Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Richmmond frá Bellus Mikið úrval af áklæðum PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Loftárásum og eldflaugaárásum var haldið áfram á skotmörk í hér- aðinu Austur-Ghouta, skammt austur af Damaskus í Sýrlandi, eftir að fimm stunda vopnahlé átti að hefjast í héraðinu. Af þessum sökum var hvorki hægt að koma hjálpargögnum til íbúa á svæðinu né flytja þá á brott. Rússnesk stjórnvöld hvöttu til þess á sunnudag að gert yrði hlé daglega á árásum af mannúðar- ástæðum þar til 30 daga vopnahlé, sem öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna krafðist á laugardag að yrði gert, kæmist á. Sýrlensk mannréttindasamtök sögðu að ungur drengur hefði látið lífið í flugskeytaárás á bæinn Jis- reen í Austur-Ghouta í gær og sjö manns að auki hefðu særst. Sýrlenskir ríkisfjölmiðlar sök- uðu á móti uppreisnarmenn í hér- aðinu um að gera árásir á vegi til að halda óbreyttum borgurum í gíslingu í héraðinu. Rússnesk stjórnvöld sögðu í gær að vopna- hlé í Sýrlandi væri undir uppreisnarmönnum komið en þeir hefðu ekki virt mannúðarhléið í gær og komið í veg fyrir að óbreyttir borgarar gætu forðað sér frá héraðinu. Alls hafa yfir 500 manns látið lífið síðan sýrlensk stjórnvöld hófu daglegar árásir á uppreisnarmenn í héraðinu fyrir 10 dögum. Fréttastofan AFP sagði í gær að helstu hópar uppreisnarmanna í Austur-Ghouta hefðu lýst því yfir í bréfi til Sameinuðu þjóðanna að þeir væru reiðubúnir til að vísa ísl- ömskum stríðsmönnum á brott úr héraðinu um leið og formlegt vopnahlé tæki gildi. Hóta brottrekstri Um 400 þúsund manns búa í Austur-Ghouta. Héraðið er undir yfirráðum nokkurra vopnaðra hópa. Þeir helstu eru Jaish al- Islam, Faylaq al-Rahman og Ahrar al-Sham, allt íslamskir hóp- ar. Þessir hópar sendu í gær bréf til Sþ og AFP þar sem forsvars- menn hópanna lýsa því yfir að þeir muni reka stríðsmenn úr Hayat Tahrir al-Sham á brott þegar vopnahlé kemst á. Í þeim hópi eru einkum stríðsmenn sem áður tengdust hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Rætt hefur verið áður um slíkar brottvísanir en aldrei orðið af þeim. Uppreisnarhóparnir segja að brottvísanirnar myndu taka 15 daga. Áfram átök í Sýrlandi  Hvorki Sýrlandsher né uppreisnarmenn virtu í gær tilmæli um fimm stunda hlé á árásum í Austur-Ghouta  Ekki hægt að koma hjálpargögnum á svæðið Jisreen Tahrir- torg Forsetahöllin Austur- Ghouta Blóðbað í Austur-Ghouta DAMASKUS DAMASKUS Svæði á valdi uppreisn- armanna 18.-26. febrúar 18. febrúar 26. febrúar Mannfall Þar á meðal yfir 130 börn Talið er að 400.000 manns séu í Austur-Ghouta Skotmörk í loftárásum í febrúar Heimild: SOHR Douma 1 km SÝRLAND Erbin Zamalka Beit Sawa Hammuriyeh Harasta Hazeh Gamli bærinn Kafr Batna Saqba Yfir 550 óbreyttir borgarar látnir 22 127 133 87 73 43 45 1417 Daglegar árásir » 18. febrúar: Daglegar loft- árásir hefjast á Austur-Ghouta. » 19. febrúar: 127 manns létu lífið í árásunum. » 25. febrúar: Öryggisráð Sþ krefst tafarlauss vopnahlés. » 26. febrúar: Rússar fyrir- skipa daglegt fimm stunda „mannúðarhlé“ á árásum. Facebook tilkynnti í gær að félags- vefurinn myndi standa að baki þriggja milljóna dollara (300 millj- óna króna) verkefni til að hjálpa bandarískum dagblöðum að fjölga rafrænum áskriftum. Undanfarið hafa vaknað áhyggjur af því að Facebook og aðrir sam- skiptamiðlar hafi náð í það stóran skerf auglýsinga á netinu að tilvist fréttaþjónusta sé í hættu. Hingað til hefur Facebook krafist þess að fréttamiðlar bjóði efni án endurgjalds í tenglum á félags- vefnum, en hefur nú gert útgef- endum kleift að hvetja notendur hans beint til að gerast áskrifendur. Rótgróin bandarísk dagblöð hafa átt erfitt með að vinna upp á netinu auglýsingatekjur sem hafa dregist saman í prentuðum útgáfum þeirra. Meðal dagblaða sem taka þátt í þessu verkefni eru Atlanta Journal- Constitution, Boston Globe, Chicago Tribune, Miami Herald og San Francisco Chronicle. AFP Facebook Vill vinna að því að fjölga rafrænum áskriftum dagblaða. Facebook á sveif með dagblöðum Vorið er í nánd og hindúar á Indlandi fagna vorkom- unni og sigri hins góða á því illa með mikilli litahátíð, holi, þegar síðasta vetrartunglið er fullt. Það gerist nú um mánaðamótin. Þessi mynd er tekin í indversku borginni Vrdindavan, en þar sjást ekkjur, þaktar marg- litu dufti, fylgjast með fjörugum dansi. AFP Vorinu fagnað með litum Yfirdómstóll í Leipzig komst að þeirri niðurstöðu í gær að stjórnvöld í sveitum og bæjum í Þýskalandi gætu lagt bann við akstri dísilbif- reiða til að draga úr loftmengun. Úr- skurðurinn er talinn valda tímamót- um og gæti haft áhrif bæði á bílaframleiðendur og stefnu stjórn- valda í samgöngumálum. Dómstóllinn hvatti borgar- og sveitarstjórnir til að gæta jafnræðis við framkvæmd slíks banns og yrði að fara hægt í sakirnar við innleiðslu þess. Málið snerist um svæði í Stuttgart og Düsseldorf þar sem umferðar- þungi er mikill og mengun gríðar- leg. Umhverfis- verndarsamtök stefndu stjórnum borganna og kröfðust þess að þau gripu til að- gerða til að draga úr útblæstri nit- uroxíða úr göml- um dísilbílum. Stjórnvöld í landinu eru andvíg slíku banni og óttast reiði milljóna eigenda dísilbíla. Kvaðst umhverfis- ráðherra landsins í gær vonast til að hægt yrði að draga úr mengun án slíks banns. Talið er að tíu milljónir dísilbíla, sem slíkt bann myndi ná til, séu í umferð. Bann við akstri þeirra myndi ekki aðeins valda þeim óþæg- indum, heldur leiða til þess að endur- söluverð bíla þeirra snarfélli. Eitraður útblástur hefur verið tengdur við öndunar- og hjartasjúk- dóma, sem eru taldir valda þúsund- um ótímabærra dauðsfalla á ári hverju. Í fyrra mældist nituroxíð að meðaltali yfir mörkum Evrópusam- bandsins í 70 borgum í Þýskalandi, samkvæmt mælingum umhverfis- stofnunar landsins. Má banna dísilbíla  Dómstóll í Leipzig segir völdin liggja heima í héraði Stuttgart Svifryksmælir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.