Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.02.2018, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 ✝ IngigerðurKristín Jóns- dóttir fæddist 21. september 1930 á Öndólfsstöðum í Reykjadal. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands á Húsavík 8. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Jón Stef- ánsson, f. 8.4. 1900, d. 24.6. 1989, og Þórveig Kristín Árnadóttir, f. 5.9. 1908, d. 23.6. 1935. Síðari kona Jóns var Guð- rún Jónsdóttir, f. 15.7. 1899, d. 11.5. 1988. Systkini Ingu eru: Stefán Þengill, f. 26.4. 1929, d. 19.3. 2001, Steingerður Sólveig, f. 8.5. 1935, d. 12.11. 2015, Árni Guðmundur, f. 10.11. 1933, d. 18.12. 2004, og Hólmfríður Val- gerður (hálfsystir), f. 19.12. 1944. Hinn 3.12. 1955 giftist Inga Þormóði Ásvaldssyni, f. 6.3. 1932 á Breiðamýri. Foreldrar hans voru Ásvaldur Þorbergsson frá Litlu-Laugum og Sigríður Jóns- dóttir frá Auðnum. Börn Ingu og Þormóðs eru 1) Þórveig Kristín, f. 11.5. 1956. Sonur hennar er Freyr Ingi Björnsson, f. 2.3. 1981, sambýlis- kona hans er Þórhildur Guð- steinsdóttir, f. 26.1. 1974, börn þeirra eru Saga Sól, f. 21.8. 2013, og Frosti Valur, f. 16.8. 2017. 2) Ásvaldur Ævar, f. 15.3. 1958, eiginkona hans er Laufey Skúla- dóttir, f. 19.5. 1958. Börn þeirra eru Aðalgeir, f. 13.9. 1985, eigin- kona hans er Lucia Cabrera, f. 12.11. 1988, dóttir þeirra er Kara Ísabella, f. 29.11. 2017; og Arney, f. 7.7. 1989, sambýlis- maður hennar er Kristján Sigur- ólason, f. 14.10. 1988, dóttir þeirra er Bjarkey, f. 10.10. 2014. 3) Jón Sigurður, f. 9.3. 1959, eig- inkona hans var Sólveig Jóns- dóttir, f. 8.8. 1963, d. 14.4. 2011. Börn þeirra eru Inga Ósk, f. 1.12. 1993, og Jón Þór, f. 1.11. 1995. 4) Sig- ríður Sólveig, f. 12.10. 1961, eigin- maður hennar var Sigurbjörn Þor- steinsson f. 11.11. 1958, þau skildu. Dóttir þeirra er Kristín Rut, f. 11.2. 1996. 5) Svala Guð- rún, f. 18.7. 1963, eiginmaður hennar er Baldur Þorgilsson, f. 29.8. 1962. Börn þeirra eru Þor- gils Jón, f. 31.5. 1997, og Ugla Þuríður, f. 12.8. 1999. 6) Jörgen Heiðar, f. 25.11. 1966, eiginkona hans er Gerður Ólafsdóttir, f. 18.11. 1967. Börn þeirra eru Ólafur Tröster, f. 14.1. 1988, sambýliskona hans er Þóra El- ísabet Kristjánsdóttir, f. 3.1. 1983, sonur þeirra er ónefndur, f. 4.2. 2018, sonur Ólafs er Tinni Tröster, f. 28.2. 2015, en sonur Þóru er Hallgrímur Máni Karls- son, f. 6.9. 2004; og Gígja, f. 2.1. 1993. 7) Sigurveig Dögg, f. 20.1. 1972, sambýlismaður hennar er Jóhann Sigmarsson, f. 9.12. 1969. Sonur þeirra er Sigmar Þorri, f. 20.9. 2011. Inga sótti nám í Héraðsskól- anum á Laugum og Húsmæðra- skólanum á Laugum. Þá vann hún við Sjúkrahúsið á Akureyri einn vetur, var sumarlangt í kaupavinnu í Hólmatungu í Jök- ulsárhlíð og einn vetur ráðskona við Héraðsskólann á Laugum. Inga og Þormóður voru bænd- ur á Ökrum alla tíð. Inga var fé- lagi í Ungmennafélaginu Efl- ingu, sat um árabil í stjórn Kvenfélags Reykdæla og Krabbameinsfélags Suður- Þingeyinga og söng í kirkjukór Einarsstaðakirkju í yfir 60 ár. Útför Ingu fer fram frá Einarsstaðakirkju í dag, 17. febrúar 2018, klukkan 14. Inga tengdamóðir mín var bóndi og húsfreyja. Hún tók bæði störfin alvarlega og leysti þau vel af hendi. Þegar ég fór að koma í Akra reyndi ég að hjálpa henni eins og ég gat við mjaltir og skítmokstur. Við mjaltirnar þurfti réttu handtök- in. Þrátt fyrir mikla aðstoð frá henni hef ég sennilega aldrei náð þeim, hún var bara miklu fljótari sjálf. Ég hélt að