Morgunblaðið - 17.03.2018, Side 38

Morgunblaðið - 17.03.2018, Side 38
38 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur er Guðmundur Guðmundsson. Kammerkór- inn Ísold og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja. Sigurlína Jónsdóttir leikur á flautu. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Tinna Her- mannsdóttir og Hjalti Jónsson. AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Fermingarmessa kl.10.30. Sunnudagaskóli kl. 11 í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fermingarmessa kl. 13.30. Organisti Kristina Kalló Szklenár. Jón Heiðar Þorkelsson leikur á trompet. ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Benjamíns Hrafns Böðvarssonar guð- fræðinema. Brúður, bænir, söngur, sögur. ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Kór og barnakór kirkjunnar syngja undir stjórn Keiths Reed. Fræðsla í höndum barnastarfsfólks. Prestur er Kjartan Jónsson. Á eftir guðsþjónustu munu unglingar í starfi kirkjunnar selja vöfflur til ágóða fyrir húsbygg- ingu munaðarlausra barna í Úganda. Kl. 12.20 verður aðalsafnaðarfundur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. BESSASTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Umsjón hafa Sigrún Ósk og Guðmundur Jens. Ferming kl. 13. Sr. Hans Guðberg og Margrét djákni þjóna fyrir alt- ari. Álftaneskórinn syngur undir stjórn Ástvald- ar Traustasonar organista. BREIÐHOLTSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11 í tilefni 30 ára vígsluafmælis Breiðholtskirkju. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup prédikar. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Kór Breiðholtskirkju syngur. Hildi- gunnur Halldórsdóttir leikur á fiðlu, Júlía Traustadóttir og Særún Harðardóttir syngja einsöng. Orgelleikur og kórstjórn: Örn Magnús- son og Marta Guðrún Halldórsdóttir. Sunnu- dagaskóli á sama tíma, afmæliskaffi á eftir. Bænastund á ensku kl. 14. Sr. Toshiki Toma þjónar. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Gunnar Sigurjónsson. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Söngvinir kór eldri borgara í Kópa- vogi leiða söng. Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 (vigil- messa). DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Svava Bernharðsdóttir og Ólafur Hjálmarsson lesa ritningarlestrana. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn og Kári Þormar. Æðruleys- ismessa kl. 20. Séra Fritz Már Berndsen og Díana Ósk leiða stundina. Kristján Hrannar við flygilinn. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 10.30. Brúður, söngur og sögur. Hressing og litastund í lokin. Messa kl. 20. Torvald Gjerde og félagar úr kór Egilsstaðakirkju leiða söng. Þorgeir og Ólöf Margrét þjóna. Kvöldkaffi eftir messu. Vænst er þátttöku fermingarbarna. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunn- arsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syng- ur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur org- anista. Guðný Jónsdóttir og Ásdís Björnsdóttir syngja einsöng og dúetta. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safn- aðarprestur þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni org- anista. GARÐAKIRKJA | Fermingarmessur laug- ardag kl. 13 og kl. 15. Sunnudag kl. 10.30 og kl. 15. Prestar Friðrik J. Hjartar og Jóna Hrönn Bolladóttir. Kór Vídalínskirkju. Organisti Jó- hann Baldvinsson. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Gler- árkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Välja- ots organista. Umsjón með sunnudagaskóla hefur Sindri Geir Óskarsson guðfræðingur. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Sigurður Grétar Helga- son prédikar og þjónar. Ragnheiður Gröndal syngur og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli, Daníel Ágúst, Ásta Lóa og Sóley taka á móti börnunum í messunni sem hefst kl. 11 og svo fara þau í sitt starf. Í messunni þjónar sr. María Ágústsdóttir ásamt messuþjónum. