Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 ✝ Stefán Pálssonfæddist í Vík í Mýrdal 11. nóvem- ber 1946. Hann lést á Landspítalanum 3. febrúar 2018. Foreldrar Stef- áns voru Páll Tóm- asson verkamaður, f. 4. ágúst 1900, d. 30. júní 1990, og Þuríður Guðrún Stefánsdóttir hús- móðir, f. 14. október 1907, d. 1. maí 1982. Systur Stefáns eru Steinunn, f. 1935, og Elín, f. 1949. Sonur Stefáns er Einar Krist- inn, f. 29. september 1971. Móð- ir hans er Kristín Einarsdóttir. Eiginkona Einars er Ragnhildur Hrund Jónsdóttir. Dóttir Ragn- hildar er Hólmfríður María Þór- arinsdóttir. Dóttir Einars er Matthildur, móðir hennar er Astrid Björk Eiríksdóttir. Stefán fæddist og ólst upp í Vík og bjó þar nánast all- an sinn aldur. Hann vann hin ýmsu störf í Vík og ná- grenni. Hann var sjálfmenntaður bif- vélavirki og vann á bílaverkstæði og í störfum tengdum bílum, smíð- um og viðgerðum mestalla ævi sína. Þá vann Stefán m.a. hjá byggingarfélaginu Klakki, við smíðar og akstur og hjá Mýr- dalshreppi. Síðustu ár var Stef- án kominn á eftirlaun en hélt áfram vinnu af ýmsu tagi. Útförin fer fram frá Víkur- kirkju í dag, 17. febrúar 2018, klukkan 14. Í dag er borinn til grafar góður vinur og nágranni. Mín fyrstu kynni af Stefáni voru þegar ég byrjaði að vinna hjá byggingarfélaginu Klakki í Vík og ljóst var að þarna var maður á ferð sem batt sína bagga ekki sömu hnútum og aðrir. Þegar við urðum svo nágrannar fyrir 20 árum urðu kynnin eðlilega meiri og enn á ný lágu leiðir okkar saman í Klakki í nokkur ár. Það var gott að eiga Stebba að sem nágranna og ef mann vantaði ráð eða að fá lánuð verkfæri var rölt yfir. Oftar en ekki kom hann þá með og að- stoðaði við verkið svo þetta væri nú rétt gert hjá stráknum. Oft rölti Ástþór minn yfir til hans til að athuga hvað hann væri að bardúsa og var ávallt vel tekið og reynt að svara spurningum stráksa. Það verð- ur víst ekki oftar spurt um „bjánann“ eða steypan dæmd ónýt. Við þökkum fyrir góð kynni gegnum árin og sendum fjöl- skyldu Stefáns innilegar sam- úðarkveðjur. Tryggvi Ástþórsson og fjölskylda. Skjótt skipast veður í lofti. Þegar okkur barst sú frétt að Stefán frændi væri kominn á spítala undirlagður af krabba- meini setti mann hljóðan. Rétt um viku áður sat hann við eld- húsborðið hér á Vatnsskarðs- hólum, og í norðausturhorninu við gluggann eins og svo oft áð- ur, drakk með okkur kaffi, og við ræddum um alla heima og geima eins og vanalega. Það eina sem vakti eftirtekt, og hann hafði raunar áhyggjur af sjálfur, var slæmur hósti sem hafði ekki lagast eftir að hann fékk flensu sl. haust. Stefán var fastagestur og var alltaf gaman að fá hann í heim- sókn. Hann kom hér nær viku- lega og alltaf var hann hress og húmorinn alltaf með í bland. Stefán var afar eftirtektar- samur og hreinskilinn. Hann sagði jafnan hvað honum fannst um hlutina og lét menn heyra það eins og honum einum var lagið. Einu sinni kom Stefán inn í smíðahús hjá okkur, þar sem talsverð óreiða var á hlut- unum. Stefán litaðist um en lét svo um mælt að „það mundi nú ekki skaða að taka hér aðeins til“. Var greinilegt að frænda þótti nóg um, en ekki var stór- yrðunum fyrir að fara í máli hans þá, frekar en fyrri daginn. Stefán fylgdist af vakandi at- hygli með því sem á döfinni var í heimasveit hans og það var jafnan fróðlegt að heyra skoð- anir hans á þeim málum. Og alltaf sýndi hann því áhuga sem í gangi var hverju sinni á okkar bæ, ekki síst verklegum framkvæmdum, og sagði hann þá jafnan sitt álit á viðfangs- efninu. Við leituðum oft í smiðju frænda og komum aldr- ei að tómum kofunum. Hann var jafnan ráðagóður, enda lag- inn í höndum, bæði á tré og járn, og mjög góður viðgerð- armaður á bifreiðar, vélar og önnur tæki. Stefán átti með Kristínu Einarsdóttur frá Presthúsum einn son, Einar Kristin, sem hann var alla tíð mjög stoltur af. Á liðnu vori var okkur hjón- um boðið í sveitabrúðkaup Ein- ars Kristins og Ragnhildar Jónsdóttur, sem haldið var í Reyniskirkju hér í Mýrdal. Það var góður dagur, brúðkaupið fallegt og yndislegt, og sam- veran skemmtileg og eftir- minnileg. Þá var Stefán mjög glaður og stoltur af syni sínum og tengdadóttur. Í stuttum en mjög erfiðum veikindum frænda kom vel í ljós hve ungu hjónin voru hon- um mikill styrkur og hugsuðu vel um hann á sjúkrahúsinu, allt til hinstu stundar. Margir munu vafalaust sakna þessa hægláta manns, sem sett svip sinn á samfélag okkar og lagði því til langt og gott ævistarf, þar sem alúð og vandvirkni voru aðalsmerkin. Í okkar bæ er nú tómarúm þegar Stefán hættir að koma í kaffi og hressandi samræður. Að leiðarlokum þökkum við áralanga tryggð Stefáns, um leið og við minnumst góðs og trausts vinar, sem gott var að eiga að. Við sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Margrét og Þorsteinn. Í dag, 17. febrúar, verður kvaddur frá Víkurkirkju Stefán Pálsson. Ég vann með