Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 51
Dalbúa og var mjög virk í skátastarfi til 17 ára aldurs. Sumarið 1972 var Sigríður au pair á Long Island í New York-ríki, hjá frænku sinni, Guðrúnu Ólafsdóttur Regan, og manni hennar, James Regan. Sumrin 1974 og 1975 stundaði hún afgreiðslustörf í Önske Isen á Fredriksberg í Kaupmannahöfn, en móðursystir hennar, Aðalheiður Gunnlaugsdóttir, og maður hennar, Georg Vogeley, ráku þar bakarí og konditorí. Sumrin 1976 og 1977 vann hún við skógrækt hjá Skógræktar- félagi Reykjavíkur í Fossvogi. Sigríður var kennari við Nesja- skóla í Hornafirði 1978-79, var aug- lýsingastjóri hjá Frjálsu framtaki 1979-81, var aðstoðarmaður flug- umferðarstjóra sumrin 1982 og 1983 og vann í vélsmiðjunni Listsmiðjunni, m.a. við logsuðu, næsta sumar. Árið 1979 flutti Sigríður og tveir félagar hennar til landsins tveggja sæta flugvél af gerðinni Cessna 150. Flugvélin fékk einkennisstafina TF- ICE. Árið 1981 seldi hún hlut sinn í TF-ICE og keypti hlut í TF-IFR sem var af gerðinni Skylane, Cessna 182. TF-IFR var aflmikil 4 sæta flugvél með blindflugstækjum. Báðum þess- um vélum flaug hún mikið en hún tók m.a. að sér innheimtu auglýsinga- reikninga úti um allt land fyrir Frjálst framtak og Dagblaðið, til að hafa upp í rekstrarkostnað vélanna. Sigríður var fyrst íslenskra kvenna til að gera flugmannsstarfið að ævi- starfi og fyrsta konan sem varð flug- maður og flugstjóri hjá Flugleiðum. Hún hóf störf hjá Flugleiðum í des- ember 1984 með 500 klst. í flug í far- teskinu. Hún fór sitt fyrsta flug á Fokker Friendship F-27, hinn 25.2. 1985, en það flug var til Egilsstaða. Árið 1988 fékk Sigríður þjálfun á Boeing 727 og flaug þeirri þotu í tvö ár. Vorið 1990 fór Sigríður í sex vikna þjálfun hjá Boeing í Seattle þar sem hún öðlaðist réttindi á Boeing 757. Eftir sex ára starf í millilandafluginu flutti Sigríður sig yfir í innanlands- flugið þar sem hún fór sitt fyrsta flug sem flugstjóri 9.3. 1996 á Fokker 50. Sigríður var flugstjóri í fyrsta flug- inu sem var skipað kvenáhöfn, hinn 29.6. 1996, en sú ferð var til Akur- eyrar. Eftir þriggja ára starf í innan- landsfluginu fór Sigríður að fljúga sem flugstjóri í millilandafluginu, Bo- eing 757 frá 1.4. 1999 og Boeing 767 frá því í mars 2005. Auk starfa Sigríðar fyrir Flugleiðir og síðar Icelandair, hefur hún unnið fyrir Loftleiðir Icelandic í ýmsum leiguflugsverkefnum, s.s. frá Kúbu, Dóminíska lýðveldinu og Venesúela. Hún hefur einnig verið í leiguflugs- verkefnum frá Ítalíu um Miðjarðar- hafið og í verkefnum frá Boston til eyja í Karíbahafinu. Minnisstæðast er þó leiguflugsverkefni frá Papúa Nýju-Gíneu til Filippseyja. Á 33 ár- um hefur Sigríður flogið 15.000 klukkustundir. Sigríður sat í stjórn Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA) 1991-93, hefur setið í stjórn Sjúkra- sjóðs FÍA frá 2015, sat í trúnaðarráði FÍA 1990-91 og frá 2015 og átti sæti í skólanefnd Fjölbrautaskóla Garða- bæjar 2011-2014. „Ég hef lengi haft áhuga á útivist og ferðalögum, ekki síst léttum hreyfiferðum, s.s. skíða- og hjólaferð- um að ógleymdum menningar- ferðum. Ég hef ferðast töluvert til Suðaustur-Asíu undanfarin ár og eru minnisstæðastar ferðir um Víetnam, Indónesíu og Bútan.“ Fjölskylda. Dóttir Sigríðar er Sóley María Bogadóttir, f. 21.5. 