Morgunblaðið - 17.03.2018, Page 24

Morgunblaðið - 17.03.2018, Page 24
SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skipverjar á nýju togurunum Breka VE og Páli Pálssyni ÍS gera nú klárt fyrir heimsiglingu frá Kína. Ráðgert er að skipin leggi af stað frá Rongcheng á þriðjudaginn kemur, 20. mars, og komi til lands- ins um miðjan maí. Heimkoman verður þá um 20 mánuðum síðar en vonir stóðu til þegar Vinnslu- stöðin í Vest- mannaeyjum og Hraðfrystihúsið- Gunnvör á Hnífs- dal gengu frá smíðasamningum í byrjun maí 2014. „Þegar upp er staðið teljum við okkur vera að fá mjög góð skip á hagstæðu verði en eðlilega á eftir að reyna á það eins og með önnur ný skip,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, um nýjan Breka. Hann seg- ir að síðustu mánuðir hafi verið erf- iðir í samskiptum við kínverska fyrirtækið og þá ekki síst lokametr- arnir. „Þegar við gengum frá sam- ingum reiknuðum við í sjálfu sér ekki með að skipasmíðastöðinni tækist að afhenda skipið á árinu 2016 eins og áskilið var í samningi. Hins vegar gerðum við okkur vonir um að fá skipin síðsumars 2017 og geta þá jafnvel siglt heim norðaust- urleiðina, norður fyrir Síberíu. Af því varð ekki en núna eru skipin komin í okkar eigu og undir íslenskan fána. Ég er að vona að skipin verði komin á lokadegi vetrarvertíðar, föstudaginn 11. maí.“ Tekist á á síðasta fundinum Sigurgeir segir að í raun hafi skipin verið að mestu leyti tilbúin síðasta vor. Þá hafi verið eftir að ljúka ýmsum minni háttar atriðum en einnig lokafrágangi til að upp- fylla íslenskar kröfur um aðbúnað og öryggi við erfiðar aðstæður á Ís- landsmiðum. Það hafi hins vegar dregist úr hömlu að ganga frá þess- um þáttum þó svo að ákvæði smíða- samnings hafi legið ljós fyrir en nú sé búið að laga allt, sem út af hafi staðið. „Þessi töf sem varð til viðbótar um nánast heilt ár er algerlega óskiljanleg,“ segir Sigurgeir. „Hug- myndir Kínverjanna voru að af- henda skipin ekki eftir þeirri lýs- ingu sem við gáfum þeim og samið var um. Þeir ætluðu einhvern veg- inn að þreyta okkur til að taka við skipinu í því ástandi sem þeir vildu en það var ekki í samræmi við samningskröfur. Ekki heldur í sam- ræmi við íslensk viðmið, sérstak- lega um aðbúnað sjómanna. Hugsunarháttur Kínverja er gjörólíkur okkar og í raun hófust samningaviðræður þegar leið á smíði skipanna og við lentum í þeim pakka að reynt var að toga og teygja öll ákvæði samningsins. Síð- asti fundurinn um afhendingu skip- anna stóð í 16 klukkutíma eins og gerist verst í kjarasamningum á Ís- landi. Á þeim fundi var tekist á og allur tónskalinn tekinn en á end- anum náðum við að loka samningi. Gengið var frá uppgjöri á skip- unum og þau komust í okkar eigu,“ segir Sigurgeir. Traust er ágætt en eftirlit betra Hann hefur eindregnar skoðanir á kínversku samfélagi og heldur áfram: „Kína er fornfrægt menn- ingarríki sem kommúnísk alræð- isstjórn hefur leikið grátt. Jap- önskum samstarfsmönnum varð afar starsýnt á það þegar þeir voru að hefja endurvinnslu á afurðum þar fyrir 2-3 áratugum að gamla fólkið var ofan í skurðum að grafa, bar þunga hluti og vann almennt mestu erfiðisstörfin en unga fólkið vann við pappíra, samskipti og stjórnun. Þeir spurðu eðlilega að því hverju það sætti. Svarið var hræði- legt. Í menningarbyltingu Maó for- manns lét hann taka af lífi alla þá sem höfðu aflað sér menntunar og þekkingar. Þeir sem lifðu hana af voru án menntunar og þekkingar. Í Kína, eins og í öðrum fyrrver- andi kommúnistaríkjum, var mark- miðið að breyta grunngildum sam- félagsins. Afleiðingin er sú að fullkomið vantraust skapaðist milli einstaklinga og stofnana samfélags- ins. Það er afar merkilegt að ef þú semur við Japani þarf ekkert að skrifa. Allt stendur eins og stafur á bók. Handtak skiptir öllu, alveg eins og við þekktum hér á Íslandi. Afleiðing kommúnísks þjóðskipu- lags er að í Kína snýr allt á haus. Allt vald og eftirlit var komið í hendur ríkisins og engin