Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018
Z-brautir &
gluggatjöld
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Nýtt frá PT
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15
Þegar Sigurður
Bessason, formaður
Eflingar – stétt-
arfélags, ákvað að gefa
ekki kost á sér til
áframhaldandi forystu
var ljóst að uppstilling-
arnefnd félagsins var
vandi á höndum að
finna arftaka hans til
að veita þessu forystu-
félagi íslenskrar verka-
lýðshreyfingar forystu sem sæmdi til
að viðhalda því hlutverki. Sú ákvörð-
un nefndarinnar að leita eftir fram-
boðum eða tilnefningu á trúnaðar-
ráðsfundi í desember var tekin í þeim
tilgangi að gefa félagsmönnum kost á
að hlutast til um skipan nýrrar for-
ystu.
Frekar dræmar undirtektir voru
við þessum tilmælum, en einn ágætur
félagi og fyrrverandi stjórnarmaður
Eflingar, Ingvar Vigur Halldórsson,
verkamaður hjá Efnamóttökunni og
reyndur félagsmálamaður sem ávallt
hefur verið reiðubúinn til þeirra
starfa sem leitað hefur verið eftir,
lýsti sig reiðubúinn að takast á við
þetta veigamikla embætti.
Uppstillingarnefnd taldi þessi
málalok mjög ákjósanleg og gerði til-
lögu til stjórnar um Ingvar Vigur
sem formann ásamt sjö öðrum til
stjórnarsetu. Stjórn Eflingar sam-
þykkti tillöguna einróma.
Átti öllum félagsmönnum Eflingar
sem lesa fréttablað Eflingar, sem all-
ir félagsmenn fá sent heim til sín, að
vera ljóst í des. sl. að formaður gæfi
ekki kost á sér til áframhaldandi
starfa. Í 6. tbl. blaðsins sem út kom í
desember kom frétt þar um að Sig-
urður gæfi ekki kost á sér aftur. Þessi
frétt kom einnig í mörgum öðrum
fjölmiðlum þar sem rætt var við Sig-
urð um ástæður þess að hann léti af
formennsku.
Þessi listi uppstillingarnefndar og
stjórnar var síðan samþykktur ein-
róma í trúnaðarráði 18. janúar og var
algjör einhugur á fundinum um
listann.
Niðurstaða trúnaðarráðs virðist
hafa orðið þess valdandi að upp
sprettur hópur sem taldi aðra hæfari
til forystu í Eflingu stéttarfélagi og
tefldi fram lista fólks sem aldrei, ég
endurtek aldrei, hefur haft nein af-
skipti eða áhuga á málefnum félags-
ins, þau virðast frekar vera einhvers
konar strengjabrúður utanaðkom-
andi aðila, sem sumir hverjir hafa
vafasama fortíð, ekki síst gagnvart
ýmsum launþegasamtökum landsins
og öðrum sem leggja persónulegan
metnað sinn í að splundra samstöðu
heildarsamtaka verka-
lýðshreyfingarinnar.
Gamalt máltæki seg-
ir: „Þegar neyðin er
stærst er oft hjálpin
næst“ sem virðist e.t.v.
eiga við í þessu máli. En
svo brá við að fljótlega
eftir þessi tíðindi tók
einn trúnaðarráðs-
maður Eflingar að sér
visst forystuhlutverk
þessa framboðs sem
umboðsmaður fram-
boðslistans, þrátt fyrir að hafa setið
báða fyrrgreinda fundi trúnaðarráðs-
ins og staðið að afgreiðslu lista
stjórnar á síðari fundinum.
Á samfélagsmiðlum sá þessi ágæti
maður ástæðu til þess að bera til-
hæfulausar og ósannar sakir á stjórn
Eflingar og samninganefndar sem
hann taldi fámenna einræðisklíku
sem öllu réði innan félagsins. Þessi
maður, sem er trúnaðarmaður á mjög
stórum vinnustað, sat sjö fundi hjá
ríkissáttasemjara í aðdraganda
kjarasamninga og skrifaði undir síð-
ustu þrjá vinnustaðasamninga og þó
ekki hafður með í ráðum að hans
sögn.
