Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Skál fyrır hollustu Tryggingar eiga sér langa sögu svo menn viti, jafnvel frá um 1700 árum fyrir Krist. Þá tóku Babýloníumenn sig til og greiddu auka- lega til lánveitanda sem hafði útvegað fé fyrir farmi skips; var auka greiðslan til þess að lánið yrði fellt niður ef skipið eða farmur færist. Er vitað að fólk dreifði með sér áhættu með svipuðum hætti í Kína og seinna voru félög fagstétta þekkt fyrir það að aðstoða með jarð- arfararkostnað og afkomu eftirlif- enda allavega um 600 árum fyrir Krist bæði á Grikklandi og í Róm- arveldi. Í nútímanum gilda sömu lögmál varðandi tryggingar. Þær eru ætl- aðar til þess að milda fjárhagslegt högg þegar eitthvað kemur upp. Sama hvort um er að ræða vatnsleka í húsnæði eða snemmbært fráfall eða sjúkdóm sem setur fjárhagsstöðu og afkomu fjölskyldu eða eftirlifenda í uppnám. Sammerkt með þessu öllu er að fæstir hafa ánægju af því að hugsa um það. En það er þarft. Þó svo að menn séu mögulega tryggðir að einhverju ráði hjá at- vinnurekanda vegna veikinda þá nær það oft skammt í alvarlegri tilfellum. Þegar fólk er ungt er oft auðvelt að tryggja það hvað varðar líf-, slysa- og sjúkdómatryggingar en þeir ungu telja sig oft ekki þurfa slíkar trygg- ingar. Sérstaklega ef þeir eru ekki komnir með fjölskyldu. Síðar til einföldunar má segja að ef upp hafa komið heilsubrestir eins og kvíði eða krónískir bak- verkir getur verið erf- iðara eða jafnvel ómögu- legt að fá slíkar tryggingar. Mikill minni hluti fólks nær svo góðri fjárhagsstöðu að þurfa ekki tryggingar eða sparnað. Hópar eldriborgara hafa reglulega íhugað sérstök pólitísk framboð. Er það vegna þess að afkomu eldra fólks er því miður ekki nægilega vel borgið og þarf að huga að ýmsu til betr- umbóta. Tryggingar eru einn sá þáttur sem getur hjálpað mest til. Þar á meðal má sérstaklega nefna persónu- og sparnaðartryggingar. Hvetjum unga fólkið allt frá 18 ára aldri til þess að koma sér upp sterkum persónutrygg- ingum og tryggjum börnin okkar. Af hverju trygging- ar fyrir ungt fólk? Eftir Finn Þ. Gunnþórsson Finnur Þ. Gunnþórsson » Í nútímanum gilda sömu lögmál varðandi tryggingar. Þær eru ætlaðar til þess að milda fjár- hagslegt högg þegar eitthvað kemur upp. Höfundur er tryggingaráðgjafi hjá Tryggingamiðlun Íslands. finnur@tmi.is Íslensk lög í eignar- rétti landskipta, sem hafa verið í gildi í tæp áttatíu ár, brjóta í bága við almenn ákvæði eignarréttar um sönn- un á eign. Hér er átt við landskiptalög nr. 46/ 1941, sem einskorða heimildir við: Jarðatal Johnsens 1847, Nýja Jarðabók 1861 og Fast- eignabók 1922. Lögin skilgreina þrjár prentaðar bækur sem „leyfilegar“ heimildir í eignarrétti landskipta. Bækurnar þrjár eru sjaldan sam- hljóða. Aðeins bók Johnsens er oftast samhljóða við eignaskjöl. Bók Johnsens er uppskrift sem vitnar ítrekað rangt í frumskjöl. Hæstiréttur Íslands kaus í dómi nr. 610/2007 að byggja á villu í upp- skrift Johnsens. Sönnun um eign í landi á að ráðast af almennum reglum eignarréttar um gilda sönnun og úrskurðarvald í höndum dómara. Snemma árs 2017 skrifaði undirritaður um eignarrétt á landi í Morgunblaðið. Þá er umfjöll- unarefnið á vefsíðunni: https:// www.landskuld.is. Grundvöllur laganna hefur lítið verið skoðaður og mín vinna leiðir í ljós að fyrrgreind lög eru fúafen. Bók Johnsens er misjöfn uppskrift úr handritum og er verkið þó eini partur lagagrunnsins, sem oftast er að al- mennum eignarréttarlögum. Í for- mála gerir Johnsen skil á hvaða handrit eru heimildir, en það eru: 1. Skýrslur sýslumanna 1843-44, handritið ÍB 22 fol., í Þjóðarbókhlöðu. 