Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Hreinsun Stórvirkar vinnuvélar sjá til þess að N-S flugbraut Reykjavíkurflugvallar geti gegnt hlutverki sínu laus við ís og snjó. Langt í norðri sér í vetrarlegar fjallshlíðar uppi á Skipaskaga. Árni Sæberg Lýðræði er víða í hættu. Færa mætti rök fyrir því að einn áhrifa- ríkasti þátturinn í þró- un Vesturlanda á 21. öld sé sú tilfinning að aðstæðurnar sem við búum við séu nánast sjálfgefnar. Víða er það viðhorf orðið ríkjandi að hlutir sem barist var fyrir og mótuðust um aldir séu óhjákvæmileg afleiðing af framvindu tímans. Því fylgir sú trú að framfarir haldi áfram svo framarlega sem ekki sé beinlínis komið í veg fyrir þær. Af þessu leiðir svo að hinar raunveru- legu ástæður framfaranna eru van- ræktar og jafnvel fyrirlitnar. Eitt af því sem hefur aldeilis ekki reynst sjálfgefið er lýðræði, sú hug- mynd að allir menn skuli hafa jafnan rétt til að segja til um hvernig sam- félaginu skuli stjórnað. Hugmyndin er undantekning frekar en regla í sögu mannkyns. Jafnvel nú á 21. öld- inni er lýðræði síður en svo almennt. Samkvæmt svokallaðri lýðræðis- vísitölu (e. Democracy Index) hins breska Economist Intelligence Unit eru 19 lönd í heiminum þar sem ríkir fullt lýðræði. Það eru um 10% ríkja heims. Ísland er í öðru sæti listans á eftir Noregi. 57 lönd til viðbótar búa við það sem kallað er „gallað lýð- ræði“. Þrátt fyrir marga og stóra galla hefur lýðræðisfyrirkomulagið reynst besta stjórnkerfi sem maður- inn hefur stuðst við eða „það versta fyrir utan öll hin“ svo vitnað sé í Winston Churchill. En eigi lýðræðið að virka sem skyldi þurfum við að minnast þess að það er hvorki sjálf- gefið að þetta fyrirkomulag viðhald- ist, né að það skili þeim árangri sem ætlast er til. Hlutverk Alþingis Störfin á Alþingi gefa oft ekki af sér fagra mynd. Þar mættu ótal hlutir vissulega vera öðruvísi og betri. Oft er kallað eftir því að þingmenn vinni betur saman. Stundum mætti ætla af umræðunni að bara ef þing- menn bæru nú gæfu til að vinna saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu myndi allt ganga betur. Gallinn við þessa hugmynd er þó sá að hún fellur ekki að hlutverki þings- ins og þingmanna. Hugmyndin með starfi Alþingis er ekki sú að þar velj- ist til starfa 63 gáfuðustu og færustu einstaklingar landsins og svo sé það hlutverk þeirra að finna sameigin- lega bestu lausnirnar fyrir landið. Hlutverk stjórnmála- manna er þvert á móti að vera ósammála. Þ.e.a.s. að vera fulltrú- ar ólíkra sjónarmiða og berjast fyrir þeim sjónarmiðum. Eigi lýðræðisfyrir- komulag okkar að virka sem skyldi þurfa fram- bjóðendur og flokkar að bjóða kjósendum upp á ólíkar leiðir til að velja úr. Kjósandinn þarf svo að geta treyst því að fólkið sem hann velur muni raunverulega beita sér fyrir því sem það boðaði. Svo meta menn hvernig til tekst. Gangi þetta eftir ættu þeir sem boða leiðir sem virka og standa sig vel við að hrinda þeim í framkvæmd að hljóta aukinn stuðning en stuðningur við aðra ætti að minnka. Þar með ætti stjórnar- farið að færast í rétta átt. Samsæri gegn kjósendum Í seinni tíð hefur orðið vinsælt að tala um svokölluð „samræðustjórn- mál“ eða „samstöðustjórnmál“. Hugmyndin er að stjórnmálamenn ættu sem oftast að tala sig inn á sameiginlega niðurstöðu, þ.e. finna niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Með þessu er hugmyndin að baki lýðræði að miklu leyti tekin úr sambandi. Kjósendur eru settir í þá stöðu að það er sama hvern þeir kjósa, niðurstaðan verður alltaf sú sama, þ.e. lægsti samnefnarinn. Engar stórar breytingar, engar nýj- ar lausnir (enda verða nýjar lausnir alltaf umdeildar). Þetta mætti kalla samsæri stjórnmálamanna gegn kjósendum. Allir komast hjá því að gera það sem þeir lofuðu í krafti samstöðu við aðra stjórnmálamenn. Í fjölflokkakerfi verða menn auð- vitað að miðla málum til að ná meiri- hluta en markmiðið er einmitt það, að ná meirihluta. Það á ekki að vera markmiðið að þynna út stefnuna þar til enginn hefur lengur ástæðu til að vera á móti henni. Því er gjarnan fagnað sérstaklega þegar þingmenn eru allir sammála í atkvæðagreiðslu. 