Ef slíkt er málflutningur og mála-
tilbúnaður þessa nýja framboðs er
full ástæða til að óttast um framtíð-
arstöðu Eflingar sem ætíð hefur sýnt
stefnufestu, rökvísi og farsæld í því
forystuhlutverki sem það hefur gegnt
í verkalýðshreyfingunni og mun svo
vera áfram með öruggum sigri A-
lista stjórnar og trúnaðarráðs í kom-
andi kosningu.
Góðir Eflingarfélagar. Oft er þörf
en nú er nauðsyn. Ég veit að félags-
menn sýna nú þá órofa samstöðu sem
ætíð hefur einkennt okkar ágæta fé-
lag og tryggja því öfluga forystu fólks
með reynslu og þekkingu á innviðum
og störfum félagsins.
Eftir Magnús
Jakobsson
Magnús Jakobsson
»Ég veit að félags-
menn sýna nú þá
órofa samstöðu sem
ætíð hefur einkennt
okkar ágæta félag og
tryggja því öfluga for-
ystu fólks með reynslu
og þekkingu.
Höfundur er formaður uppstillingar-
nefndar og á langa sögu í félags-
störfum fyrir Eflingu – stéttarfélag
sem trúnaðarmaður, hann sat lengi í
trúnaðarráði og gegndi fjölda annarra
trúnaðarstarfa fyrir félagið og þekkir
vel til í verkalýðshreyfingunni. Magn-
ús starfaði lengi sem bensín-
afgreiðslumaður hjá Esso og N1.
Oft er þörf en
nú er nauðsyn
Eftir margra mán-
aða undirbúning stétt-
arfélaga sjómanna og
samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi er um
þessar mundir verið að
hrinda í framkvæmd
bókun A sem er sú
fyrsta af þremur sem
ljúka skyldi fyrir lok
gildistíma þess kjara-
samnings sem rennur
út síðla árs 2019. Kjarni bókunar-
innar er eftirfarandi:
„Aðilar eru sammála um að fram-
kvæma athugun á mönnun og hvíld-
artíma um borð í íslenska fiskiskipa-
flotanum. Grunnur þessarar
athugunar byggir á gildandi ákvæð-
um sjómannalaga nr. 35 /1985 og
reglugerð nr. 975/2004 um vinnu og
hvíldartíma skipverja á
íslenskum fiskiskipum“.
Í framhaldinu er síðan
tíundað hvernig staðið
skuli að könnuninni.
Mikilvægt að
vel takist til
Tilurð þessarar at-
hugunar er svo sann-
arlega ekki að ástæðu-
lausu, þótt maður hafi
heyrt því fleygt að
ákveðnum aðilum finnist
þetta óþarfa tilstand og
óttaleg vitleysa. Hvað sem því líður
þá er þessi gjörningur í burðarliðnum
og mjög mikilvægt að allir aðilar
málsins standi að þessu af fullri al-
vöru og heilindum svo markmiði at-
hugunarinnar verði náð, þ.e.a.s. að
niðurstöðurnar gefi raunsanna mynd
af starfsumhverfi sjómanna á fiski-
skipum. Allir sem á annað borð fylgj-
ast með framgangi mála í sjávar-
útvegi hafa orðið vitni að þeim miklu
umskiptum sem átt hafa sér stað á
ástandi nytjastofna og stórauknum
aflabrögðum í okkar mikilvægustu
fiskistofnum. Samfara því hefur árs-
afli margra skipa aukist gríðarlega. Á
sama tíma hafa snaraukist kröfur um
afköst, frágang á afla, ferskleika, hrá-
efnisgæði og síðast en ekki síst ör-
yggismál og slysavarnir. Í kjölfarið á
vel heppnaðri uppbyggingu nytja-
stofna, þá eru veiðiferðir mun styttri
en áður og mikið fiskað á skömmum
tíma. Það þarf því engan Sherlock til
að komast að þeirri niðurstöðu að
mokfiskirí í örstuttum túrum hafi í för
með sér stóraukið vinnuframlag og
um leið álag hvers og eins í áhöfninni.
Lýðheilsumál
Að undanförnu hefur færst í vöxt
að skipstjórnarmenn hafi haft sam-
band við undirritaðan og lýst áhyggj-
um sínum yfir því að þeirra vinnuveit-
endur séu með áætlanir um að fækka
í áhöfnum, jafnvel um nokkra menn,
þrátt fyrir að engin rök, önnur en
aukin arðsemi, liggi fyrir. Þetta eigi
að framkvæma gegn vilja sjómanna,
ekki síst skipstjórnarmanna sem eru
óumdeilanlega þeir sem þekkja og
bera ábyrgð á skipi, áhöfn og farmi.
