Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 RAFVÖRUR Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavél tekur 17 kg og þurrkari tekur 10 kg Amerísk gæða heimilistæki Við hjónin fórum til Möltu í nóvember 2016, sem er ekki í frásögur færandi. Það sem knýr mig til að setja þessi orð á blað er óheiðarleiki þessara tveggja flugfélaga. 16. nóvember 2016 áttum við hjónin pant- að flug með Lufthansa frá Möltu til Frank- furt klukkan 13.10. Mættum tímanlega og vorum kom- in að réttu hliði tveim tímum fyrir brottför. Þá var skráð seinkun á skjá, til klukkan 13.30. Flugvélar komu og fóru og við biðum. Klukk- an 13.30 eru allir kallaðir að brott- fararhliði, þar beðið í 20 til 30 mín- útur. Þá er tilkynnt um meiri seinkun. Flugvélar koma og fara. Vel flestir farþegar voru gamalt fólk, Þjóðverjar, margir í hjólastól- um. Einn farþeginn sagðist hafa heyrt um vont veður, en hvar vissi hann ekki. Klukkan 14.00 spurði ég starfsmann við brottfararhliðið hvort eitthvað væri að. „Nei, þín vél var að lenda“. Flugvélar koma og fara. Rétt seinna er tilkynnt að okkar flug sé fellt niður, ná í farangurinn og mæta í brottfararsal. Þeim boð- um hlýtt. Hvað svo? Allir í röð, 180 farþegar, afgreiðsluborð í fjarska og þrír starfsmenn þar að reyna að bjarga gamalmennunum. Kona kemur með blað – fara aftur niður í bæ, þar á hótel og koma aftur eftir hádegi á morgun og þá verði önnur vél til Frankfurt. Ég sagði konunni að ég væri þá að missa af flugi mínu til Íslands með WOW. Stutt svar „Þitt vandamál“. En var þá flug með WOW þar- næsta dag frá Frankfurt til Ís- lands. Hringja í WOW. Eftir að hafa hlustað á Bylgjuna í síma WOW í um 20 mínútur gáfumst við upp á óvissunni. London, þaðan eru margar ferðir á dag til Íslands. Air Malta flugvél var að fara til Lond- on, ekki truflaði veðrið þá. Vélin var að fara svo ég hringdi í dóttur mína á Íslandi, vel enskumæl- andi, til að fá hana til að ná sambandi við WOW og breyta ferð- inni okkar. Þegar við lentum á Heathrow eftir tvo og hálfan tíma kom svar dóttur- innar um að hún væri búin að vera í síman- um nánast allan tím- ann síðan ég hringdi í hana og að henni hefði loksins tekist að fá Indverjann, sem svaraði í símann fyrir WOW, til að skilja að það var beðið um breytingu á farseðlum frá London í staðinn fyrir Frankfurt. Loksins breytti hann farinu okkar, en var jafn skilningssljór vegna breytingarinnar. En breytingin kostaði sitt. Við vorum búin að borga Frankfurt-Ísland 34.195 en breytingin kostaði 28.792 krónur. Flug hjá WOW var því London -Keflavík 62.987. Til að bíta höfuðið af skömminni var auglýsing í blaði um borð í WOW-vélinni: London -Keflavík með WOW 9.900 aðra leið. Okkar fargjald því rúmlega 300% hærra. Lággjaldaflugfélag, nei ekki í mínum huga. Lufthansa endurgreiddi strax fluglegginn Malta-Frankfurt en ekkert annað og bar fyrir sig vondu veðri, en þá eru flugfélög stikkfrí. Tap okkar var hótelið í Frankfurt, algert þjónustuleysi WOW, flugfar til London og okur á lélegri þjónustu WOW. Heildar- aukakostnaður okkar var því um 200.000 krónur. Mín skoðun er hins vegar sú að Lufthansa átti við skæru-verk- fallsaðgerðir flugmanna sinna að stríða. Þeir hafa líklega sett merki- legri flugleið businessmanna í stopp, en stjórnendum Lufthansa þótt betra, fjárhagslega, að láta ellibelgi, sem voru í orlofi á Möltu, vera eina nótt í viðbót þar, það væri ódýrara fyrir Lufthansa. Starfsmenn Lufthansa komu veður- kvittinum af stað á flugvellinum á Möltu, veðri sem enginn tók eftir og þegar ég skoðaði flightradar í símanum mínum var bullandi flug- umferð í og við Möltu og Frankfurt og flugvélar að koma og fara af flugvellinum á Möltu. Ég skoðaði líka veðrið á netinu og hvergi var neitt að sjá að veðri á fyrirhugaðri flugleið okkar. Af hverju er ég að skrifa þetta 15 mánuðum eftir að atburðir áttu sér stað. Jú, ég er búinn að standa í skrifum við nánast vel flesta sem að flugmálum koma norðan mið- baugs. Allir boðnir og búnir að þjónusta mig og mína líka, nema Lufthansa sem svara öllu með yfir- drifinni kurteisi um óveðrið á Möltu og sakleysi þeirra. Þeir sendu mér nokkrar blaðsíður af skýringum sem sérfræðingar einir skilja. Bjóða mér að njóta þjónustu þeirra aftur. Nei, takk, ég læt ekki svíkja mig og klóra í veskið mitt aftur af þeirra hálfu. Lufthansa og WOW fara á válista hjá mér. Lág- gjaldaflugfélag, neytendaþjónusta – nei takk, það er ekki til þarna. Hrakfarir í