Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 10
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- ráðherra segir forgangsmál í komandi vegaframkvæmdum að tryggja öryggi á vegum. Til dæmis hringveginum. Ráðherrann fór yfir fjárþörfina í vegamálum á fundi ríkisstjórnarinnar 23. febrúar síðastliðinn. „Það má segja að við séum að tryggja að helstu leiðir séu öruggar. Þá hvort sem er á höfuðborgar- svæðinu, eða leiðir sem stækka svæð- in sem fólk ekur um daglega vegna vinnu. Við setjum það í forgang.“ Sigurður Ingi segir aðspurður að miklir fjármunir muni fara í slíka varnarbaráttu í vegamálum. Þann við- haldshalla þurfi að vinna upp áður en nýframkvæmdir eru auknar verulega. Koma þurfi í veg fyrir að burðarlag undir vegum eyðileggist. „Slit á veg- um hefur auðvitað aukist. Við þurfum að leggja mun meiri áherslu á viðhald mannvirkja svo þau eyðileggist ekki. Það er í forgangi.“ Heppilegt að nýta slakann Sigurður Ingi segir forgangsröð í vegamálum skýrast í sumar þegar samgönguáætlun fer fyrir þingið og fimm ára fjármálaáætlun verður birt. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að hægt hefur á hagvextinum. Sigurður Ingi segir aðspurður þessa þróun fela í sér tækifæri. „Menn hafa óttast þensluáhrif af miklum framkvæmdum [vegna upp- byggingar á innviðum]. Ég tel að slak- inn feli í sér tækifæri til að auka veru- lega framkvæmdir í samgöngumálum. Það er hagkvæmara og skynsamlegra fyrir hagsveifluna.“ Sigurður Ingi vitnar svo í minnisblaðið sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina. Þar komi meðal annars fram að enn séu 712 ein- breiðar brýr. Þeim þurfi að fækka. „Umferð hefur aukist gríðarlega. Þetta er eitt af því sem þarf að vera í forgangi varðandi umferðaröryggi.“ Grunnnetið kemur á undan Þá kemur fram í minnisblaðinu að tvöföldun nokkurra stofnbrauta við höfuðborgarsvæðið kosti um 60 millj- arða. Spurður hvort þeir fjármunir séu til segir Sigurður Ingi að fyrst þurfi að tryggja grunnetið kringum landið. „Hér togast á sjónarmið um hvernig nýta má fjármuni sem best og hvernig raða á verkefnum út frá um- ferðaröryggi og því að gera samgöng- urnar skilvirkari. Umferðaröryggi verður forgangsatriði í þeirri röð,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir að- spurður rætt um að næstu jarðgöng í röðinni á eftir Vaðlaheiðargöngum verði við Seyðisfjörð. Fjárveitingar duga ekki Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu (SSH) og Vegagerðin gerðu samkomulag um vegabætur haustið 2016. Boðað var átak í viðhaldi og endurnýjun gatna. Birkir Hrafn Jóakimsson, verk- efnastjóri hjá Vegagerðinni, segir starfshóp hafa verið skipaðan um verkefnið í febrúar 2017. „Reynslan af störfum þessa hóps er ekki mikil. Við hjá Vegagerðinni höf- um sinnt því sem að okkur snýr í markmiðum starfshópsins. Vegagerð- in fékk auknar fjárheimildir til við- halds á þeim hluta vegakerfisins sem hún ber ábyrgð á. Umfang viðhalds á hverju ári skyldi ráðast af fjárveit- ingum. Þær hafa ráðið okkar viðhaldi á bundnu slitlagi á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Birkir Hrafn. Hann segir fjárveitingar vera óbreyttar milli ára 2017 og 2018, eða um 3,5 milljarðar króna fyrir landið allt. Þar af fari um 1,6 milljarðar á suðursvæðið og um milljarður á höfuðborgarsvæðið. Suðursvæðið nær allt austur á Jök- ulsárslón. Þessar fjárveitingar dugi ekki til að vinna upp viðhaldshall- ann. Talning Vegagerðarinnar bendir til að um- ferð hafi aukist mikið og þá eink- um á höfuðborg- arsvæðinu. Birkir Hrafn segir aðspurður fjár- veitingar til viðhalds ekki hafa aukist í takt við umferðina. Má rifja upp að Hreinn Haraldsson vegamálastjóri lét þau orð falla í samtali við Morgun- blaðið nýverið að metumferð hefði aukið á viðhaldshallann. Birkir Hrafn segir aðspurður að síðustu tvö ár hafi Vegagerðin aukið kröfur á bik og steinefni í malbiki á höfuðborgarsvæðinu. Reynsla síðustu daga bendi til að þeir vegakaflar hafi komið vel út úr vatnsveðrinu. Fóru illa í umhleypingunum Ámundi Brynjólfsson, skrifstofu- stjóri framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði borg- arinnar, segir borgina setja um 2 milljarða í malbikun gatna í ár. Það sé hærri upphæð en nokkru sinni. „Við ætlum að setja 2 milljarða í malbikunarframkvæmdir á borgar- götum í ár. Þær eru alls um 420 kíló- metrar. Við erum að endurleggja malbik á sem svarar rúmlega 10% gatna borgarinnar, eða um 43 km. Talið er eðlilegt að endurnýjunar- þörfin sé 5-6% af heildinni. Við erum að endurnýja 10% í ár og því fyrir of- an það sem kalla má sjálfbærni í gatnakerfinu.