Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ástand efna-hagsmála erviðkvæmt um þessar mundir. Framundan getur verið áframhald góðæris, þó með minni hagvexti en verið hefur, sé haldið rétt á spöðunum. En fari menn ógætilega er auðvelt að glutra góðærinu niður með tilheyrandi kjaraskerðingu al- mennings. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að hagkerfið sé tekið að kólna og um það verður vart deilt. Vísbendingarnar eru of augljósar til að um þetta geti verið ágreiningur og nægir að nefna hratt minnkandi hagvöxt, aukið atvinnuleysi og mun minni vöxt í ferðaþjónustu en þekktist til skamms tíma. Ekki þarf að koma á óvart þó að hagkerfið kólni nú, enda bú- ið að keyra sig áfram á miklum hita lengi. Þessari keyrslu hafa fylgt gríðarlegar kjarabætur fyrir allan almenning og sam- kvæmt gildandi kjarasamn- ingum munu þær að óbreyttu halda áfram. Ákveðin hætta er þó á ferðum og felst hún að- allega í því að atvinnulífið verði sett í uppnám með uppsögn kjarasamninga og þeim óróa sem því myndi fylgja. Verkalýðshreyfingin og for- ysta hennar getur verið ánægð með þann árangur sem náðst hefur á liðnum árum. Sá árangur er raunar meiri en áður hefur náðst og á senni- lega fáa sína líka, jafnvel þó að leitað væri út fyrir landsteinana eftir samanburði. Innan verkalýðshreyfing- arinnar heyrast þrátt fyrir þetta óábyrg yfirboð þeirra sem ávallt halda því fram að hægt sé að gera betur. Stað- reyndin er hins vegar sú að verkalýðshreyfingin hefur ýtt fyrirtækjunum í landinu út á ystu nöf og sótt allar þær kjara- bætur sem hægt hefur verið á liðnum árum. Þetta hefur reynst mörgum fyrirtækjum erfitt, en við slíkar aðstæður eiga yfirboðin engan rétt á sér. Þeir sem halda uppi slíkum málflutningi eru ekki að hugsa um hag launamanna en eru miklu frekar uppteknir af bar- áttu fyrir allt öðrum hags- munum. Íslendingar hafa þegar lifað fordæmalausa tíma. Takist að framlengja hina hagfelldu tíð geta landsmenn áfram treyst á að njóta kjarabóta og vaxandi velsældar. Óskiljanlegt væri ef ákvörðun yrði tekin um að spilla árangrinum í stað þess að fagna honum og sammælast um að halda áfram á sömu braut. Verkalýðshreyfingin getur fagnað mjög þeim árangri sem náðst hefur} Mikil tækifæri, sem þó er hægt að spilla Hægagangurhjá umhverf- is- og skipulags- sviði Reykjavíkur- borgar er þekktur og þeir, sem einu sinni hafa þurft að leita þangað, veigra sér við að gera það aft- ur. Í samtali við Inga B. Poulsen, umboðsmann borg- arbúa, í Morgunblaðinu á laugardag kemur fram að ekk- ert svið borgarinnar er lengur að svara erindum. Tilefni viðtalsins er áfanga- skýrsla umboðsmanns og segir hann í viðtalinu að reynsla sín af samskiptum við sviðið komi heim og saman við reynslu borgarbúa. „Að meðaltali beið umboðsmaður borgarbúa í um 80 daga eftir svörum frá svið- inu, en sambærilegur svartími hjá öðrum sviðum er um 13 dagar,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni rekur umboðs- maður eitt mál sem dæmi um seinaganginn. Þar er um að ræða beiðni borgarbúa, sem vildi fá aðgang að gögnum og upplýsingum um lóðamörk fasteigna við Einimel og úti- vistarsvæðis í borgarlandi. Fyrirspurnin barst vorið 2016 og í tölvupósti í lok júní 2016 barst svar um að það hefði verið áfram- sent til embættis skipulagsfulltrúa. Engin svör bár- ust þaðan og leit- aði borgarbúinn þá til umboðs- manns, sem fékk þau svör um miðjan janúar 2017 að málið hefði verið ítrekað við embætti skipulagsfulltrúa. Í júní 2017 hafði borgarbúinn enn ekki fengið svar og leitaði aftur til umboðsmanns, sem