Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elsku amma. Það er eiginlega ólýsanlegt hvað það er erfitt að setjast niður og skrifa þessi orð því nú ertu farin frá okkur. Það að við getum ekki lengur séð fallega brosið þitt og fundið einstaka hlýjuna sem þú gafst frá þér er skelfileg tilfinning. Af því að þú varst besta og brosmildasta manneskjan sem við áttum í lífi okkar. Þú brostir alltaf þínu blíðasta þegar við vorum hjá þér og afa. Alveg sama hvað það var þá gerðir þú alltaf allt fyrir okkur brosandi allan tímann. Það er erfitt að nefna eitthvað eitt sem kemur í hugann þegar við hugsum um þig, þar sem hver einasta minning er góð. Þú tókst alltaf þátt í öllu, bara til þess að vera með og skemmta þér með okkur. Til dæmis settir þú það aldrei fyrir þig að spila með okk- ur fótbolta, þrátt fyrir takmark- aða hæfileika á því sviði, og svo allar spilastundirnar sem við átt- um saman. Ekkert var skemmti- legra en að eyða helginni uppi í bústað og spila við ykkur afa, sérstaklega þar sem okkur grun- ar að þú hafir oftast leyft okkur að vinna. Hvort sem við fórum í veiðimann, ólsen-ólsen eða bústaðaspilið gúrku, þá var alltaf mikið hlegið (og svindlað). Okkur leið alltaf vel þegar við vorum hjá þér. Dillandi hláturinn þinn var aldrei langt undan, og smitaði hann vel út frá sér. Sam- verustundirnar í bústaðnum uppi í Ölveri eru margar og dýrmæt- ar. Þú varst alltaf eldandi eða bakandi þegar við komum til þín og er stórskrýtið að við urðum ekki þéttari en við erum í dag því maturinn sem þú eldaðir ofan í okkur var undantekningarlaust frábær. Snilldarréttir á borð við kjúkling í brúnni, steiktar fiski- bollur og eðalrétturinn pylsur í sósu kemur ofarlega í huga þeg- ar við rifjum upp bústaðamats- eldina. Svo má ekki gleyma öllum stundunum sem við vörðum í berjamó í Ölveri. Það var eitt af því sem þér fannst svo gaman að gera með okkur. Þú vildir meina að krækiber og rjómi væri það allra besta í heiminum. Við eyddum einnig ófáum stundum með ykkur í Engihjall- anum, sem varð eiginlega okkar annað heimili. Við hlökkuðum alltaf til þess að mæta í pössun til ykkar. Þar fengum við að yf- irtaka sjónvarpið og myndbands- tækið og fengum við alltaf pen- ing til þess að hlaupa yfir í myndbandaleiguna til þess að leigja spólu og kaupa glás af nammi. Eins var gaman að glamra á skemmtarann, þó við kynnum aldrei neitt á hann og framkölluðum bara einstaklega leiðinlegan hávaða, þá stóðstu bara hjá okkur og brostir. Eins þótti okkur alltaf vænt um og biðum með eftirvæntingu eftir að þú og afi birtust í glugganum þegar við fórum frá ykkur og veifuðuð okkur þar til bíllinn hvarf úr augsýn. Þó svo að við værum leið yfir því að fara, þá tókst ykkur samt að gleðja okkur þegar við fórum. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín svo óstjórnlega mikið. Þú varst svo hjartahlý, brosmild, þolinmóð, örlát og í alla staði svo ótrúlega góð við alla sem voru í kringum þig. Allt það góða sem býr í okkur eigum Kristín Jónsdóttir ✝ Kristín Jóns-dóttir fæddist 17. nóvember 1939. Hún lést 16. febr- úar 2018. Útför Kristínar fór fram 27. febr- úar 2018. við þér að þakka. Þú kenndir okkur að vera alltaf góð við alla í kringum okkur og sýndir það líka í verki. Við eig- um ykkur afa svo mikið að þakka, við hefðum ekki getað beðið um betri ömmu og afa. Takk fyrir allt, elsku amma. Minn- ing þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Þó að þú sért ekki á með- al