Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 PISA, Programme for International Stud- ent Assessment, er al- þjóðleg rannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, nátt- úrufræði og stærð- fræði. Fræðilegur rammi PISA- rannsóknarinnar byggist á hugtakinu læsi. Hugtakið vísar til getu nemenda til þess að beita þekk- ingu sinni og hæfni í lykilnáms- greinum og til þess að greina, skilja og tjá á skilvirkan hátt lausnir á ýmsum viðfangsefnum í mörgum mismunandi aðstæðum. Staðan Umræða um PISA-rannsóknina hefur komið upp í kjölfar fregna um skýrslu sem segir að Íslendingar standi sig verst Norðurlandaþjóða í téðri rannsókn. Framan af PISA- rannsókninni í upphafi aldarinnar voru íslenskir nemendur yfir OECD-meðaltali í stærðfræði og stóðu sig betur en nemendur annars staðar á Norðurlöndum að frátöld- um Finnum. Það þótti ekki í frásög- ur færandi og pólitískur forystumað- ur talaði um miðjumoð. Öll árin frá 2003 hafa Íslendingar staðið sig eilít- ið betur en Norðmenn og Svíar í stærðfræði, þar til í síðustu könnun 2015 er Íslendingar höfnuðu í neðsta sæti. Þýskir nemendur voru töluvert neðan við OECD-meðaltal árið 2003 en nú hefur árangur Þjóðverja stór- batnað. Þýsk skólayfirvöld hrukku við yfir árangrinum í stærðfræði í PISA-rannsókninni 2003. Rann- sóknarniðurstöður voru greindar. Þá kom fram að árangur barna inn- flytjenda var lakari en annarra. Átak var gert til að ná til þeirra með góð- um árangri og nú standa Þjóðverjar sig betur en Íslendingar. Svipað þyrfti að gera hér. PISA-verkefnin eru sett fram með lestexta og skilj- anlegt að hann sé þröskuldur. PISA-rannsóknin er ekki keppni milli þjóða eða íbúa landshluta. Markmiðið er ekki að þjálfa íslenska nemendur til að ná efsta sæti eins og á EM, HM eða Eurovision svo að þjóðin geti fagnað. Markmiðið er að upp- lýsa yfirvöld um hvern- ig vinna og fjármunir sem lagðir eru í skóla- kerfin skila sér. Er ver- ið að fara rétt að? Hvað má betur fara til að styrkja læsi nemenda og hæfni til að greina, skilja og tjá lausnir á viðfangsefnum sem lífið mun bjóða þeim? Mælir PISA úrelta þekkingu? Sumir segja ekkert að marka PISA. Rannsóknin sé að mæla úr- elta þekkingu. Fróðlegt væri sjá rökstuðning fyrir þeirri skoðun. Er úrelt að temja sér læsi til skilnings? Hvenær varð það úrelt að greina, skilja og tjá lausnir á viðfangsefnum á skilvirkan hátt? Þarf ekki að tjá sig skilmerkilega svo að fólk skilji hvert annað? Hvernig væri umhorfs á Al- þingi og í stjórnkerfinu ef fólk legði sig ekki fram um að leita lausna og tjá sig um þær, eða á venjulegum heimilum þar sem vandamálin væru skilin eftir óleyst og látin danka? Haft er eftir nýkjörnum formanni Félags grunnskólakennara að þekk- ingin, sem mæld er í PISA-rann- sókninni, geti orðið úrelt á morgun og menntun eigi að ydda og auka mennskuna. Árið 1999 komu út nám- skrár í öllum námsgreinum grunn- skóla og framhaldsskóla. Lífsleikni varð þá ný námsgrein. Ítarleg nám- skrá og fjölbreytt verkefni voru tek- in saman til að auka leikni ung- menna í að takast á við lífið og vonandi að auka og ydda mennsk- una. En gerir lífsleiknin lesskilning og læsi í stærðfræði og náttúrufræði óþörf og úrelt? Ekkert er einhlítt í mannlegum samskiptum og eflingu mennskunnar nema ef vera skyldi gullna boðorðið; að fólk komi fram við aðra eins og það vill að komið sé fram við sig. Hvað er hægt að