“ Ámundi telur aðspurður þetta duga til að vinna upp viðhaldshallann. „Við teljum að eftir þetta ár getum við aftur dregið úr framkvæmdum og haldið gatnakerfinu í góðu horfi með því að endurnýja sem svarar 5-6% af heildinni ár hvert eftir það.“ Spurður um áhrif umhleypinga síð- ustu daga á vegakerfið segir Ámundi það „gerast eins og ýtt sé á takka að holurnar verða til“ í götum borgar- innar. „Þetta gerist ótrúlega hratt við svona aðstæður. Vegagerðin er að lenda í þessu sama. Á þjóðvegum má sjá hvernig malbikið nánast spænist upp við þessar aðstæður.“ Ámundi segir aðspurður að hjólför séu fyrst og fremst vandamál á þjóð- vegum á höfuðborgarsvæðinu. Þeir vegir heyri undir Vegagerðina. Hjól- förin séu minna vandamál á borgar- götum. „Við erum búin að lagfæra stærstu göturnar hjá okkur.“ Nýframkvæmdir aftar í röðina  Samgönguráðherra segir í forgangi að hindra frekari skemmdir á vegakerfinu umhverfis landið  Jarðgöng við Seyðisfjörð næst í röðinni  Vegagerðin þarf meira í viðhald á höfuðborgarsvæðinu Fjárþörf og framlög til vegagerðar Kostnaðarliður Milljarðar kr. Samtals viðhald, nýframkvæmdir og uppsöfnuð framkvæmdaþörf Framlög til nýframkvæmda í ár 11,7 Fjárveitingar til viðhalds vega 2017 8 Fjárþörf vegna viðhalds vega 10 til 11 Uppsöfnuð viðhaldsþörf 65 Bundið slitlag, 5.500 km vega Árleg viðhaldsþörf 2,8 Uppsöfnuð þörf vegna viðhalds 11,3 Fjárheimild ársins 2017 til viðhalds 4 Tvöföldun stofnleiða til og frá höfuðborgarsvæðinu Reykjanesbraut, Suðurlandsvegur og Vesturlandsvegur um Kjalarnes 60 Kostnaðarliður Milljarðar kr. Styrkingar og endurbætur vega Árleg þörf 3 Uppsöfnuð þörf 50 Fjárheimild ársins 2017 1,3 Malarvegir Árleg viðhaldsþörf 1,3 Uppsöfnuð viðhaldsþörf að lágmarki 2 Brýr Kostnaður við endurnýjun** 71,5 Árleg viðhaldsþörf 1,4 Þjónusta við vegakerfið Árlegur kostnaður 5 Þar af kostnaður við vetrarþjónustu 3 Nokkrir útgjaldaliðir vegna vegagerðar 2017 Framlög til vegagerðar og akstur á þjóðvegum 1990 til 2017* **Um 35% brúa eru eldri en 50 ára og því komin mikil þörf á endurnýjun. Endurstofnverð brúnna er 71,5 milljarðar kr. Heimild: Staða vegamála og mat á útgjaldaþörf. Kynnt á ríkisstjórnarfundi 23. febrúar 2018. 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0% 4 3 2 1 0 ’90 ’93 ’96 ’99 ’02 ’05 ’08 ’11 ’14 ’17* Framlög sem hlutfall af landsframleiðslu Milljarðar km *Spá Hagstofu um landsframleiðslu 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Morgunblaðið/Hari Holurnar fylltar Götur borgarinnar skemmdust í umhleypingunum. Holurnar hafa skemmt mörg ökutæki. Birkir Hrafn Jóakimsson Ámundi Brynjólfsson Björn Leví Gunn- arsson, þingmað- ur Pírata, hefur sent öllum ráð- herrum ríkis- stjórnarinnar fyrirspurn þar sem hann óskar eftir upplýs- ingum um ráð- herrabíla og -bíl- stjóra. Óskar hann meðal annars eftir því að fá að vita hvaða lög og reglur kveði á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar. Þingmaðurinn spyr einnig að því hvort hlunnindamat vegna notk- unar ráðherra á ráðherrabílum hafi verið gert. Ef svo sé, hvert sé þá hlunnindamatið og á hvaða for- sendum sé það byggt. Þá vill hann fá að vita hvort ráðherrar haldi akstursdagbók og hvort hún sé yf- irfarin og það metið hvenær bíllinn er notaður í embættiserindum og hvenær í einkaerindum. Vill upplýsingar um notkun ráðherrabíla Björn Leví Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.