Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ég er stelpa fædd í miðbæReykjavíkur og bjó þartil 16 ára aldurs,“ segirBirna Guðmundsdóttir sem fagnar 66 ára afmæli 22. febr- úar. Hún rekur Líkamsrækt B&Ó, í samstarfi við Ólaf Ágúst Gíslason. Líkamsrækt B&Ó er partur af almenningsíþróttadeild Stjörnunnar og fagnar 30 ára afmæli á næsta ári. „Það verður að sjálfsögðu hald- ið upp á afmælið með afmælisferð út á land,“ segir Birna sem er mennt- aður íþrótta- og ungbarnasundkenn- ari. Hún hefur helgað sig íþrótta- kennslu allan starfsferilinn. „Mamma var alltaf að finna mig í hnút eða höfuðstöðu og fór því með mig í ballett þegar ég var sjö ára. Ég byrjaði að æfa sund 11 ára og bætti fimleikum við þegar ég var 13 ára. Ég æfði sund og fimleika saman í þrjú ár og hélt svo áfram í fimleikum þar til ég fór á Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni,“ segir Birna sem ákvað 12 ára að verða íþrótta- kennari. Birnu fannst gaman að hreyfa sig og foreldar hennar voru vakandi fyrir því að hún og systkini hennar tvö hreyfðu sig og borðuðu hollan mat. „Mamma mín var Halla Krist- insdóttir sem vann við verslunar- störf hjá Bernharð Laxdal. En hún fór fyrst út á vinnumarkaðinn þegar ég var 11 ára gömul. Mamma var bú- in að eignast okkur systkinin öll 22 ára gömul. Pabbi minn var Guð- mundur R. Einarsson, tónlistar- maður í Sinfóníuhljómsveit Íslands, hann var líka í danshljómsveitum og spilaði djass með Tríói Ólafs Stephensen,“ segir Birna. Hefur skilað góðum þjóðfélagsþegnum „Það er mikil tónlist í börnunum mínum þremur eins og gefur að skilja. Halla er grunnskóla- kennari, Stella er danshöfundur og Arnar er trommuleikari Of Mon- sters and Men. Þau bera öll ættar- nafnið Rósenkranz. Ég get ekki ann- að en verið sátt við uppeldi barn- anna. Ég er búin að skila af mér góðum þjóðfélagsþegnum og er ánægð með það,“ segir Birna stolt. Birna á þrjú barnabörn og eyðir eins miklum tíma og hún getur með þeim. „Ég fer oft með barnabörnin í sund um helgar og á sumrin hef ég meiri tíma til þess að vera með þeim. Ömmuhlutverkið er mjög gefandi. Þegar maður verður amma breytist allt. Ástin frá barnabörnunum er svo skilyrðislaus.“ Eftir að Birna útskrifaðist sem íþróttakennari kenndi hún í eitt ár í Mosfellsbæ en hóf svo íþrótta- kennslu í Flataskóla í Garðabæ. Árið 2014 hætti Birna störfum sem 66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Birna er jákvæður orkubolti sem stundað hefur hreyfingu og hugað að hollu mataræði frá unga aldri. Ljósmynd/úr einkasafni Útivist Birna úti í náttúrunni en hún er mikil útivistar- og fjallamanneskja. Sjálfsöryggi Móey hoppar örugg til móður sinnar Eydísar Antonsdóttur. Gerðarsafn stendur vaktina og kemur til með að hafa ofan af fyrir nem- endum í grunnskólum Kópavogs á meðan á árlegu vetrarfríi skólanna stendur dagana 19. og 20. febrúar. Nemendum grunnskóla Kópavogs stendur þá til boða að mæta í Líkam- leik, sem er danssmiðja undir stjórn Sögu Sigurðardóttur dansara. Í smiðjunni verður lögð áhersla á hreyfingu og möguleika líkamans. Í Líkam-leik danssmiðjunni verður innblástur í verkin sem sköpuð verða sóttur í myndir, liti, tilfinningar og hljóð. Að auki verða gerðar tilraunir í danssmiðjunni til þess að breyta lík- amanum í skúlptúr. Öll grunnskólabörn eru velkomin í smiðjuna, annan daginn eða báða en smiðjan er opin frá kl. 10.00 til 12.00. Kostnaður við smiðjuna er enginn og fullorðnir fylgifiskar eru velkomnir með. Danssmiðja í Kópavogi Leikur Börnum gefst kostur á að breyta líkamanum í skúlptúr í Gerðarsafni. Líkam-leikur í boði í skólafríinu Árbæjarsafn stendur fyrir Furðu- verksmiðju fyrir börn og fullorðna í fylgd barna á sunnudag milli kl. 13.00 og 16.00 Furðuverksmiðjan fer fram í Lækjargötu 4, sem er stórt drappað hús við torgið í Árbæjarsafni. Í Furðuverksmiðjunni fá þátttak- endur tækifæri til að skapa sína eigin furðuveru gerða úr endur- unnum textílefnum. Þegar furðuver- an hefur verið sköpuð eru allir hvattir til að segja söguna af furðu- verunni og leyfa öðrum að kynnast henni betur. Andrea Fanney Jónsdóttir, textíl- hönnuður og klæðskerameistari, Erla Dís Arnardóttir, textílhönnuður og kennari, og Guðný Katrín Einars- dóttir, textílhönnuður og iðjuþjálfi, leiðbeina í Furðuverksmiðjunni. Andrea Fanney, Erla Dís og Guðný Katrín standa einnig fyrir verkefninu Handaband sem hefur það markmið að bjóða upp á skapandi vinnustof- ur fyrir fjölbreytta hópa. Í tilefni af 100 ára fullveldis- afmæli Íslands verða gamlar ljós- myndir af fólki fyrir hundrað árum hafðar sem fyrirmyndir og inn- blástur í smiðjunni. Furðuverksmiðjan er öllum opin og ókeypis aðgangur fyrir börn og fullorðna sem fylgja börnunum. Gaman saman á sunnudag Furðuverur skapaðar í Árbæ Föndur Furðuverur úr endurunnum textílafgöngum fá nýtt líf um helgina. Tinna Þórudóttir Þorvaldar er hekl- kennari sem býður upp á kennslu í mósaíkmunstrinu II Terrazzo á morg- un, sunnudag. Tinna hefur heklað og stundað hannyrðir frá því að hún man eftir sér. Gefið út þrjár hekl- bækur, Þóru, Maríu og Havana, auk þess að ritstýra heklbókinni Hekl- félaginu. Tinna hefur haldið heklnámskeið í átta ár og kennt hundruðum kvenna og einum karli að hekla. Á morgun kennir hún áhugasöm- um að hekla mósaíkmunstur sem hún segir á fésbókarsíðu sinni að sé ótrúlega skemmtilegt og einfalt heklmunstur sem hægt sé að nota í alls konar verkefni. Á námskeiðinu á morgun verður þátttakendum kennt að hekla dúllu með mósaíkaðferðinni en hana má nota til þess að hekla teppi, púða Lærðu að hekla dúlluteppi Hefur kennt 100 konum og einum karli Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.