Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 ✝ Þórunn fædd-ist í Vigur í Ísafjarðardjúpi 14. júlí 1925. Hún lést 13. janúar 2018 á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykja- vík. Hún var dóttir hjónanna Bjarna Sigurðssonar, f. í Vigur 24. júlí 1889, d. 30. júlí 1974, og Bjargar Björnsdóttur, f. á Veðramóti í Skagafirði 7. júlí 1889, d. 24. janúar 1977. Systkini Þórunnar: Sig- urður, f. 18. desember 1915, d. 5. janúar 2013, kvæntur Ólöfu Pálsdóttur frá Reykjavík, f. 14. apríl 1920, d. 21. febrúar 2018, börn þeirra Hildur Helga og Ólafur Páll; Björn, f. 31. desember 1916, d. 20. október 1994, ókvæntur og barnlaus; Baldur, f. 9. nóv- ember 1918, d. 8. júlí 1998, kvæntur Sigríði Salvarsdóttur frá Reykjafirði við Djúp, f. 17. urvin Gunnarssyni, börn þeirra Hólmfríður Lillý og Lárus Pétur, dóttir Þórunnar Emilía Þórunn með Magnúsi Erni Friðrikssyni. Þórunn ólst upp í Vigur en hélt til náms við Mennta- skólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi 1945. Hún flutti til Reykjavíkur og hóf nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Starfaði sem leið- sögumaður ferðamanna og þingritari á Alþingi um skeið, áður en hún hélt til Kaup- mannahafnar, til starfa á skrifstofu Sambandsins þar í borg. Flutti heim til Íslands og hóf kennslu við Gagnfræða- skólann á Akranesi 1950. Flutti til Reykjavíkur 1960 og hóf kennslu við nýstofnaðan Hagaskóla, þar sem hún kenndi dönsku, ensku og ís- lensku, til loka starfsferils síns 1995. Hún hélt tvívegis til náms við Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn, 1962 og 1970, og til Bandaríkjanna 1965 á Ful- bright-styrk. Útför Þórunnar verður gerð frá Neskirkju í dag, 28. febr- úar 2018, klukkan 13. Þórunn verður jarðsett í kirkjugarð- inum á Görðum á Akranesi. maí 1925, d. 1. mars 2013, börn þeirra Björg, Ragnheiður, Bjarni, Salvar Ólafur og Björn; Þorbjörg, f. 16 október 1922, d. 6. janúar 2006, gift Brynjólfi Samúels- syni frá Ísafirði, f. 7. júní 1936, skildu, sonur þeirra Bjarni; og Sigurlaug, f. 4. júlí 1926, gift Þorsteini Ó. Thorarensen, f. 26. ágúst 1927, d. 26. október 2006, frá Móeiðarhvoli í Rangárvalla- sýslu, börn þeirra Ingunn, Björn og Björg. Þórunn giftist Lárusi Bjarna Árnasyni, f. á Akranesi 22. október 1910, d. 16. maí 1986. Sonur þeirra er Bjarni, f. 3. febrúar 1960, kvæntur Þórunni Huldu Guðmunds- dóttur, f. 28. janúar 1958, dæt- ur þeirra Þórunn, Hulda Brynja, Una Björg og Heiður Lára; Þórunn gift Ómari Sig- Í dag kveðjum við Þórunni Bjarnadóttur frá Vigur. Hún var yndisleg manneskja og besta frænka sem hægt var að hugsa sér. Tóta, eins og hún var jafnan kölluð af okkur frændfólkinu úr Vigur, var eins konar ættarhöfðingi sem hélt úti víðtæku tengslaneti innan fjölskyldunnar. Á meðan elli kerling hafði ekki alveg náð í skottið á henni var nóg að hringja í Tótu og spyrja fregna. Hún hafði allar nýjustu frétt- irnar af frændfólkinu. Það var alltaf ljúft að koma í heimsókn til hennar hvort sem var á Reynimelinn eða á Austurströndina þar sem hún bjó síðustu árin. Hún strauk um vanga manns, hellti upp á gott kaffi, reiddi fram það besta úr búrinu og síðan var spjallað um heima og geima. Ljóðelskari manneskju hef ég ekki hitt fyrir. Hún kunni heilu kvæðabálkana utan að auk aragrúa húsganga og lausavísna sem hún fleygði fram við hin ýmsu tækifæri. Þetta var öf- undsverð sérgáfa hennar. Jafn- vel undir hið síðasta þegar minni hennar var orðið reikult, hugurinn farinn að flögra og dvelja langdvölum heima á æskustöðvunum í Vigur var ljóðminni hennar enn óskeikult. Tóta gaf af sér fróðleik, mannvisku