Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Í minningunni voru orðin Barnaspítali Hringsins orð sem vöktu hjá mér vellíðan um að við værum að hlúa loksins sér- staklega að börnum. Þau fengju sinn eigin spítala og þeirra sér- þörfum yrði sinnt. Ég er sjálf hjúkrunarfræðingur og hef unnið mestallan tímann á HSS í Reykjanesbæ en þar sinnum við jú öllum aldurshópum á einni og sömu sjúkradeildinni. Ég er jafnframt móðir lang- veiks barns, hún heitir Jenný og er á átj- anda ári. Barnaspítali Hringsins fagnaði 60 ára afmæli sínu 2017. Jenný er með arfgengan efnaskiptasjúk- dóm sem ræðst á taugakerfið og nefnist Batten Disease, lifun 20-30 ár. Taugahrörn- unin á sér stað í öllum líkamanum. Jenný er blind og flogaveik og þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Hún hefur misst getu til að tala og getur því ekki kallað eftir hjálp. Hvernig tekur Barnaspítali Hringsins á móti barni með slíkar þarfir? Vorið 2016 var fyrsta innlögnin okkar. Innlagnirnar þann tíma urðu reyndar sex talsins á jafnmörgum vikum. Þetta varð okk- ur mjög erfitt, vökur yfir barni sem fór í nokkur flog á sólarhring eða slæm ofskynj- unarköst og óráð. Barnaspítalinn vinnur með gildin öryggi, umhyggja og fagmennska. Ég var löngum stundum ein með Jenný inni á sjúkrastof- unni. Skilaboð starfsfólks voru á þá leið að ég skyldi hringja bjöllunni ef ég þyrfti hjálp með hana. Í sex vikur var ætlast til af mér að taka fullan þátt í allri umönnun. Aðstandendur okkar þurftu að koma frá Keflavík til að leysa mig af svo ég kæmist frá rúmi hennar eða til að sækja mér mat. Eftir fjórar vikur kom faðir Jennýjar og lagðist inn til hennar, en hann býr í Noregi. Reynslunni ríkari Jenný heimsótti föður sinn til Noregs í nóvember sl, þar veiktist hún og þurfti inn- lögn á sjúkrahús í Álasundi. Hún komst ekki heim fyrr en 18. desember sl. en þá fór hún beint úr fluginu og inn á Barnaspítalann. Ég fann fyrir kvíða, minnug álagsins og svengdarinnar frá því um árið. Ég stóð vakt- ina allan sólarhringinn, eftir fimm sólar- hringa hneig ég niður (aðfaranótt aðfanga- dags). Ég gafst hreinlega upp. Ég hafði tekið þátt í allri umönnun með einum starfs- manni allan sólarhringinn. Enginn bauð mér hvíld (ekki mönnun til að vakta mitt barn) né var ég spurð hvort ég svæfi yfirleitt. Barnaspítalinn nefnilega reiðir sig á foreldra í allri umönnun. Það er til skammar að for- eldri sem syrgir barn sitt í svo alvarlegum veikindum þurfi að standa dag og nótt við rúm þess þegar inn á spítala er komið. Þegar ég gafst hreinlega upp var mér boðið að fara í annað herbergi að sofa. Þá hófst önnur barátta. Hver ætlaði að sitja yf- ir barninu mínu? Jenný réð ekki við að losa sig við mikið slím frá öndunarvegi, fékk mik- il hræðsluköst og flog. Hún gat ekki hringt bjöllu né hafði rödd til að kalla eftir hjálp. Það var engin skýr svör að fá, ég var spurð hvort liðveislan frá Reykjanesbæ gæti ekki bara komið til hjálpar! Ég var orðlaus, fjúk- andi reið, en ég var hvött til að fara að sofa. Ég og mágkona mín ákváðum að nú skyldum við spyrja starfsfólk inni á vakt hvernig á þessu stæði. Svörin voru sam- róma: „Við höfum engan til að hringja í“, „það er ekki nægileg mönnun“ og „á okkur er ekki hlustað“. Ég skammaðist mín fyrir að vera hluti af stétt (hjúkrunarfræðinga) sem lætur sig hafa hlutina og getur engu breytt, hefur enga rödd. Innlögnin nú varði í 14 sólarhringa. Ég tók vaktina yfir henni frá kl. 8-24 þá daga sem eftir voru. Ég fór kvíðin upp í rúm á kvöldin því það var ekki alltaf extra vakt sérstaklega yfir henni. Liðveisla frá Reykja- nesbæ kom inn síðustu fjóra dagana í sex klst. á dag. Ég fæ að heyra að dóttir mín sé fyrir „ut- an kassann“ eða á „gráu svæði“ og að mönn- un fyrir hana „kosti svo mikið“. Ég sit marga fundi, nota mikinn tíma og orku í að reyna að fá þjónustu við hæfi. Ég upplifi óöryggi með framtíðina, ég er þreytt og finn fyrir álagseinkennum. Jenný dvelur nú á HSS, með starfsmann ávallt með sér. Von okkar er að hún komist fljótlega heim eftir tæplega fjögurra mánaða fjarveru en til þess þarf bæjarfélag okkar að uppfylla mönnun við hæfi. Ríki og bær þurfa verklagsreglur og framtíðarstefnu um það hvernig eigi að sinna langveikum börnum. Svandís heilbrigðisráðherra! Ég kalla