gera? Foreldrar ættu að taka höndum saman og íhuga hvert markmið skólastarfs er, hvað sé unnt að gera innan veggja skólanna, og hvað utan skólanna geti stuðlað að því að markmið náist. Telji foreldrar að lesskilningur barna og læsi í stærð- fræði og náttúrufræði séu viðfangs- efni skólanna ættu þeir að vera sam- taka um að styðja kennara til þeirra verka. Kennari sem kennir 18-25 börnum í senn getur sjaldnast sinnt einstökum börnum af sömu nánd og foreldrar og aðstandendur. Það er heldur ekki hlutverk kennaranna. Hlutverk þeirra er að kenna. Þeir eiga að sýna skjólstæðingum sínum bestu hlið mennsku sinnar í sam- skiptum en þegar skóla lýkur fer hver til síns heima og sinnir sínum málum. Samskipti foreldra og kenn- ara ættu að hafa skýran ramma á ákveðnum tímum svo að kennarar geti dregið línu milli starfs síns og einkalífs. Styðjum góða kennara til að gera það sem þeir geta gert best: að hrífa nemendur með sér og miðla þeim af áhuga sínum á námsgrein- unum. Það verður aldrei úrelt. Skólayfirvöld geta stutt kennara til að búa nemendur undir þátttöku í PISA-könnuninni. Stjórnendur skóla ættu líka að leita leiða til að gera nemendum eftirsóknarvert að taka þátt í könnuninni með fullri at- hygli og einbeitingu og sýna sínar bestu hliðar. Foreldrar og forráðamenn geta stuðlað að læsi og málskilningi barna sinna með merkingarbærum sam- tölum um dagleg viðfangsefni í starfi eða frístundum og fyrirbæri í sam- félagi, bókmenntum, listum og nátt- úru. Miklar kröfur mæta ungum for- eldrum, bæði í störfum og einkalífi. Börnin eru fengin þeim að láni um stuttan tíma. Fram undan er oftast langt líf þegar börnin eru flogin og engu verður breytt. Gott skipulag á daglegum viðfangsefnum getur skapað aukið rými fyrir gæðastundir með börnunum á meðan þau eru ung og móttækileg. Hvað er PISA? Eftir Kristínu Bjarnadóttur KristÌn Bjarnadóttir » PISA mælir læsi í víðum skilningi: getu til að beita þekkingu og hæfni og til að greina, skilja og tjá lausnir á viðfangsefnum í mis- munandi aðstæðum. Höfundur er fyrrverandi prófessor. krisbj@hi.is Lífið snýst ekki um það að gera aldrei mis- tök. Það snýst einmitt um að gera mistök, viðurkenna þau, læra af þeim og verða þar með hæfari í því að takast á við ný við- fangsefni. Um þetta segir í Heilræðavísum sálmaskáldsins: „aldrei sá til æru kemst, sem ekkert gott vill læra“. Heilu skólaári á eftir Pisa-könnunin er eina alþjóðlega samanburðarmælingin sem gerð er hér á landi á skólakerfinu. Hún gef- ur veigamiklar og samræmdar upp- lýsingar um þróun skólastarfs frá einum tíma til annars. Hún er gerð á þriggja ára fresti og niðurstöður hennar voru síðast birtar 2016. Þá gaf hún ótvíræðar vísbendingar um að nemendur hér væru heilu skóla- ári á eftir jafnöldrum sínum í öðrum löndum, og að árangur íslenskra grunnskóla væri sá lakasti á Norðurlöndum. Taka ekki mark á mælingum Allir ábyrgir stjórnmálamenn bregðast tafarlaust við slíkri fall- einkunn með greiningu á vandanum og átaki til úrbóta. Þetta hafa sveitarfélög gert hér á landi með góðum árangri, s.s. Seltjarnarnes og Reykjanesbær. Hjá borgarstjórnar- meirihlutanum í Reykjavík kveður hins vegar við annan tón. Þau skella skuldinni á prófið. Þegar við sjálf- stæðismenn lögðum fram tillögu í borgarstjórn um að Pisa-niðurstöð- urnar yrðu greindar og kennslu- hættir styrktir í þeim þremur grein- um sem könnunin nær til, var