Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018
1. Almennt er mín reynsla góð af sjálfs-afgreiðslu, nota hana t.d. alltaf á
bensínstöðvum. Séu tækin nógu mörg við
innritun í flug og við vegabréfaeftirlit stytta
þau biðraðir og spara tíma og eru þannig
aukin þjónusta. Sjálfsafgreiðsla ætti að vera
valkostur en ekki kvöð, þeir sem vilja þjón-
ustu afgreiðslufólks eiga að geta notið
hennar áfram, en þar er eldri viðskipta-
mannahópinn klárlega í meirihluta.
2. Ég tel miklar framfarir geta falist íaukinni sjálfsafgreiðslu. Viðskiptavin-
urinn fær almennt aukið val og getur nýtt
sér þessi tæki, ef hann vill. Sjálfsafgreiðsla
getur verið mikill tímasparnaður fyrir við-
skiptavini, stytt biðraðir og flýtt fyrir. Þá er
aukin þjónusta fólgin í því að þeir hafi val
um að gera hlutina sjálfir án utanaðkom-
andi aðila, og í mörgum tilfellum finnst
unga fólkinu þetta skemmtilegt.
3. Mannleg samskipti eru á undanhaldisem er miður. Hins vegar er hæpið að
kenna verslun og þjónustu um þá þróun. Oft
beinir þessi sjálfsafgreiðslutækni vinnuafl-
inu í verðmætari störf sem þannig ætti að
geta leitt til betri þjónustu við viðskiptavin-
inn. Já, að mörgu leyti líst mér vel á þróun-
unina og tel hana til hagsbóta en þó mik-
ilvægt að sjálfsafgreiðsla verði alltaf
valkostur en ekki kvöð fyrir viðskiptavin-
inn.
Guðmundur Marteinsson,
framkvæmdastjóri Bónuss
Sjálfsafgreiðsla
ætti að vera
valkostur en
ekki kvöð
1. Mér finnst bara alveg ágætt að geta sleppt óþarfa samskiptum í þessum hlutum.App-væðing stöðumæla og lestarmiða, flugpantana og alls kyns þjónustu hefur spar-
að mér gríðarlegan tíma, fé og fyrirhöfn. Ég get leitað og skoðað og grúskað miklu meira
en áður, án þess að leggja það á starfsfólk og aðra viðskiptavini, eða hanga í síma eða röð.
2. Ég tel þetta bæði til sparnaðar og þæginda fyrir bæði fyrirtæki og viðskiptavini, svoframarlega sem mögulegt sé að leita til mannfólks með sveigjanleika og lausnamið-
aða hugsun ef eitthvað kemur upp á. Þetta er bara spurning um að vanda sig.
3. Ef ég má vera dálítið hvass, þá finnst mér ekkert sérstaklega mikilvæg samskiptifólgin í því að panta flugmiða eða millifæra fé. Það er ágætt að spara sig fyrir mik-
ilvægari eða meira gefandi samskipti. Það má líka hugsa til þess að þessi vélvæðing frels-
ar starfsfólk til að vinna meira gefandi eða krefjandi störf. Með auknu tæknilæsi almenn-
ings verður svona afgreiðsla líka æ auðveldari og sjálfsagðari.
Svavar Knútur Kristinsson, tónlistarmaður
Þetta er bara spurning
um að vanda sig
1. Góð t.d. þegar kemur að bankaviðskiptum. Það er ólíkt þægilegra að geta greittreikninga, millifært og þess háttar í heimabanka en að þurfa að mæta í útibú á
ákveðnum tíma. En ég vil nú samt hafa útibúið á sínum stað þegar ég þarf að fá persónu-
lega þjónustu.
2. Að mörgu leyti er þetta framþróun því hún eykur valfrelsi neytenda. Aukin versluná netinu er gott dæmi um það. En við sjáum líka dæmi um að neytendur séu í sífellt
meira mæli látnir þjónusta sig sjálfir án þess að hafa endilega óskað eftir því. Það er síðan
áleitin spurning hvort hagræðingin við alla þessa sjálfsafgreiðslu skili sér til neytenda.
3. Ég vona að mannleg samskipti víki ekki alveg fyrir vélum og öppum, og held að þaðsé engin hætta á því svo sem, en það er um að gera að nýta tæknina þegar hentar.
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna
Um að gera að nýta
tæknina þegar hentar
Neysla heimilanna á 19. öld: vitnis-
burður úr dánarbúum nefnist erindi
Ágústu Edwald Maxwell kl. 12 í dag,
miðvikudaginn 28. febrúar, í sal Þjóð-
minjasafns Íslands. Fyrirlesturinn er í
fyrirlestraröð Félags fornleifafræð-
inga, námsbrautar í fornleifafræði
við Háskóla Íslands og Þjóðminja-
safns Íslands.
Ágústa mun fjalla um rannsóknir
sínar á skagfirskum dánarbúum frá
19. öld og hvernig þau geta, ásamt
griparannsóknum, varpað ljósi á
neyslu og efnismenningu á heimilum
19. aldar. Hún leitast við að sýna fram
á hvernig borðbúnaður og búsáhöld
breyttust þegar leið á öldina og veltir
jafnframt fyrir sér hver áhrif þeirrar
þróunar voru á verkahring kvenna
með tilurð nýrra húsverka. Rann-
sóknin er hluti af doktorsverkefni
Ágústu við Háskóla Íslands.
Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði
Morgunblaðið/ÞÖK
Gamalt stell Trúlega hafa einhver fínni heimili á 19. öld státað af danska
Rósenborgarstellinu sem framleitt var til 1945 og því fremur fágætt.
Varpar ljósi á neyslu og efnis-
menningu á heimilum 19. aldar
Ágústa Edwald Maxwell
1. Reynslan mín er góð, ég hlakka til að fylgjast með framvindunni og framtíðinni.Tæknin gerir auðvitað heiminn talsvert minni, viðskipti milli landa o.fl. verða auð-
veldari. T.d. að versla í gegnum internetið. Við hér á landi erum líklega talsvert á eftir
mörgum löndum að koma þjónustu og viðskiptum meira á netið.
2. Ég tel þetta miklar framfarir, spennandi störf og öðruvísi verða til sem krefjastöðruvísi og fjölbreyttari bakgrunns, menntunar og hæfni. Tæknin hefur tekið yfir
mörg úrelt störf sem við söknum ekki í dag og flestir eru ánægðir með að þurfa ekki að
vinna. Tæknin eykur skilvirkni og getur aukið þjónustuna til muna og bætt verð fyrir
neytendurna. Tæknin gerir það líka að verkum að tími vinnst fyrir annarskonar hluti,
framfarir í fyrirtækjum, meiri tíma með fjölskyldu og áhugamál. Þá gefur tæknin fyrir-
tækjum færi á að vaxa þvert á landamæri.
3. Mannleg samskipti munu ekki víkja fyrir samskiptum við vélar og öpp, þau verðabara á öðrum sviðum en þjónustunni. Þjónustan sem við munum kaupa í gegnum tæknina er mest grunnþjónusta. Félagsleg sam-
skiptahæfni mun aldrei víkja fyrir tækninni. En hefðbundin og regluleg þjónusta mun verða skilvirkari í gegnum tæknina.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður
Spennandi störf og
öðruvísi verða til
VELDU ÚR MEÐ SÁL
www.gilbert.is