eftir tafarlausri lausn á heil- brigðisstefnu til handa langveikum börnum. Stefnan þarf að vera skýr og markviss. Hver á að sinna hverju? Hver á að greiða kostn- aðinn? Bæjarfélög þurfa að standa jafnfætis gagnvart þessum einstaklingum. Barnaspítali Hringsins á að geta brugðist við þegar barn leggst inn með þunga umönnun sem kallar á sólarhringsviðveru. Foreldrar eiga að fá að vera í sínum hlut- verkum sem foreldrar. Ég vil hafa orku til að veita barni mínu umhyggju í veikindum hennar í stað þess að vera örmagna af þreytu og vonbrigðum með kerfið. Heilbrigðiskerfið okkar þarf gagn- gerrar skoðunar við. Gangi þér vel í starfi. Er Barnaspítali Hringsins „þykjustuspítali“? Opið bréf til heilbrigðisráðherra Eftir Rósu Víkingsdóttur » Það er til skammar að foreldri sem syrgir barn sitt í svo alvarlegum veikindum þurfi að standa dag og nótt við rúm þess þegar inn á spítala er komið. Rósa Víkingsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og móðir Jennýjar. rosav@hss.is Fyrir 35-40 árum heyrði ég fyrst minnst á verðlagseft- irlit og samráð um verðlagningu. Olíufé- lögin voru sökuð um að notfæra sér fá- keppni til verðsam- ráðs. Á þessum árum fór ég reglulega í við- skiptaferðir til Þýskalands og tók þá oftast bílaleigubíl í Lúxemborg. Rétt áður en komið var að landa- mærum Þýskalands var fjöldi bensínstöðva í röðum. Allar höfðu þær nóg að gera. Flestar stöðv- arnar voru með svipað verð, sem var nokkurn veginn það sama og á Íslandi. Ég dró þá ályktun að fyrst Þjóðverjar færu yfir landa- mærin til Lúxemborgar að kaupa bensín á svipuðu verði og var hjá okkur væri ekki verðsamráð hjá olíufélögum á Íslandi. Þrátt fyrir fákeppnina. Með Costco kom ógnandi sam- keppni við olíufélög, verslanir, framleiðendur og heildsala. Þeir voru kallaðir okrarar alveg eins og þegar Bónus kom og Alþýðu- sambandið sagði Bónus mestu kjarabót sem launþegar hefðu fengið. Munurinn nú og þá er sá, að Costco er margfalt stærri og með miklu betri kjör hjá framleið- endum en Bónus gat náð með beinum innflutningi. Mesta kjarabótin með Costco er um 20 kr. ódýrari bensínlítri, sem gerir um 1.000 kr. mun á 50 lítr- um. Vikuleg 50 lítra áfylling skilar 52.000 kr. sparnaði á ári. Með kaupum á olíufélögum hugðust Hagar/Olis og Krónan/N1 mæta ójafnri samkeppni við risann, en Skeljungur seldi bensín og olíur til Costco. Hagar voru búnir að ganga frá kaupum á Olís. Við það hefði bensín lækkað á öllu höfuðborg- arsvæðinu, en Samkeppniseftirlitið neitaði að samþykkja kaupin. Hlutverk Samkeppniseftirlits er að stuðla að heiðar- legri samkeppni til hagsbóta fyrir neyt- endur, en svo er greinilega ekki í þessu tilfelli. Samkeppniseftir- litið er eitthvað að endurskoða málið nú eftir næstum eins árs töf. Liðinn tími er dýr í samkeppninni. Tími sem Hagar og Krón- an hefðu getað nýtt til að byggja stóra stöð svipaða þeirri, sem Costco rekur í Garðabæ. Samkeppnin er að því leyti ójöfn að stöð Costco er með 16 öflugar sjálfs- afgreiðsludælur. Alltaf er biðröð við dælurnar. Einn eða tveir menn frá Costco eru á staðnum og aðstoða við dælinguna. Báðir útlendir. Hægt væri að skipta þeim út á sex mánaða fresti. Nýr starfsmaður gæti komið með nýja kennitölu. Hægt væri að komast hjá að greiða lögbundin gjöld af þeim sem fór út. Bara tryggingagjaldið er mjög íþyngjandi fyrir allan rekstur. Verðugt verkefni fyrir Samkeppn- iseftirlitið væri að skoða hvernig þetta er almennt. Í byggingariðn- aði er sagt að starfsmenn séu sóttir snemma morguns og skilað á gistiheimili seint á kvöldin. Út- haldið sé sex mánuðir og jafn- aðarkaup frá morgni til kvölds. Jafnt virka daga sem helga. Sé það rétt þá er stundað þrælahald á Íslandi, sem erfitt er að keppa við. Samkeppniseftir- litið og Hagar Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson » Liðinn tími er dýr í samkeppninni. Tími sem Hagar og Krónan hefðu getað nýtt til að byggja stóra stöð svip- aða þeirri, sem Costco rekur í Garðabæ. Höfundur er eldri borgari. finnur allt á NNA.IS Vantar þig pípara? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið- urinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbein- ingar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sól- arhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.