okkar lengur þá verður þú alltaf hjá okkur. Við kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir okkur og fórst alltaf með þegar við gistum hjá þér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jóns.) Hafsteinn (Haddi), Villimey og Hrafnkell Allan. Amma Stína er besta kona sem ég hef kynnst, hjá henni fann maður bara ást, og hún kenndi mér helling á lífið. Manni leið alltaf vel hjá henni ömmu, hún vildi allt fyrir mann gera og var alltaf til staðar, sama hvað. Ég man hvað það var alltaf gam- an að koma til ömmu og afa í Engihjallanum, eyða deginum í að teikna, horfa á spólur með ömmu og fá ísblóm eftir matinn. Ég vona að ég sjái heiminn eins og þú, því lífi með svona miklum kærleika hefur verið vel lifað. Allan Gunnberg Steindórsson. Elsku amma Stína okkar. Minningarnar sem við eigum um þig eru svo góðar og skemmtilegar. Takk fyrir að vera svona góð amma. Takk fyrir að vera svona góð við okkur allt- af. Takk fyrir að fara með okkur í sumarbústaðinn ykkar. Takk fyrir að elda besta grjónagraut- inn handa okkur. Takk fyrir að fara og tína ber með okkur. Takk fyrir að sækja okkur svona oft í leikskólann. Þú áttir alltaf eitthvað gott, það var svo gott að vera hjá þér. Takk fyrir allt, elsku amma Stína, okkur fannst þú heimsins best. Við vitum að þú vakir yfir okk- ur og passar upp á okkur. Við elskum þig. Þínir strákar, Steindór Mar, Kristían Mar, Daníel Mar og Baltasar Mar. Elsku amma Stína. Engin orð fá því lýst, hvað ég sakna þín. Það er svo margt sem mig langar að segja þér. Það eru svo margar dýrmætar minningar. Allar góðu stundirnar uppi í bústað, þú og afi voruð svo dug- leg að vera með okkur barna- börnin. Ég man alltaf þegar þú skammaðir afa fyrir að hlæja að því þegar ég sagðist elska þig, þú sagðir við hann að kannski mundi hann aldrei segja þetta aftur við mig. Þú last alltaf Stubb fyrir mig. Þú kenndir mér faðirvorið. Þú passaðir alltaf upp á að mér liði vel og öllum í kringum þig. Þú bauðst mér alltaf í spergla þegar ég var heima og hættir ekki að bjóða manni fyrr en mað- ur var saddur. Þitt fallega bros gerði mann alltaf glaðan. Þú varst svo rosalega góð og hlý. Þú vildir alltaf hlusta, ég fann alltaf hvað þér þótti vænt um mig og alla í kringum þig. Mér sárnar að dætur mínar fái ekki að kynnast ömmu Stínu, þú varst einfaldlega einstök kona. Ég er svo innilega þakk- látur fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu. Ég kveð þig með miklum söknuði. Ég mun minnast þín með gleði í hjarta og miklu þakk- læti fyrir þann tíma sem ég átti með þér. Ég elska þig af öllu hjarta. Þinn dóttursonur, Guðmundur Jóhann Steindórsson. „Ég skil þetta ekki, nú er mamma þín svona skemmtileg og pabbi þinn skemmtikraftur,“ sagði amma við mig þegar ung- lingaveikin stóð sem hæst. Stutt, laggott, hnitmiðað og fyndið. Amma kunni sko að orða hlutina – þar með hætti unglingaveikin, að minnsta kosti í kringum hana ömmu. Amma Stína var stórkostleg kona, mig skortir lýsingarorð sem lýsa henni nógu vel en fyrir mér var hún heimsins best. Hún kenndi mér ótal margt og við átt- um margar dásamlegar stundir saman og mun ég ylja mér við þær minningar um alla eilífð. Amma var kraftmikil kona sem geislaði af hlýju, hún hvatti mig og okkur öll sem stóðum henni næst til dáða. Það var ekki að spyrja að því þegar ég var að efast um eitthvað sem ég ætti að gera, hvort sem það var í námi eða starfi að þá sagði amma að ég gæti allt sem ég vildi. Hún hafði