2. Jarðabók 1803-07, handrit skráð E/60 til E/81, á Þjóðskjalasafni. 3. Jarðabók Skúla fógeta 1760, handrit skráð E/22 til E/58, nema E/44 og E/57, á Þjóðskjalasafni. 4. Jarðabók Árna og Páls 1702-14, til á prenti. 5. Jarðabók sýslumanna 1695-97, handritið AM 463 fol., oft ársett 1696, í Árnastofnun. Johnsen skilgreinir hvert hann sækir heimildir. Skýrslur sýslu- manna 1843-44 skráir hann ýmist: „nú“ eða „sýslumaður“. Þegar John- sen vitnar í „jarðabækurnar“ er til- vísun hans í fyrrtaldar heimildir. Þrátt fyrir að í bók Johnsens sé ítrekað vitnað rangt í frumrit er bók hans gerð að grundvelli landskipta- laga. Vegna villnanna er brýn þörf að frumritin að bók Johnsens séu einnig metin grundvöll- ur til að rétta að nokkru hin afleitu lög. Hér tek ég fram að allar heim- ildir eiga að koma til álita, sem gild sönnun í réttum lögum um landskipti. Jarðabók Skúla 1760 er megin- heimild Johnsens. Verk Skúla hefur nær enga umfjöllun fengið á prenti. Handritið er skrifað í Höfn á árunum 1760-69 og mun hann hafa stýrt verk- inu í samráði við dönsk stjórnvöld. Á Alþingi 1857 orðar Jón Sigurðsson jarðabókamál svo: „Hið eina jarðamat, sem fram hefir farið hér á landi, það sem samið var 1802 – því jarðabók Árna Magnús- sonar er ekki annað en jarðalýsíng, og jarðabókin 1760 er gjörð af Skúla landfógeta heima í stöfu hans eptir jarðabók Árna og skýrslunum til tukthússtollsins.“ Sú skrifstofa var í Kaupmanna- höfn. Skúli var þar lengstum, langa vetur, á árunum 1760-69. Handrit Skúla er uppskrift sem byggir á fjór- um heimildum:  Jarðabók sýslumanna 1695-97 eða handritið AM 463 fol., oft ársett 1696.  Jarðabók Árna og Páls 1702-14.  Skýrslur sýslumanna 1752-67, þ.e. Jarða- og bændatal, í Landshöfð- ingjasafni Þjóðskjalasafns, sam- kvæmt Instruction Rentukamm- ers til Skúla landfógeta 1.5.1751.  Þingsvitni sýslumanna 1759, sam- kvæmt Kongelig Resolution um tukthúsið 20.3.1759. Á var lagður aukaskattur vegna byggingar Múrsins; núverandi Stjórnarráðs Íslands. Aðaltilgangur jarðabókargerð- arinnar var gjaldheimta á tíund, land- skuld og kúgildaleigu. Verkinu var ætlað að vera handhægt og öruggt uppflettirit fyrir stjórnvöld og því eru samrit með einum eða öðrum hætti mörg. Innihaldið geldur nokkuð út- flúraðs aldarandans. Mestu varðar að hver jörð landsins er skráð samkvæmt þremur heim- ildum í Jarðabók Skúla. Í Múla- og Skaftafellssýslum samkvæmt: handritinu AM 463 fol., Jarða- og bændatal 1752-67 og þingsvitnum sýslumanna 1759. Aðrar jarðir á landinu eru skráðar samkvæmt: Jarðabók Árna og Páls 1702-14, Jarða- og bændatal 1752-67 og þings- vitnum sýslumanna 1759. Sjón er sögu ríkari; á fyrrgreindri vefsíðu er Jarða- og bændatal 1752- 67 og hluti Jarðabókar Skúla 1760, bindin tvö um einkaeign. Sé gengið út frá því að skráning á Þjóðskjalasafni sé rétt, skiptist Jarðabók Skúla í eftirfarandi: A. Tvö bindi eru um jarðir í einkaeign og kirkjujarðir í einkaeign á land- inu öllu. B. Þrjú bindi eru kirkju-, fátækra- og kóngsjarðir; það er kirkjulén eða staðir, kóngslén og fátækrajarðir. C. Eitt bindi er skráð eftir skýrslum þingsvitna haustið 1759 vegna tukthústolla. D. Bindi um sýslur eru 16 og ná yfir allar sýslur, nema Múla- og Skaftafellssýslur. E. Viðbætir er tvö bindi. F. Samrit og eftirrit eru 