Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Michelle Obama, fyrrverandi for- setafrú Bandaríkjanna, upplýsti á Twitter fyrr í vikunni að væntanleg endurminningabók hennar muni bera titilinn Becoming. Bókin kemur út á 24 tungumálum 13. nóvember á vegum Penguin Random House. Samkvæmt frétt The Guardian er talið að útgáfu- samningar að væntanlegum bókum Obama-hjónanna nemi 65 milljónum bandaríkjadala. Í fyrrnefndu tísti Michelle Obama segist hún binda vonir við að frásögn hennar veiti öðrum innblástur til að ná markmiðum sínum í lífinu. Í endur- minningunum segir hún frá uppvexti sínum í suðurhluta Chicago og hvernig henni hafi tekist að finna jafnvægi milli móðurhlutverksins og starfsframa sem og frá tíma sínum í Hvíta húsinu. „Það hefur verið djúpstæð persónuleg reynsla að skrifa Becoming. Skrifin veittu mér, í fyrsta sinn, rými til að íhuga einlæglega hina óvenjulegu stefnu sem líf mitt hefur tekið,“ skrifar Michelle Obama á Twitter og tekur fram að hún hlakki til að deila reynslu sinni með lesendum. Hún hyggst fylgja útgáfunni eftir með ferðalögum víðs vegar um heiminn. Frá því Lady Bird Johnson sendi frá sér endur- minningabók að tíma sínum í Hvíta húsinu loknum hafa allar fyrrverandi forsetafrúr, að Pat Nixon undanskil- inni, sent slíkar bækur frá sér. AFP Hjón Michelle og Barack Obama. Vill vera öðrum hvatning Sú heimsmynd sem birtist íeinni þekktustu bók Marg-aret Atwood, Handmaid’sTale eða Sögu þernunnar, vakti mikla athygli þegar bókin kom fyrst út, árið 1986. Vestrænir les- endur þess tíma, á áratug almennrar bjartsýni og hressi- leika, hefðu líklega fæstir gert sér í hugarlund að árið 2018, rúmum 30 ár- um síðar, væri skuggalega margt sem bæri í sér fræ þessarar óhugnanlegu heimsmyndar ofstækis og kreddna. Í þeim framtíðarheimi sem Atwood dregur upp hafa konur aðeins það hlutverk að fæða börn í ánauð og þjóna karlmönnum. Sumar eru þó í útlegð í nýlendunum, þær sem þykja engum gagnast. Landfræðilega er ríkið Gíleað stað- sett þar sem Bandaríkin voru og ekki er langt síðan aðalsöguhetjan bjó við hefðbundið frelsi bandarískrar nú- tímakonu. Hún átti eiginmann og barn en var svipt frelsi sínu og fjöl- skyldu þegar byltingarmenn, með kristilega bókstafstrú og ofbeldi í far- arbroddi, gerðu valdarán. Þegar sagan hefst er söguhetja okkar skilgreind sem þerna. Konur í Gíleað eru ýmist skilgreindar sem eiginkonur, og þeirra eina hlutverk er að þóknast eiginmanni sínum; Mört- ur, sem sinna starfi vinnukvenna; og frænkur, sem sjá um að þjálfa og heilaþvo síðastnefnda hópinn, svokall- aðar þernur. Þernur eru þær konur sem taldar eru geta orðið ófrískar, á tímum þar sem ófrjósemi er stórt vandamál. Þernum er úthlutað til heimila giftra valdamanna þar sem þeir reyna að eignast með þeim börn. Ef barn kemur undir eru þær eftir fæð- ingu og nokkurra mánaða brjóstagjöf sendar á næsta ófrjósama heimili þar sem reynt er að endurtaka leikinn. Þernur sem hnepptar eru í þrældóm á þennan hátt eru taldar hafa lifað ósiðlegu lífi áður, til dæmis með því að hafa verið fráskildar eða í hjóna- bandi með manni sem var giftur áður. Saga þernunnar er afskaplega vel úthugsaður heimur hryllings. Vald- stjórnin ræður tungumálinu, þar sem það skal helgað guði, bækur og tíma- rit sem eru án trúarlegs tilgangs hafa verið brennd, klæðnaður, afþreying og allt frelsi til hvers kyns athafna er ákvarðað af ofstækismönnum Gíle- aðs. Hryllingurinn er áferðarfagur á óviðfelldinn hátt, því þrátt fyrir op- inberar aftökur og kúgun er guðlegt tungumálið kurteislegt; það er reisn yfir umhverfi heimilanna með sínum himnasængum og heldri húsgögnum. Þær persónur sem kúga eru jafnvel viðfelldnar. Atwood hefur hugað að alls kyns smáatriðum til að fullkomna mynd þessa heims sem hún birtir lesand- anum en um leið skilur hún heilmikið eftir; fleti sem hann fær sjálfur að velta fyrir sér og fylla í. Sagan er spennandi, óvænt og vel skrifuð og gæti verið ný af nálinni, svo mjög vísar hún til nútímans. Þýðing Birgittu Elínar er hnökra- laus og flæðir vel, bæði snýr hún orð- færi þessa framtíðarheims tilgerð- arlaust og skiljanlega yfir á íslensku og myndmál Atwood kemst lipurlega og skýrt til skila. Áhrifamikil „Saga þernunnar er afskaplega vel úthugsaður heimur hryll- ings,“ segir í rýni um Sögu þernunnar eftir Margaret Atwood. Skáldsaga Saga þernunnar bbbbn Eftir Margaret Atwood. Birgitta Elín Hassell þýddi. Magnea J. Matthíasdóttir ritstýrði. Björt bókaútgáfa – Bókabeitan, Reykja- vík 2017. Innbundin, 402 bls. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR BÆKUR Áferðarfagur hryllings- heimur framtíðar Hinn breski Ed Sheeran er sá tónlistarmaður sem seldi mest af tónlist á síðast- liðnu ári, í föstu formi platna og diska, í streymi og niðurhali, sam- kvæmt saman- tekt alþjóða- samtaka tónlist- arútgefenda, IFPI. Drake seldi næstmest af tónlist – hann átti topp- sætið 2016 – og Taylor Swift var þriðja söluhæst. Sheeran átti bæði söluhæstu plöt- una, Divide, sem fékk platínuplötu á 36 markaðssvæðum, og það lag sem best seldist, „Shape of You“. Sami listamaður hefur ekki áður verið söluhæstur í báðum flokkum. Ed Sheeran Ed Sheeran seldi mest Málverk eftir franska impressjónistann Claude Monet (1840-1926), sem var í eigu japansks safnara en hvarf eft- ir seinni heimsstyrjöldina, er komið í leitirnar og er nú í Þjóðarlistasafni Japana í Tókýó. Segir yfirmaður þar verkið hafa komið í leitirnar í Louvre-safninu í París. Málverkið er mjög stórt, yfir fjórir metrar á breidd og tveir á hæð og sýnir vatnaliljur og speglun af tré á tjörn. Það er stúdía fyrir eitt frægasta málverk Monets af vatnaliljum en er afar illa farið – er helmingur þess sagð- ur ónýtur. Gera þarf við verkið af sérstakri vandvirkni. „Sá hluti verksins sem enn er í lagi er mjög stór og sýnir vel snilli Monets, ef það er fært í fyrra horf,“ segir hann. Japanski safnarinn Kojiro Matsukata keypti verkið af Monet árið 1921. Safn hans var flutt til Parísar á stríðs- árunum, til varðveislu, en frönsk stjórnvöld gerðu það upptækt. Flestum verkunum var skilað árið 1959 en þetta hefur gleymst þar sem það hafði orðið fyrir miklum skemmdum í geymslu. Það verður sýnt á næsta ári. Hálfónýtt verk eftir Monet fundið Illa farið Hluti málverksins eftir Monet, þakið hlífð- arpappír meðan forverðir vinna að viðgerð. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fim 1/3 kl. 20:00 131. s Sun 4/3 kl. 20:00 134. s Sun 11/3 kl. 20:00 137. s Fös 2/3 kl. 20:00 132. s Fös 9/3 kl. 20:00 135. s Lau 17/3 kl. 20:00 138. s Lau 3/3 kl. 20:00 133. s Lau 10/3 kl. 20:00 136. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 2/3 kl. 20:00 56. s Fim 8/3 kl. 20:00 58. s Lau 10/3 kl. 20:00 60. s Lau 3/3 kl. 20:00 57. s Fös 9/3 kl. 20:00 59. s Sun 11/3 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu aukasýningar komnar í sölu. Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 13. s Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 14. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Lau 21/4 kl. 20:00 17. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Slá í gegn (Stóra sviðið) Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Lau 10/3 kl. 16:00 5.sýn Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 18.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fim 15/3 kl. 19:30 Auka Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 4/3 kl. 16:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Faðirinn (Kassinn) Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 Auka Þri 6/3 kl. 19:30 13.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 4/3 kl. 13:00 13.sýn Sun 18/3 kl. 13:00 15.sýn Sun 11/3 kl. 13:00 14.sýn Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 1/3 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 22:30 Fös 9/3 kl. 22:30 Fös 2/3 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 22:30 Fim 8/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 22:30 Lau 3/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.