Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 FRÍSKANDI BRAGÐ OG FULLT AF HOLLUSTU LÝSI MEÐMYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI Lýsi með myntu- og sítrónubragði er ný vara frá Lýsi sem innheldur omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA og er þar að auki auðugt af A-, D- og E-vítamínum. LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR NÝ F E R S K T O M Y N T U- OG SÍTRÓN U B R A G Ð V E R T Flest höfum við heyrt um #metoo-- hreyfinguna sem vakti mann til umhugsunar um stærð vandamáls- ins um kynferðislega áreitni úti um allan heim. Í kjölfar þeirrar hreyfingar fer maður að hugsa um hvað kemur næst. Hvaða vandamál má fara að varpa sólarljósi á. Oft eru málefnin fósturlát og ófrjósemi þögguð niður. Örsjaldan sér maður greinar frá konum eða pörum sem hafa glímt við ófrjósemi eða fósturlát í gegnum tíðina. Oftar en ekki eru þessar greinar skrifaðar eftir að parið hefur eignast barn. Hvað með pörin sem eru að ganga í gegnum þetta núna? Talið er að þriðja hver kona missi fóstur á lífsleiðinni. Að missa fóstur getur verið einmanaleg og erfið lífs- reynsla og hægt er að finna fyrir miklum tómleika. Fólk bendir ykkur á að það hafi greinilega eitthvað ver- ið að, þið reynið bara aftur og þetta sé svo algengt. Ekki mikil huggun er að heyra frá fólki með mörg börn að þetta „hljóti nú að fara að koma“ og það liggi nú ekkert á. Það eru mörg pör að ganga í gegnum þetta akkúrat núna en samt líður manni eins og maður sé einn í heiminum að ganga í gegnum þetta. Efinn um hvort hægt sé að fara með ástina á næsta stig, eða að mati nokkurra „uppfylla tilgang lífsins“, með barneignum getur verið mjög erfið lífsreynsla sem reynir á bæði líkama og sál. Erfitt getur verið að svara spurningum um hvort það sé ekki að fara að styttast í barn þegar þessi umræða er þögg- uð svona niður. Þegar maður er á botni svartnættisins, efast um að maður geti nokkurn tíma fjölgað sér, leitandi að sögum á netinu um svipaða upp- lifun fólks af ófrjósemi eða fósturláti, þá getur verið sárt að grípa í tómt. Einmanaleikinn hellist yfir mann því það er svo sárafátt fólk að opna sig um þetta málefni. Þegar leitað er á veraldarvefnum um þessi mál koma upp rúmlega 10 ára umræður sem ekki er mikil hjálp í. Margt hefur breyst á 10 árum; nú er kominn tími til að þessar umræð- ur komi upp á yfirborðið. Væri #WeAlso ekki góður vett- vangur fyrir pör til að ræða þessi mál opinskátt, láta fólk vita að börn koma ekki alltaf eftir pöntunum, láta orðið berast um að það eru fleiri að glíma við þessi vandamál, það sé ljós í myrkrinu og síðast en ekki síst að sýna hvert öðru stuðning þegar glímt er við fósturmissi eða ófrjó- semi? Eftir Nínu Björgu Ottósdóttur Nína Björg Ottósdóttir » Væri #WeAlso ekki góður vettvangur fyrir pör til að ræða þessi mál opinskátt … Höfundur er flugfreyja. ninabjorg92@gmail.com #WeAlso Jarðeldar voru á Skaftárafrétt og ekki færri en 18 gígar gusu þá samtímis og spúðu eldi og eimyrju yfir land og þjóð utan Vestfirðinga og Vest- firði. Stöðug norðvest- anátt varð þeim landshluta til bjargar og seldu Vestfirðingar enskinum sjófang í viðskiptum, sem fóru frekar leynt. Hvað um það. Þessi gosplága lá á mestum hluta landsins í nær því tvö ár og drap menn og dýr í hrönnum og fiska í ám og vötnum. Gosmökkurinn hindraði að ljós sól- ar kæmist til jarðar