1987, BA í hag- fræði og BSc í fjármálum frá Uni- versity of Colorado í Boulder og fast- eignasali í Denver. Sonur Sigríðar er Einar Páll Tryggvason, f. 30.6. 1994, sem er á lokaönn í sagnfræði við HÍ. Systkini Sigríðar eru Sigurrós Ein- arsdóttir, f. 20.10. 1960, þjónustu- fulltrúi í Reykjavík, og Einar Þór Einarsson, f. 29.3. 1962, d. 13.3. 2014, smiður og útsendingarstjóri. Sigríður er dóttir hjónanna Sól- veigar Maríu Gunnlaugsdóttur, f. 29.9. 1939, fyrrv. verslunarmanns og dagmóður í Garðabæ, og Einars Hall- dórs Gústafssonar, f. 6.2. 1938, fyrrv. varðstjóra hjá Slökkvistöð Reykja- víkur. Sigríður Einarsdóttir Svanhvít Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja í Hólakoti Þorkell Þorkelsson útvegsbóndi í Hólakoti á Miðnesi Sesselja Sigríður Þorkelsdóttir húsfreyja í Reykjavík Gunnlaugur Oddsen V. Eyjólfsson bifreiðastjóri í Reykjavík Sólveig María Gunnlaugsdóttir fyrrverandi verslunarmaður Sólveig Hjálmarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Eyjólfur Ísaksson smiður í Reykjavík Jóhanna Þorsteinsdóttir húsfreyja á Fremra-Hálsi Einar Ólafsson bóndi á Fremra-Hálsi í Kjós Sigurrós Lovísa Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Gústaf Adolf Guðjónsson brunavörður í Reykjavík Elín Eyjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðjón Kr. Jónsson múrari í Reykjavík Úr frændgarði Sigríðar Einarsdóttur Einar Halldór Gústafsson fyrrverandi varðstjóri hjá Slökkviliði Reykjavíkur ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Skál fyrır meistaraJörgen Pétur Jakobsson Hav-stein fæddist á Hofsósi 17.2.1812, sonur Jakobs Havsteen, kaupmanns á Hofsósi, og Marenar Havsteen. Fyrsta kona Péturs var Guðrún, dóttir Hannesar Stephensen, pró- fasts og alþingmanns í Ytra-Hólmi. Með henni átti hann soninn Hannes, sem lést á þriðja ári, í desember 1850, en Guðrún lést fjórum mán- uðum síðar. Önnur kona Péturs var Sigríður, dóttir Ólafs Stephensen, jústisráðs í Reykjavík og í Viðey, en þau skildu eftir skamma sambúð. Hún hafði elskað annan og var nauð- ug gefin Pétri. Sigríður varð síðar tengdamóðir Hannesar, sonar Pét- urs. Þriðja kona Péturs var Krist- jana Gunnarsdóttir, prests í Laufási Gunnarssonar, og Jóhönnu, dóttur Gunnlaugs, sýslumanns á Grund og ættföður Briemættar. Kristjana var 25 árum yngri en Pétur, vel gefin, og bjó yfir styrk og jafnaðargeði. Þau eignuðust níu börn, misstu tvö elstu börnin í æsku auk þess sem þrjár dætur náðu ekki þrítugsaldri. Önnur börn þeirra voru Hannes, skáld og fyrsti íslenski ráðherrann; Marinó, sýslumaður á Borðeyri; Elín, kona Lárusar H. Bjarnasonar, og Gunnar, bankastjóri í Færeyjum. Pétur lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla 1835, lauk prófum í heimspeki frá Hafnarháskóla 1836 og lögfræðiprófi 1840. Hann var sýslumaður í Múlasýslu 1845-50 og amtmaður í norður- og austuramt- inu frá 1850 og sat þá á Möðruvöll- um í Hörgárdal, en var sviptur emb- ætti vegna heilsu- og skapgerðar- brests 1870. Hann var konungs- kjörinn alþingismaður 1853-57. Pétur var glæsilegur, röggsamur og stórhuga embættismaður, fékk mikið lof Norðlendinga fyrir fram- göngu sína í fjárkláðamálinu, en það var hitamál sem tók sinn toll. Auk þess syrgði hann mjög fyrstu konu sína og börnin sem hann missti og flýði þá á náðir Bakkusar. Pétur lést 24.6. 