og hlýju. Hrós hennar og hvatning ylja í minn- ingunni. Og svo hafði maður líka á henni matarást því hún var ákaflega góður kokkur og reiddi fram stórsteikur og eft- irrétti upp á gamla móðinn af mikilli natni í matarboðum þar sem stórfjölskyldan kom saman og krufði heimsmálin. Þar sátu oft margir til borðs og ræddu um landsins gagn og nauðsynj- ar. Þær systur, Þórunn, Þor- björg og Sigurlaug, áttu ein- staklega gott samband alla tíð. Þær reyndu jafnan að hittast allar á æskuslóðunum í Vigur á sumrin. Þar nutu þær sín best og gengu í ýmis störf, t.a.m. heyskap og æðardúnsleit á meðan þær höfðu heilsu og krafta til. Systurnar voru vel liðtækar með hrífuna ef hlaupa þurfti til og hirða þurrt hey í snarhasti eða raka upp í galta eða föng ef von var á óþurrka- tíð. Við nánustu skyldmenni þeirra systra eigum öll ljúfar minningar um þær systur frá eyjunni grænu þar sem dvalið var með þeim í sumarbústaðn- um þeirra í miklu nábýli og samneyti við frændfólkið á bænum þar sem bræður þeirra Baldur og Björn og síðar þeirra niðjar bjuggu af miklum mynd- arskap. Oft var Sigurður bróðir þeirra með í för og var þá jafn- an glatt á hjalla þegar systkinin hittust öll í eyjunni sinni. Nú er aðeins Sigurlaug eftirlifandi af þeim systkinum. Elsku frænka mín. „Ó, heils- ið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði.“ Bjarni Brynjólfsson. Þvílík gæfa að hafa átt frænkur sem létu sér annt um mann eins og þær ættu í manni hvert bein. Að finna þennan umvefjandi kærleika allt sitt líf fram á fullorðinsár, að fæðast inn í umhverfi sem fóstraði mann svo blítt, bæði af for- eldrum og frændfólki að maður stendur eftir eins og umkomu- laust barn þegar þau kveðja. Þannig hugsanir streyma fram, söknuður og endalaust þakklæti fyrir allt sem hún gaf okkur nú þegar hún kveður, kærasta frænkan, svo eðlilega, orðin há- öldruð og tilbúin að fara. Tóta var systir mömmu, þær voru nánast jafnöldrur, ekki ár á milli þeirra. Saman leiddust þær í gegnum lífið, fyrst sem litlar hnátur í Vigur og æ síðan og aldrei bar skugga á. Þær voru þrjár systurnar í Vigur, Þorbjörg sú elsta er látin fyrir nokkrum árum. Hobba, Tóta og Lulla, ein órofa heild, ólust upp með þremur eldri bræðrum og ástríkum foreldrum á eyjunni grænu í Djúpinu. Engar vin- konur í næsta húsi, bara þær þrjár. Það nægði og hélst alla tíð. Við börnin þeirra öll eins og systkini, fóstruð af þremur mæðrum. Hún hafði yndi af því að segja frá, var óþrjótandi fróð- leiksbrunnur og kunni býsnin öll af kvæðum, gamla húsganga sem tengdust lífi fjölskyldunnar langt aftur í tímann. Hún var í essinu sínu í góðra vina hópi, alltaf lífsglöð, skemmtileg, skrafhreifin og hrókur alls fagnaðar en laus við sjálfhælni og yfirlæti sem er aðal þeirra sem eru stórar manneskjur. Við kveðjum Tótu frænku sem var svo snar þáttur í til- veru okkar. Hún var einstök á margan hátt og gaman að heim- sækja hana alveg til hins síð- asta. Og þó að dregið hafi af henni undir lokin var hún söm við sig, áhugasöm og ræðin en fyrst og fremst yndisleg og góð manneskja, þannig að allir sem hún umgekkst löðuðust að henni. Tóta eignaðist einn son, Bjarna, með ástinni í lífi sínu, Lárusi Árnasyni. Lárus lést fyrir mörgum árum og hún syrgði hann og saknaði alla tíð. Bjarni á fjórar dætur með konu sinni Þórunni Huldu og þeim var hún hin besta amma og dekraði við á alla lund. Lulla systir lifir eftir, síðust af systkinahópnum úr Vigur. Hún er horfin inn í sinn eigin heim, heim sem við skiljum ekki, ófær um að tjá sig. Eina nafnið sem hún kallar upp af og til er „Tóta – hvar er Tóta?