Þrátt fyrir að nú þegar sé himinn
og haf milli hvíldarákvæða sjómanna-
laga og reglugerðar um lágmarks-
hvíldartíma annarsvegar og þess
vinnutíma og vinnuálags sem við-
gengist hefur í fiskiskipaflotanum
undanfarin ár, þá láta ákveðnir út-
gerðarmenn sér detta í hug að fækka í
áhöfnum þar sem dæmi eru um að
menn séu við erfiðisvinnu allt að 75 %
af þeim tíma sem skip er á veiðum
þ.e.a.s.15 til 18 tíma í sólahring. Það
er því engin tilviljun hversu örorku-
tíðni sjómanna er há og að stoðkerf-
issjúkdómar séu þar nr. 1 og geðrask-
anir nr. 2 yfir algengustu ástæður
fyrir örorku sjómanna. Allir sem
stundað hafa fiskveiðar á Íslands-
miðum vita að þær aðstæður geta
komið upp að vinnuframlag manna
verður meira en kveðið er á um, en að
það verði regla í stað þess að vera
undantekning, er óásættanlegt.
Áskorun til sjómanna á fiskiskipum og
stjórnenda fyrirtækja í sjávarútvegi
Eftir Árna
Bjarnason
Árni Bjarnason
»Það þarf því engan
Sherlock til að kom-
ast að þeirri niðurstöðu
að mokfiskirí í örstuttum
túrum hafi í för með sér
stóraukið vinnuframlag
og um leið álag hvers og
eins í áhöfninni.
Höfundur er formaður Félags
skipstjórnarmanna. ab@skipstjorn.is
Um daginn var lög-
maður og fyrrverandi
dómari að tala um
gyðju réttlætis. Þá
kom upp í hugann:
Í goðafræðinni
vara gyðja réttlætis
með lepp fyrir aug-
um …
Um 1000 var Þor-
geir Ljósvetningagoði
með voð yfir sig all-
an …
Um 1918 var Ísland með kóng
yfir sér og hann með dómara undir
sér …
Nú höfum við Íslendingar lög-
menn sem eru dómarar sem þykj-
ast vera gyðjur!
Nú á dögum höfum við Íslend-
ingar lög sem segja að lögmenn og
þar með dómarar þurfi
að vera við hestaheilsu
(að minnsta kosti and-
lega – grein 6, lög 77/
1998) alla tíð.
Það þarf að endur-
skoða stjórnarskrána
með tilliti til þess að
dómarar eru ekki
„gyðjur“ og Ísland er
lýðveldi. Lögmenn
þurfa að fara til lækna,
sálfræðinga, geðlækna,
tal- og heyrnarsér-
fræðinga eins og
venjulegt fólk og öryrkjar og hafa
vottorðið um ástand sitt upp á
vegg? Ég legg til að ákvæði um
æviráðningu dómara verði aflögð og
lýðurinn kjósi þá, svo og verði lög
um framkvæmd þjóðaratkvæða-
greiðslu (lög nr. 91/2010) líka af-
lögð. Lögmenn eru bara menn/
konur/það og geta líka orðið ör-
yrkjar! Það er kominn tími til að
lögmenn hafi bæði augu og eyru op-
in og í lagi. Lögmenn geta verið
heyrnarlausir, sjónlausir og skiln-
ingslausir samtímis, án þess að það
sjáist utan á þeim. Ætli gyðja rétt-
lætis og lögmenn (og dómarar!) séu
farin að nota tölvur og upptöku-
tæki, eða er það bannað? Eru þess-
ar „gyðjur“ með próf í blindralet-
urslestri?
Eftir Friðrik
Ólafsson
Friðrik Ólafsson
» Það þarf að endur-
skoða stjórnar-
skrána með tilliti til
þess að dómarar eru
ekki „gyðjur“ og
Ísland er lýðveldi.
Höfundur er verkfræðingur.
Gyðja réttlætis – kóngur,
lögmaður, dómari og leppur