og því fylgdi kólnun og mökkurinn barst suð- austur til Evrópu og jafnvel til sunnanverðrar Afríku. Kólnunin og uppskerubrestur, sem henni fylgdi, varð þess valdandi að bylting varð í Frakklandi, Bastillan opnuð og bastillusöngurinn varð til tíu árum síðar. Þjóðsöngur Frakka. Í þessa veru var sagan sögð og kennd. Hraunrennslið var þunnfljótandi og mikið í þessu gosi og var komið fast að kirkjunni á Kirkjubæ. Þá gekk sóknarprestur í kirkju með allan söfnuð sinn og söng sína frægu Eldmessu og sjá; hraunið stoppaði og klausturkirkjan stóð sem viti um bænheyrslu klerks og safnaðar. Nú er hlutunum gjörsamlega snúið á hvolf. Hlýnun lofts og jarðar á að vera af því að óhreinindi hindra út- gufun. Það er eins og enginn þori að mótmæla þessum fullyrðingum sem alfarið ganga gegn stað- reyndum frá móðuharðindunum. Verst er þó þegar opinber embætt- ismaður, sjálfur landgræðslustjóri, tekur undir svona bull. Það á að fylla í skurði á framræstu landi og framleiða þar metangas (CH4) sem er ein skæðasta gastegundin sem eyðir ósonlaginu (03) og lítið er vit- að um magn þess sem úr mýrum kemur hér á landi. Nú skeður það þennan sæla vet- ur að frost og kuldi hefur aldrei mælst meiri eða síðan mælingar hófust. Frost og kuldi með fádæm- um streymir suður Bandaríkin, sem virðist vera staðfesting á skoðunum forsetans umdeilda. Bóndinn á Þorvaldseyri, sem er mjög glöggur maður, telur að upp- skera á ökrum sínum hafi aukist um 20% síðastliðið sumar, þá upp- skeruaukningu hygg ég að megi al- mennt færa á hið græna líf lands- ins og þá um leið aukna kolefnis- bindingu. Sögur heyrðust um að sífrerinn í Síberíu og víðar hefði þiðnað. Ekki veit ég sönnur þar um og líklega hafa þær sögur verið ósannar. Hef ekki neinar áreiðanlegar fréttir þar um. Hitt er staðreynd að komið var á verslun með kolefniskvóta og eru það ekki síst flugfélög sem nota sér kaup á þeim kvóta en það var löngu kunn staðreynd að losun kol- efnis og annarra þeirra efna sem teljast skaðleg loftslaginu er fjórum sinnum skaðlegri í flughæð en sama losunarmagn á jörðu niðri. Mætti því ætla að áhersla væri lögð á að draga úr mengun þar sem hún er skaðlegust. Ekki er það raunin heldur var fundin upp versl- un með losunarkvótann svo meng- unin gæti haldið áfram í skaðleg- ustu hæðinni. Hvaða mengunarspor skilur sá ferðamaður eftir sig sem fer tvær til þrjár ferðir t.d. til sólarlanda ár hvert? Nú berast aftur á móti fréttir um helkulda, 73-75°C, í Síberíu og hel- kuldi streymir suður öll Bandaríkin og það snjóar allt suður í Sahara. Ekki hefur mælst jafn mikið fann- fergi i Moskvu síðan mælingar hóf- ust. Gróðurhúsaáhrif, segir hinn nýi landgræðslustjóri, við verðum að moka ofan í skurði. Það verður að hafa það þó að unglingar á Sel- fossi hafi ekki annað en metan- spúandi mýrar fyrir hrossin sín. Væri kannski betri kostur fyrir land og þjóð og hrossin á Selfossi að fá að ganga áfram á algrónu valllendi? Mér blöskrar bullið í sumum mönnum í nafni lærdóms og emb- ættis. Það mátti öllum hugsandi mönn- um vera ljóst að þegar farið var að versla með losunarheimildir og stórfyrirtæki svo sem flugfélög gátu keypt sig frá slæmum afleið- ingum eigin starfsemi þá voru óheilindi og mútur komnar í spilið, og málið eyðilagt og dautt. Einu sinni voru móðuharðindi Eftir Gunnar Oddsson Gunnar Oddsson »Hitt er staðreynd að komið var á verslun með kolefniskvóta og eru það ekki síst flug- félög sem nota sér kaup á þeim kvóta. Höfundur er fyrrverandi bóndi. Þann 5.