óbilandi trú á fólkinu sínu og elskaði ekkert heitar en okk- ur. Ég er svo þakklát fyrir ömmu Stínu, fyrir ástina, umhyggjuna, faðmlögin, dansana við Elvis, kaffisopana, bakstursstundirnar, skemmtilegu hreinskilnina og ástina. Amma Stína á og mun alltaf eiga stóran hluta af mínu hjarta og ég veit að hún mun fylgja mér og stelpunum mínum alla daga. Takk fyrir allt, elsku amma, ég elska þig og mun sakna þín að eilífu. Þín Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku hjartans amma Stína. Takk fyrir samfylgdina, hlýjuna og allar dásamlegu minningarnar. Þín barnabörn Sigríður Hrund Snorradóttir, Hjalti Heiðar Jónsson, Harpa Jónsdóttir. Elsku Stína frænka er dáin. Stína átti alltaf sérstakan sess í mínu hjarta. Ófáar stundirnar sem ég eyddi á Sunnubrautinni með Rósu hjá Stínu og Allani. Stína var alltaf svo flott kona, klæddi sig alltaf eins og tísku- drottning og var bara falleg að innan sem utan. Alltaf var Stína þessi ljúfa og góða kona, það var alveg sama hvað við Rósa brölluðum, aldrei skipti Stína skapi, ekki einu sinni þegar við klipptum öll sumar- blómin hennar í garðinum og seldum í nágrenninu til að kaupa okkur eyrnalokka í Drangey svo fátt eitt sé nefnt. Hún var umburðarlynd og góð kona og öllum sem kynntust henni þótti svo ofur vænt um hana. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja, mikil húsmóðir og alltaf stutt í brosið og hláturinn. Síðustu ár hafa ekki verið heilsufarslega góð hjá elsku Stínu og það tók sinn toll af henni og hennar nánustu. Þá sýndi sig hvað hún átti góða að, bæði Allan og börnin þeirra ásamt barnabörnum hjálpuðust að við að gera henni lífið bærilegra. Síðast þegar ég leit til þín á Höfða gerði ég mér ekki grein fyrir hvort þú þekktir mig en ég er því fegin að hafa fengið að halda í höndina þína og innst inni kveðja þig í huganum. Eftir áratuga löng kynni þakka ég þér, elsku Stína mín, fyrir allt það sem þú varst mér og sendi Allani, Rósu, Silju, Svenna og Nonna ásamt þeirra fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur og megi allar góðu minn- ingarnar um Stínu lifa með okk- ur alltaf. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. (Ingibjörg Sigurðard.) Ingibjörg Guðmundsdóttir. Hún Stína frænka er dáin og maður grætur örlög hennar sárt. En minningarnar um Stínu munu lifa og við munum varð- veita þær í hjörtum okkar um ókomin ár. Neðangreint ljóð Sigurbjörns Þorkelssonar finnst mér lýsa Stínu frænku minni ein- staklega vel. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endur- gjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ég votta Allani, börnunum og barnabörnunum mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Margrét Rósa Pétursdóttir og fjölskylda. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Hún var alltaf kölluð Stína. Stína í Guðnabæ. Hún var æðru- laus og lítillát, skemmtileg, kát og lífsglöð. Og svo var hún Stína með eindæmum falleg kona. Hún var rokkari og dansari en hún var fyrst og fremst fjölskyldu- manneskja. Með fólkinu sínu naut hún sín best. Hún byggði upp einstakt samband við börnin sín og barnabörn. Einnig átti hún vináttu margra systkina- barna sinna. Það sýndi sig best nú þegar kveðjustundin nálgað- ist. Þá fékk hún til baka alla þá ást og umhyggju sem hún hafði veitt svo ríkulega af. Nú á kveðjustund vil ég þakka Stínu tengdamömmu samfylgdina, ást- ina og umhyggjuna mér og mín- um til handa. Megi minningin um einstaka konu lifa með okkur. Heiðrún Janusardóttir. Elsku amma. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Yndislegri og sjálfstæðari konu er erfitt að finna. Á tímum sem þessum rifjast upp óteljandi góðar minningar sem við áttum saman. Allar úti- legurnar, afmælisveislur, jól og áramót, leikhúsferðir, matar- boð o.fl. og þegar ég hugsa til baka þá væri ég mikið til í að þær hefðu verið fleiri. Það er eitthvað með okkur ungu kynslóðina í dag, við er- um alltaf svo rosalega upptekin og að drífa okkur hingað og þangað og það er eins og við höfum aldrei tíma fyrir neitt annað en okkur sjálf og heim- ilið, svo líða dagar og mánuðir frá því að maður hittir þá sem manni þykir vænst um. Einn laugardag í desember í fyrra ákváðum við fjölskyldan að bruna á Selfoss og kíkja í kaffi til þín með nýbakaða lakk- rístoppa sem við Eiríkur Freyr höfðum bakað kvöldinu áður. Við spjölluðum heillengi, um afa, gömlu dagana í Vest- mannaeyjum, fjölskylduna alla o.fl. Þú talaðir einnig um hvað þér hefði þótt virkilega gaman þegar Sigþór fór með þig í dagsferð til Eyja í fyrrasumar og hvað það hafði verið yndis- legt að þú hefðir náð að heim- sækja marga í þessari einu dagsferð. Á leiðinni heim í bæinn eftir Jóna Sigurlásdóttir ✝ Jóna Sigur-lásdóttir fædd- ist 11. júlí 1940. Hún lést 10. febrúar 2018. Útför Jónu fór fram 22. febrúar 2018. þessa yndislegu heimsókn töluðum við Gunni m.a. um að við yrðum að gera þetta oftar og það væri nú gaman að taka þig með í dagsferð til Eyja núna í sumar. Þótt söknuður- inn sé mikill þá er ákveðin huggun að hugsa til þess að nú séuð þið afi loksins sam- einuð. Nóttina áður en þú fórst dreymdi mig afa. Ég var stödd úti á götu að tala við vinkonu og í því kemur hann, strunsar framhjá mér án þess að heilsa. Hann heldur á blómvendi, er brosandi og virkilega vel til- hafður og er mikið að flýta sér eitthvað. Daginn eftir hringir mamma í mig og segir mér fréttirnar, þá rifjast þessi draumur upp fyrir mér og þá vissi ég alveg hvert afi var að fara, hann var á leiðinni að sækja þig! Hvíldu í friði, elsku amma, og knúsaðu afa frá okkur, þín verður sárt saknað. Karen Gestsdóttir. Jóna amma. Svo viðkvæmt er lífið sem vordags- ins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar- dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Elín Gestsdóttir. Elsku Selma. Okkur langar til að minnast Selmu vinkonu okkar með nokkrum orð- um. Við vorum enn í foreldrahús- um þegar við stofunum sauma- klúbb og fórum að hittast reglulega heima hjá hvor ann- arri. Minnst til að sauma en mest til að masa. Síðan er liðin meira en hálf öld. Upp úr þessu spratt vinátta sem aldrei hefur skuggi fallið á. Selma var dásamleg manneskja, örlát, greiðvikin og Selma Ósk Björgvinsdóttir ✝ Selma ÓskBjörgvins- dóttir fæddist 10. desember 1938. Hún lést 29. janúar 2018. Útför Selmu fór fram í kyrrþey 9. febrúar 2018. glaðlynd. Oft tókum við með okkur bil- aða skartgripi í saumaklúbb og Selma tók við þeim með þessum orðum: „Hann Úlli minn lagar þetta“ og ekki var hægt að fá að borga fyrir. Eftir að við urðum fimmtug- ar fórum við að ferðast saman og fórum í sjö utanlandsferðir og oft í helgarferðir til Stykkishólms. Selma var frábær ferðafélagi og vinur. Við munum alltaf sakna hennar. Okkar hjartans samúðarkveðj- ur til Úlla, Össa, Guðrúnar, Sím- onar og barnabarnanna. Erna G., Halldóra Jóna, Ágústa, Halla, Erna M., Gréta og Guðrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.