Morgunblaðið - 28.02.2018, Side 12

Morgunblaðið - 28.02.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Er minni þjónusta meiri þjónusta? Þegar þú ferð á bensínstöðina þarftu að dæla á bílinn þinn sjálf/sjálfur því búið er að útrýma bensínafgreiðslumönnum. Þegar þú ferð í bankann mæta þér bankastarfsmenn sem reyna að beina þér framhjá öðrum bankastarfsmönnum að sjálfsafgreiðsluvélum. Þegar þú kemur á flugvöllinn er til þess ætlast að þú tékkir þig inn í sjálfsafgreiðsluvélum. Í framtíðinni er lík- legt að verslunareigendur reyni að beina þér að sjálfsafgreiðsluvélum í stað þess að fá þjón- ustu hjá kassafólki. Og senn munu bílstjórar víkja af götunum fyrir sjálfvirkum ökutækjum. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Hér til hliðar er ekkiað öllu leyti verið aðlýsa fjarlægri fram-tíðarsýn, heldur samtíma. Með tækninýjungum geta atvinnurekendur sparað sér kostnað og fækkað starfs- fólki. Við gamalgrónu hlutverki taka vélar – og oft viðskiptavin- urinn sjálfur. Margir velta því fyrir sér hvort þessi nýi veruleiki sé að- laðandi, hvort mannleg sam- skipti séu ekki nú þegar á nógu miklu undanhaldi með tilkomu snjalltækja og samskiptamiðla. Og hvort mannlífið fari að snú- ast mest um samskipti við vélar frekar en annað fólk. Þeir sem bjóða upp á vörur og þjónustu halda því fram að þessi þróun sé ekki aðeins óum- flýjanleg heldur sé hún neyt- endum til hagsbóta – aukin þjónusta. Ekki kokgleypa allir slíkar staðhæfingar, heldur spyrja á móti hvernig aukin þjónusta geti falist í meiri fyrir- höfn fyrir viðskiptavininn. Og segja jafnframt að neytendur séu einfaldlega ofurseldir sókn fyrirtækjanna til sífellt meiri sparnaðar og hagnaðar. Þegar öllu sé á botninn hvolft haldi fyrirtækin að okkur þeirri blekkingu að verri þjónusta sé betri þjónusta. Öll erum við neytendur, tónlistarmaðurinn, fram- kvæmdastjóri Neytenda- samtakanna, alþingismaðurinn og framkvæmdastjóri stærstu matvörukeðju landsins – hvað finnst þeim? 1. Hver er þín reynslaaf aukinni vélvæðingu og sjálfsafgreiðslu í þjónustu og viðskiptum? 2. Telur þú að framfar-ir felist í þessari þró- un eða afturför og þá hvers vegna? 3. Hvernig líst þér áþá framtíðar- og jafnvel samtíðarsýn að mannleg samskipti víki fyrir samskiptum við vélar og öpp? Ljósmynd/Getty Images Tómstundadagurinn 2018, sem skipulagður er af námsbraut í tóm- stunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, er haldinn kl. 10-13.30 í dag, miðviku- daginn 28. febrúar, í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð. Markmiðið er að taka fyrir aðkallandi málefni sem varpa ljósi á mikilvægi tómstunda og tengjast velferð og lífsgæðum fólks. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Stígamót og snýr að verkefninu #sjúkást. Tekin verða fyrir ýmis mál- efni unglinga sem varða heilbrigð og óheilbrigð ástar-, vina- og fjölskyldu- sambönd í því skyni að veita fagfólki og þeim sem koma að daglegu lífi unglinga aukna þekkingu á málefn- inu. Fyrir hlé verða flutt eftirfarandi er- indi: Ertu sjúklega ástfanginn eða ertu „sjúklega“ ástfanginn?, Upp- lifun unglinga á samböndum og Hin- segin börn og ungmenni: Hvað þurfa þau sem starfa með ungu fólki að hafa í huga? Eftir hlé eru málstofur þar sem m.a. verður fjallað um ungt fólk, klám og kynlíf og kynferðisofbeldi í ung- lingssamböndum. Loks verður leitað svara við spurningunni af hverju við getum ekki bara verið næs. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Tómstundadagurinn 2018 tengist verkefninu #sjúkást Heilbrigð og óheilbrigð ástar-, vina- og fjölskyldusambönd unglinga Morgunblaðið/Eggert Lífsgæði Markmið Tómstundadagsins er að taka fyrir aðkallandi málefni sem varpa ljósi á mikilvægi tómstunda og tengjast velferð og lífsgæðum fólks. Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.