1875. Merkir Íslendingar Pétur Havstein Laugardagur 90 ára Símon Símonarson Valdís Blöndal 80 ára Áskell Jónasson Gunnar Gunnarsson Haraldur Henrysson Jón Rafn Sigurjónsson 75 ára Anna Lilja Kjartansdóttir Ásmundur Kjartansson Benth U. Behrend Hjörleifur Herbertsson Ingólfur Örn Herbertsson Júlíus Ingvarsson 70 ára Edda Ársælsdóttir Edda Jóhannsdóttir Elín M. Hjartardóttir Erna Vilbergsdóttir Guðmundur G. Guðmundsson Halldóra Bryndís Viktorsdóttir Hermann Bjarnason Jónas S. Svavarsson Kristín Jónsdóttir Kristján Helgi Greipsson Lilja Ágústa Guðmundsdóttir Reynir Heiðar Antonsson Sigurjón H. Sindrason 60 ára Einar Guðjónsson Emil Gunnar Einarsson Guðrún Ásg. Steingrímsdóttir Haukur Harðarson Kristín Sigvaldadóttir Magnús Guðmundsson Magnús Másson Ómar Eyjólfur Sævarsson Sigríður Einarsdóttir Sigurður P. Sigurðsson Sveinn V. Björgvinsson 50 ára Einar Bragi Sigurðsson Grímur Örn Jónsson Guðjón Ólafur Jónsson Imelda Z. Sta Ana Kristinn Þór Kristinsson Páll Pawel Pálsson Ragnar Jón Grétarsson Sigurlaug Hrafnkelsdóttir Skjöldur Pálmason Valdís Fríða Manfreðsdóttir 40 ára Aigars Kalnjanis Bryndís Björnsdóttir Camilla Guðjónsdóttir Ervin Shala Heiða Sigrún Pálsdóttir Heimir Óskarsson Hermann Ingi Finnbjörnsson Iwona Czaplinska Lilja Dögg Jónsdóttir Eldon Luis F. Godinho G. P. de Sousa Piotr Fryderyk Buss Preeda Sae-Khoo Unnur María Guðmundsdóttir Valérie Marthe Marie Diémé 30 ára Dagmara Adamsdóttir Jakob Valgarð Óðinsson Lidia Pashkova Marcin Oledzki Michal Gryszko Rúnar Nielsen Sverrir Grétar Hólm Sunnudagur 90 ára Kristján Ólafsson 85 ára Hákon Magnússon Hulda Þórðardóttir Sigurbjörg Gústafsdóttir 80 ára Guðrún Þ. Dyer Gunnar Kristján Gunnarsson Helga Guðmundsdóttir Hrafnhildur Magnúsdóttir Ragnhildur G. Lúðvíksdóttir 75 ára Guðbjörg Guðmundsdóttir Gunnar Jónsson Jón Magnús Björgvinsson Jón Waage Konráð Guðmundur Eggertsson 70 ára Bergdís Lína Jóhannsdóttir Elsa Anna Bakkmann Bessadóttir Hrönn Pálsdóttir Stefán Kárason Svanur Baldursson Valgerður A. Mikkelsen 60 ára Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir Einar Sigurður Sigursteinsson Guðmundur Tryggvi Jakobsson Jón Heiðar Reynisson Kristín P. Aðalsteinsdóttir Magnús Rúnar Jónsson Stefán Örn Magnússon Unnsteinn Óskarsson Þórunn Finnsdóttir 50 ára Aldís Sigurðardóttir Ásta Rósa Magnúsdóttir Eggert Arnar Bjarnason Guðbjörg Jónsdóttir Guðmundur Jónsson Júlía Guðrún Ingólfsdóttir Óðinn Uy Surian Ragnheiður M. Harðardóttir Sigríður Þórdís Reynisdóttir Sigurbjörn Hansson Steinunn Jónsdóttir Vésteinn Þór Vésteinsson Þórarinn Hauksson 40 ára Benedikt Helgason Birkir Fjalar Viðarsson Erla Rut Magnúsdóttir Guðmundur H. Jónsson Hallveig Jónsdóttir Inga Sveinsdóttir Ingvar G. Ingimundarson Jón Ingvar Bragason Lára Huld Kristjánsdóttir Norbert Krystian Godlewski Sandra Dos Santos Ferreira Sandra María Stefánsson Sigurjón Helgason Örn Ævar Hjartarson 30 ára Athiphong Khod Anu Aurelija Andruliené Camilla P. Sigurðardóttir Denis Kordian Stula Edda Bergsveinsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Guðrún Eik Skúladóttir Héðinn Jónsson Kolbrún Eva Bjarkadóttir Kristín Lea Sigríðardóttir Michal Stepkowski Rakel Ósk Steindórsdóttir Robert Pawel Zaczkowski Sandra Dís Jónsdóttir Sigurdís Rós Jóhannsdóttir Unnur T. Flóvenz Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.