fór fram á við umhverfis- og skipulags- svið að málið yrði afgreitt inn- an tíu starfsdaga. Í ágúst hafði enn ekki borist svar og um- boðsmaður ítrekaði að nýju 22. ágúst. Í desember leitaði borgarbúinn að nýju til um- boðsmanns og hafði enn ekki verið svarað. Óskaði umboðs- maður þá enn svara hjá emb- ættinu og var þá tjáð „að ekki yrði séð að málið hefði borist til lögfræðinga sviðsins og að í raun væri ekkert til skráð hjá sviðinu um erindi borgar- búans“. Þarf frekari vitna við um hvernig málum er komið hjá Reykjavíkurborg? Hjá Reykjavíkurborg fær umboðsmaður borgaranna sömu trakteringar og aðrir borgarbúar} Á hraða snigilsins Þ að er fagnaðarefni að menntamál hafi skipað töluverðan sess í þjóðfélagsumræðunni að und- anförnu. Við sem samfélag erum stödd á þeim tímapunkti þar sem við horfum inn í framtíðina og spyrjum okk- ur hvernig hagkerfi við viljum að Ísland verði eftir 20, 50 og jafnvel 100 ár. Svarið við þeirri spurningu er nátengt því hvernig umgjörðin um menntakerfið okkar verður á næstu árum og hvernig við tökumst á við ýmsar áskoranir því tengdar. Ein af stóru áskorununum er minnkandi lesskilningur, en niðurstöður úr PISA könnuninni 2015 sýna að frammistaða 15 ára íslenskra nemenda sé lakari en í sömu könnun árið 2012. Ísland er nú neðst Norðurlandanna í lesskilningi en var um miðjan hóp árið 2000. Á sama tíma og það er mikilvægt að horfast í augu við stöðuna eins og hún er og ræða opinskátt um hlutina, er mikilvægt að við horfum bjartsýn fram á veginn og séum ákveðin í að gera betur. Þess ber að geta að margt hefur verið gert til þess að takast á við minnkandi lesskilning. Til dæmis hefur umtalsverðu fjármagni verið varið í Þjóðarsáttmála um læsi sem fór af stað árið 2015. Verkefnið gengur meðal annars út á gagnaöflun, ráðgjöf og fræðslu. Sérstakir læsisráðgjafar styðja og hvetja skóla til að nýta sér töluleg gögn úr niðurstöðum prófa til að greina stöðu nemenda og mæta þeim þar sem þeir eru staddir. Einnig er lögð áhersla á að stuðla að auknu samstarfi við foreldra. Leikskóla- stigið er grundvöllur að öllu læsisnámi barna og mikilvægt að það starf sé öflugt og faglegt. Það styttist í að PISA könnunin 2018 verði lögð fyrir 15 ára nemendur. Nýlega boðaði ég helstu hagsmunaaðila grunnskóla til samráðsfundar um samstarf við kynn- ingu, undirbúning og framkvæmd þeirrar könnunar. Ég finn fyrir vitundarvakningu um þessi mál samhliða aukinni þjóðfélagsumræðu um menntamál. Það er ljóst að það er vilji allra að gera betur í þessum efnum. Læsi barna er samvinnuverkefni hins opinbera, skóla og heimila. Foreldrar og aðstandendur þurfa að vera virkir þátttakendur í námi barna sinna og fylgjast með framvindu og árangri. Lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi og nauð- synleg til að hver og einn geti nýtt hæfileika sína til fulls samfélaginu öllu til góða. Samkeppnishæfni lands- ins í framtíðinni mun ráðast af því hvort fólk getur les- ið sér til gagns. Það er því mikið undir því komið að komast í gegnum þessa áskorun á farsælan hátt og er ég bjartsýn á að svo verði raunin. Lilja Alfreðsdóttir Pistill Það er leikur að lesa Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Lítill rökstuðningur er fyrirþví hjá velferðarráðu-neytinu að leggja Geð-heilsu-eftirfylgni (GET) niður og koma þar með starfsemi Hugarafls í uppnám, að sögn Auðar Axelsdóttur, forstöðumanns GET. GET sér um geðþjónustu við ein- staklinga og aðstandendur þeirra fyrir Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins en vegna breytinga á þjónustunni