils um minna úrval af íslenskum bókum segir Ingimar að erfitt sé að halda úti bókabúð sem selur einungis bæk- ur. Því hafi verið farin sú leið að blanda saman bókum, ritföngum, gjafavöru, túristavöru og tímaritum. Á móti séu allar bækur fáanlegar á vefnum. Þar séu nú til sölu tæplega 5.500 bækur og 2.268 barnabækur. „Við erum með eina verslun þar sem aðeins eru seldar bækur, í Suður-Kringlu. Það er tap af rekstri hennar í ellefu mánuði ársins en sal- an í desember heldur uppi árinu. Það er ekkert sjálfgefið að hægt sé að halda úti svona starfsemi á tímum þegar miklar breytingar eiga sér stað í smásöluverslun og kostnaður er að aukast.“ Sala á íslenskum bókum hefur aukist um 10%  Forstjóri Pennans segir að vandi bókaútgefenda liggi annars staðar Ingimar Jónsson Morgunblaðið/Hari Bókabúð Mun meira selst af barna- bókum og íslenskum bókum. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Íslenska lögreglan mun taka yfir rannsókn á máli Sunnu Elviru Þor- kelsdóttur, en samningar þess efnis voru undirritaðir í gær. Í kjölfarið mun farbanni Sunnu verða aflétt og ráðgert er að hún verði flutt heim til Íslands snemma í næstu viku. Það er þó með fyrirvara um að búið verði að ljúka við öll helstu formsatriði. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanleg- um heimildum. Morgunblaðið hefur greint frá stöðu Sunnu Elviru sem legið hefur lömuð á háskólasjúkrahúsi í Malaga á Spáni undanfarin mánuð. Sunna hefur lýst aðstæðum sínum á spít- alanum í Malaga en að hennar sögn er læknisþjónusta á spítalanum af skornum skammti. Sunna er þrí- hryggbrotin, með þrjú brotin rifbein auk annarra áverka. Í kjölfar hand- töku eiginmanns Sunnu, Sigurðar Kristinssonar, var Sunna sett í far- bann og hefur því verið föst á spít- alanum en Sigurður er grunaður um aðild að fíkniefnamáli. Talin geta veitt upplýsingar Skv. heimildum Morgunblaðsins er Sunna talin geta veitt upplýsingar um mál Sigurðar og hefur af þeim sökum verið haldið í gíslingu á spít- alanum í Malaga. Það sé gert til að setja pressu á hana um að veita upp- lýsingar um málið, en spænsk stjórn- völd hafa hingað til ekki viljað hleypa henni úr landi. Þá hefur gengið illa að koma henni fyrir á öðrum spítala innan Spánar, en líkt og mbl.is greindi frá í fyrradag var umsókn um flutning á bæklunarspítala í Se- villa aldrei send frá Malaga. Nú þegar samningar hafa verið undirritaðir um flutning Sunnu munu lögregluyfirvöld landanna vinna í sameiningu að áframhaldandi rannsókn málsins. Sunna verður við komuna til Ís- lands flutt á taugadeild Landspítal- ans þar sem hún mun hljóta nauð- synlega meðferð við meiðslum sínum. Þá bindur Sunna vonir við að geta hafið endurhæfingu sem allra fyrst. Á sjúkrabeði Samningar hafa náðst um flutning Sunnu til Íslands en ráðgert er að hún komi snemma í næstu viku. Sunna kemur heim á allra næstu dögum  Farbanni Sunnu aflétt í kjölfar undirritunar samninga í gær Hrein raunávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á árinu 2017 var 5,7%. Eignir jukust um samtals 62 milljarða króna, þar af voru fjárfest- ingatekjur 47 milljarðar, og námu eignirnar samtals 665 milljörðum í lok ársins samanborið við 602 millj- arða árið áður. Þetta kom fram á vef sjóðsins í gær, en aðalfundur hans er á miðvikudaginn. Eignasafni sjóðsins er vel áhættu- dreift. Erlend verðbréf voru um þriðjungur heildareigna í árslok, samanborið við 27% árið áður. 17% eignanna eru í innlendum hluta- bréfum. 23% eigna eru í innlendum ríkistryggðum skuldabréfum. Sjóð- félagalán námu 82,3 milljörðum, eða um 12% af heildareignum, saman- borið við 62 milljarða og rúm 10% af eignum árið áður. Á árinu 2017 fengu að meðaltali 15.820 sjóðfélagar líf- eyrisgreiðslur úr samtryggingar- deild sjóðsins, að fjárhæð 12.819 milljónir króna. Árið áður námu líf- eyrisgreiðslur 11.570 milljónum og hækkuðu því um 11%. Lífeyris- greiðslur úr séreignardeild námu 568 milljónum. Virkir sjóðfélagar voru 36.400 á árinu. Lífeyris- sjóður í blóma  Eignirnar jukust um 62 milljarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.