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og félagar úr kirkjukór Grensáskirkju syngja. Einsöng syngur Ólöf Ing- ólfsdóttir. Kaffisopi á undan og eftir messu. Bænastund kl. 10.15. Hversdagsmessa á fimmtudag kl. 18.10-18.50. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta klukkan 14 í hátíðasal Grundar. Séra Valgeir Ástráðsson þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur Sigurjón Árni Eyjólfsson, organisti Hrönn Helgadóttir og kvennakór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Sigurðar Óskars og Hákons Darra. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir, kaffisopi eftir messu. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Thelma Sig- urdórsdóttir syngur einsöng. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir. Bænastund mánud. kl. 12.10. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Ár- degismessa miðvikud. kl. 8 og hádegiserindi kl. 12. Kyrrðarstund fimmtud. kl.12. HAUKADALSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur Egill Hallgrímsson. Organisti Jón Bjarnason. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Þema: Boð- unardagur Maríu. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Prestur Ei- ríkur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Fermingarguð- sþjónustur kl. 10.30 og kl. 13.30. Nöfn ferm- ingarbarna eru á hjallakirkja.is. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur org- anista. Prestar eru Sunna Dóra Möller og Kar- en Lind Ólafsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimili. Páskaeggjaleit í lok stundar. HRUNAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór Flúðaskóla syngur ásamt kirkju- kórnum. Organisti Stefán Þorleifsson. Stjórn- andi barnakórs er Anna Þórný Sigfúsdóttir. HVALSNESSÓKN | Leonard Cohen-messa í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 17. Keith Reed og kirkjukór Ástjarnarkirkju sjá um tón- listina, sem er öll eftir Leonard Cohen. Keith Reed syngur einsöng. Arnar Jónsson leikari flytur texta. Sr. Sigurður Grétar leiðir stundina. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gautaborg: Íslensk-sænsk guðsþjónusta, sameiginleg með V-Frölunda söfnuði, kl. 11. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg. Frölunda Mótettukór syngur undir stjórn Mariu Lindkvist Renman. Prestar eru Ingrid Svens- son og Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam- koma kl. 13 með lofgjörð og fyrirbænum. Ald- ursskipt barnastarf á sama tíma. Bjarki Clau- sen prédikar. Kaffi að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskóli. Stefán og Guðrún sinna messuþjónustu. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista.Sr. Erla Guðmundsdóttir þjón- ar. Súpa og brauð. KÓPAVOGSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma. KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta í hliðarsal Hallgrímskirkju klukkan 20. Veitingar, samtal, bænir, predikun og sálmar. Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir predikar og verður boðin vel- komin til starfa. Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir sálma og Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Jóhanna Gísladóttir æskulýðsprestur þjónar og predikar. Organisti er Magnús Ragn- arsson. Gradualekór Langholtskirkju syngur. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sara Grímsdóttir og Hafdís Davíðsdóttir taka á móti sunnudagaskólabörnum á öllum aldri. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina. Starf aldraðra alla miðvikudaga kl. 12-15.30. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar fyrir altari og pré- dikar. Flugfreyjukórinn syngur. Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi og samvera á eftir. Mánudagur 19. mars. Aðalfundur Kvenfélags Laugarneskirkju kl. 20. Miðvikudagur 21. mars. Helgistund kl. 14 Fé- lagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20 með sr. Davíð Þór og Elísabetu organista. Fimmtudagur 22. mars. Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, altarisganga og fyrirbænir. Súpa á eftir. Samvera eldri borgara kl. 13.30. Helgistund kl. 16 Hásalnum Hátúni 10. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar ásamt sunnudagaskólaleiðtogunum. Brúður, bibl- íusögur og barnasálmar. Guðsþjónusta kl. 20. Tónlistina leiða bræðurnir Markús Bjarnason og Birkir Bjarnason. Sr. Guðni Már Harðarson predikar. Kaffi og samfélag eftir messu. Mosfellskirkja í Grímsnesi | Föstumessa miðvikudagskvöld 21. mars kl. 20.30. Egill Hallgrímsson sóknarprestur og Kristján Valur Ingólfsson Skálholtsbiskup annast prestsþjón- ustuna. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur í sunnudagskól- anum. Umsjón Ása Laufey, Katrín Helga, Heba og Ari. Samfélag og kaffi á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður Skúli Svavarsson. Túlkað á ensku. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, organisti Edit Molnár, kór kirkjunnar syngur. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjón Jó- hönnu Ýrar Jóhannsdóttur. Súpa og brauð gegn vægu gjaldi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Tómas leiða samveruna. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann predikar og þjónar fyr- ir altari. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg- unn kl. 10. Rósa Ólöf Ólafíudóttir, hjúkr- unarfræðingur og djákni, les úr bók sinni Kæra nafna sem er þroskasaga hennar þar sem hún lýsir glímu sinni við Guð, menn og sjálfa sig. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Raddbandafélag Reykjavíkur syngur undir stjórn Egils Gunnarssonar. Sigurður Haf- steinsson leikur á saxófón. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivalla- prestakalli, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Agli Hallgrímssyni, sóknarpresti í Skál- holtsprestakalli. Kirkjukór Reynivalla- prestakalls syngur. Organistar prestakallanna leika. STÓRA Núpskirkja | Messa kl. 11. Viðamikl- um endurbótum innandyra í kirkjunni er lokið og verður þeim tímamótum fagnað í mess- unni. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þor- bjargar Jóhannsdóttur organista. Messukaffi í Árnesi á eftir. STÓRUBORGARKIRKJA Grímsnesi | Bæna- og kyrrðarstund við kertaljós kl. 20.30. Egill Hallgrímsson sóknarprestur leiðir stund- ina. VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Tónlist, brúðuleikrit og biblíufræðsla. Unglinga- kór frá Walter Payton High School frá Chicago í Illinois syngur. gardasokn.is VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Ferming- armessa kl. 10.30. Kór Víðistaðasóknar syng- ur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmunds- dóttur. Prestur Bragi J. Ingibergsson. ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Orð dagsins: Gabríel engill sendur. (Lúk. 1) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Staðarkirkja í Hrútafirði, Vestur-Húnavatnssýslu. Það líður vart sá dagur þessi misserin að ekki berist fréttir af deilum um og í kring- um Þjóðkirkjuna. Samkvæmt nýrri könnun er traust til Þjóðkirkjunnar komið niður í 30%. Og sífellt fleiri kjósa að yfirgefa Þjóðkirkjuna. Fyrir öll þau fjölmörgu sem að safnaðarstarfi Þjóð- kirkjunnar koma um allt land – hvort sem er starfsfólk, sjálf- boðaliðar eða þátttakendur í kirkju- starfinu – er þetta bæði sorglegt og lýjandi – sérstaklega vegna þess að hið blómlega safnaðarstarf end- urspeglar ekki þessa neikvæðni. Í söfnuðunum upplifa menn grósku og gleði – þó auðvitað þurfi alltaf að taka á málum þar eins