-6. mars næstkomandi verður kosið í Eflingu – stéttarfélagi um for- mann og helming stjórnar í fyrsta sinn í sögu félagsins, eftir að formaður ákvað að stíga af stóli eftir 30 ára starf. Það kom mörgum á óvart og ekki síst þeim sem fyrir voru á fleti að fram kom fólk í Eflingu sem vill í stjórn án þess að spyrja leyfis. Hefur það valdið kuldahrolli hjá sumum, en það hljóta þó flestir að fagna því að félagar í Eflingu fái að kjósa um áherslur, sjón- armið og framtíðarsýn sem er önnur en hjá því fólki sem hefur stjórnað Eflingu ekki aðeins árum heldur áratugum saman. En hvers vegna er boðið fram? Láglauna- fólk er búið að fá nóg af því að eilíflega er talað um láglaunafólk og fyrir hönd lág- launafólks. Nú vill lág- launafólk sjálft fá orðið – og ekki bara að fá orðið heldur er það komið upp í brú og vill taka við stjórninni. Tími okkar er kominn. Og verkefnin eru mörg. SALEK-samkomulagið hentar ekki fyrir verkalýðsfélög láglauna- fólks. Það er ósanngjarnt að við séum ein látin draga vagninn. Við höfnum rammasamkomulagi sem skerðir samningsfrelsi verkafólks en frjáls samningsréttur er mik- ilvægur hluti af verkalýðsbarátt- unni. Við krefjumst þess að tafalaust verið farið í að bæta hið óþolandi ástand sem nú ríkir í húsnæðis- málum alþýðunnar. Við munum sækja fast að gripið verði strax til aðgerða og krafa okkar er skýr: Húsnæðiskerfi fyrir fólk, ekki fjármagn. Þá ætlum við að berjast fyrir bættri stöðu aðflutts verka- fólks á íslenskum vinnumarkaði, en húsnæðiskreppan leggst þungt á þann hóp. Við krefjumst lýðræðisvæðingar lífeyrissjóðanna og fulls gagnsæis í allri ákvörðunartöku þeirra. Við munum krefjast þess að lífeyr- issjóðir okkar verðir nýttir til að byggja upp samfélag réttlætis. Við krefjumst þess að lífeyristökuald- ur verði ekki hækkaður heldur þvert á móti að fólk sem hefur unnið erfiðisvinnu allt sitt líf geti farið á lífeyri 65 ára án skerð- ingar. Hámarksávöxtun er einskis virði ef hún er á kostnað lífskjara verkafólks. Við munum berjast fyrir lýðræðisvæðingu innan Eflingar til að auka þátttöku félagsmanna. Skoða má slembival í ráð og nefndir en þannig má tryggja að- komu félagsmanna að ákvörð- unartöku og dreifa ábyrgð innan félagsins. Það mætti vel hugsa sér að 5% félagsmanna í trúnaðarráði yrði valdir með slembivali. Við trúum því að efling lýðræðis innan félagsins sé grundvallaatriði þegar kemur að því að leiða baráttuna fyrir bættum kjörum á Íslandi. Sólveig Anna Jónsdóttir, for- mannsefni B-listans til stjórn- arframboðs í Eflingu, hefur lagt áherslu á að baráttan fyrir efna- hagslegu réttlæti krefjist þess af okkur að við heyjum hana sjálf. Við erum ósýnileg bæði hjá verka- lýðshreyfingunni og í stjórnmál- unum. Þessa baráttu mun Sólveig Anna leiða – konan sem hefur komið í verkalýðsbaráttunna með það hjarta sem verkalýðshreyf- inguna hefur vantað í áratugi, svo vitnað sé í annan stuðningsmann hennar. Styðjum B-lista Sólveigar Önnu Eftir Sigurð Hergeir Einarsson Sigurður Hergeir Einarsson » Láglaunafólk er búið að fá nóg af því að eilíflega er talað um láglaunafólk og fyrir hönd láglaunafólks. Höfundur er stuðningsmaður B-listans og félagi í Eflingu. siggie57@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.