Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Dásamlegur þvottur - einfalt, íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar fylgja. Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Þvottavél 119.990 kr. Þurrkari 149.990 kr. Valdís Blöndal á 90 áraafmæli í dag. Hún erfyrrverandi leiðsögu- kona, en það var hennar að- alstarf utan heimilis þar til hún lét af störfum 86 ára. „Ég hafði ákaflega gaman af leið- sögninni, að segja frá og sýna ferðamönnunum okkar fallega land. Þegar ég byrjaði rétt eft- ir þrítugt voru ferðamenn mun færri hérlendis.“ Valdís hefur líka farið með Íslendinga til útlanda og eldri borgara til Kanarí og Mall- orca. „Það leiddi til þess að ég fór að læra spænsku og æfði mig þegar út var komið. Hér heima leiðsagði ég aðallega á þýsku en einnig á ensku og Norðurlandamálum. Hæg voru heimatökin, mamma var þýsk og foreldrarnir töluðu þýsku á heim- ilinu. Ég var svo í skóla í Svíþjóð eftir að námi lauk í Verzlunarskól- anum og eftir að ég gifti mig flutti ég með manninum mínum til Kaupmannahafnar þar sem hann var í framhaldsnámi í verkfræði. Þar fæddist okkar fyrsta barn, dóttirin Nína, síðan eignuðumst við tvo drengi eftir að við fluttum heim, þá Ragnar og Gunnar.“ Eigin- maður Valdísar var Birgir G. Frímannsson byggingarverkfræðingur og rak hann eigið byggingafyrirtæki. Valdís fæddist á Álafossi og voru foreldrar hennar Ilse Blöndal og Ragnar H. Blöndal, stórkaupmaður í Reykjavík. Ragnar var í vefn- aðarverkfræðinámi í Þýskalandi þegar hann hitti Ilse. Þau giftu sig árið 1926, komu til Íslands sama ár og settust að á Álafossi þar sem Ragnar tók við stjórn ullarverksmiðjunnar til 1929. Þá fluttu hjónin til Reykjavíkur og hann stofnaði verslunina R.H. Blöndal, til húsa í Austurstræti. Hjónin eignuðust þrjú börn, Valdísi, Hönnu og Kjartan. Óhætt er að segja að helsta áhugamál Valdísar sé ferðamennska. „Ég hef verið svo lánsöm að geta ferðast oft, farið víða og upplifað mikið. Eftir að maðurinn minn lést 2001 ferðaðist ég með systur minni og áttum við dásamlegan tíma saman þar til hún lést. Skíða- íþróttin hefur verið mín vetraríþrótt langt fram eftir aldri, bæði hér heima á Ítalíu, í Austurríki og í Colorado í Bandaríkjunum. Þetta eru orðin löng og dásamleg æviár og þakka ég góðri heilsu fyrir. Í dag mun ég fagna með minni góðu fjölskyldu og kærum vinum.“ Leiðsögumaður Valdís Blöndal. Mikil tungumála- manneskja Valdís Blöndal er níræð í dag S igríður Einarsdóttir fædd- ist í Reykjavík 17.2. 1958 og ólst upp á Skólavörðu- holtinu í Reykjavík fyrstu árin. Fjölskyldan flutti síðan í Kleppsholtið árið 1966 og síðar í Seljahverfið. Sigríður var í Miðbæjarskólanum og Langholtsskóla, lauk landsprófi frá Ármúlaskóla 1974, stúdentsprófi frá MS 1978, öðlaðist réttindi leið- sögumanns 1980, nam bóklegar greinar flugnáms við flugliðabraut FS 1980 og lauk þaðan bóklegu blind- flugs- og atvinnuflugmannsprófi, stundaði verklegt flugnám við Flug- skólann Flugtak hf. í Reykjavík 1977- 81 og lauk þá verklegu atvinnuflug- mannsprófi en blindflugsprófi 1983. Hún var þriðja konan til að ljúka námi í vélaverkfræði frá HÍ 1986, öðl- aðist réttindi sem verðbréfamiðlari 2006, lauk MBA-námi frá HR 2010 og hefur lokið námskeiðum í listasögu, ensku og spænsku við HÍ. Sigríður gekk 11 ára í skátafélagið Sigríður Einarsdóttir flugstjóri – 60 ára Mæðgur Sigríður og Sóley María njóta veðurblíðunnar á skíðum í Colorado, en Sigríður fer oft í skíðaferðir. Brautryðjandi í at- vinnuflugi á Íslandi Mæðgin Sigríður og Einar Páll, nýkomin úr útsýnis- flugi yfir Seattle, á afmælisdegi hans, 31.7. 2017. Flugstjórinn Sigríður í farþegaflugi yfir suðurodda Grænlands. Hún segist alltaf hlakka til að mæta í vinnuna, enda vinni hún með frábæru starfsfólki. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.