ábyrgð lengur hjá einstaklingum. Afleið- ingin er hrikaleg því hugsunarhátt- urinn verður ábyrgðarleysi. Í við- skiptum er það því þannig að ef einhverjum tekst að svindla á þér, þá er það ekki hans sök heldur þín, þar sem þú tékkaðir vinnubrögðin ekki af. Þú varst svo vitlaus að láta svindla á þér! Kristín Jóhannsdóttir, nágranna- kona mín í Eyjum, skrifaði góða bók um námsdvöl sína austan járn- tjalds. Þar hefur hún eftir Lenín að traust sé ágætt en eftirlit betra. Eftir þessa reynslu játa ég að mér verður ansi mikið hugsað til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað hér á landi,“ segir Sigurgeir Brynj- ar. Hagstæðara en annars staðar Hann segir að kaupverð hvors skips sé 11,5 milljónir Bandaríkja- dala eða hátt í 1.200 milljónir króna. Frá þeirri upphæð dragist dagsektir en á móti komi eftirlits- kostnaður sem hafi verið mikill á smíðatímanum. Eigi að síður séu fyrirtækin að fá skipin á hagstæð- ara verði en annars staðar hefði boðist. Gengið hafi verið til samn- inga við kínversku skipasmíðastöð- ina eftir að hafa fengið tilboð frá stöðvum í Danmörku, Kína, Nor- egi, Póllandi og Tyrklandi. Kínverj- arnir hafi einfaldlega boðið best. Hann segir að það hafi verið mikil glíma að ljúka þessu og hún hafi reynt á þolrifin. Ekki síst hjá eftirlitsmönnum fyrirtækjanna, hönnuðum og skipverjum, sem hafi staðið sig mjög vel við erfiðar að- stæður og dvalið langdvölum í Kína. Þeir eigi miklar þakkir skild- ar fyrir frábært starf við erfiðar aðstæður. Ekki gott að hafa ekki skip Sigurgeir segir að tafirnar hafi haft talsverða erfiðleika í för með sér fyrir Vinnslustöðina. „Við seldum Jón Vídalín 2016 og síðan Gullbergið 2017. Það er auð- vitað ekki gott fyrir útgerðarfyr- irtæki að hafa ekki skipakost og við gátum ekki afkastað því sem til stóð með útgerð Breka. Við keypt- um gamla Pál Pálsson að vestan, nú Sindra VE, til að brúa bilið að hluta en gerðum að sjálfsögðu ráð fyrir því að Breki yrði löngu komin og ekki seinna en haustið 2017.“ Mikil glíma sem reyndi á þolrifin  Breki VE og Páll Pálsson ÍS leggja af stað heim frá Kína í næstu viku  20 mánuðum seinna en kveðið var á um í samningi  Reynt að toga og teygja öll ákvæði  Góð skip á hagstæðu verði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Á siglingu Útgerðarmenn Breka og Páls Pálssonar eru sammála um að þeir fái góð skip á hagstæðu verði. Á myndinni er Breki í reysnlusiglingu. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Stórar skrúfur » Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum og Hraðfrystihúsið-Gunnvör á Hnífsdal sömdu um smíði skipanna í byrjun júní 2014 og var miðað við að þau kæmu til landsins á miðju ári 2016. » Togararnir eru hannaðir af verkfræðistofunni Skipasýn og eru 50 metra langir og 13 metra breiðir. Skrúfur skipanna eru óvenju stórar en eiga að skila miklum sparnaði í orkunotkun. » Skipin voru sjósett í Huanghai skipasmíðastöðinni 19. apríl 2016. » Magnús Ríkarðsson verður skipstjóri á Breka og skipstjóri á nýjum Páli Pálssyni verður Páll Halldórsson. Skipsnafnið er sótt til Páls út- vegsbónda Pálssonar í Hnífsdal, afa skipstjórans. » Átta manns verða í áhöfn Breka á heimleiðinni og sjö manns í áhöfn Páls Pálssonar. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónass Sími 520 5200 – ferdir.is Vesturvör 34, 200 Kópavogur, outgoing@gjtravel.is Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson Þýzkaland og Tékkland Spennandi þriggja landa sýn Gist verður í þýzku borginni Passau, þar sem stórfljótin Dóná og Inn mætast, og farið þaðan m.a. í dagsferð til Tékklands til borgarinnar Český Krumlov og á siglingu niður Dóná til Austurríkis. Passau er forn og falleg borg með skemmti- legan miðbæ. Gist verður á IBB Hotel City Center, sem er vel staðsett í miðbæ Passau. Morgunverður og allar skoðunarferðir innifaldar. o 10.-14. maí Verð 136.500 miðað við gistingu í tvíbýli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.