sökum stærðar minnar myndi ég geta afgreitt skítmoksturinn sæmi- lega en það var ótrúlega erfitt að hafa í við þessa lágvöxnu en harðduglegu konu. Viljinn var tekinn fyrir verkið og mér var leiðbeint. Annað var uppi á teningnum þegar kom að inniverkunum. Ef manni datt í hug að hreyfa ryk- sugu, eiga við uppþvott eða reyna að elda var hún alveg ómöguleg, fannst hún eiga að gera þetta sjálf og að eiginlega væru þetta ekki karlsmanns- verk. Þarna skynjaði maður sterkt verkaskiptingu fyrri ára. Inga var þar fyrir utan með ein- dæmum ósérhlífin og vinnusöm. Allir voru alltaf velkomnir, jafn- vel í kvöldmat. Það var ekkert mál að vera skyndilega með 15 manns í mat við tvísetið eldhús- borðið. Svo þegar allir voru búnir fannst henni sanngjarnt að hún sæi um uppvaskið. Með tímanum fannst mér hún linast í afstöðu sinni til kynjaskiptingar verkanna og jafnvel sjá skyn- semina í því að piltar tækju til hendinni inni þótt hún hafi kannski aldrei sætt sig alveg við þetta. Inga mátti ekkert aumt sjá og vildi allt fyrir alla gera. Hún gat ekki sest við matarborðið fyrr en allir aðrir voru búnir að fá sæti. Og þegar hún loksins settist hafði hún meiri áhyggjur af því hvort aðrir hefðu nú feng- ið nóg af öllu á diskinn sinn en að borða sjálf. Hún var alltaf boðin og búin að leggja vinnu og peninga til hinna ýmsu góð- gerðamála og vildi helst halda viðskiptum í dalnum. Óþarfi var að keyra til Húsavíkur þegar nóg fékkst í Dalakofanum og maðurinn á ísbílnum fór aldrei vonsvikinn frá Ökrum. Þrátt fyrir þetta voru tveir hlutir sem hún vildi hafa á ákveðinn hátt. Í fyrsta lagi þurfti að heyra veðurskeytin. Þetta var senni- lega mjög áríðandi fyrir bændur sem eru háðir veðrinu, sjálfur náði ég ekki að halda athyglinni nógu lengi til að heyra skeytin frá Staðarhóli. Í öðru lagi var það Óskastundin á Rás 1 á föstudagsmorgnum. Þá mátti helst ekki tala. Mikið var gaman að sjá hana ljóma upp við gömlu lögin sem hún þekkti svo vel. „Hlustaðu! Þetta er Rósin hans Fikka.“ Og svo söng hún með. Það var ákaflega ánægjulegt að fá að fara með henni í henn- ar fyrstu og einu utanlandsferð. Þá var farið í Svissnesku Alp- ana. Þar var landbúnaðurinn kunnuglegur en frábrugðinn því sem hún þekkti og var hún for- vitin um ýmsa hluti: Kýr og kúabjöllur, strútar, refir og aldagamlar hallir með sínum innanstokksmunum. Margoft minntist hún á þessa ferð við mig og það varð mér æ ljósara hve vænt henni þótti um að hafa farið. En nú er Inga farin annað og lengra og ég sit eftir og ylja mér við fallegar minningar. Ég sendi Þormóði og öðrum að- standendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Baldur Þorgilsson. Elsku amma mín Inga, nú er komið að kveðjustund og er þá svo margs að minnast og ótrú- lega margt að þakka. Þegar ég var lítil komum við fjölskyldan frá Húsavík á hverj- um laugardegi til ykkar afa í Akra þar sem við borðuðum grjónagrautinn þinn, sem var sá allra allra besti. Að ógleymdu súra slátrinu sem einnig var það besta og ómissandi með grautn- um. Í kaffinu var alltaf jólakaka á boðstólum og þú varst alltaf jafn hissa að ég skyldi ekki borða rúsínurnar úr kökunni, því þær voru bestar að þinni sögn, svo hlóstu og borðaðir all- ar rúsínurnar sem ég skildi eft- ir. Þér féll aldrei verk úr hendi og var alltaf jafn gaman að koma að gista í sveitinni og bralla ýmislegt með þér og læra af þér. Við vorum ýmist að gá að hænunum, steikja flatbrauð eða kleinur eða þú að segja mér til í einhverri