Stefáni hjá byggingafyrirtækinu Klakk í Vík. Ef litið er yfir Víkina eru allmörg hús er við Stefán unn- um við að byggja og endurbæta í Víkurþorpi, svo sem elliheim- ilið Hjallatún og læknisbú- staðurinn. Byggðum hús fyrir Víkurprjón og seinna byggingu yfir Hótel Vík. Einnig vann ég með Stebba í nýbyggingum í Skarðshlíð und- ir Eyjafjöllum og við byggingu safnahúss fyrir byggðasafnið í Skógum. Það var oft gott að eiga góð- an vin í vinnunni sem hægt var að leita til eins og við frágang á vinnutímaskýrslum þannig að það væri frágengið fyrir hana Kollu hjá Klakk svo bókhaldið væri klárt og hún gæti inn- heimt af verkkaupendum. Stebbi átti ýmsa drauma og fylgdi þeim eftir. Alloft talaði Stebbi um að hann ætlaði að flytja í aðra landshluta, því miður gerði hann það ekki og bjó í Víkinni alla tíð. Var einn af Víkurunum sem ég minnist með ánægju og vona að hann sé nú fluttur í sumarlandið og lifi þar góðu lífi. Einar Kristinn Stefánsson og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð vegna pabba þíns. Njörður Helgason. Stefán Pálsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Melási 12, Garðabæ, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. febrúar klukkan 13. Sjöfn Lárusdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir Þorlákur Magnússon Þórhildur Pétursdóttir Guðrún Þóra Magnúsdóttir Óskar Knudsen ömmubörn og langömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR frá Veiðileysu, lést mánudaginn 12. febrúar á Hrafnistu Reykjavík. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 11. Halldór Sverrir Arason Ragnheiður Halldórsdóttir Magnús Emil Bech Ari Halldórsson Björn Alexandersson Jóhann Reynir Halldórsson Hilda Julnes Kristinn Þórður Halldórsson Katrín Elly Björnsdóttir Helga Halldórsdóttir Brjánn Birgisson og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUNNAR JÓHANNSSON vélfræðingur, Svalbarði 1, Hafnarfirði, lést laugardaginn 10. febrúar á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 21. febrúar klukkan 13. Unnur Jóhannsdóttir Kristjana Júlía Jónsdóttir Berglind Jónsdóttir Kristján Þór Kristjánsson Hrafnhildur Martin Patrick Martin barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra KRISTÍN MARSIBIL AÐALBJÖRNSDÓTTIR frá Siglufirði lést 12. febrúar á dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sunnuhlíð í Kópavogi (skrifstofuna). Aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN FRIÐRIK ZÓPHONÍASSON frá Stokkseyri, lést á dvalarheimilinu Sólvöllum, Eyrarbakka, þriðjudaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju miðvikudaginn 21. febrúar klukkan 14. Rannveig Hansína Jónasdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær dóttir okkar, móðir, tengdamóðir og vinkona, LINDA ANTONSDÓTTIR, sem lést á Landspítalanum 10. febrúar, verður jarðsungin frá Seljakirkju miðvikudaginn 21. febrúar klukkan 13. Anton Kristinsson Sólveig G. Gunnarsdóttir Andri Már Helgason Ragna Lind Rúnarsdóttir Ævar Þór Helgason Valdís Halldórsdóttir Lilja Jónsdóttir Helgi Valur Árnason Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR SIGURÐSSON efnafræðingur, Funafold 48, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 13. Jóhanna Ólafsdóttir Helgi Pétursson Guðný Unnur Jökulsdóttir Tryggvi Pétursson Kristín Hrönn Guðmundsdóttir Þorkell Pétursson barnabörn Yndislegi drengurinn okkar, HENRIK BJARNASON, Álftamýri 69, Reykjavík, lést miðvikudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 23. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð Barnaspítala Hringsins. Elísabet Guðrún Björnsdóttir Bjarni Jónsson Björn Elí Bjarnason Vigdís Harðardóttir Gestur Gíslason Björn A. Harðarson Nanna Ólafsdóttir Lilja Árnadóttir Jón Bjarnason langafar og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir afi og langafi, ÓLAFUR ÞÓR JÓHANNSSON, Búðardal, lést 14. febrúar. Útförin fer fram frá Hjarðarholtskirkju laugardaginn 24. febrúar klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Ragnheiður Hallgrímsdóttir Okkar ástkæri vinur og frændi, INGI GUÐMUNDUR EINARSSON, Framnesvegi 57, lést föstudaginn 9. febrúar. Útför hans fer fram frá Bænhúsi Fossvogs- kirkju mánudaginn 19. febrúar klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, Pjetur Gudmundsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SOFFÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, Leirubakka 18, Reykjavík, andaðist mánudaginn 12. febrúar á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 27. febrúar klukkan 13. Hafdís Bára Eiðsdóttir Jakob Friðþórsson Kolbrún Ólafsdóttir Ottó Eiður Eiðsson Birna Theódórsdóttir Björg Eiðsdóttir Sturla Birgisson Sigurjón Eiðsson Jóhanna Magnúsdóttir Bjarni Eiðsson Ragnhildur Árnadóttir Auður Eiðsdóttir Jón Helgi Eiðsson Björg Guðmundsdóttir Kristinn Eiðsson Þórunn Haraldsdóttir ömmubörnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.