63-0 er það kallað. Í raun ætti slíkt þó oft á tíðum (en ekki alltaf) að valda áhyggjum. 63-0 þýðir að það er hætta á að annað- hvort hafi málið sem um ræðir verið þynnt út eða að það sé þess eðlis að þeir sem telja ástæðu til að gagn- rýna það treysti sér ekki til þess. Í hvorugu tilvikinu er lýðræðið að virka sem skyldi. Lýðræði snýst um meirihlutaræði, ekki alræði. Valdið fært frá almenningi Undanfarna áratugi hafa stjórn- málamenn á Vesturlöndum jafnt og þétt gefið frá sér vald. Valdið hefur verið fært til embættismanna, stofn- ana, nefnda, sérfræðinga, samtaka og svo mætti lengi telja. Iðulega er þetta gert í nafni fagmennsku. En undirliggjandi er sú hugmynd (sem pólitíkusarnir taka þá í raun undir) að stjórnmálamenn séu ekki hæfir til að stjórna. Þetta hefur gengið svo langt að hugtakið „pólitísk ákvörð- un“ er orðið einhvers konar skamm- aryrði og telst þá vera andstæða svokallaðra „faglegra ákvarðana“. Ljóst er að sagan geymir ótal dæmi um rangar ákvarðanir stjórn- málamanna, þar með talið ákvarð- anir sem snúast um allt annað en að gæta þeirra hagsmuna sem menn voru kosnir til að verja. En fyrir slíkt ber að refsa í kosningum (eða með öðrum hætti þegar tilefni er til). Lausnin er ekki sú að taka valdið frá stjórnmálamönnum á þeirri for- sendu að þeir sem eru kosnir til að taka ákvarðanir hljóti að vera verst til þess fallnir að taka ákvarðanir. Þegar stjórnmálamenn afsala sér valdi eru þeir nefnilega ekki að af- sala sér eigin vald. Þeir eiga ekki valdið sem þeir fara með. Valdið er eign kjósenda. Fyrir vikið er verið að taka valdið af kjósendunum og færa það til fólks sem ber ekki lýð- ræðislega ábyrgð, fólks sem kjós- endur hafa ekkert um að segja. Það er ólýðræðislegt. Kerfisræði Afleiðingin af þessari þróun er sí- vaxandi kerfisræði. Kerfið, hvaða nöfnum sem það nefnist, fær valdið en stjórnmálamenn sitja uppi með ábyrgðina. Reyndar getur verið freisting fyrir stjórnmálamenn að nota kerfið til að fría sig ábyrgð. Samanber: „Auðvitað hefði ég viljað gera þetta en álit sérfræðinganna gaf til kynna að það myndi orka tví- mælis með tilliti til EES-samnings- ins“. Hættan er sú að stjórnmálamenn fari að nálgast viðfangsefni sín á þann hátt sem einkennir klisjuna um embættismenn. Þ.e. þeir hugsi fyrst og fremst um að gera það sem enskumælandi þjóðir kalla að hylja á sér afturendann. Hvernig er landinu í raun stjórnað? Lítum á það hvernig lög verða til. Í nánast öllum tilvikum byggjast þau á frumvörpum sem eru skrifuð, ekki á Alþingi, heldur í ráðuneyt- unum í Reykjavík eða hjá stofnunum í Brussel. Í báðum tilvikum eru laga- frumvörpin samin af ókjörnum emb- ættismönnum. Í síðara tilvikinu koma fulltrúar almennings nánast ekkert við sögu. Ráðherrarnir sem leggja mál fram á Alþingi hafa í fæstum til- vikum haft nokkuð með það að gera að málið varð til yfirhöfuð. Þetta birtist til dæmis á skondinn hátt við síðustu ríkisstjórnarskipti þegar stór hluti málanna sem ráðherrar lögðu fram á þingi voru mál sem ráð- herrar fyrri ríkisstjórnar höfðu lagt fram áður. Nýr ráðherra fékk ein- faldlega frumvarpabunka forverans í fangið og sendi hann í þingið, rétt eins og forverinn hafði gert. Ráðherrar eru þó fljótir að laga sig að því að tala fyrir málum. Það tók núverandi ráðherra aðeins nokkra daga að hljóma nákvæmlega eins og forverarnir þegar þeir rök- studdu frumvörpin þeirra. Með öðr- um orðum, ráðherrar hætta á að verða það sem kallað var í ágætri