Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Stockfish hefst á morgun í Bíó Paradís og stendur yfir í tíu daga. Hátíðin er nú haldin fjórða sinni og að vanda boðið upp á fjölda kvik- mynda- og heim- ildarmynda sem hlotið hafa lof- samlega dóma og margar hverjar verðlaun, auk stuttmynda. Þeirra á meðal er rússneska kvik- myndin Loveless, eða Nelyubov á frummálinu, eftir leikstjórann And- rey Zvyaginstev sem hlaut dómara- verðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í fyrra og er framlag Rússa til Óskarsverðlaunanna í ár og heimildarmyndin Komunia eftir pólsku kvikmyndagerðarkonuna Önnu Zamecka sem hlaut Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunin í fyrra sem besta heimildarmyndin. Nýj- asta kvikmynd Óskarsverðlauna- leikstjórans Agnieszku Holland, Spoor, verður einnig sýnd og eró- tískur sálfræðitryllir leikstjórans François Ozon, L’amant double, svo nokkrar séu nefndar. Ástin í ýmsum myndum „Þetta eru 19 valdar myndir, fyr- ir utan stuttmyndakeppnina Sprett- fisk og Örvarpið og dagskrá bransadaganna okkar,“ segir Marzibil S. Sæmundardóttir, fram- kvæmdastjóri Stockfish, spurð að því hversu margar myndir séu á dagskrá. En hvernig kvikmyndir eru þetta? „Þetta er rosalega fjölbreytt, við erum með morðgátur og fant- asíur og alls konar en okkur finnst ástin svífa svolítið í loftinu núna.“ –Er það tilviljun? „Já, í rauninni,“ segir Marzibil og ítrekar að fjölbreytni sé skipuleggj- endum hátíðarinnar mikilvæg. „Það eru þarna svarthvítar „film noir“ myndir, heimildarmyndir og morð- gátur, þrillerar og fleira en það eru, að ég held, fimm ástarmyndir á dagskránni. Þær fjalla um leitina að ástinni eða ástina, sambönd og eitthvað slíkt.“ Sem dæmi um slík- ar myndir nefnir Marzibil hinar frönsku Montparnasse Bienvenue, L’amant double og Un beau soleil intérieur og ítölsku kvikmyndina Cuori puri. Allar spennandi Marzibil er spurð að því fyrir hvaða myndum hún sé sjálf spennt- ust og gefur hún hið diplómatíska svar að hún sé spennt fyrir þeim öllum. Hún nefnir nokkrar í fram- haldi og m.a. eistnesku kvikmynd- ina November sem er æði for- vitnileg og lýst með eftirfarandi hætti í bæklingi hátíðarinnar: „Töfrar svífa yfir vötnunum í þess- ari svarthvítu gotnesku fantasíu- mynd um ástarþríhyrning þriggja ungmenna úr ólíkum stéttum. Galdrar og blekkingar eru notuð til að sigra ástina í 19. aldar Eistlandi sem er ásótt af illum öndum og plágum.“ Marzibil segir heimildarmynd- irnar tvær á hátíðinni líka mjög áhugaverðar, Komunia og Golden Dawn Girls en sú síðarnefnda er norsk og í henni rætt við dóttur, eiginkonu og móður fremstu með- lima hægrisinnaða flokksins Gullin dögun í Grikklandi sem sitja bakvið lás og slá. Komunia frá Póllandi fjallar um fjórtán ára stúlku sem axlar of mikla ábyrgð á föður sín- um og einhverfum bróður. Sérviðburðir og umræður Stockfish er líka faghátíð fyrir ís- lenska kvikmyndagerð enda standa að henni fagfélög kvikmyndagerð- arfólks á Íslandi. Virt fagfólk sækir hátíðina og boðið verður upp á sér- viðburði og umræður. „Við erum með vel yfir 20 er- lenda gesti, það eru leikstjórar og kvikmyndatökustjórar sem dæmi og leikarar tengdir myndunum. Svo eru gestir að koma og taka þátt í bransadögunum okkar,“ segir Marzibil og nefnir sérstaklega mál- þingið Nordic Female Filmmakers Meeting Point sem fram fer laugar- daginn 3. mars kl. 18. Á því munu hæfileikaríkar leikstýrur frá Norð- urlöndum, sem hlotið hafa mikla at- hygli og lof fyrir verk sín, ræða saman um stöðu kynjanna í kvik- myndageiranum og MeToo- hreyfinguna en umræðum stýrir leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir. Allar upplýsingar um Stockfish má finna á stockfishfestival.is. Ástlaus Úr rússnesku kvikmyndinni Nelyubov, á ensku Loveless. Hjón ganga í gegnum erfiðan skilnað og vilja hefja nýtt líf jafnvel þótt það þýði að þau þurfi að yfirgefa 12 ára son sinn. Dag einn hverfur sonurinn. Ást og ástleysi  Erótískur sálfræðitryllir og gotneskur ástarþríhyrningur frá Eistlandi meðal þess sem er í boði á Stockfish-hátíðinni Marzibil Sæmundardóttir Spenna L’amant double eftir François Ozon er lýst sem sálfræðitrylli. Framleiðandinn og tónlistar- maðurinn Gil Cang hefur deilt reynsluupptöku með Amy Wine- house, sem tekin var upp þegar hún var 17 ára, á Youtube. Frá þessu greinir Guardian. Í frétt- inni kemur fram að útgefandi tón- listarkonunnar hafi fargað öllum óunnum reynsluupptökum af Wine- house eftir andlát hennar til að koma í veg fyrir að gefnar væru út plötur með áður óútgefnu efni hennar. Cang samdi lagið „My Own Way“ í samvinnu við James McMill- an og söng Winehouse það inn á upptöku fyrir þá áður en hún gerði samning við Island Records árið 2003. Í samtali við Camden New Journ- al rifjar Cang upp fyrstu kynni sín af Winehouse. „Amy kom á fund okkar, opnaði munninn og hreif okkur. Við vorum strax heillaðir af hæfileikum hennar,“ segir Cang. Eftir andlát Winehouse árið 2011 gaf Universal út plötu sem innihélt B-hliðar og ábreiður Winehouse undir titlinum Lioness: Hidden Treastures. Plötunni var ekki vel tekið og í framhaldinu ákvað David Joseph, framkvæmdastjóri Univer- sal í Bretlandi, að eyðileggja það sem eftir væri af óútgefnum reynsluupptökum og bar í viðtali við Guardian 2015 fyrir sig siðferð- islega skyldu. Deilir áður óútgefinni reynsluupptöku Amy Winehouse Notalegt í skammdeginu Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Gamaldags 14“‘ lampi, verð frá 18.350 Fjósalukt, svört, grá eða rauð, verð 3.980 Glóðarnet og aðrir varahlutir fyrir Aladdin lampa fyrirliggjandi Comet 11“‘ lampi, verð frá 7.590 Sérpöntum glerkúpla á olíulampa, verð frá 9.900 Lampaglös í úrvali, verð frá 3.120 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Kveikir í úrvali, verð frá 1.120 Ný vefverslun brynja.is ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 5.50, 8, 10.45Sýnd kl. 8 - FORSÝNING Sýnd kl. 7.50, 10.35 Sýnd kl. 10.10 Sýnd kl. 5.30Sýnd kl. 5.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.