11 bindi. Hér eru talin 35 bindi, en verkið allt í einriti 24 bindi og skakkar einu framyfir talningu í ævisögu Skúla eft- ir Jóns J. Aðils árið 1911. Ekki veit ég hvort einkaeignarbindin tvö eru sam- hljóða sýslubókunum sextán, sem eru torlæsar vegna flúrstíls. Þar sem uppskriftin; Jarðatal Johnsens 1847, er grundvöllur laga, hljóta Jarðabók Skúla 1760 og hand- ritið AM 463 fol. einnig að vera grundvöllur núgildandi laga í Múla- og Skaftafellssýslum. Í öðrum sýslum landsins er lagagrunnurinn rit Skúla og Jarðabók Árna og Páls 1702-14. Eftir Tómas Ísleifsson » Jarðatal Johnsens 1847 er ein af þrem- ur „leyfilegum“ heim- ildum eignarréttar landskipta. Í greininni er rakið á hverju bók Johnsens byggir. Tómas Ísleifsson Höfundur er líffræðingur. linekra@simnet.is Heimildir landskiptalaga Er ekki kominn tími til að fá óháð meng- unarmat og biðja NASA að gá hvort Ís- land mengar virkilega eins mikið og vísinda- menn Íslands gefa í skyn? Við sem hitum öll hús með heitu vatni eða rafmagni frá vatnsorkuverum. Vek- ur þetta enga tor- tryggni hjá landsmönnum og skyldu þessir vísindamenn vera á launum frá ESB sem Georg Soros gefur milljarða á hverju ári? Þeir sem aðhyllast þá kenningu að hlýnun jarðar sé virkileg og vilja því bjarga henni með því fylla upp í vot- lendisskurði á Íslandi með uppþorn- aðri mold hljóta að halda að þar gufi upp mikið magn af metangasi. Ef svo er þá eru þessir skurðir ein mesta orkulind okkar Íslendinga; orka sem við getum beislað og keyrt allan bílaflota landsins og knúið raf- stöðvar til heimilisbrúks og afgang inn á raforkukerfi landsmanna, en hvað; hvers vegna er það ekki gert? Það er ekkert nýtt að nýta metan- gas og Indverjar hafa gert það í ald- ir og sem dæmi þá eru tugir ef ekki hundruð af litlum raforkuverum í ríkinu Wyoming í BNA og örugg- lega í fleiri ríkjum þar í landi. Stærð- in á þessum orkuverum er eins og átta metra gámur með venjulegri vél og 100 til 300 kw rafall og jafnvel stærri. Ef vísindamenn hafa rétt fyrir sér að í þessum skurðum sé metangas þá er ekkert sem ætti að mæla á móti því að að nýta þessa orku en ef það er ekkert metangas, hvers vegna að moka ofan í þá? Það má geta þess sem hefir alveg gleymst hér á landi en það er metangasið frá kúa- og kjúklingabúum en þar er líka ógrynni af orku sem bændur geta beislað sjálfir með litlum tilkostnaði og jafnvel selt orku til annarra notenda. Bara það ætti líka að nægja öllum bílaflota lands- manna en ekki liggur í augum uppi hvers vegna þetta hefir ekki verið gert síðustu tugi áranna þrátt fyrir að vita að aðrar þjóðir gera það og sérstaklega Amerík- anarnir. Já auðvitað vitum við að það er út af pólitískum ástæðum. Bændur verða sjálfir að sýna áhuga og gætu því prufað að loka hluta af einum skurði og keyrt trakt- or með lausri rafstöð sem flest býli eiga sjálf og ef það virkar ekki þá bara að nýta kúamykjuna. Þarna mættu bankar koma inn í og lána mönnum sem þurfa í svona framkvæmdir sem borga sig sjálfar og svo væri ekki verra ef okkar háu herrar á Alþingi gætu farið að horfa raunhæfum augum á þessar gleymdu orkulindir. Eftir Valdimar Samúelsson Valdimar Samúelsson »Er ekki kominn tími til að fá óháð meng- unarmat og biðja NASA að sjá hvort Ísland mengar virkilega eins mikið og vísindamenn Íslands gefa í skyn? Höfundur er tæknimaður. valdimar.samuelsson@simnet.is Orkulindir felast í votlendisskurðum Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.