næsta haust á að stofna þrjú geð- heilsuteymi á höfuðborgar- svæðinu sem verða póstnúm- eraskipt. Auður segir að með því verði starfsemi GET lögð niður. GET starfar náið með Hugar- afli, samtökum fólks sem glímt hef- ur við geðraskanir. Auður auk starfsfólks frá Hugarafli mætti á fund velferðarnefndar Alþingis í síðustu viku til þess að ræða mál- efni GET og Hugarafls. Þar var les- in upp yfirlýsingin frá notendum þjónustunnar þar sem þeir lýstu yf- ir áhyggjum af því sem framundan er. Stefnt á lokun í september „Í umræðum kom fram að það er lítið um rökstuðning frá heil- brigðisráðuneyti fyrir því að leggja eigi GET niður, henda dýrmætri reynslu af valdeflingu og bata- nálgun og að auki koma starfi Hug- arafls í uppnám. Það virtist sem embættismenn ráðuneytisins hefðu jafnvel rangar upplýsingar um að ákvörðunin hefði verið tekin í fullu samráði við fagfólk GET og að starfsfólk teymisins hefði aðgang að störfum í nýjum teymum. Það er hins vegar ekki þannig og stefnt er á lokun GET í september. Af hálfu embættismanna mátti heyra að ákvörðun hefur verið tekin og verði útfærð. Ekki var hægt að svara því hvers vegna hagkvæm og virðisauk- andi starfsemi eins og GET yrði lögð niður til að rýma fyrir öðrum teymum innan heilsugæslunnar,“ segir Auður um það sem rætt var á fundinum. „Það var samdóma álit flestra nefndarmanna að það væri til bóta að ný teymi yrðu stofnuð innan heilsugæslunnar en flestir töldu það ekki þýða að það þyrfti að leggja niður starfsemi GET. Hjá GET er allt önnur nálgun en verður í nýjum teymum heilsugæslunnar og einnig var bent á að þar færi fram öflugt aðstandendastarf sem væri af skornum skammti annars staðar í kerfinu,“ segir Auður og bætir við að það hafi verið mál flestra nefnd- armanna að það hlyti að vera hægt að finna GET stað utan Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðis og að GET gæti þá starfað áfram við hlið Hugarafls. Hún kveðst vera bjart- sýnni á framtíð GET og Hugarafls eftir fundinn með velferðarnefnd. Vilji til að Geðheilsa- eftirfylgni starfi áfram Morgunblaðið/Golli Á krossgötum GET hefur séð um geðþjónustu við einstaklinga og aðstand- endur þeirra fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í mörg ár. Guðný Eydal, prófessor við fé- lagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og meðlimur í Félagsráðgjafa- félagi Íslands, mætti sem ut- anaðkomandi álitsgjafi á fund velferðarnefndar, GET og Hugar- afls. Hún segir nemendur í fé- lagsráðgjöf hafa fjallað um árang- ur af úrræðinu í MA-ritgerðum og þá hafi félagsráðgjafar mjög góða reynslu af því. „Við höfum verið að reyna að skilja rökin fyrir að leggja úrræð- ið niður því allt sem við höfum fundið um árangur af því er mjög jákvætt,“ segir Guðný. „Úrræðið sýnist okkur ekki vera kostnaðar- samt, það þarf ekki tilvísun í það og það er opið aðstandendum, sem er mikilvægt fólki sem er að takast á við geðræn veikindi. Það er verið að vinna með valdeflandi nálgun og hefur safnast saman gífurleg reynsla fagfólksins af því hvernig hægt er að ná góðum ár- angri með því vinnulagi. Þá er samstarfið við félagasamtökin Hugarafl einstakt og skapar í raun þann virðisauka sem býr í þessu úrræði.“ Guðný segir nýju teymin sem fyrirhugað er að stofna innan heilsugæslunnar ekki geta komið í staðinn fyrir starf GET og Hug- arafls en hún sér ekkert því til fyrirstöðu að allt geti þetta starf- að hlið við hlið og stutt hvað ann- að. Jákvæður árangur og reynsla UTANAÐKOMANDI ÁLITSGJAFI Auður Axelsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.