Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er Guðmundur Guðmundsson. Kvennakór Akureyrar syngur. Organisti er Sigrún Magna Þór- steinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safn- aðarheimilinu kl. 11. Umsjón sr. Hild- ur Eir Bolladóttir og Hjalti Jónsson. AKURINN kristið samfélag | Sam- koma í Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Þór Hauksson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju leiðir söng undir stjórn Krisztinu Kalló org- anista. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Önnu Sig- ríðar og Aðalheiðar. Kaffi og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Sigurðar Jónssonar sóknarprests, Kristnýjar Rósar Gúst- afsdóttur djákna og Benjamíns Hrafns Böðvarssonar guðfræðinema. Brúður, bænir, söngur, sögur. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed, tónlistarstjóra kirkj- unnar. Meðhjálpari er Sigurður Þór- isson og prestur er Hulda Hrönn M. Helgadóttir héraðsprestur. Sunnu- dagaskóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur. Hressing og samfélag á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Sunnudaga- skóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Um- sjón með stundinni hefur Sigrún Ósk. Konudagsmessa kl. 17 í samstarfi við Kvenfélag Álftaness í Bessastaða- kirkju. Kvenfélagskonur þjóna við at- höfnina, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar ásamt Margréti Gunnarsdóttur djákna og sr. Hans Guðberg Alfreðssyni. Lærisveinar Hans leika undir söng undir stjórn Ást- valdar Traustasonar. Kvenfélags- kleinur í boði í messukaffinu. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjón- ar. Organisti er Örn Magnússon. Fé- lagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur og Stein- unnar Leifsdóttur. Eftir messu er kaffi- sala Hollvinafélags Breiðholtskirkju Ensk messa kl. 14. Sr. Toshiki Toma þjónar, organisti er Örn Magnússon. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Hreiðar Örn, Ragnar Bjarni, Jónas Þórir og Pálmi leiða samveruna. For- eldrar og afar og ömmur hvött til þátt- töku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur, Jón- as Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða. Prestur Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Gunnar Sigurjónsson. Ávextir andans leiða söng. Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð. Veitingar í safn- aðarsal að messu lokinni. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 (vi- gilmessa). DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í um- sjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn og organisti er Kári Þor- mar. Bílastæði við Alþingishúsið. Æðruleysismessa kl. 20. Sr. Fritz Már leiðir stundina, Díana Ósk fer með hugleiðingu og Kristján Hrannar sér um tónlistina. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11. Kristín Kristjánsdóttir djákni þjónar og flytur hugvekju. Kór kirkjunnar syngur létt lög undir stjórn Arnhildar Valgarðs- dóttur organista. Reynir Þormar spilar á saxófón. Meðhjálpari Kristín Ingólfs- dóttir. Í tilefni dagsins bjóða karlar upp á nýbakaðar vöfflur með rjóma eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jó- hannsson leiðir stundina. Fríkirkju- bandið og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunn- arssyni organista. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir þjónar. Sameiginlegt upp- haf í messu. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots org- elleikara. Umsjón með sunnudaga- skóla: Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir djákni. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Um- sjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Selmessa kl. 13. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjón- ar. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli, Daníel Ágúst, Ásta og Sóley taka á móti börnunum í mess- unni sem hefst kl. 11 og svo fara þau í sitt starf. Í messunni þjónar sr. Eva Björk Valdimarsdóttir ásamt messu- þjónum. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Organisti er Ásta Haralds- dóttir og félagar úr kirkjukór Grens- áskirkju syngja. Kaffi á undan og eftir messu. Bænastund kl. 10.15. Hvers- dagsmessa á fimmtudag kl. 18.10- 18.50. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur Sigurjón Árni Eyjólfsson. Org- anisti Hrönn Helgadóttir og kvennakór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Sigurðar Óskars og Hákons Darra. Kirkjuvörður Lovísa Guðmunds- dóttir. Kaffisopi í boði eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Konu- dagsmessa kl. 11. Karlakórinn Þrestir syngur undir stjórn Ástvaldar Trausta- sonar. Prestur Stefán Már Gunn- laugsson. Organisti Guðmundur Sig- urðsson. Sunnudagaskóli kl. 11 með Erlu Björgu og Hjördísi Rós. Súpa, kaffi og djús á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Hreinn, Karítas Hrundar og Ragnheiður. Bæna- stund mánud. kl. 12.10. Fyrirbæna- guðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Ár- degismessa miðvikud. kl. 8 og hádegiserindi kl. 12. Gerður Kristný rit- höfundur talar. Kyrrðarstund fimmtu- dag kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari. Kór Háteigs- kirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Prestur er Sunna Dóra Möller. Kór Hjallakirkju leiðir söng og organisti er Guðný Einarsdóttir. Gengið verður til altaris. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimili undir stjórn Markúsar og Heiðbjartar. HRUNAKIRKJA | Messa unga fólks- ins kl. 11. Ungt fólk syngur, flytur bæn- ir og ræður og túlkar boðskapinn út frá sér. HVALSNESSÓKN | Fjölskyldumessa í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 14. Barnakórinn í Sandgerði syngur undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur. Barn borið til skírnar. Keith Reed við flygilinn. Messan er fyrir báðar sóknir prestakallsins. HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Miklósar Dalmay. Jón Ragnarsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en esp- añol. Samkoma á ensku kl. 14. Engl- ish speaking service. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma kl. 13 með lofgjörð, fyr- irbæn og vitnisburðum. Eftir stundina verður kaffi og samfélag. KEFLAVÍKURKIRKJA | Konudags- messa og sunnudagaskóli kl. 11, sr. Fritz Már þjónar ásamt messuþjónum. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir (Sigga Stína) flytur hugvekju. Eftir samveruna er súpa í Kirkjulundi ásamt brauði. Miðvikudagur 21. febrúar. Kyrrð- arstund kl. 12 í kapellu vonarinnar í umsjón presta og organista. Súpa og samfélag eftir stundina. Bænastund með flóttafólki og innflytjendum kl. 13. KOTSTRANDARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 14. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Miklósar Dalmay. Jón Ragnarsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. KÓPAVOGSKIRKJA | Tónlistarguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson sóknarprestur þjónar fyrir altari og Ingimar Helgason guðfræðinemi pré- dikar. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj- unnar. Bergljót Arnalds syngur ein- söng. Sunnudagaskóli í safnaðarheim- ilinu Borgum á sama tíma, umsjón hafa Anna Lovísa Daníelsdóttir og Jó- hanna Elísa Skúladóttir. KVENNAKIRKJAN | 25 ára afmæl- ismessa Kvennakirkjunnar í Neskirkju við Hagatorg klukkan 20. Séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup, séra Elína Hrund Kristjánsdóttir, séra Jóhanna Gísladóttir og séra Ninna Sif Svav- arsdóttir tala ásamt prestum Kvenna- kirkjunnar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þor- steinsdóttir sér um tónlist. Kvenna- kirkjukonur í 25 ár eru sérstaklega boðnar til að halda upp á tímamótin. Afmæliskaffi í safnaðarheimilinu. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og undirleik annast Bryndís Baldvinsdóttir. Krúttakór Lang- holtskirkju tekur lagið undir stjórn Auð- ar Guðjohnsen og Söru Grímsdóttur. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgi- haldið. Kaffi, djús og kleinur eftir stundina. Starf eldri borgara alla miðvikudaga kl. 12-15.30. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi og samvera í safnaðarheimilinu á eftir. Miðvikudagur 21. febrúar. Helgistund kl. 14 Félagsmiðstöðinni Dalbraut 18- 20 með börnum úr barnastarfi Laug- arneskirkju. Fimmtudagur 22. febrúar. Kyrrðar- stund kl. 12. Tónlist, hugvekja, altaris- ganga og fyrirbænir. Súpa og sam- vera. Samvera eldri borgara kl. 13.30. Helgistund kl. 16 Hásalnum Hátúni 10 með sr. Davíð Þór og Hjalta Jóni. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. MOSFELLSKIRKJA í Grímnesi | Föstumessa 21. febrúar kl. 20.30. Egill Hallgrímsson sóknarprestur og Kristján Valur Ingólfsson Skálholts- biskup annast prestsþjónustuna. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sunnudagaskóli. Umsjón Ása Laufey og Ari. Eftir messu verður myndlistar- sýningin Crux opnuð, en á henni eru verk eftir hollenska listamanninn Kees Visser. SALT kristið samfélag | Sameigin- legar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Barna- starf. Túlkað á ensku. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukórinn og unglingakórinn syngja undir stjórn Edit Molnár. Sunnudaga- skóli á sama tíma í umsjón æskulýðs- leiðtoga. Sparisúpumáltíð í safn- aðarheimilinu að messu lokinni til styrktar kaupum á flygli í kirkjuna. Lionsmenn gefa öllum konum sem koma til kirkju eina rós í tilefni konu- dags. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Konudagurinn haldinn hátíðlegur. Sr. Kristín Pálsdóttir þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgel. Konur úr Kvenfélaginu Seltjörn taka þátt. Allir sálmar sem eru sungnir eru eftir kon- ur. Leiðtogar sjá um sunnudagaskól- ann. Félagar í Kammerkór Seltjarnar- neskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Prestur er Egill Hall- grímsson. Organisti er Jón Bjarnason. STÓRUBORGARKIRKJA Gríms- nesi | Bæna- og kyrrðarstund sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Egill Hallgríms- son sóknarprestur leiðir stundina. VÍDALÍNSKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytur árvarp. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Helgu Björk Jónsdóttur djákna og messuþjónum. Gospelkór Jóns Vídal- íns og barnakór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Davíð Sigurgeirssonar og Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur sem jafnframt syngur einsöng. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu. Súpa í safnaðarheimilinu eftir messu. garda- sokn.is VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Kvenna- kór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur. Prestur Sig- finnur Þorleifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Hressing í safnaðarsalnum eft- ir guðsþjónustur. ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Orð dagsins: Freisting Jesú. (Matt 4) Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Grundarkirkja í Eyjafirði ✝ Guðrún fædd-ist í Ölfus- hreppi 23. ágúst 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 10. nóvember 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Steinunn Jóns- dóttir frá Þor- grímsstöðum í Ölf- usi, f. 17.5. 1892, d. 13.12. 1985, og Stefán Bjarna- son frá Vestur-Stokkseyrarseli, f. 27.10. 1887, d. 22.5. 1935. Systkini Guðrúnar voru Ólafur, Lilja, Jón, Bjarni og Stefán. Þau eru öll látin. Eiginmaður Guð- rúnar var Ingólfur Gíslason frá Langagerði í Hvolhreppi, f. 6.4. 1915, d. 14.5. 1992. Börn þeirra eru: 1a) Steinunn Ingólfsdóttir, dætur hennar eru: 1) Guðrún, maki Grímur Gíslason. Dætur hennar eru Tinna Karen og Berglind. 2) Inga Hrönn, maki Benedikt Helgi Benediktsson. Syn- ir þeirra eru Bene- dikt Steinar og Hrannar Ingi. 3) Friðrika, sonur hennar er Steinn Ingi. 2b) Vigfús Ingólfsson, dóttir hans er Guðrún Inga og börn henn- ar eru Jóhann Ari, Elsa Karen, Díana Lind og Emil Ingi. 3d) Gísli Ing- ólfsson, maki Linda Hann- esdóttir. Synir þeirra eru: 1) Gunnar Ingi, maki Auður Ás- geirsdóttir. Börn þeirra eru Sól- veig Lind, Ragnheiður Rós og Fannar Ingi 2) Sigurður Einar, maki Elva Dögg Björnsdóttir. Dóttir þeirra er Rakel. Fyrir á Sigurður Einar dóttur, Lindu Kristínu. Langalangömmu börnin eru sjö. Útförin fór fram í kyrrþey. Nú ertu farin frá okkur, út í frelsið, himnasæluna. Þú kvaddir eins og þú hafðir óskað þér, sofna að kvöldi og vakna ekki aftur. Mamma var falleg og góð kona, félagslynd, myndarleg til verka og jafnframt rösk, sama hvort það var bakstur eða elda- mennska, hannyrðir eða annað. Allt var gert af sama skörungs- skap, sem henni var áskapaður. Mamma flutti til Vestmanna- eyja 17 ára gömul. Þar kynntist hún föður mínum Ingólfi Gísla- syni matsveini. Faðir minn lést 14. maí 1992, yndislegur maður og alls staðar vel liðinn. Mamma flutti á Hrafnistu í Reykjavík 1997. Hún undi sér mjög vel þar og tók þátt í öllu félagsstarfi. Hún stofnaði spila- klúbb með öðrum íbúum Hrafn- istu sem margir urðu góðir vin- ir hennar. Þeir eru allir fallnir frá á undan henni. Við viljum þakka starfsfólki Hrafnistu fyr- ir einstaka umönnun og hlýju. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt elsku mamma. Þín dóttir, Steinunn. Amma Guðrún, móðuramma okkar, er fallin frá. Hún lést að morgni 10. nóvember sl. á Hrafnistu Reykjavík, 96 ára að aldri. Amma fór eins og hún óskaði helst, sofnaði að kveldi og svaf áfram, svefninum langa. Amma var þessi duglega kona sem gat allt og féll ekki verk úr hendi. Fram að gosi (1973) vorum við systur mikið hjá ömmu og afa Inga á Hóla- götunni í Vestmannaeyjum. Minningar úr eldhúsi ömmu á Hólagötunni koma upp í hug- ann. Garðurinn á Hólagötunni var vel nýttur til leikja og þegar við urðum svangar fórum við að eldhúsglugganum hennar ömmu og alltaf átti hún til eitt- hvað gott handa okkur, allt heimagert auðvitað. Amma var dugleg að sulta og var það ósjaldan að við fengum volga rabarbarasultu á brauðið. Heitt kakó og brauð að dýfa í var í uppáhaldi eftir skóla á veturna þegar kalt var í veðri. Amma bjó á Hrafnistu síð- ustu árin sín og sagði hún oft eftir að hún kom þangað fyrst að henni fyndist hún vera á 5 stjörnu hóteli. Amma var félagslynd. Hún var í spilaklúbbi og fór í allar ferðir sem buðust á vegum Hrafnistu. Það var stundum svo mikið um að vera hjá henni að ekki var alltaf hægt að gera ráð fyrir að hún væri „heima“ þegar við komum í heimsókn. Amma var mjög trúuð og var eftirfarandi bæn í uppáhaldi hjá henni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hvíl í friði, elsku amma. Guðrún Hjörleifsdóttir Inga Hrönn Hjörleifsdóttir Friðrika Hjörleifsdóttir. Guðrún Stefánsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.