handavinnu. Á kvöldin sofnaði ég svo á dýnu á gólfinu hjá þér við að þú söngst Ó Jesú bróðir besti og bauðst svo góða nótt. Þú máttir aldrei neitt aumt sjá og vildir öllum vel. Þú geymdir texta á litlum miða í hnífaparaskúffunni og last stundum fyrir mig og baðst mig að hafa alltaf að leiðarljósi: Gerðu allt það góða sem þú getur, með öllum þeim ráðum er þú getur, á allan þann hátt er þú getur, alls staðar þar sem þú getur, öllu því fólki er þú getur, eins lengi og þú framast getur. (John Wesley) Ég veit að núna hefur þú það gott. Fylgist vel með hvort allir eru búnir að fá sér að borða, passar upp á það að enginn fari niður að á eða keyri af stað í vondu veðri og ert sko aldeilis forviða, alveg nákvæmlega eins og þú átt að vera. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, þær eru mér ómetanlegar. Þín Inga Ósk. Elsku Inga amma. Ég get ekki annað en raulað vísurnar um hann Gutta þegar ég hugsa til þín, elsku amma, og fjósaferðanna okkar saman. Með fjósakonuslæðu á höfðinu, alveg eins og þú. Við mæðgur, Bjarkey og ég, yljum okkur við góðar minn- ingar um þig, í ullarsokkunum sem þú prjónaði svo fallega handa okkur. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Arney. Þó svo að það hljómi kannski undarlega er varla hægt að hugsa sér að borða tómata, gúrku eða vínber án þess að vera þér ævinlega þakklátur fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Þú hefur án efa hlýjað öllum um hjartarætur sem hafa ein- hvern tímann komið í Akra. Hvort sem það var með vænt- umþykju og stóru hjarta eða ullarleistum, vettlingum, veit- ingum, gestrisni eða einfaldlega góðri og hlýrri nærveru þinni og kærleik sem var þér svo eðl- islægur. Þú hefur sannarlega kennt okkur að vera betri manneskja í gegnum árin og þín er sárt saknað. Við munum taka boð- skap þinn með okkur um ókomna tíð. Nú ætlum við systkinin að kveðja þig með ljóði sem ég samdi fyrir nokkru. Stærri en hún gefur sér, fæðir og klæðir heilan her. Inga amma af öðrum ber, sérhver maður sér það hér. Njóttu hvíldarinnar, elsku amma mín. Aðalgeir. Það hefur verið hefð í Ön- dólfsstaðaferðum í gegnum tíð- ina að líta við hjá Ingu frænku og Þormóði á Ökrum. Setjast á bekkinn í eldhúsinu, þiggja kaffisopa, kleinur eða jólaköku og jafnvel bláber úr brekkunni ofan við bæinn. Fátt var betra en súra slátrið hennar Ingu frænku og voru ófáar sendingar til okkar systra yfir heiðina með súru slátri, jafnvel grasystingi, ullarsokkum eða vettlingum á okkur eða börnin okkar. Inga hafði sérstaklega þétt og nota- legt handtak og glampinn í aug- um hennar sýndi mikla hlýju og væntumþykju. Við munum hversu vel hún hugsaði um eldra fólkið á Öndólfsstöðum. Eftir að amma fór á sjúkrahúsið á Húsavík leit hún reglulega til afa, þreif allt hátt og lágt, hellti svo upp á kaffi og bar fram meðlæti sem hún kom með að heiman. Inga gekk alltaf rösk til verks, hvort sem það var utan heimilis eða innan. Hún var lag- in í höndunum og einstaklega hjálpleg og góð. Hún sagði okkur skemmtileg- ar sögur úr sveitinni, sögur sem hún mundi svo ótrúlega vel og lifnuðu við í frásögninni, falleg- ar minningar um móður hennar sem hún missti svo ung og saknaði sárt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku Þormóður, Akrasyst- kin og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Guðrún og Védís Torfadætur. Inga frænka okkar á Ökrum er látin og við, sem eitt sinn vorum krakkarnir á Öndólfs- stöðum, kveðjum hana með söknuði og