Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 59. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Missti 20 kíló á hálfu ári
2. Mistök sem aldrei verða bætt
3. Þakklát og komin aftur upp í rútu
4. Vöknuðu með gesti í garðinum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Píanóleikarinn Kristján Martinsson
kemur fram ásamt tríói sínu á tón-
leikum Jazzklúbbsins Múlans í
Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21.
Kristján leiðir píanótríó sem spilar
tónlist innblásna af tríói píanóleik-
arans Ahmad Jamal og þá sér í lagi
lög af plötunni Ahmad’s Blues.
Leika tónlist inn-
blásna af tríói Jamal
Gítarleikarinn,
söngvarinn og
lagahöfundurinn
Larry McCray
kemur fram á
Blúshátíð í
Reykjavík 29.
mars en hann hef-
ur m.a. verið val-
inn besti blúsleik-
ari Bandaríkjanna. McCray mun leika
með íslensku blússveitinni The Blue
Ice Band á Hilton Reykjavík Nordica.
Larry McCray á
Blúshátíð í Reykjavík
Boðið verður upp á
leiðsögn í Menningar-
húsunum í Kópavogi í
dag kl. 12.15 um tvær
sýningar sem fjalla um
barnabókina sem list-
form. Leiðsögnin hefst
í Gerðarsafni þar sem barnabóka-
teikningar og önnur verk Barböru
Árnason eru til sýnis og seinni hluti
leiðsagnarinnar fer fram á aðalsafni
Bókasafns Kópavogs þar sem sýn-
ingin Áhrifavaldar æskunnar – ís-
lenskar barnabækur fyrr og nú stend-
ur yfir. Sýningarstjóri er Guðfinna
Mjöll Magnúsdóttir hönnuður og mun
hún sjá um leiðsögnina.
Leiðsögn um tvær
barnabókasýningar
Á fimmtudag Norðaustan 5-13 og dálítil él, en léttskýjað á Suður-
og Vesturlandi síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suður-
ströndina fram á kvöld.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og lít-
ilsháttar rigning. Þurrt að kalla sunnantil. Norðan 5-13 í kvöld á
norðanverðu landinu með slyddu eða snjókomu. Kólnandi veður.
VEÐUR
„Sviðið verður stórt sem ég
stíg inn á með flottum
brekkum og frábærri að-
stöðu. En ég er alls ekki
kvíðinn heldur þvert á móti
fullur tilhlökkunar,“ sagði
skíðamaðurinn Hilmar Snær
Örvarsson. Hilmar Snær
keppir fyrir Íslands hönd á
Vetrarólympíumóti fatlaðra,
Winter Paralympics, sem
fram fer í Pyeongchang í
Suður-Kóreu í fyrri hluta
næsta mánaðar. »4
Fer til Kóreu full-
ur tilhlökkunar
„Við erum klárlega „litla liðið“ í okkar
riðli, með þessum frábæru liðum sem
við mætum. Það er gott að
fá að spila við svona góða
leikmenn. Það eru miklar
breytingar á okkar hópi,
þær hafa aldrei verið
svona miklar, og þetta
er góð áskorun fyrir
okkur,“ segir Sara
Björk Gunnarsdóttir,
landsliðsfyrirliði í
knattspyrnu, en Ís-
land mætir Dan-
mörku í fyrsta leik
Algarve-bikarsins
í kvöld. »1
Gott að fá að spila við
svona góða leikmenn
„James Naismith fann upp íþróttina í
þeim tilgangi að þróa siðferðisvitund
þeirra sem hana stunda. Ég sé að okk-
ur hefur ekki tekist að ná markmiðum
hans í þeim efnum,“ segir Henrik Dett-
mann, þjálfari finnska karlalandsliðs-
ins í körfuknattleik, sem hefur miklar
áhyggjur af gangi mála í íþróttinni þar
sem félagslið útiloka leikmenn frá
landsliðsverkefnum. »2
Íþróttin hefur ekki náð
að þróa siðferðisvitund
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Tónlistarmenn í danshljómsveitinni Sóló, sem var
stofnuð 1961 og var á hátindi frægðar sinnar
nokkrum árum síðar, hafa blásið rykið af hljóð-
færum sínum og troða upp á Bókasafninu á Sel-
tjarnarnesi kl.17.30 á morgun.
