Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Eftir úrkomu og leysingar að und- anförnu er stór hluti borgarlands- ins umflotinn vatni. Þannig hafa myndast stöðuvötn sitt hvorum megin við Suðurlandsveg á Sand- skeiði og við Rauðhóla. Þar eru stór tún farin undir vatn og dýpið sums staðar það mikið að girðingar- staurar eru á kafi eða rétt standa upp úr. Hólmsá við Rauðhóla og Norð- lingaholt hefur flætt yfir bakka sína og er stórt landsvæði þar und- irlagt vatni. Þá hafa Elliðaár flætt yfir bakka sína með þeim afleiðingum að göngu- og hjólastígar hafa á köfl- um farið á kaf. Undirgöngin við Sprengisand hafa einnig verið um- flotin og illfær. Dregið hefur úr úrkomunni og spáð er kólnandi veðri næstu daga. Því gætu vötnin orðið ísilögð. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stöðuvötn hafa myndast á Sandskeiði eftir úrkomuna að undanförnu Borgin umflotin vatni „Upp með sokkana“ er yfirskrift Mottumars í ár, árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameins- félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Umgjörð átaksins er byggð á rak- arastofunni og hefur Krabbameins- félagið látið hanna sokka í einkenn- ismynstri og -litum rakarastofunnar og verða þeir seldir til styrktar átak- inu. Yfirvaraskegg hafa verið ein- kennismerki Mottumars frá upphafi en ákveðið var að breyta til í ár og færa áhersluna yfir á eitthvað sem bæði kynin geta auðveldlega tekið þátt í, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu. Rakarastofan gefur tilvísun í karlmennskuna og yfirvaraskeggið, svo það er ekki al- veg horfið þó það sé í bakgrunni þetta árið. „Ástæðan fyrir breyttu sniði Mottumars í ár er tvíþætt. Annars vegar höfum við fundið fyrir því að áhugi á yfirvaraskegginu hefur verið á undanhaldi. Við höfum fundið fyrir minni áhuga karlmanna á að safna yfirvaraskeggi og þátttaka í Mottu- keppninni fór minnkandi. Hin ástæðan er að okkur langaði að vera með vöru sem gæfi öllum tækifæri til að sýna stuðning við karlmenn og krabbamein, eins og Bleika slaufan gefur öllum tækifæri til að sýna stuðning í verki,“ segir Sigríður Sól- an Guðlaugsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameins- félagsins. Mottumars hefst á morgun og er í ár tileinkaður krabbameini í blöðru- hálskirtli og fræðslu um það. Safnað er fyrir „Karlaklefanum,“ vefgátt fyrir karlmenn um allt sem við- kemur krabbameinum. Mottudag- urinn verður svo haldinn hátíðlegur 16. mars. ingveldur@mbl.is Út með mottuna, upp með sokkana Ljósmynd/Krabbameinsfélagið Mottumars Sokkarnir líta svona út sem seldir verða í mánuðinum.  Breytt snið á Mottumars er hefst á morgun Danskur lakkrís með súkkulaði og lakkrískurli Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.