Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 GUERLAIN KYNNING 28. feb – 2. mars Guerlain kynnir nýjasta ilminn sinn, Mon Guerlain EDP Florale með stolti. Baðaðu þig nýjum blómum ilmaðu af frelsi, sjálfstrausti og rómantík Guerlain sérfræðingur tekur vel á móti þér. 20% afslátturaf öllum vörum fráGUERLAIN Helga Guðrún Guðjónsdóttir, verkefnastjóri í Hamraskóla íGrafarvogi, á 60 ára afmæli í dag. Helga er er grunnskóla-kennari að mennt með framhaldsnám í stjórnun. „Nemend- urnir þurfa á þessari þjónustu að halda af ýmsum ástæðum s.s. námi, félagsfærni, kvíða og hegðun.“ Helga hefur gegnum tíðina starfað mikið að félagsmálum, sat m.a. í stjórn Ungmennafélags Íslands frá 1997, þar af sem formaður 2007 til 2015 og er fyrsta og eina konan sem hefur verið formaður í 111 ára sögu hreyfingarinnar. Samhliða setu sinni í stjórn UMFÍ sat hún einn- ig í stjórn Íslenskrar getspár og Íslenskra getrauna. Henni var veitt fálkaorðan árið 2016 fyrir störf sína að íþrótta- og æskulýðsmálum. „Félagsmál og sjálfboðaliðastörf hafa verið og eru mín helstu áhugamál og ég hef nýlega gengið í Delta Kappa Gamma sem er fé- lagsskapur kvenna sem eru í menntastörfum og svo er ég að ganga í Oddfellowregluna. Fjallgöngur og útivist eru áhugamál en þess utan þá er það fjölskyldan og eru barnabörnin í miklu uppáhaldi. Ég ætla að byrja afmælisdaginn á því að mæta í vinnuna en svo er ég að vona að eiginmaðurinn bjóði mér út að borða um kvöldið. Svo ætla ég að vera með fjölskyldu minni í bústað fyrir austan fjall um helgina, frá föstudegi til sunnudags, með börnum, tengdabörnum og barnabörnum, og halda þar upp á afmælið,“ en bústaðurinn er í Unn- arholtskoti í Hrunamannahreppi. Eiginmaður Helgu er Hálfdán Kristjánsson viðskiptafræðingur. Börn þeirra eru Kristín Harpa, Guðjón Bjarni og Hálfdan Helgi og barnabörnin eru orðin fimm. Heima Helga, Hálfdán og sonarsynirnir Elmar Þór og Hákon Darri. Fagnar afmælinu fyrir austan fjall Helga Guðrún Guðjónsdóttir er sextug í dag G uðmundur Haraldsson Norðdahl, eða Norðdal, eins og hann vill að eftir- nafn sitt sé skrifað, fæddist á hlaupársdegi 29. febrúar 1928 í Reykjavik. Hann ólst þar upp á Bergstaðastræti 66. Guðmundur lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1945, stundaði nám í klarinettleik, pí- anóleik og tónfræði við Tónlistarskól- ann í Reykjavík 1949. Guðmundur lauk kennaraprófi 1960 og söngkenn- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1961. Hann nam í einkatím- um í tvo vetur hjá dr. Victor Urbancic, Jóni Þórarinssyni og dr. Róbert Abra- ham Ottóssyni. Guðmundur lauk próf- um frá Orff Institute við Mozarteum í Salzburg 1970, sótti námskeið hjá Ernst Read Association í Englandi 1970 og sótti ýmis tónlistarnámskeið á Íslandi, i Kanada og Ungverjalandi. Frá árinu 1962 til ársins 1995 var Guðmundur kennari við marga skóla; við Barnaskóla Garðahrepps, Tónlist- arskóla Garðahrepps, Tónlistarskól- ann í Sandgerði, Tónlistardeild Stórutjarnaskóla, Tónlistardeild Hafralækjarskóla, og Tónlistarskóla Akraness. Alls spannar kennsluferill Guðmundar nú yfir 70 ár. Guðmundur var einn af stofnendum Tónlistarskóla Keflavikur og kenndi við skólann, var einn stofnenda og skólastjóri Tónlist- arskólans í Sandgerði frá 1958, var meðal stofnenda og skólastjóri Tónlist- arskólans í Garðabæ 1962-75, stjórnaði tónlistardeild Stórutjarnaskóla og var stofnandi og stjórnandi tónlistar- deildar Hafralækjarskóla. Þá kenndi hann við Tónlistarskólann á Akranesi. Guðmundur hefur stjórnað fjölda skólakóra og verið stjórnandi Lúðra- sveitar Keflavíkur, Lúðrasveitar Sandgerðis og Lúðrasveitar Reykja- víkur 1994-95. Hann er félagi í Guðmundur H. Norðdal tónmenntakennari – 90 ára Morgunblaðið/Sverrir Feðgar Guðmundur ásamt yngsta syni sínum, Guðmundi Þór, með Lyftistöngina, hjálpartæki fyrir klarinettleikara. Reif upp tónlistarlífið hvert sem hann fór Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsæll Guðmundur tekur á móti gestum á áttræðisafmæli sínu. Vilhelmína Norðfjörð Sigurðardóttir, Melateig 39, Akureyri, á 80 ára afmæli í dag. Árnað heilla 80 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.