Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 28. febrúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.92 100.4 100.16 Sterlingspund 140.43 141.11 140.77 Kanadadalur 79.09 79.55 79.32 Dönsk króna 16.565 16.661 16.613 Norsk króna 12.8 12.876 12.838 Sænsk króna 12.279 12.351 12.315 Svissn. franki 106.97 107.57 107.27 Japanskt jen 0.9369 0.9423 0.9396 SDR 145.19 146.05 145.62 Evra 123.35 124.05 123.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.7746 Hrávöruverð Gull 1332.75 ($/únsa) Ál 2188.0 ($/tonn) LME Hráolía 67.29 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Georg Lúðvíks- son, forstjóri Men- iga, verður ekki í framboði til stjórn- ar Icelandair Group á aðalfundi félags- ins sem fram fer 8. mars næstkom- andi. Hann tók sæti í stjórninni í kjölfar aðalfundar í fyrra. Í samtali við Morgunblaðið staðfestir Georg þá fyrirætlun sína og að hann hyggist helga sig starfi sínu á vettvangi Meniga að fullu. Heimildir Morgun- blaðsins herma að stærstu eigendur fyrirtækisins hafi þrýst á hann að sækj- ast ekki eftir endurkjöri og beina kröft- um sínum alfarið að uppbyggingu Men- iga. Aðrir núverandi stjórnarmenn hjá Icelandair bjóða sig fram til áframhald- andi setu. Það eru þau Úlfar Stein- dórsson, Ómar Benediktsson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir og Katrín Olga Jó- hannesdóttir. Georg hyggst hverfa úr stjórn Icelandair Group Georg Lúðvíksson STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Af 20 stærstu hluthöfum Skeljungs eru 11 lífeyrissjóðir. Þeir halda á 46,7% hlutafjár. Minni lífeyrissjóðir eiga beint og óbeint einnig hluti í fé- laginu og því er eignarhald sjóðanna um eða yfir 50% í því. Af 20 stærstu hluthöfum N1 eru 9 lífeyrissjóðir. Samanlagt fara þeir með ríflega 58% hlutafjár í olíufélaginu. Í þeirri tölu er ekki tekið tillit til mögulegs eignar- halds minni lífeyrissjóða í fyrirtæk- inu. Þessi aðkoma lífeyrissjóðanna að olíufélögunum tveimur er meðal ástæðna þess að Samkeppniseftirlitið hefur tekið til rannsóknar samruna á smásölumarkaði sem nú stendur fyrir dyrum þar sem Hagar, sem m.a. reka Bónus og Hagkaup hafa ákveðið að kaupa Olís og N1 hefur ákveðið að kaupa Festi sem m.a. á og rekur Krónuna, Nóatún, Kjarval, Elko og fleiri fyrirtæki. Á tímabili leit einnig út fyrir að Skeljungur, myndi kaupa Baskó, sem m.a. á 10/11 verslanirnar. Þriðja félagið í sigtinu Verði af kaupum Haga á Olís kemst þriðja olíufélagið á markaðn- um í eigu félags sem að meirihluta er í eigu lífeyrissjóðanna. Af 20 stærstu hluthöfum Haga eru 11 lífeyrissjóðir og þeir halda á ríflega 56% hlutafjár í fyrirtækinu. Í dag eiga lífeyrissjóð- irnir ekkert í Olís. Fyrirtækið er að fullu leyti í eigu sjávarútvegsfyrir- tækjanna FISK Seafood og Sam- herja. Þá munu kaup N1 á Festi einnig tengja með skýrum hætti eignarhald lífeyrissjóðanna á þessum markaði. Ljóst er að ef fyrrnefnd viðskipti ganga í gegn mun það leiða til tölu- verðrar samþjöppunar á markaði þar sem olíuverslun og smásala verður samtvinnuð með meira afger- andi hætti en áður. Af þeirri ástæðu hefur Samkeppniseftirlitið sent Högum og N1 andmælaskjöl þar sem fram kemur að fyrirhugaðir samrunar fyrirtækjanna við Olís annars vegar og Festi hins vegar, geti ekki gengið í gegn að öllu óbreyttu. Þannig telur stofnunin, á grundvelli frumniðurstöðu rann- sóknar sinnar, að samrunarnir raski samkeppni á þeim mörkuðum sem fyrirtækin starfa á. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær er talið mögulegt að Samkeppn- iseftirlitið grípi til þess ráðs varðandi fyrirhugaða samruna að setja þeim ströng skilyrði sem m.a. kunni að fel- ast í því að lífeyrissjóðirnir sem um- svifamestir eru innan fyrirtækjanna, einkum Gildi og LSR, afsali sér at- kvæðisrétti á aðalfundum fyrirtækj- anna. Geta afsalað sér atkvæðisrétti Morgunblaðið beindi þeirri fyrir- spurn til Fjármálaeftirlitsins hvort eitthvað í lögum um lífeyrissjóði kæmi í veg fyrir þá ráðstöfun. Í svari stofnunarinnar kom fram að ekkert væri því til fyrirstöðu að þeir afsöluðu sér atkvæðisrétti með þeim hætti. Hafa áhyggjur af eignarhaldinu Í nýlegri skýrslu sem starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins skilaði af sér í janúar um hlutverk lífeyris- sjóða í uppbyggingu atvinnulífsins, var áhyggjum lýst af víðtæku eign- arhaldi sjóðanna í hagkerfinu. Bendir nefndin á að hætta sé á því að „kraft- ur fari úr samkeppninni, framboð á vöru eða þjónustu minnki, verð hækki og hvati til nýsköpunar minnki þegar sömu eigendur eru að fyrirtækjum sem keppa á markaði.“ Nefndin taldi þó í niðurstöðu sinni að eignarhlutir ríkisins í innlendum eignum muni minnka nú í kjölfar afnáms hafta og um leið minnki „sú ógn sem sam- keppni stafar af umsvifum þeirra.“ Stefnir í víðtækt eignarhald lífeyrissjóða í olíugeiranum Eignarhald lífeyrissjóðanna á smásölumarkaði Hagar Olís N1 Festi Skeljungur Gildi 12,95% 0% 9,22% 9,9% 9,2% LSR 14,22% 0% 11,44% 4,16% 10,39% LIVE 7,12% 0% 13,3% 0% 0% Frjálsi 3,44% 0% 0,2% 6,3% 6,54% Stapi 5,04% 0% 2,98% 7,14% 4,37% Festa 3,36% 0% 0% 5,36% 3,76% Birta 5,65% 0% 6,24% 0% 3,52% Almenni 0,9% 0% 5% 5,5% 0,1%  Lífeyrissjóðir stórir eigendur í N1 og Skeljungi  Gætu einnig orðið stórir í Olís Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6% í febrúar sem var í takti við spár greiningardeilda. Ársverðbólga mælist nú 2,3% en var 2,4% í janúar. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram við 2,5% markmið Seðlabank- ans næstu mánuði. Í Hagsjá Landsbankans segir að í síðustu verðbólguspá bankans hafi verið gert ráð fyrir því að verðbólga yrði 2,6% í mars. Gangi það eftir verði það í fyrsta skipti frá því í jan- úar 2014 eða í rúmlega fjögur ár sem verðbólga mælist yfir markmiði Seðlabankans. Vísitalan án húsnæðis hækkaði einnig um 0,6% milli mánaða. Í Hagsjá Landsbankans segir að á þann mælikvarða mælist 0,9% verð- hjöðnun á ársgrundvelli. Dregið hafi úr verðhjöðnun án húsnæðis á und- anförnum mánuðum. Fyrir fimm mánuðum, í september, mældist 3,1% verðhjöðnun. Íslandsbanki segir að áhrif út- söluloka á verðbólgu séu ætíð veru- leg í febrúar. Húsgögn og heimilis- búnaður hækkaði um 5,8% milli mánaða og hafi vegið einna þyngst til hækkunar á verðbólgu í febrúar. Einnig hækkuðu föt og skór um 4,9%. Bent er á að áfengi og tóbak hafi hækkað um 0,86% á milli mán- aða. Í Hagsjá Landsbankans segir að næsta stýrivaxtaákvörðun verði birt miðvikudaginn 14. mars næstkom- andi. Verðmælingin hafi verið í sam- ræmi við spár og því sé ólíklegt að hún ein og sér leiði til þess að pen- ingastefnunefnd ákveði að breyta vöxtum í mars. helgivifill@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Verðbólga Áhrif útsöluloka á verð- bólgu eru ætíð veruleg í febrúar. Verðbólga jókst um 0,6% í febrúar  Landsbankinn spáir 2,6% ársverð- bólgu í mars Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRA Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.