Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Þegar Sigurjón frændi minn fædd- ist árið 1931 á Hesteyri í Jökul- fjörðum var öldin önnur, ekki vegir, höfn og rafmagn. Lífs- baráttan var hörð og útgerð smærri báta var helsta lífs- björgin. Sigurjón var ekki gam- all þegar hann fór að taka til hendi. Hann var hraustur og ákveð- inn, eiginleikar sem fylgdu hon- um mestallt lífið. Mannlífið var gott á Hest- eyri og Sléttuhreppi á þessum tíma, en flestum var þó ljóst að breytingar væru í aðsigi. Fólkið sá að framtíðin væri bjartari handan Djúpsins og suður við Faxaflóa. Á einum áratug tæmdist hreppurinn og þar með Hesteyri og þaðan flutti síðasti íbúinn 1952. Tíu árum áður bjuggu þar 500 manns. Þessi þróun setti mark sitt á fólkið sem neyddist til að flytja frá heimahögum sínum. Fjöl- skyldur okkar Sigurjóns fluttu Sigurjón I. Hilaríusson ✝ Sigurjón I. Hil-aríusson fædd- ist 26. maí 1931. Hann lést 15. febr- úar 2018. Sálu- messa fyrir Sigur- jón var flutt 27. febrúar 2018. til Hnífsdals og Ísafjarðar 1946. Sigurjón fór í kennaranám, kvæntist Kristínu Þorsteinsdóttur og þau settust að í Kópavogi og eign- uðust átta börn, en tvö þeirra létust í æsku og upp úr því fluttu þau til Nor- egs í framhalds- nám, hann í kennslu- og fötl- unarfræðum en hún í sérnám í hjúkrun. Noregur varð þeirra annað heimaland og þar eru öll börnin þeirra nú búsett. Það má segja að þrjú nöfn hafi oftast komið upp í samræðum okkar Sigur- jóns í gegnum tíðina: Hesteyri, sem mótaði hann til fimmtán ára aldurs, ól hann upp gerði að góðum manni; Kópavogur sem varð aðalstarfsvettvangur hans og þar eignaðist hann marga góða vini á meðal nem- enda og kennara og í pólitík- inni, en þar var hann í bæj- arstjórn og fjölda nefnda; og Noregur þar sem forfeður okk- ar höfðu nokkrir sest að um aldamótin 1900, eftir að hafa kynnst norskum hvalveiði- mönnum, sem héldu til í Hest- eyrarfirði á þessum árum. Við frændur, Sigurjón, Hans bróðir hans og undirritaður keyptum hús á Hesteyri, svonefnda Búð, sem faðir minn smíðaði 1928. Á meðan heilsa leyfði kom Sigurjón til Hesteyrar á sumrin og þær voru ófáar gleðistund- irnar sem við frændur áttum á þessum sælustað. Sigurjón, sem var elstur, sagði okkur frá lífinu og persónum og leikend- um á þessu sögusviði, sem nú er löngu yfirgefið. Sigurjón kom til Ísafjarðar og ýtti úr vör starfsemi Bræðratungu, þjálfunar- og þjónustumiðstöðvar fatlaðra í Tungudal. Frá þeim tíma á hann marga góða vini á Vest- fjörðum. Við Guðrún heimsóttum Kristínu og Sigurjón nokkrum sinnum til Noregs og við frændur ræddum nánast alltaf pólitík og bárum þá íslensku saman við þá norsku. Sigurjóni þótti nokkuð halla á Ísland. Þegar heilsu Sigurjóns hrak- aði og hann gat ekki lengur bú- ið í íbúð sinni í Kópvogi fékk hann inni í Sunnuhlíð, hjúkr- unarheimilinu í Kópavogi, þar sem eiginkona hans Kristín, sem lést 2004, hafði dvalið síð- ustu daga sína. Kópavogur var þeirra heimabær. Allan þann tíma sem Sigurjón dvaldi á Ís- landi heimsóttu börnin hans hann reglulega og sérstaklega var Lísa (Elísabet) natin og elskuleg við föður sinn. Trúin var þeim Sigurjóni og Kristínu afar mikils virði, en þau voru bæði í kaþólsku kirkjunni. Kertaljós, krossar og blóm í vösum var það sem mætti okk- ur þegar við komum á heimili þeirra. Ég ímynda mér að þannig verði það áfram í nýjum heimkynnum. Við Guðrún og börnin okkar og fjölskyldur þeirra þökkum Sigurjóni Hil- aríussyni