til- lögunni vísað til skóla- og frístunda- sviðs Reykjavíkur. Til hennar hefur ekkert spurst á annað ár. Þegar til- laga okkar var til umfjöllunar lagði meirihlutinn fram dæmigerða bók- un þar sem lítið er gert úr áreiðan- leika Pisa-mælinganna. Í bókun meirihlutans segir: „Eins og margir fræðimenn hafa bent á er PISA- könnunin hvorki algildur né sérlega nákvæmur mælikvarði á gæði skóla- starfs en niðurstöðurnar gefa vís- bendingar sem mikilvægt er að taka alvarlega jafnt á landsvísu sem og í borginni í því augnamiði að bæta þurfi námsárangur í lestri, náttúru- vísindum og stærðfræði.“ En í þessum efnum hefur bara ekkert verið tekið alvarlega hjá borgaryfirvöldum. Það sýna best niðurstöður lesskimunar í öðrum bekk, árið 2017, sem benda til þess að 63% barna við lok annars bekkj- ar geti lesið sér til gagns, sem er 4,5% lægra hlutfall en árið 2016. Sú könnun sýnir einnig að staða reyk- vískra grunnskóla er hér afar mis- munandi í þessum efnum. Í þeim skóla sem best stendur geta 85% nemenda lesið sér til gagns, sam- kvæmt fimm ára meðaltali 2013- 2017, en einungis 40% í þeim skóla sem verst stendur. Þetta sýnir mikla afturför. Erlendir nemendur standa verr en íslenskir Skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar sem birt var fyrir fá- einum dögum lýsir vel alvarlegu ástandi í ís- lenskum grunnskólum: Brottfall úr skóla er hér langmest á Norð- urlöndum. Brottfall hér á landi er tæplega tvisvar sinn- um meira en meðaltal brottfalls í Evrópu. Menntunarstig hér á landi er lægst af öllum löndunum á Norðurlöndum. Í skýrslunni er áréttað að grunnskólanemendur komi hér langverst út úr Pisa- könnunum og að Ísland sé eina landið á Norðurlöndum sem sé und- ir meðaltali OECD. Síðast en ekki síst sýna Pisa- prófin að hér er mestur munur á getu nemenda sem hafa íslensku að móðurmáli og þeirra sem hafa það ekki. Einkunnir þeirra nemenda sem hafa íslensku að móðurmáli voru 23% hærri en hinna og er mun- urinn hvergi meiri. Skólakerfið hef- ur því brugðist skyldu sinni hrapal- lega gagnvart börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku. þau hafa ekki fengið þann kennslu- fræðilega stuðning sem þau þurfa. Í kennslu minni á grunnskólastigi til margra ára varð mér ljóst hve slík- ur stuðningur er mikilvægur til að þessi börn hafi sömu tækifæri til að afla sé menntunar rétt eins og þeir nemendur sem hafa íslensku að móðurmáli. Falleinkunn meirihlutans Auðvitað er Pisa-könnun ekki „al- gildur“ mælikvarði. Engin könnun er það. En hér ber samt allt að sama brunni. Samanburður er forsenda allra framfara og forsenda þess að hug- tökin framför eða afturför hafi merkingu en séu ekki innantóm slagorð. Þeir sem hafa dálæti á slag- orðum, sýna samanburði og rann- sóknum yfirleitt tómlæti. Skætingur og tómlæti borgaryfirvalda gagn- vart alvarlegum niðurstöðum einnar virtustu alþjóðamælingu á árangri skólastarfs, sem um getur, og tóm- læti þeirra gagnvart eigin mæl- ingum á lestrargetu grunnskóla- barna, verður vonandi til þess að kjósendur gefi borgarstjórnarmeiri- hlutanum falleinkunn. Skollaeyru í skólamálum Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » Allir ábyrgir stjórn- málamenn bregðast tafarlaust við slíkri fall- einkunn með greiningu á vandanum og átaki til úrbóta. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 4.300,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.