rit- stjórnargrein í þessu blaði „upplýs- ingafulltrúar embættismannanna í ráðuneytinu“. Embættismenn eru mikilvægir Með þessu er ég ekki að gagnrýna störf embættismanna. Embættis- menn og sérfræðingar hvers konar eru gríðarlega mikilvægir lýðræð- inu. Stjórnmálamenn verða að geta reitt sig á aðstoð þeirra. Sjálfur hef ég starfað með frábærum embættis- mönnum sem unnu öll sín störf af mikilli samviskusemi. En það er hlutverk embættismanna að veita aðstoð og hrinda í framkvæmd hinni pólitísku stefnu. Embættismenn og sérfræðingar eiga ekki að taka ákvarðanir um stjórn landsins þótt þeir gegni ómetanlegu hlutverki við að ráðleggja og framkvæma. Það er hlutverk stjórnmálamann- anna að stjórna. En þá verða þeir að þora því. Allt of margir stjórnmála- menn samtímans reyna fyrst og fremst að komast í gegnum daginn án þess að gera nokkuð sem gæti talist umdeilt eða verið til þess fallið að vekja mismunandi viðbrögð. Ímynd í stað málefna Í stjórnarskránni segir að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt. En nú virðist raunin ætla að verða sú að ráðherrar láti embættismenn framkvæma vald sitt. Hlutverk ráð- herra og alþingismanna virðist í auknum mæli vera orðið fyrst og fremst táknrænt. Ráðherrar leggja fram frumvörp frá innlendum og er- lendum embættismönnum, þingið fær svo embættismenn og stofnanir til að skila umsögnum um laga- frumvörpin áður en þau eru af- greidd. Að því búnu kemur það í hlut hinna ýmsu stofnana að fylgja lögunum eftir. Stjórnmálamenn mæta svo til að halda ræður (sem þeir skrifa ekki sjálfir) og klippa á borða. Óhjákvæmileg afleiðing af þessu er sú að í stað rökræðu og átaka um málefni kemur það sem kalla mætti ímyndarstjórnmál. Þegar stjórn- málin eru hætt að snúast um átök um málefni og stefnu er ekkert eftir nema átök um persónuleika og ímynd. Slík barátta verður alltaf óvægnari, ljótari og persónulegri en átök um málefni. Það er hægt að hafa ánægju af því að rökræða eða deila við pólitíska andstæðinga um ólíka sýn og stefnu og menn geta verið bestu vinir á eftir. Öðru máli gegnir þegar pólit- ísk átök snúast um tilraunir til að vega að persónu andstæðinganna. Björgum lýðræðinu Ef stjórnmál og lýðræði eiga að virka þurfa þau að snúast um mál- efni. Þau þurfa að snúast um að kjósendur hafi val um ólíkar leiðir og lausnir. Þróunin hefur því miður ekki verið í þá átt, hvorki á Íslandi né í öðrum vestrænum löndum. Fyrir vikið hafa kjósendur í auknum mæli hallað sér að jaðarflokkum og frambjóðendum. Lausnin liggur hins vegar í því að virkja lýðræðið. Hér á Íslandi höfum við nú fengið ríkisstjórn sem réttlætir sig beinlín- is út frá vandanum sem ég lýsti hér að ofan. Stjórnin réttlætir sig fyrst og fremst sem „stjórn með breiða skírskotun“. Í henni séu fulltrúar flokka frá hægri til vinstri og því eigi kjósendur frá vinstri til hægri að vera sáttir, óháð stefnu og gjörð- um stjórnarinnar. Nálgunin er sú að vinstriflokkar eigi vinstrimenn og hægriflokkar eigi hægrimenn. Fái þeir sína fulltrúa í stjórn geti þeir ekki kvartað. Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokkur leyfa sér að hverfa frá öllum meginstefnumálum sínum í kosn- ingunum í krafti þess að mynda „breiða stjórn“. Þeir gera sig að lægsta samnefnara og svíkja allt en kjósendur eiga að gleðjast yfir því að fá breiða stjórn sem gerir ekkert sem getur talist umdeilt. Þessi nálgun er ólýðræðisleg og röng. Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson » Þegar stjórnmála- menn afsala sér valdi eru þeir nefnilega ekki að afsala sér eigin valdi. Þeir eiga ekki valdið sem þeir fara með. Valdið er eign kjósenda. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er þingmaður og formaður Miðflokksins. Til hvers eru stjórnmálamenn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.