fyrir samfylgdina í þessu lífi og sendum börnum hans og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Magnús Reynir Guðmundsson. Það var alltaf svo notalegt og gaman að hitta hann Sigurjón Hilaríusson. Þessi trúbróðir minn úr Jökulfjörðum, lengst af starfandi og búsettur á seinni hluta ævinnar í Noregi, var jafnan glaðsinna, útgeisl- andi af andlegu fjöri og góður viðræðu, en allt of sjaldan sem færi gafst á löngu spjalli á Landakotshæð. Það fækkar í hópi elztu kirkjugesta, meðal annarra er mágur hans, mér kær, Sigurður H. Þorsteinsson frímerkjasér- fræðingur, farinn, ennfremur Torfi sjálfur Ólafsson, Gunnar J. Friðriksson og kona hans El- ín Kaaber, máttarstólpar í kaþ- ólska söfnuðinum á Íslandi og trúir kirkjurækjendur fram á tíræðisaldur, sem þau þrjú síð- astnefndu náðu með glæsibrag bornum upp af mikilli, gefandi manngerð. Sigurjón átti að baki farsæl- an kennaraferil hér heima og í Noregi, ennfremur bæjar- stjórnarstörf í Kópavogi, var þar fulltrúi Hannibals-manna. Kona hans, Kristín hjúkrunar- fræðingur, d. 2004, fæddi hon- um átta börn, en hún var systir áðurnefnds Sigurðar H. og Björns sagnfræðiprófessors Þorsteinssona. Allt er þetta atgervisfólk horfið yfir móðuna miklu, eins og svo margir sem við sjáum að baki, en allra er þeirra minnzt af hlýjum þakklætishug við sálumessu Sigurjóns, sem og í minningu ástvina þeirra um ókomin ár. Drottinn veiti dánum ró, en hinum líkn, sem lifa. Jón Valur Jensson ✝ Soffía Krist-jana Halldórs- dóttir fæddist á Akureyri 29. janúar 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 27. jan- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Soffía Thoraren- sen, f. 7. desember 1893, og Halldór Ásgeirsson, f. 5. ágúst 1893. Bræður Soffíu voru þeir Ásgeir Halldórsson, f. 22. ágúst 1919, Valdimar Halldórsson, f. 29. jan- úar 1921 (tvíburabróðir), og Jak- ob Níels Halldórsson, f. 15. júlí 1924. Þeir eru allir látnir. Soffía eignaðist eina dóttur, Kristjönu Halldórsdóttur, hinn 12. sept- ember 1944. Eiginmaður Krist- skólaveg og lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar vorið 1938. Eftir gagn- fræðaprófið fór Soffía út á vinnumarkaðinn og vann þar ýmis störf áður en hún hóf störf hjá prjónaverksmiðjunni Heklu á Akureyri árið 1955. Soffía gerðist verkstjóri á prjónaverk- smiðjunni tveimur árum síðar og tók við ábyrgð sem átti mjög vel við hana. Til margra ára vann hún bæði á dag- og kvöldvökt- um. Soffía vann hjá Sambandinu þangað til hún lét af störfum vegna aldurs. Soffía var mjög lagin í höndum bæði við útsaum og prjónaskap og tók að sér að sauma út fyrir ýmsa aðila með vinnu. Árið 1993 þegar starfsævi Soffíu lauk fluttist hún til Reykjavíkur til að vera nær sinni nánustu fjölskyldu. Soffía giftist ekki en hélt heimili með for- eldrum sínum meðan þeim entist líf og heilsa. Bálför Soffíu fór fram í kyrr- þey samkvæmt ósk hinnar látnu. Jarðsett verður í kirkjugarð- inum á Akureyri. jönu var Lúðvíg Björn Albertsson, f. 30. júlí 1938, d. 8. ágúst 2014. Þau eignuðust tvo syni: a) Halldór Bjarkar, f. 1. október 1967, og er hann kvæntur Önnu Dóru Sæþórs- dóttur, f. 28. júlí 1966. Þau eiga þrjú börn: Sunnu, f. 4. desember 1995, og tvíburana Ými og Lovísu, f. 2. maí 2002. b) Albert Björn, f. 24. maí 1976, og er hann kvæntur Sigrúnu Söndru Ólafsdóttur, f. 15. maí 1974. Þau eiga tvær dæt- ur: Iðunni Júlíu, f. 13. september 2010, og Arndísi Stellu, f. 27. desember 