þakklæti. Hugurinn leitar til baka til áranna þegar Inga stjórnaði stóru heimili, sá um börn og bú, mjólkaði kýrnar kvölds og morgna, tók virkan þátt í starfi kvenfélagsins, söng í kirkjukórnum og var alltaf til staðar þegar gesti bar að garði. Það er stutt á milli bæjanna, Öndólfsstaða, þar sem Inga var borin og barnfædd, og Akra, og Inga föðursystir okkar þurfti ekki lengra en þangað til að finna sér lífsförunaut, hann Þor- móð sem við kölluðum oftast Omma, og saman eignuðust þau allan krakkaskarann. Okkur skorti því ekki leikfélaga, vorum hálfur annar tugur barna, þegar allir eru taldir, og aldursbilið tveir áratugir. Það er notalegt að rifja upp allar góðu stundirnar sem við höfum átt með Akrafjölskyld- unni. Allt frá þeim tíma þegar gamla eldhúsið á Ökrum þjónaði stórfjölskyldunni þar á bæ og virtist ekkert muna um þótt við krakkarnir kæmum þangað inn eftir leiki sem oftar en ekki fóru fram þegar vetur voru snjó- þungir og túnin á milli bæjanna samfellt svell. Það var stór og skemmtilegur leikvöllur. Við munum ekki eftir að Inga sett- ist niður, en einhvern tíma hlýt- ur hún að hafa átt sínar rólegu stundir. Ommi var alls ólíkur henni, gat gleymt sér við að leggja kapal eða við lestur. Í gríni hafði Inga það jafnvel á orði að engum yrði nokkuð úr verki nema hún minnti á að hlutirnir gerðust ekki af sjálfu sér. Ekki er hægt að minnast Ingu án þess að kleinurnar hennar komi upp í hugann, því þær voru í algjörum sérflokki. Flatbrauðið sömuleiðis, annálað um alla sveit. Okkur fannst við einkar heppin að eiga frænku sem var alls ekki jafn ströng og foreldrar okkar, enda átti hún það til að lauma að okkur ein- hverju sem hún vissi að var í uppáhaldi, til dæmis linsoðnum eggjum. Oft var hún alvarleg, rétt eins og pabbi okkar, en þau systkinin gátu líka hlegið svo dátt saman að tárin tóku að streyma. Og sönggleðina áttu þau í sameiningu. Í tímans rás tók Akraheimilið breytingum eins og heimili gera, en einhvern veginn var Inga alltaf eins, var glöð í bragði þegar okkur bar að garði með lífsförunauta og börn sem komu í heiminn og fengu líka að njóta þess að heimsækja frænd- fólkið á Ökrum. Það var alltaf jafn kærkomið að setjast inn í eldhús til Ingu, fá þar kaffi og kleinur og spjalla um stund. Og ekki má gleyma öllu prjónles- inu, vettlingum og sokkum, sem hafa í áranna rás yljað okkur á höndum og fótum. Árin liðu, áratugir, og einn daginn var Inga frænka okkar orðin gömul og lúin. Samt alltaf sjálfri sér lík innst inni. Við sjálf orðin rígfullorðið fólk, en samt alltaf líka krakkarnir sem við eitt sinn vorum. Og þannig lifir Inga frænka okkar í minning- unni, sístarfandi og vakandi yfir velferð annarra. Má vera að hún tylli sér á hornið á eldhúsbekk, þegar enginn sér til og öllu ver- aldarvafstri og kleinubakstri ævinnar er lokið. Hlýjar kveðjur sendum við Þormóði og Akrafjölskyldunni allri. Blessuð sé minning Ingu okkar á Ökrum. Öndólfsstaðakrakkarnir; Aðalsteinn, Þórveig, Sighvatur, Alma, Sólveig og Arngerður. Fyrir góðum sextíu árum kom ung og falleg stúlka frá næsta bæ, Öndólfsstöðum, og settist í húsmóðursæti á Ökrum. Þó að hún hafi ekki verið langt að komin hefur þessi flutningur örugglega kallað á miklar breyt- ingar og ekki allar léttar í lífi þessarar ungu, duglegu og heil- steyptu konu. Fyrst í stað var sérbýli þeirra Þormóðs bróður okkar og Ingu ekki stórt, eitt herbergi og aðgangur að eldavél og eldhúsborði í 60 fermetra húsi þar sem tengdamóðirin og