Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 ✝ Laufey Júlíus-dóttir fæddist 8. maí 1925. Hún lést 12. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Júlíus Jóns- son, f. í Sanddals- tungu 23. júlí 1885, d. 16. ágúst 1975, og Kristín Stef- ánsdóttir, f. í Fagradal 29. maí 1891, látin 31. desember 1958. Systkini Laufeyjar voru í aldursröð: Þorvarður, f. 30. júlí 1913, d. 20. nóvember 1991. Lovísa, f. 12. september 1914, d. 29. desember 2004. Stefán Hall- dór, f. 26. september 1915, d. 9. 2004. Börn þeirra eru: 1) Nanna Aðalheiður, f. 15. janúar 1960. Eiginmaður hennar er Guðbjörn Ásgeirsson. Fyrir átti Nanna Stefán Þór en faðir hans er Ingvar Magnússon. Börn Nönnu og Guðbjörns eru Ólafur Fann- ar, Laufey Björg, Ásdís Ósk og Ármann Örn. Fyrir á Guðbjörn einn son, Björn Axed. Saman eiga þau átta barnabörn. 2) Gerður, f. 5. mars 1962. Barns- faðir hennar er Ólafur Bjarna- son og eiga þau þrjú börn: Bjarna, Þóreyju og Kristfinn, og barnabörnin eru fimm. 3) Berg- vin Magnús, f. 30. október 1964. Maki hans er Jóhanna Halldórs- dóttir. Þau eiga tvo syni, Hall- dór Reyni og Eyþór. Barnabörn- in eru þrjú. Langömmubörnin eru orðin 16 talsins. Útför Laufeyjar fór fram í kyrrþey 23. febrúar 2018. desember 1980. Jón, f. 8. apríl 1917, d. 11. maí 1917. Jón Valberg, f. 18. ágúst 1918, d. 27. júlí 2006. Halldóra, f. 29. maí 1920, d. 23. október 2004. Valtýr, f. 15. mars 1923, d. 26. apríl 2003. Unnur, f. 25. apríl 1928, d. 25. nóvember 2016. Að- alsteinn, f. 20. september 1931, d. 8. febrúar 1959. Páll, f. 20. desember 1934, d. 9. desember 1987. Hinn 6. september 1958 gift- ist Laufey Þórði Jónssyni. f. 9. september 1927, d. 14. október Hinn 23. febrúar kvöddum við móður okkar en hún lést 12. febr- úar síðastliðinn á Minni-Grund, 92 ára að aldri. Eftir sitja ljúfsárar minningar um móður og ömmu sem lifði og hrærðist í bundnu máli og tónlist. Hún var alla sína tíð ósérhlífin, dugleg og óhrædd við að takast á við það sem lífið færði henni. Hún var ákveðin móðir sem stóð við þá hluti sem hún sagði. Við vorum alin upp í trúrækni og virðingu fyrir okkur eldra fólki og þá sérstaklega foreldrum okkar. Við ólumst upp í tónlist alla okkar ævi þar sem hún spil- aði á orgel og píanó og pabbi lék á harmonikku. Við hlið þeirra stóðum við þrjú og sungum. Hún var einstaklega ættrækin og var dugleg að kalla saman ætt- ina sína hvort sem um ættarmót eða þorrablót var að ræða. Oft var gestkvæmt á heimilinu og var hún einstaklega natin við að út- búa mikið úr litlu. Hún byrjaði að halda þorrablót árið 1966 og hélt þau nánast óslitið til 2014 þegar heilsan fór að bila. Eftir að faðir okkar lést 2004 bjó hún ein í íbúð- inni þar sem hún samdi ljóð og æfði sig á hljómborðið. Helst mátti ekki hlusta á hana spila því henni fannst hún ekki hafa til þess hæfileika. Eftir hana liggur mikið magn ljóða. Myndlíking- arnar í ljóðunum hennar auðveld- uðu lesendum að skilja innihald þeirra. Hún hugsaði alltaf heim til heimahaganna í Hítarnesi. Sem dæmi samdi hún þetta ljóð um sveitina sína, ljóðið heitir Snæfellsnesið: Snæfellsnesið er stórbrotið land, þar stundum er veðráttan hörð. Þó hefur aldrei brostið það band, sem bindur við afskekktan fjörð. Þangað á vorin leiðin oft lá, þar laufgaðist bali og hlíð. Í fjöllunum margskonar myndir ég sá, sem minntu á liðna tið. Sólin bræðir úr fjöllunum fönn, fegurðin blasir mér við. Allt verður leikur í dagsins önn, við öldunnar seiðandi nið. Þar átti ég heima, þar öllu ég ann, þar átti ég bernskunnar vor. Heimþráin löngum í brjóstinu brann, þar