“ Þegar þar að kemur, hittast þær aftur og munu leiðast, hönd í hönd, á himneskri grund, alsælar. Ingunn, Björn og Björg Thorarensen. Elsku Tóta frænka hefur kvatt þessa jarðvist og tiplar nú tindilfætt um grænar grundir sumarlandsins með Lárusi, systkinum sínum og öðrum ætt- ingjum og vinum sem þangað eru farnir. Ekki er ólíklegt að eilífðar- staðurinn líkist eyjunni hennar, Vigur, sem hún unni af hjarta. Eftir að raunveruleikaskynið yfirgaf hana að mestu dvaldi hún í huganum í eyjunni sinni. Sambýlingar hennar á Grund voru ferðamennirnir sem flykktust í Vigur og nutu þar náttúrufegurðarinnar, fuglalífs- ins og veitinganna sem fyrir þá voru bornar, ekki af verri end- anum. Spurði gjarnan hvort Salli og Hugrún væru ekki bæði heima á bænum til að taka við öllum þessum ferðamönn- um. Fram að síðustu stund meðvitundar hélt hún reisn sinni, brosinu, hlýjunni og kær- leikanum til okkar Vigur- systkina og samferðarmanna sinna. Ertu komin elsku barnið, sagði hún gjarnan við okkur þegar við komum í heimsókn, þótt flest séum við nú komin af léttasta skeiði, og í kjölfarið fylgdu notaleg komment á gott útlit og hvað við værum nú mik- ið heiðursfólk. Ég naut þeirrar gæfu að búa hjá Tótu frænku, Lárusi og Badda nokkra vetur meðan ég var í námi í Reykjavík. Þar var ekki í kot vísað. Saklaus sveita- stúlkan fékk þar nauðsynlegt aðhald en jafnframt þroskandi umræður um heimsins hála glys, þjóðmál, ættfræði, bók- menntir og listir og ekki síst pólitík. Tóta hafði sterkar skoðanir í þessum efnum og mótaði þar óreyndu sveitastúlkuna til lífs- tíðar. Ógleymanlegt er þegar hún hafði yfir heilu ljóðabálk- ana utanbókar, enda var hún sannur unnandi íslenskrar menningar og tungu og helgaði líf sitt kennslu í þeirri grein ásamt dönsku og ensku. Við Vigursystkin, Baldurs- börn og Sigríðar minnumst elsku Tótu frænku sem sérlega lífsglaðrar og glæsilegrar konu, sem hafði yndi af að skemmta sér með okkur á góðum stund- um, var alltaf hlý og elskuleg og setti svip á fjölskyldulífið, hvort heldur var í Vigur eða í óteljandi matarboðum sem hún hélt heima hjá sér. Við systurnar minnumst hennar sem fallegu og skemmtilegu frænkunnar sem kom í Vigur eins og vorboði þegar við vorum litlar og átti bæði bláan augnskugga, bleikan varalit, rautt naglalakk og há- hælaða skó, og við öll minnumst hennar í Pukru, tiplandi heim Grundina, alltaf brosandi og kát, dásamandi náttúruna, fuglalífið, hafið og himininn. Alltaf var glatt á hjalla þegar þau Vigursystkin eldri komu saman í eyjunni sinni, öll með sterkar skoðanir og stundum sló í brýnu, enda ekki skoð- analaust fólk. Samband þeirra systkinanna var með eindæmum gott og kenndi okkur mikilvægi góðra fjölskyldutengsla, sem við bú- um öll að. Elsku Baddi. Við Vigursyst- kin vottum ykkur Þórunni, dætrunum og barnabörnunum innilega samúð við fráfall elsku Tótu frænku. Blessuð sé minn- ing dásamlegrar konu. Björg, Ragnheiður, Bjarni, Salvar og Hafsteinn og fjölskyldur þeirra. „Hann Baddi minn er alltaf jafn yndislegur við móður sína, blessaður drengurinn.“ Þessi orð lét hún oft falla þegar við vorum að spjalla um lífið og til- veruna. Einkasonurinn, Bjarni Lárusson, bar einstaka um- hyggju fyrir móður sinni, son- arkærleik í verki með nær- gætni, hlýju og tíðum heimsóknum. Sá til þess að hana vanhagaði ekki um neitt. Hún dýrkaði hann. Þórunn hélt heimili eftir frá- fall manns síns, Lárusar Árna- sonar, og það vel yfir nírætt. Hún fór sinna ferða hjálpar- laust en þáði bílfar á viðburði sem hópur kennara við Haga- skóla hélt a.m.k. tvisvar á ári, vor og haust. Þessi hópur varð til á ár- unum 1975-1980 og hefur