hennar börn fylltu aðra íveru- staði. Og þó að húsakynnin hafi verið þröng var sambúð Ingu og móður okkar alveg einstaklega góð því báðar virtu og mátu vel kosti hinnar. Og ástin sigrar flesta erfið- leika því við þessar aðstæður voru börn Þormóðs og Ingu orð- in fimm áður en langt um leið og hún eignaðist sitt eigið eld- hús í nýju húsi. Og bæði börnum og búfénaði átti eftir að fjölga. Hægt og síg- andi fækkaði í okkar ættlið eftir því sem við systkinin fluttumst að heiman en leikir og ærsl ást- kærra systkinabarna okkar og barna fylltu heimilið lífi og gleði. Og nýja eldhúsið hennar Ingu átti eftir að verða eins og lítil félagsmiðstöð þegar frá leið. Sjaldnast voru munnarnir færri en tíu sem að matborðinu sóttu og alltaf stóð hún vaktina og framreiddi hollan og góðan mat fyrir hópinn sinn. Gestakomur við eldhúsborðið voru líka tíðar og margt spjallað því bæði Inga og Þormóður voru mjög fróð um menn og málefni. En Inga var ekki bara myndarleg húsmóðir, hún var líka mjög góður og duglegur bóndi. Hún gekk til allra verka við búskapinn með Þormóði og börnunum og oftar en ekki fór hún fremst, en rólynt Akrakyn- ið fylgdi eftir. Á minninguna leita margsögð orð hennar þeg- ar Þormóði hafði dvalist við spilakapalinn eða spjall; „Ja hérna Þormóður, ég hélt þú værir löngu farinn út.“ Það var aldrei hennar háttur að geyma til morguns það sem hægt var að gera í dag. Henni féll aldrei verk úr hendi, ef stund var milli stríða tók hún fram handavinnuna og það var ekki bara fjölskyldan, heldur einnig gestir og gang- andi sem nutu góðs af sokka- skúffunni hennar. Þátttaka hennar í félagsstörfum var mik- il, hún starfaði í Kvenfélaginu, sat í stjórn Krabbameinsfélags Suður-Þingeyjarsýslu og ekki má gleyma Kirkjukór Einars- staðasóknar, þar sem hún söng í meira en 60 ár. Hún var mjög músíkölsk og hafði fallega og góða söngrödd. Við erum þakklát Ingu mág- konu okkar fyrir langa og ánægjulega samferð. Sextíu ár eru langur tími og margt hefur breyst frá komu hennar í Akra. Núna við brottför hennar frá Ökrum standa ónýtt mörg uppbúin rúm og svefnherbergi, en í eldhúsinu sýslar bóndinn og ber gestum sínum neskaffi til veitinga. Þormóði bróður okkar og börnum hans færum við inni- legar samúðarkveðjur. Þó að missir þeirra sé mikill munu minningar um góða eiginkonu og móður ylja þeim um ókomin ár. Þuríður, Ingjaldur og Þorbergur Ásvaldsbörn. Ingigerður Kristín Jónsdóttir ✝ Þórólfur fædd-ist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 2. mars 1982. Hann lést 4. janúar 2018. Eftirlifandi eiginkona hans er Eva Morales og eignuðust þau eina dóttur sem heitir Roxanna Kittý Morales Þórólfs- dóttir. Fyrir átti Þórólfur tvö börn af fyrra hjónabandi, þau Bjart Tandra Þórólfsson og Viktoríu Líf Þór- ólfsdóttur. Foreldrar Þór- ólfs eru Valur Þór Valtýsson og Am- anda Sunneva Joensen. Systkini hans eru Guðmundur Þór Valsson, Svava María Valsdóttir og Guðrún Sóley Vals- dóttir. Útför Þórólfs fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 17. febrúar 2018, klukkan 14. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Þín vinkona Aðalsteina (Alla Lára). Í dag kveðjum við með söknuði elsku Þórólf Valberg Valsson. Mig langar að kveðja þig með þessum orðum og votta fjöl- skyldu þinni og vinum mína dýpstu samúð. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þinn vinur, Aðalsteinn Guðmundsson (Alli Bróa). Þórólfur Valberg Valsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.