Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Aðeins sjö af núverandi borgar- fulltrúum í Reykjavík hafa tekið sæti á lista fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor. Það er því útlit fyrir mikla endurnýjun í borgarstjórn að afloknum kosingum, enda verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Minnst 16 nýir fulltrúar munu taka sæti í borgarstjórn, nái þessir sjö- menningar allir kjöri, en annars fleiri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er eini oddvitinn frá því í síðustu borgarstjórnarkosningum sem býð- ur sig fram að nýju. Sigurður Björn Blöndal mun ekki bjóða sig fram fyr- ir Bjarta framtíð, Sóley Tómasdótt- ir, oddviti VG, hætti á kjörtímabilinu og Líf Magneudóttir tók hennar sæti, Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, býður sig ekki fram og sama gildir um Halldór Auð- ar Svansson Pírata og Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina. Mest endurnýjun hefur orðið á lista Sjálfstæðisflokksins. Marta Guðjónsdóttir, sem situr í fimmta sæti, er eini núverandi borgar- fulltrúinn í framboði en hún kom inn sem varamaður á kjörtímabilinu. Eyþór Arnalds skipar efsta sætið en með honum er blanda af ungu fólki og fólki sem hefur látið til sín taka í hverfafélögum flokksins. Efstu fimm menn hjá Samfylkingu eru allt sitj- andi borgarfulltrúar, en röð þeirra hefur breyst frá síðustu kosningum. Hjá Vinstri-grænum skipar Elín Oddný Sigurðardóttir annað sætið, en hún hefur verið varaborgar- fulltrúi á kjörtímabilinu. Báðir borg- arfulltrúar Framsóknarflokksins, sem ekki kennir sig lengur við flug- vallarvini, eru horfnir á braut. Í efsta sætinu situr Ingvar Mar Jónsson sem verið hefur varaborgarfulltrúi. Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi al- þingismaður, mun sem kunnugt er leiða lista Miðflokksins. Alls hafa ellefu flokkar boðað að þeir bjóði fram í vor. Auk flokkanna sex sem eiga fulltrúa í borgarstjórn mun Alþýðufylkingin bjóða fram á ný og við bætast fjórir nýir; Viðreisn, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkur Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að listi flokksins ætti að liggja fyrir í fyrstu eða annarri viku marsmánaðar. „Nú er uppstillingarnefnd að störfum, hún var að byrja og er að tala við fólk,“ segir hún. Meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við framboð fyrir Viðreisn í borginni er Pawel Bartosek, fyrrver- andi þingmaður flokksins. Þá hefur því verið fleygt að rætt hafi verið við Áslaugu Friðriksdóttur um að vera oddviti flokksins. „Áslaug er frábær manneskja en ég get ekkert sagt um þetta. Listinn er í höndum uppstill- ingarnefndar,“ segir Þorgerður Katrín. Búast má við tíðindum af framboði Alþýðufylkingarinnar á næstu dög- um en borgarmálastefnuskrá flokks- ins verður lögð fram á aðalfundi hinn 6. mars. Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að tíðinda væri að vænta af framboðsmálum flokksins á næstu dögum. Píratar halda próf- kjör dagana 19.-26. mars. Ekkert hefur frést af framboðslistum Sósíal- istaflokks Íslands og Flokks fólks- ins. Minnst sextán nýir borgarfulltrúar í vor  11 framboð berjast um 23 sæti í borgarstjórn Reykjavíkur Mikil endurnýjun fyrir höndum í borgarstjórn Reykjavíkur Núverandi borgarstjórn, 15 borgarfulltrúar Efstu menn á framboðslistum sem fram eru komnir 8 nýir borgarfulltrúar eftir fjölgun í borgarstjórn í 23 Ekki í kjöri í kosningunum 26. maí Sjálfstæðisflokkur 1. Eyþór Arnalds 2. Hildur Björnsdóttir 3. Valgerður Sigurðardóttir 4. Egill Þór Jónsson Samfylking 1. Dagur B. Eggerts- son 2. Heiða Björg Hilmis- dóttir 3. Skúli Helgason 4. Kristín Soffía Jóns- dóttir Vinstri græn 1. Líf Magneu- dóttir 2. Elín Oddný Sigurðardóttir 3. Þorsteinn V. Einarsson 4. Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Holm Framsóknarflokkur 1. Ingvar Mar Jóns- son 2. Snædís Karlsdóttir 3. Ásthildur Lóa Þórsdóttir 4. Hjördís Guðný Guð- mundsdóttir Miðflokkurinn 1. Vigdís Hauks- dóttir 2. Vilborg Hansen 3. Baldur Borgþórsson 4. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson ? ? ? ? ? ? ? ? Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Hjálmar Sveinsson Kristín Soffía Jónsdóttir Skúli Helgason Heiða Björg Hilmisdóttir Sigurður Björn Blöndal Elsa Hrafnhildur Yeoman Líf Magneu- dóttir Halldór Auðar Svansson Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Halldór Halldórsson Kjartan Magnússon Áslaug María Friðriksdóttir Marta Guðjónsdóttir S S S S S D D D D B B PV A A Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarstjórn Mikil endurnýjun verður í borgarstjórn Reykjavíkur í vor. Aðeins sjö sitjandi borgarfulltrúar verða í framboði að óbreyttu. Mikil endurnýjun í kortunum » Borgarfulltrúum í Reykjavík verður fjölgað úr 15 í 23. » Aðeins sjö sitjandi borg- arfulltrúar eru í framboði og því koma minnst 16 nýir inn. » Ellefu flokkar hafa boðað framboð í vor. » Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí næstkomandi. Atvinnublað alla laugardaga mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Kókosjógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt: Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is HVAÐ HENTAR ÞÍNU STARFSFÓLKI? Hjá okkur færðu ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni. • Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti. • llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum. • Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi. • Brakandi fersk salöt og ávexti. • Við komum til móts við ykkar óskir kryddogkaviar.is kryddogkaviar@kryddogkaviar.is Sími 515 0702 og 515 0701 Flutningur læknastofu Læknastofa mín á Melhaga hefur flutt í Domus Medica, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík, sími 563 1000. Árni Tómas Ragnarsson, læknir. Sérgrein: Gigtlækningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.