viðskiptum við Lufthansa og WOW Eftir Önund Jónsson » Starfsmenn Luft- hansa komu veður- kvittinum af stað á flug- vellinum á Möltu, veðri sem enginn tók eftir. Önundur Jónsson Höfundur er fyrrverandi yfirlög- regluþjónn á Ísafirði kjarrholt6@simnet.is Hún er einkennileg árátta sérvitringanna í borgarstjórninni að vilja sífellt troða sér- visku sinni og ein- kennilegum uppá- tækjum upp á okkur borgarana án þess að spyrja okkur einu sinni álits, og virðist ekki koma skoðanir okkar neitt við. Nú á aftur að reyna að koma því til leiðar, að ýmis dýr geti fengið far með strætó. Það er víst áreiðanlegt, að margir munu ekki koma inn í strætisvagna borgarinnar eftir það. Flestir hafa nú haldið, að strætisvagnar væru fyrst og fremst fyrir fólk, og til þess voru þeir gerðir, en með því að leyfa dýraflutninga með strætó er ljóst, að það mun verða minna pláss fyrir fólk í vögnunum, þar sem dýr og það í búrum taka sitt pláss þar, sem sérvitringarnir í Ráðhúsinu hugsuðu greinilega ekki út í, þannig að þau sæti, sem fólk notar daglega í dag, munu verða lögð undir búrin með dýr- unum. Er það eitthvert vit? Ég á líka eftir að sjá, hvernig það getur farið saman að hafa ketti, páfa- gauka og mýs í sama vagni, jafn- vel þótt allt sé í búrum. Ég geri heldur ekki ráð fyrir, að fólk, sem hefur gargandi páfagauka heima hjá sér, kæri sig mikið um að hafa það yfir sér í strætisvögnunum líka, og fyndist nóg að hafa þann hávaða heima hjá sér. Einhvers staðar verður að vera friður fyrir þessu. Mér er líka spurn: Til hvers ætti fólk að vera með páfa- gaukana sína og önnur smádýr í strætisvögnum? Varla færi fólk með þetta í vinnuna eða hvað? Ég veit ekki til þess, að dýr séu leyfð á vinnustöðum almennt, enda mundi verða lítill friður fyrir slíku þar. Ég veit heldur ekki til þess, að atvinnurekendur hafi leyft slíkt til þessa. Hvað á fólk þá að taka þetta með sér í strætisvagna – og hvert? Þess utan verður alltof mikil hávaðamengun af þessu í strætisvögnunum, svo og þungt loft. Ég sé líka fyrir mér, að for- eldrar með smábörn í kerrum mundu varla geta nýtt sér strætis- vagnaþjónustuna eftir þetta, þar sem það verður varla pláss fyrir kerrur og vagna í vögnunum inn- an um búrin. Það er því ljóst, að fólk mun nota einkabílana í enn meira mæli eftir þetta, auk þess sem leigubílastöðvarnar munu stórgræða á þessu líka. Það segir sig sjálft, enda mun stór hópur, sem ann- ars hefur ekkert á móti dýrum yfirleitt, ekki geta hugsað sér að vera með þessu í strætisvögnum í því þunga lofti og hávaða- mengun, sem leiðir af þessu, ekki síst of- næmissjúkir, fyrir nú utan plássleysið fyrir fólkið, sem óhjá- kvæmilega yrði við- varandi meðan á þessu stendur. Það er því nokkuð ljóst, að mannlegum farþegum mun fækka stórlega á þessu reynsluári, og tilraunastarfsemin dæmd til að mistakast. Það segir sig sjálft. Hins vegar má til sanns vegar færa, að ef leyfa ætti nokkr- um dýrum að vera í vögnunum, þá ættu svokallaðir blindrahundar að hafa þar algeran forgang. Þeir eru leiðsöguhundar hinna blindu og sem slíkir vinnuhundar, sem trufla engan neins staðar. En að hafa alls konar óskyld dýr inni í vögn- unum hver innan um önnur er al- gert rugl, finnst mér, enda ekki við öðru að búast, þar sem þessi borgarmeirihluti er annars vegar, og virðast ekki vera annað nú orð- ið en jólasveinar og álfar út úr hól. Þar sem ég er ein þeirra, sem hafa ofnæmi fyrir dýrum, þá mun ég láta mig vanta í strætisvagnana næsta árið, meðan þessi tilrauna- starfsemi með dýraflutninga stendur yfir, enda verður líka áreiðanlega lítið um sæti þar fyrir fólk eftir það. Ég hefði svo gaman af því að vita, hvað nýkjörnum oddvita sjálfstæðismanna í komandi kosn- ingum, þeim skynsama Eyþóri Arnalds, finnst um þetta uppá- tæki. Í framhjáhlaupi vildum við, sem berjumst fyrir friðun og varð- veislu Víkurkirkjugarðs, vita, hvar Eyþór stendur í þeim málum og álit hans á hóteli á þeim helga stað. Ég vona líka, að Sjálfstæðis- flokkurinn verði ráðandi afl í borginni eftir kosningarnar að vori komanda, svo að eitthvert viti borið fólk verði þar við stjórnvöl- inn næsta kjörtímabil. Mál er að linni vitleysunni, sem hefur verið þar við lýði alltof lengi. Um dýrastrætó og fleira Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur Guðbjörg Snót Jónsdóttir »Einhvers staðar verður að vera frið- ur fyrir þessu. Höfundur er guðfræðingur og fræðimaður. Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.