jafn- an haldið saman síðan. Kallar sig Hagalagða. Fáeinir eru enn starfandi við skólann. Ekki var að sjá að aldar- fjórðungur skildi okkur að þeg- ar ég hóf störf við Hagaskóla haustið 1974. Þórunn sýndi ný- liðum hlýju og væntumþykju. Hún var glæsileg, bar sig vel, úrvals kennari, spaugsöm og lét okkur yngri kennarana ekki komast upp með neitt múður. Með okkur tókst vinátta, ekki síst fyrir sameiginlegan ljóðaáhuga, en þau kunni hún mörg. Brosmild, lifandi, húsbónda- holl, ævinlega vel undirbúin. Kenndi dönsku og íslensku af stakri prýði, fróð og víðlesin. Margt lærði ég af henni í svokölluðum orðaleikjum sem oft voru stundaðir í hádegis- hléum. Þá átti að mynda eins mörg orð í nf.et. og hægt var að fá út úr einu fyrir fram gefnu nafnorði. Ég hélt sambandi við Þór- unni eftir að hún lét af kennslu. Minnisstæð heimsókn til henn- ar þegar hún varð níræð þar sem ég færði henni gjöf fyrir hönd fyrrverandi starfsfélaga hennar. Þá var hún hrærð. Þegar ég heimsótti hana síð- ast á Grund var minnið farið að bila. Hún tók hjartanlega á móti mér og spurði hvort ég hefði komið með bátnum og ætlaði ekki að gista, nóg væri af her- bergjum. Hún var komin heim í Vigur. Af því varð ekki. Ég kveð yndislega konu með þökk fyrir frábær kynni. Guð blessi ástvini hennar. Hún hvíli í friði. Einar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri Hagaskóla. Þórunn Bjarnadóttir Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI PÉTUR GUÐBJARTSSON sjómaður, til heimilis að Ásgarði, Skagaströnd, lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi mánudaginn 20. febrúar. Hann verður jarðsunginn í Hólaneskirkju á Skagaströnd föstudaginn 2. mars klukkan 14. Aðalheiður Guðmundsdóttir Jóna Árnadóttir Thomas Blackburn Guðjón Árnason Ellen Magnúsdóttir Börkur Hrafn Árnason Kristín Björk Ágústsdóttir Sigurgeir Snævar Árnason Ásta Björg Jóhannesdóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi, bróðir og fyrrverandi eiginmaður, KRISTINN SVEINBJÖRNSSON byggingafræðingur, Kringlunni 87, lést á Landspítalanum Grensási þriðjudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. mars klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvini Grensásdeildar. Helga Kristinsdóttir Helgi Hjartarson Berglind Kristinsdóttir Axel Valur Birgisson Elínóra Kristinsdóttir Karl Konráðsson Herdís Kristinsdóttir Rafn Hermannsson Bjarni Kristinsson Ingunn Loftsdóttir Helga Kristinsdóttir eldri Valgerður Bjarnadóttir, barnabörn og systkini hins látna Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir og afi, LOFTUR ALTICE ÞORSTEINSSON verkfræðingur, Laugarásvegi 4, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans aðfaranótt mánudags 26. febrúar. Sigríður C. Victorsdóttir Arnar Þór Sveinsson Kolbrún Arnarsdóttir Kári Arnarsson Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, ÁSGEIR TÓMASSON frá Reynifelli, Rangárvöllum, síðast til heimilis að Kollabæ í Fljótshlíð, lést á hjúkrunarheimilinu Eiri föstudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 5. mars klukkan 13.00. Fanney Tómasdóttir Trausti Tómasson Unnur Tómasdóttir Karl Reynir Guðfinnsson Birgir Tómasson og systkinabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR frá Bæ við Súgandafjörð, síðast til heimilis að Silfurtúni í Búðardal, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi laugardaginn 24. febrúar. Jarðsungið verður frá Staðarhólskirkju í Saurbæ laugardaginn 3. mars klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Guðþór Sverrisson Þórður H. Eysteinsson Arnar Eysteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.