2012. Soffía ólst upp á Akureyri og gekk þar hinn hefðbundna Þann 27. janúar sl. kvaddi amma Soffía þennan heim. Nú hafa því bæði amma Soffía og amma Lína kvatt og aðeins minningarnar eru eftir. Þó þess- ar konur hafi verið afar ólíkar þá einkenndi þær sama vinnusemin og dugnaðurinn en ekki síður óskilyrt ást og væntumþykja til lítils snáða. Margar góðar minn- ingar sitja eftir og báðar hafa þær gefið mér dýrmætt vega- nesti. Þessar merku konur verða vonandi gegnum lýsingar mínar fyrirmyndir fyrir dætur mínar tvær. Amma Lína dó þann 26. mars 1990. Þar sem amma Lína bjó í Reykjavík voru samskipti mín við hana tíð og ég fékk oft að gista hjá henni um helgar. Þar gátum við spilað á spil heilu dag- ana eða milli þess sem hún færði mér mat á silfurbakka þar sem ég lá á sófanum inni í stofu. Að sjálfsögðu uppáhaldsmatinn minn, pylsur og kartöflumús. Á morgnana fékk ég að raka mig með rakvélinni hans Alberts afa sem ég fékk því miður aldrei að kynnast. Amma pantaði alltaf koss af nýrökuðum drengnum, sem þó óx ekki skegg, áður en hún bauð upp á nýbakaðar pönnukökur. Minningarnar eru enn ljóslifandi og hlýjan frá henni ömmu Línu yljar enn. Minningarnar um ömmu Soffíu eru öðru vísi þar sem hún bjó á Akureyri. Þar starfaði hún sem verkstjóri á prjónastofum Sambandsins. Starfið og vinnu- staðurinn hafði einhvern ævin- týrablæ yfir sér fyrir ungan strák og ímyndaði ég mér að hún sæti við stórt skrifborð í stórum sal á háum palli sem að lægju breiðar og miklar tröppur. Það voru mér því nokkur vonbrigði þegar ég sá prjónastofurnar og að skrifborðið hennar væri að- eins út við vegg mitt á milli vél- anna. Hins vegar er mér enn ljóslifandi hvað hún var vel liðin af starfsfólkinu sem starfaði með henni og hve stoltur ég var af henni ömmu Fíu eftir heimsókn- ina. Heimsóknir hennar yfir jól voru alltaf hápunktur hátíðanna. Að sækja hana út á flugvöll þangað sem hún kom hlaðin pökkum og dóti er afar minnis- stætt. Litla gúmmí-hreindýrið hennar sem hún ferðaðist alltaf með situr í minni, Kristjáns laufabrauðið, súkkulaðið, skink- an, beikonið og að sjálfsögðu niðursoðnu rækjurnar (hef ekki enn skilið hvers vegna hún kom með þær). Heimsóknir mínar norður flest sumur þar sem ég fékk að gista einn hjá henni eru líka eftirminnilegar. Þar lærði ég þá eldunaraðferð að setja í moð. Elda mat, t.d. meðlætið með steikinni, töluvert fyrir matmáls- tíma og setja hann svo inn í rúm undir sæng til að halda honum heitum. Best þótti mér þó þegar maturinn gleymdist í moðinu og amma fann hann, með tilheyr- andi látum, þegar við vorum að fara að sofa. Ekki má gleyma norðlensku aðalbláberjunum með sykri, rjóma og meiri sykri. Maturinn var aldrei af verri end- anum hjá ömmu Soffíu. Síðustu árin elskaði amma Soffía fátt meira en að fá dætur mínar tvær í heimsókn og ég mun alltaf vera stoltur af þeim fyrir það hve frjálsar og hlýjar þær voru við gömlu langömmu sem átti stundum til að gleyma hvað þær hétu. Mig langar til að enda þessu stuttu upprifjun á kveðju eldri dóttur minnar, sjö ára, til lang- ömmu Soffíu: „Kæra langamma. Ég vona að þér líði vel ofan í gröfinni. Soffía. Amen.