Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  50. tölublað  106. árgangur  KVIKMYNDIN ADAM FRUM- SÝND Í BERLÍN ER MINNI ÞJÓNUSTA MEIRI? STOCKFISH KVIK- MYNDAHÁTÍÐIN HEFST Á MORGUN SJÁLFSAFGREIÐSLA TEKUR VIÐ 12-13 MARZIBIL SÆMUNDARDÓTTIR 41MARÍA SÓLRÚN 38 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra segir viðhald á veg- um verða í forgangi framkvæmda við samgöngumannvirki næstu ár. „Slit á vegum hefur auðvitað auk- ist. Við þurfum að leggja mun meiri áherslu á viðhald mannvirkja svo þau eyðileggist ekki. Það er í for- gangi,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir viðhaldið til dæmis verða framar í röðinni en tvöföldun stofnbrauta við höfuðborgarsvæðið. Hefur ekki unnið upp hallann Vegagerðin og Samtök sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu gerðu haustið 2016 með sér samkomulag um aukið viðhald á gatnakerfinu. Birkir Hrafn Jóakimsson, verk- efnastjóri hjá Vegagerðinni, segir auknar fjárveitingar ekki duga til að vinna upp viðhaldshallann. Votviðrið undanfarið hafi farið illa með vegi á höfuðborgarsvæðinu. „Við förum í bráðabirgðaviðgerðir. Á þessum árs- tíma getum við ekki farið í almenni- legar viðgerðir. Það er ekki orðið nógu hlýtt. Við eigum eftir að taka saman hversu stór hluti af holu- myndun undanfarinna vikna fellur undir almenna viðhaldsáætlun og hvaða hluti er fyrir utan hana.“ Ámundi Brynjólfsson, skrifstofu- stjóri framkvæmda hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur- borgar, segir holur hafa birst í göt- unum um alla borg síðustu daga. Ámundi segir auknar fram- kvæmdir við viðhald borgargatna í ár munu vinna upp viðhaldshalla síð- ustu ára. Hjólför séu meira vanda- mál á þjóðvegum á höfuðborgar- svæðinu en á borgargötum. Morgunblaðið/Hari Við Hlíðaskóla Fyllt í holur á hringtorginu á mótum Hamrahlíðar og Lönguhlíðar í Reykjavík. Vegirnir hafa farið illa í vatnavöxtunum undanfarið. Fjárveitingarnar duga ekki til  Vegagerðin þarf meira fé á höfuðborgarsvæðinu  Ráðherra boðar aðgerðir MNýframkvæmdir … »10 Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Tillögur ríkisstjórnarinnar bæta ekki upp þann forsendubrest sem við teljum að hafi orðið og þess vegna samþykktum við það á miklum stemnings- fundi hjá trúnaðarráði að segja samningnum upp,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Hann mun því ganga inn í daginn með þau skilaboð að segja upp kjarasamningum Alþýðusambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins, en kl. 16.00 í dag rennur út sá frestur sem ASÍ hefur til að tilkynna SA um uppsögn samninga. Ragnar segist þó hafa umboð til að halda samn- ingum í gildi, verði „forsendubresturinn leiðrétt- ur“. Hann segir forsendubrestinn ekki einungis snúast um kjararáð, heldur einnig aðra launaþró- un sem hafi átt sér stað í samfélaginu. „Við sáum fréttir í [gær]morgun af launaskriði stjórnenda fjármálafyrirtækja og hjá Landsvirkj- un og ég lít þannig á að það sé verið að hafa okkur að fíflum. Það þarf einhver að stíga niður fæti og ef það er einhver sem ætti að gera það þá er það stærsta stéttarfélagið,“ segir Ragnar Þór. Hann segir að eflaust muni fleira koma fram um miklar launahækkanir æðstu stjórnenda fyrir- tækja á næstunni þar sem mörg þeirra séu að skila inn ársreikningum sínum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vildi seint í gærkvöldi ekki segja margt um framangreind ummæli formanns VR. „Þessir samningar eru á milli ASÍ og SA og það verður bara niðurstaða á morgun [í dag] og ég tel að stjórnvöld hafi sýnt al- veg skýran pólitískan vilja til að efla félagslegan stöðugleika og eiga samtal, en síðan verður bara hreyfingin að meta það,“ sagði Katrín í samtali við Morgunblaðið. Stærsta stéttarfélag landsins stígi niður fæti  Formaður VR fékk umboð til að segja upp samningum  Ræðst fyrir kl. 16 MDugar útspil ríkisstjórnarinnar? »4 og 18 Síðdegis í gær kom til landsins hóp- ur íraskra flóttamanna, 21 manns úr fimm fjölskyldum. Þrjár þeirra fóru strax austur á land og munu setjast að í Fjarðabyggð, en tvær fjöl- skyldur fara á Ísafjörð og fljúga þangað vestur í dag. Fleiri flótta- menn koma svo á næstu dögum og fara 23 vestur og 42 austur á firði. Alls verða þetta því 65; fólk frá Írak og Sýrlandi sem hefur verið í flótta- mannabúðum í Jórdaníu. Búið er að finna fólkinu húsnæði og annað sem þarf. „Sveitarfélögin og Rauði krossinn hafa unnið hörðum höndum að því að móttökurnar séu sem bestar,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir í velferðar- ráðuneytinu. Í heimabæ fær hver fjölskylda stuðningssveit sér til halds og trausts. »2 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ísland Góðar móttökur í Leifsstöð. Móttökur verði sem bestar  Hópur kom í gær Bið eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst síðan árið 2016, þegar farið var í sérstakt þriggja ára átak til að stytta bið sjúklinga. Lítið saxast þó á fjölda þeirra sem eru á biðlista eftir aðgerðum hverju sinni og halda verður áfram með átakið, að sögn Margrétar Guðjónsdóttur, verkefnisstjóra á skurðlækninga- sviði Landspítala. Meðalbiðtími sjúklinga sem þurfa á liðskiptaaðgerðum að halda er um sex mánuðir í dag. Hið sérstaka átak í þessum efnum hefur gert Sjúkrahúsinu á Akureyri kleift að bæta við mannskap og nær tvöfalda fjölda gerviliðaaðgerða sem þar eru framkvæmdar. Fjöldi aðgerða fór úr tæplega 200 árið 2015 og upp í 363 árið 2017. »6 Morgunblaðið/Ásdís Biðtími Um 1.100 manns bíða nú eftir því að komast í liðskiptaaðgerð hér á landi. Þörf á að halda áfram með átakið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.