Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Nánari upplýsingar áwww.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og á geoSilica.is Kísil STEINEFNI Hágæða 100% náttúrulegt steinefni, þróað og framleitt á Íslandi úr jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun. Getur meðal annars stuðlað að: • Fyrirbyggingu við beinþynningu • Styrkingu á hjarta- og æðakerfi líkamans • Heilbrigði húðar og hárs • Sterkari nöglum • Góðri heilsu • Losun áls úr líkamanum • Aukinni upptöku annarra steinefna • Örvun kollagen myndunar Inniheldur engin aukaefni. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Ég óttast mjög að góður árangur Íslendinga í forvörnum vegna slysa sem börn lenda í sé að fara forgörð- um,“ segir Herdís Storgaard hjá Miðstöð slysavarna barna. „Áhugi stjórnvalda á að leggja þessum málum lið með fjárstuðningi er ekki mikill og það verður að breyt- ast. Drukknunum, föllum og fleiri slysum þar sem börn slösuðust eða létu lífið hafði fækkað mikið hér á landi og til þess árangurs var horft víða um lönd. Ísland var komið í mjög öfundsverða stöðu.“ Hjá Miðstöð slysavarna barna stendur Herdís fyrir námskeiði fyrir nýbakaða foreldra sem ber yfir- skriftina „Vertu skrefi á undan“. Þar er farið yfir hverjar séu helstu hættur á heimilum og hvað beri að varast. Hvert námskeið er ein og hálf klukkustund og er það haldið vikulega, þátttak- endum að kostn- aðarlausu. For- eldrar eru upplýstir um námskeiðin í ungbarnaeftirliti heilsugæslunnar. „Það er mikilvægt að fólk þurfi ekki að greiða fyrir þessa mikilvægu fræðslu og ég sinni þessu fyrir hug- sjónina, enda hef ég svigrúm til þess. IKEA og Sjóvá standa við bakið á mér hvað varðar beinan kostnað – en opinberir aðilar hafa ekki séð sér fært að leggja mér lið. Ég er búin að hamra á þessu við marga ráðherra,“ segir Herdís, sem hefur sinnt þess- um málum síðan um 1990 og starfað fyrir ýmsa aðila. Það var svo árið 2010 sem Miðstöð slysavarna barna var sett á laggirnar. Ráðgjöf sé fyrir hendi „Námskeiðahald er það sem mest kveður að en ótrúlega margir leita til mín með spurningar, sem segir að ráðgjöfin þarf að vera fyrir hendi og þá meira en bara upplýsingar á vef- síðu,“ segir Herdís. sbs@mbl.is Telur góðan árangur í slysavörnum vera í hættu  Miðstöð slysavarna barna fær ekki opinberan stuðning Herdís Storgaard Sigurður Bogi Sævarsson Anna Sigríður Einarsdóttir „Við erum búin að standsetja íbúð- irnar og núna erum við á leiðinni í verslun svo þessir nýju Vestfirð- ingar koma að ísskápnum fullum af mat þegar þeir mæta á svæðið,“ seg- ir Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðis- fulltrúi Rauða krossins á Ísafirði. Í dag koma þangað tvær fjölskyldur, níu manns alls, Írakar sem verið hafa á flótta og hafst við í Amman í Jórdaníu, jafnvel í langan tíma. Þrjár fjölskyldur frá Sýrlandi, alls þrettán manns, eru væntanlegar vestur í næstu víku. Móttakan er samstarf margra Fólk þetta nemur land í krafti samninga sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Gísli Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, undirrituðu í gær. Móttaka fólksins er sam- starfsverkefni Ísafjarðarbæjar, Súðavíkur og Bolungarvíkur. Í hópnum eru tíu fullorðnir, ellefu börn og tvö eldri en 18 ára. Fyrr á þessu ári var annar samningur gerð- ur við Fjarðabyggð um móttöku flóttafólks, samtals 42 einstaklinga. Það fólk flaug austur á land í gær. Til viðbótar eru væntanlegir til landsins síðar í þessum mánuði tíu Úgandamenn sem eins og sakir standa eru í Kenía. Laus úr erfiðum aðstæðum Sveitarfélögin hafa undirbúið móttöku fólksins í samstarfi við vel- ferðarráðuneytið og fleiri. Í ýmis horn er að líta í stuðningi við fólkið, en hver og ein fjölskylda hefur sér til halds og trausts bakverði frá Rauða krossinum. Stuðningurinn af hálfu sveitarfélagsins felst í að tryggja fólki húsnæði, menntun, heilbrigðis- þjónustu, atvinnuleit og fjárhags- aðstoð. „Fólkinu er bara ofboðslega létt að vera komið úr erfiðum aðstæðum og í öryggið hér,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sem hefur með flótta- mannamálin að gera í velferðarráðu- neytinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ísland Flóttafólkið var fegið þegar það kom til landsins í gær, enda laust úr erfiðum aðstæðum. Rauði krossinn verður fólkinu til halds og trausts. Flóttafólkið komið í öryggi  65 flóttamenn til Íslands  Fyrsti hópurinn kom í gær og þau fyrstu farin austur  Fullur ísskápur bíður þeirra sem fljúga vestur á Ísafjörð í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýbúar Fólkið er á öllum aldri og allir eiga sína sögu eftir flótta síðustu ára. Yfirheyrslur stóðu lengi dags í gær yfir tveimur karlmönnum sem lögreglan handtók fyrr um daginn, en þeir eru grun- aðir um innbrot í hús við Dalsbyggð í Garðabæ. Skv. upplýsingum frá Sævari Guð- mundssyni, varðstjóra í Hafnarfirði, er talið að mennirnir tengist inn- brotahrinu sem staðið hefur yfir á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Mennirnir eru af erlendum uppruna og telur Sævar að líklega séu fleiri menn í spilinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var tilkynnt um tvo menn sem voru að reyna að komast inn í húsið við Dalsbyggð og var það mað- ur í næsta húsi sem gerði viðvart. Lögreglan vildi í gærkvöldi ekki gefa upplýsingar um framgang rann- sóknar eða hvort óskað yrði gæslu- varðhalds yfir mönnunum. Tveir voru handteknir í Garðabæ  Eru taldir tengjast innbrotahrinunni Garðabær Málið er í rannsókn. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann um þrítugt í átta mánaða fangelsi, þar af fimm skilorðsbundna, fyrir líkamsárás og tilraun til ráns. Þá var manninum gert að greiða um 3,1 millj. kr. í bætur og sakarkostnað. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í ágúst 2016 ráðist á konu í Reykjavík og heimtað að hún legði fjármuni inn á reikning hans. Hann hefði komið aftan að henni, gripið um höfuð hennar og sett nærbuxur fyrir vit hennar. Síðan hefði hann hrint konunni í gólfið, ógnað með hnífi og hótað lífláti færi hún ekki að vilja hans. Konan barðist um og greip um blaðið á hnífnum sem maðurinn ógn- aði henni með. Við það hlaut konan grunnt sár skáhallt á bringu og skurði á lófum og fingrum beggja handa. Þar á meðal djúpan skurð á litlafingri vinstri handar. Dæmdur fyrir alvar- lega árás  Fangelsi og bætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.