“ Albert Björn Lúðvígsson. Soffía Kristjana Halldórsdóttir Það er mér í barnsminni þegar ég bjó með foreldrum mínum í Stór- holtinu hjá ömmu og afa. Á meðan mamma og pabbi sóttu nám og vinnu vorum við amma Magga saman. Ég var eina barnabarnið um nokkurt skeið og naut því óskiptrar athygli hennar. Það kom svo að því að við „litla“ fjölskyldan fluttum í annað hverfi, ég var ósátt- ur við að njóta ekki lengur þeirra forréttinda að búa hjá ömmu og afa og sótti því mikið í nærveru þeirra og þá sérstaklega nærveru ömmu eftir að hún varð ein. Með hverju ári óx vinátta okkar og á unglings- árunum var Stórholtið mitt annað heimili. Amma Magga átti stóran þátt í uppvexti mínum, gaf mér lífs- ins veganesti og á milli okkar ríkti alltaf virðing og traust. Hún um- vafði fólkið sitt kærleik og hún kenndi mér að kærleikurinn er eitt kraftmesta vaxtarafl lífsins. Fyrir það er ég þakklátur. Íslenska náttúran átti stóran stað í hjarta ömmu og hvert sem við fórum saman miðlaði hún þekk- ingu sinni um fugla og fjöll kyn- slóðum framar. Þá er einnig gott að koma upp í sumarbústað sem stendur í skjóli trjáa, þar er hægt að finna hvernig náttúran skilar okkur til baka þeirri virðingu og al- úð sem í hávegum var höfð hjá ömmu og afa, því þar sem eitt sinn Magnúsína Bjarnadóttir ✝ MagnúsínaBjarnadóttir fæddist 16. júní 1923. Hún lést 5. febrúar 2018. Útför Magnúsínu fór fram 23. febr- úar 2018. Meira: mbl.is/ minningar voru hríslur á mel er nú orðið að skjólsæl- um trjálundi sem umlykur fjölskyld- ureitinn okkar þar sem hver einasta planta er skráð. Þau voru ófá sím- tölin frá ömmu Möggu þar sem ég var beðinn að koma við í Stórholtinu til að sækja nýbakaða marmara- eða jólaköku, en þá var amma búin að baka eins og henni var einni lagið. Sami háttur var á þegar kom að afmælum barnanna minna, þá var bakaður stafli af pönnukökum sem við fjölskyldan eru sammála um að séu þær allra bestu. Við fjölskyldan erum þakklát fyrir þær minningar sem við höfum skapað með ömmu Möggu. Að búa að þeim sjóði er okkur dýrmætt. Það er söknuður að geta ekki leng- ur heimsótt ömmu og fundið ylinn af lífi hennar fylla hönd okkar. Megi mildur Guð hjúpa ömmu Möggu eilífð í hjörtum okkar. Ragnar, Kristín og börn. Elsku amma Magga. Það er sárt að horfa á eftir fólki sem maður elskar og virðir. Ég á svo ótrúlega margar yndislegar og góðar minningar um þig til að hlýja mér við. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Þú hafðir allan heims- ins tíma til að tala við mann og varst alltaf svo stolt af öllu sem maður gerði og hafðir mikinn áhuga á hverju því sem kom lífi manns við. Þú laumaðir alltaf einhverju matarkyns að manni. Marmara- kaka og heitt súkkulaði minnir mig alltaf á þig sem og frómas á jól- unum. Ég er svo þakklát fyrir að þú hafir verið svona lengi hjá okkur. Svo þakklát fyrir að strákarnir mínir fengu að kynnast þér, hjarta- kóngarnir þínir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir.) Íris og strákarnir. Ástkær faðir okkar, afi og langafi, BRAGI KRISTJÁNSSON skipstjóri, síðast til heimilis að Hrafnistu við Brúnaveg 13, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu mánudaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 2. mars klukkan 15. Gunnar Gunnarsson Ragnheiður Bragadóttir Erla Bragadóttir Sverrir Grétar, Ellisif, Sigurður Ívar, Jón Trausti, Sölvi Freyr, Sæþór Bragi og langafabörn Okkar ástkæra ÁGÚSTA KATRÍN ÞÓRJÓNSDÓTTIR, Völvufelli 4, Reykjavík, lést þriðjudaginn 20. febrúar á Landspítala Fossvogi. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 2. mars klukkan 13. Ottó Ragnarsson Hjördís Harðardóttir Þórir Ágúst Þorvarðarson Þórjón Pétur Pétursson Birna Dís Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.