Gítarleikarinn Sturla Már Jónsson segir að
mánaðarlega sjái Tónlistarskólinn á Seltjarn-
arnesi um viðburði í safninu. Hljómsveitin hafi
fengið að koma saman og æfa í skólanum síðan
seint í fyrravetur og þegar Kári Húnfjörð Einars-
son skólastjóri hafi beðið liðsmenn um að koma
fram í næstu dagskrá hafi þeim verið ljúft að fall-
ast á það. „Þetta verður í fyrsta sinn sem við kom-
um saman aftur opinberlega í yfir 50 ár,“ segir
hann.
Í anda Bítlanna
Sturla var einn af stofnendum hljómsveitar-
innar Pónik, þegar hún var skólahljómsveit í
Austurbæjarskóla um 1960. Hann gekk síðar til
liðs við Sóló 1964 og var með bandinu þegar best
gekk. Stofnendur Sóló voru hins vegar Ólafur
Már Ásgeirsson, Guðmar Marelsson, Þorkell
Snævar Árnason, Lárus Hjaltested Ólafsson og
fleiri. Nokkur mannaskipti voru í bandinu, en nú
eru í því gítarleikararnir Þorkell Snævar og
Sturla Már, Lárus Hjaltested bassaleikari, Ólafur
Már hljómborðs- og píanóleikari og Guðmar
trommuleikari.
„Við spiluðum mikið af gítarlögum, meðal ann-
ars eftir Chet Atkins, The Shadows og fleiri auk
sunginna laga eftir Bítlana, Rolling Stones, Holl-
ies, Searchers og önnur lög, sem voru vinsæl á
sjöunda áratug liðinnar aldar,“ segir Sturla.
Á tímabili lék Sóló meðal annars í Breiðfirð-
ingabúð við Skólavörðustíg á fimmtudögum og
föstudögum og í Silfurtunglinu á sunnudögum.
Hljómsveitin spilaði auk þess víða um land, á
útihátíðum, meðal annars í Þórsmörk, og fór í tón-
leikaferð til Noregs. „Ferðin til Noregs var senni-
lega hápunktur frægðarinnar,“ rifjar Sturla upp.
„Við létum sauma á okkur dress í anda Bítlanna,
greiddum okkur eins og þeir og nutum tónlistar-
lífsins.“ Hann leggur áherslu á að tímabilið hafi
verið mjög skemmtilegt en svo hafi komið að því
að hljómsveitin hafi hætt vegna þess að menn hafi
beint kröftunum í annað.
Sturla segir að félagarnir hafi komið reglulega
saman til þess að rækta vináttuna og hlusta á
gamlar upptökur og þegar Guðmar hafi bæst í
kaffihópinn seint í fyrravetur hafi þeir séð að þeir
væru komnir með fullskipaða hljómsveit, farið á
stúfana að leita að æfingahúsnæði og byrjað að
æfa saman.
Viðtal við Sveinbjörn Dýrmundsson á þessum
stað fyrir skömmu, þar sem hann sagðist vilja
kalla saman hljómsveitir frá svonefndu bítla-
tímabili og halda tónleika, varð til þess að Sturla
hafði samband við hann fyrir hönd hljómsveit-
arinnar. „Við félagarnir erum að þessu fyrst og
fremst okkur til ánægju og til að rifja upp gamla
tíma, en ég sagði honum að ekki stæði á okkur að
vera með ef af tónleikum verður,“ segir hann.
Sóló á svið eftir 50 ára fjarveru
Var vinsæl danshljómsveit víða um land á sjöunda áratug liðinnar aldar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hljómsveitin Sóló Æfing í fyrrakvöld. Frá vinstri Guðmar Marelsson, Þorkell Snævar Árnason, Ólafur Már Ásgeirsson og Sturla Már Jónsson. Lárus
Hjaltested Ólafsson komst ekki vegna flensu, en stefnir á að vera klár í slaginn í Bókasafninu á Seltjarnarnesi á morgun.
1965 Fremri röð f.v.: Þorkell og Lárus. Aftari
röð f.v.: Benedikt Pálsson, Sturla og Ólafur Már.