brimið svarf klettaskor. Aldrei slitna þau átthagabönd, þar áður ég barnsskónum sleit. Hvar sem mín ferð hefur legið um lönd, ég leit ekki fegurri sveit. Við kveðjum þig, móðir okkar, með tilvitnun í eitt af þínum ljóð- um: Sólin er hnigin og teygir sín tjöld yfir tímann þá liðin er vakan. Dagur er liðinn, komið er kvöld, kertið er brunnið í stjakann. Sólin hnígur hægt og hljótt, hverfur að fjallabaki. Dagur kveður, heilsar nótt með hlýju handartaki. Blessuð sé minning þín, elsku móðir. Nanna Aðalheiður Þórðardóttir, Gerður Þórðardóttir, Bergvin Magnús Þórðarson. Þegar þetta er skrifað er rykið að setjast eftir viðburðaríka síð- ustu daga sem náðu hápunkti sín- um í gær þegar við, ásamt nán- ustu ættingjum og vinum, lögðum ömmu Laufeyju til hinstu hvílu. Athöfnin var falleg og látlaus en umfram allt endurspeglaði vel þá sterku konu sem þá var kvödd hinsta sinni. Það er margt sem hægt væri að skrifa um ömmu Laufeyju enda var þar á ferð kona sem hafði sterk fjölskyldu- og uppeld- isgildi, tónelsk með eindæmum og gestrisin. Maður kom aldrei í heimsókn í Hólmgarðinn án þess að þar væru töfraðar fram kræs- ingar af ýmsu tagi, stundum að manni fannst töfraðar fram úr engu. Enginn skyldi fara svangur úr þeirri heimsókn. Maturinn var alltaf góður en stundum fram- andi því unga fólki sem konuna sótti heim. Ein minning stendur þar upp úr og oft verið rifjuð upp í gegnum árin þegar Halldór fór með Kristínu, þá nýlega kærustu sína, í heimsókn til ömmu Lauf- eyjar. Tekið var vel á móti manni sem oft áður og boðið inn í eldhús í smábita. Blasa þá við sviðalappir í öllu sínu veldi upp úr potti í eldhúsinu og var andrúmsloftið vægast sagt spennuþrungið á meðan unga fólkið velti fyrir sér hvort þetta væri á boðstólum. Laufey hafði jú kennt manni að maður skal ekki vera vanþakklátur þegar maður hefur þegið höfðinglegt boð um matarbita. Ekki verður farið út í nánari lýsingar á atvikum en segja má að unga fólkið hafi sloppið með skrekkinn. Hennar verður einnig alltaf minnst fyrir hæfileika í tónlist og enn fremur fyrir hæfileika henn- ar til að tjá sig í bundnu máli. Tónlistaráhuginn smitaðist til margra í kringum hana og jafnvel kviknaði áhugi á því að viðhalda þeirri gömlu íslensku hefð að tjá sig í formi ljóða og kvæða. Þó verður líklega hlýjasta minningin hvert skipti sem mað- ur bankaði upp á hjá henni. Þeg- ar hún opnaði dyrnar og sá hver stóð fyrir utan, þá sá maður hvernig þetta breiða bros breidd- ist yfir andlitið, hún hneigði höf- uðið, sló jafnvel á lær sér og fylgdi eftir með orðunum: „Nei, ert þetta þú! Vertu velkomin/n.“ Stuttu seinna fann maður sig í faðmi hennar. Hún var alltaf glöð að fá mann í heimsókn og maður upplifði sig alltaf velkominn. Bless amma okkar. Við sökn- um þín. Halldór R. Bergvinsson, Ey- þór Bergvinsson og makar. Hún amma Laufey var yndis- leg kona. Margar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til baka. Það var alltaf gott að kíkja til hennar í kaffi- bolla og spjall (amma gerði besta kaffið) og gátum við spjallað sam- an um allt milli himins og jarðar. Amma passaði alltaf upp á að það færi enginn svangur frá henni og tók hún nú lítið mark á því ef ein- hver sagðist vera búinn að borða, hún fann alltaf eitthvað til að setja á borðið. Minnisstæðast er þegar hún bakaði skyrbrauðið og það var varla komið út úr ofninum áður en það var búið, svo vinsælt var það. Hún var ekki lengi að galdra fram eitthvað gómsætt, hvort sem það var eitthvað sem hún átti til í skápum eða frysti, eða að hún skellti í pönnukökur. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín ótrúlega mikið og biðjum að heilsa afa. Laufey Björg og Ásdís Ósk Guðbjörnsdætur. Laufey Júlíusdóttir Elsku yndislegi, fjörugi og skemmtilegi afi minn. Ég kveð þig nú með örfáum orðum, en velti fyrir mér hvern- ig fara eigi að því í stuttum texta því hjarta mitt er fullt af minningum um þig. Hláturmildi og hlýjar minn- ingar eru mér efst í huga því betri afa er vart hægt að hugsa sér. Frá því ég man eftir mér fannst mér alltaf jafn notalegt að heimsækja ykkur ömmu. Hjá ykkur var ég umvafin ást og hlýju. Einnig man ég að af og til bar gesti að garði sem áttu í fá hús að vernda en hjá ykkur fundu þeir hvorki fyrir fordóm- Marteinn Guðjónsson ✝ Marteinn Guð-jónsson fæddist 9. apríl 1925. Hann lést 8. febrúar 2018. Útför Marteins fór fram 23. febr- úar 2018. um né neikvæðni í sinn garð. Hjá ykk- ur áttu þeir griða- stað. Hlýja og rétt- lætiskennd einkenndi heimilis- haldið og hjálpsemi ykkar var einstök. Vinmörg voruð þið og mér finnst svo skrítið til þess að hugsa hve stutt er síðan þú hélst á tíða fundi gamalla vina á kaffi- hús í Grasagarðinum. Enn hef ég ekki hitt þá manneskju sem hefur það ekki á orði hversu lit- ríkan og skemmtilegan per- sónuleika þú hafðir að geyma. Eftirminnilegur varstu hvar sem þú komst þó ekki kynnu allir að meta beinskeyttar skoð- anir þínar um lífið og tilveruna. Sannleikurinn er sá að sumir afkomenda þinna hafa fengið slíkan hæfileika í vöggugjöf og þá er ekki legið á skoðunum sínum. Margoft um ævina hef ég með stolti sagt frá afrekum þín- um í frjálsum íþróttum. Afi minn, ÍR-ingurinn mikli, marg- faldur methafi í hinum ýmsu kastgreinum öldunga. Mikill og góður vinskapur hafði skapast í öldungaflokki og margar skemmtilegar frásagnir þínar af æfingum og mótum eru ljóslif- andi í minningunni, sumar prenthæfar, aðrar ekki. Hver hafði sinn háttinn á við upp- hitun. Hefðbundin upphitun var þér mest að skapi á meðan aðr- ir fengu sér kaffibolla og kleinu eða jafnvel lokuðu sig vel af í pínulitlu skýli á vellinum og reyktu eitt stykki vindil af stærstu gerð þannig að þykkan mökk lagði frá. Enginn hefur ræst eins mörg víðavangshlaup og þú, afi minn. Ekki þykir mér ólíklegt að þar hafir þú sett enn eitt metið. Ár eftir ár birtust myndir af þér prúðbúnum við ráslínuna í blöðunum og við systkinin virtum þig fyrir okkur með aðdáun í augum. Þú kvaddir okkur eftir skammvinn veikindi. Ég sem hélt að ég hefði meiri tíma með þér, viss um að þú myndir ná þér að fullu enda farinn að segja þínar meiningar af festu eins og þér einum var lagið. Síðastliðin 40 ár, er við barna- börnin komum inn um dyra- gættina, beygðir þú þig í hnján- um, dróst lappirnar, grettir þig og sagðist hjáróma vera orðinn mjög gamall. Er við brostum við þér réttir þú úr þér og sveifst um gólfin eins og hinn hæfasti dansari, sem þú varst. Gamall fyrir mér varstu ekki fyrr en daginn sem þú kvaddir þó skrítið megi virðast. Síungur og skemmtilegur persónuleiki þinn fylgdi þér fram að þinni hinstu stundu og það viðhorf mun ég reyna að til- einka mér í lífinu eftir bestu getu. Elsku afi. Hvert fer ég nú með konfektið? Hver mun taka að sér að hrista upp í boðinu með skemmtilegum beinskeytt- um og jafnvel örlítið hneyksl- anlegum svörtum húmor? Svar- ið við því vitum við nú bæði, elsku afi minn, en allt verður þó tómlegra án þín. Þú skilur eftir þig tómarúm í hjarta mínu sem ekki verður fyllt. En hinsvegar skilur þú eftir þig stóra trausta og samheldna fjölskyldu sem þið amma hlúðuð svo vel að og fyrir það er ég ykkur ævinlega þakklát. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín verður sárt saknað. Hrund og Óli. Guðrún fyrrver- andi tengdamóðir mín lést á Hrafn- istu í Reykjavík 10. nóvember 2017. Hún var fædd í Ölfushreppi 23. ágúst 1921 og því 96 ára er hún lést. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar trúuðu og lítillátu konu. Guðrún var gift Gunnari Ing- Guðrún Stefánsdóttir ✝ Guðrún fædd-ist 23. ágúst 1921. Hún lést 10. nóvember 2017. Útförin fór fram í kyrrþey. ólfi Gíslasyni, kall- aður Ingi, frá Langagerði í Hvol- hreppi. Guðrún var sannkölluð kjarn- orkukona eins og stundum er sagt, skapmikil en samt ljúf og mátti ekk- ert aumt sjá. Hún var dugleg, þrifin og samviskusöm og mikil húsmóðir eins og heimili hennar og Inga á Hólagötu 33 í Vestmannaeyjum bar glöggt vitni. En hún lét svo sannan- lega fleira sig varða en hús- verkin því í þau fáu skipti sem snjóaði í Eyjum var hún komin út á tröppur og stétt með strákústinn að sópa og þrífa. Á sumrum var garðurinn á Hólagötunni hennar líf og yndi og lét hún ekki sitt eftir liggja við að hlúa að og fegra hann, sem var látlaus en fallegur og bar þess merki að þarna var stórbrotin kona að verki. Blómum var plantað hring- inn í kring af þvílíkri smekkvísi utan um vel hirta grasflötina að unun var að og kartöflugarð- urinn á bak við húsið bar hand- bragði húsmóðurinnar vitni, ekki sást þar skúfur af arfa né öðru illgresi. En e.t.v. var Guðrún mér og fleirum eftirminnileg fyrir af- burðagóðar flatkökur sem hún bakaði eldsnemma á hverjum morgni niðri í kjallara á Hóla- götunni. Eitthvað seldi hún af kökunum, sem ekki þurfti að nota til heimilisins. Minnist ég þess að á þessum árum áttum við Steinunn matvöruverslun í Eyjum í mörg ár sem hét Blá- fell og kom Guðrún gangandi á hverjum morgni ofan af Hóla- götu og niður í Bláfell með bunka af nýbökuðum flatkök- um, sem ég og mitt starfsfólk seldum eins og heitar lummur (flatkökur). Ekki get ég látið hjá líða að minnast þess að dætur okkar Steinunnar sóttu mjög í að heimsækja ömmu og afa. Síðast þegar ég heimsótti Guðrúnu á Hrafnistu áttum við ánægjulegt síðdegi með góðu spjalli og auðvitað tók hún ekki annað í mál en ég drykki með henni kaffisopa og með því. Það eina sem vantaði var heimabak- aða brauðið hennar. Guðrún mín, kallið kom fyrir nokkru þar sem Ingi beið þín með bros á vör. Takk fyrir allt. Hjörleifur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, VILBORGAR ÁRNÝJAR EINARSDÓTTUR þroskaþjálfa, Stórateigi 13, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki líknardeildar Landspítala og heimahlynningar. Einar Hólm Ólafsson Ingibjörg Hólm Einarsdóttir Jón Guðmundur Jónsson Ólafur Hólm Einarsson Elva Brá Aðalsteinsdóttir ömmubörn og langömmubarn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐMUNDU ÖNNU EYJÓLFSDÓTTUR Vindakór 10-12, Kópavogi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hrafnistu Kópavogi fyrir yndislega umönnun og stuðning. Jón Kristinn Ríkarðsson Snæbjörg Jónsdóttir Sigurður Nordal Gróa H.R. Jónsdóttir Ragnar Kristinn Ingason Erlingur Jónsson Íris Ósk Blöndal Ævar Þór Jónsson Ríkarður Jón, Dóra, Bjarki Steinn, Sæunn Elín, Anna, Guðjón Ólafur og Guðmundur Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR ARADÓTTUR, Fróðengi 3, Reykjavík. Karl Jónasson Karl M. Karlsson Rósa P. Sigtryggsdóttir Björg Karlsdóttir Örn Guðnason Ari Karlsson Dóra Camilla Kristjánsdóttir Kristjana Jónsdóttir Björn Karlsson Svanhildur Rún Þórarinsdóttir Gísli S. Karlsson Sigurbjörg Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.