og annars staðar í mannlegu samfélagi. En gróskan og gleðin, það eru einkenni þeirrar kirkja sem kallar til sín börn og fullorðna alla daga vik- unnar um allt land. Enda starfið fjölbreytt og kirkjan öllum opin í gleði og í sorg. Þjóðkirkjan í fjöl- miðlunum og umræðu dagins og Þjóðkirkjan í söfnuðunum – stund- um mætti halda að um tvær að- skildar kirkjustofnanir væri að ræða. Spyrja má hvort það sé ekki einmitt þar sem vandi kirkjunnar í dag á Íslandi er falinn? Fjarlægðin milli kirkjunnar í grasrótinni og kirkjunnar sem stofnunar? Fyrir nokkrum árum setti ég fram hug- mynd um allt öðruvísi Þjóðkirkju en þá sem við heyrum af í fréttamiðl- unum. Ef til vill er kominn tími til að rifja hana upp á ný. Ég kallaði þessa kirkjusýn „Lífræna grasrót- arþjóðkirkju“. Þetta er reyndar ekki mín hugmynd heldur hugmynd sem er kominn beint frá Jesú. Því umfram allt starfaði Jesús í gras- rótinni. Hann var ekki embættis- maður. Hann var ekki prestur. Hann var ekki prófastur. Hann var ekki biskup. Hann var ekki kirkju- þingsmaður. Hann starfaði meðal fólksins og talaði máli fólksins. Hann taldi vellíðan fólksins meira virði en stofnunina. Hann rak víxl- arana og sölumennina úr musterinu og lýsti það bænahús. Hugtakið kirkja þýðir samfélag, eða beint, þau sem eru kölluð saman í Jesú nafni – í raun er kirkjan því grasrótarsamfélag . Kirkja sem vill vera kirkja Jesú verður að starfa á sömu for- merkjum og hann. Hún verður að vera grasrótarkirkja, starfa með grasrótinni, með fólkinu og fyrir fólkið. Þar sem allir eru kallaðir og hlustað er á alla. Og allir fá að segja sitt- .Tala nú ekki um ef hún er Þjóð- kirkja, kirkja þjóðarinnar eins og okkar kirkja er. Þjóðkirkjan á því að vera grasrótarþjóðkirkja um- fram allt. Því kirkjan varð til mannsins vegna, en ekki maðurinn vegna kirkjunnar. Slík grasrótar- þjóðkirkja verður þá fyrst og fremst lifandi samfélag þegar andi Guðs fær að streyma í gegnum hana og lífga hana, gerir hana að lifandi heild, lifandi líkama, lifandi einingu þar sem hver og ein fruma og vel- ferð hennar skiptir máli. Hún verð- ur lífræn grasrótarþjóðkirkja sem hefur frelsara sinn í æðakerfinu, opnar hina andlegu sýn, leggur af úrelt titlatog og embættismannatal en hlustar beint á hvern og einn lærisvein Jesú – köllum við þetta ekki lýðræði svona dags daglega? Sem þýðir að allir meðlimir kirkj- unnar þurfa að fá að koma að stjórnun hennar með beinum kosn- ingum, til dæmis til Kirkjuþings og til biskups og vígslubiskupa. Aðeins þannig verður hún sönn grasrótar- kirkja. Og þá hverfur aðgreiningin í tvær kirkjur, söfnuðinn og stofnun- ina, sem við því miður verðum vitni að í dag. Eftir Þórhall Heimisson » Þjóðkirkjan á því að vera grasrótarþjóð- kirkja umfram allt. Því kirkjan varð til manns- ins vegna, en ekki mað- urinn vegna kirkjunnar Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur og starfar í Svíþjóð. Grasrótarþjóðkirkja? Ég horfði á heimildarmynd á Netflix sem heitir Plastic Ocean. Við áhorf myndarinnar varð ég fyrir hálfgerðu áfalli. Hvað verður um næstu kyn- slóðir og fæðukeðjuna okkar ef þessi plastmengun í hafinu heldur áfram? Við verðum að bregðast við strax, áður en það er orðið of seint. Meng- unin er orðin svo alvarleg að hvalir, skjaldbökur, fuglar og ungarnir þeirra drepast í hrönnum mjög kvalafullum dauðdaga. Jafnvel fisk- urinn í sjónum er farinn að éta plast í miklu magni og er að drepast vegna þess. Plast er mjög auðendurvinnanlegt og það er hægt að endurvinna það með því að vinna úr því díselolíu. Það er byrjað í Þýskalandi og næstum því allt plast er endurunnið þar. Þetta er nokkuð sem við Íslendingar getum auðveldlega gert. Ég sá einnig frétt á BBC 1 um það hvernig hægt er að minnka notkun plastbolla í „take away“ frá kaffi- húsum. Við gætum tekið höndum saman og komið með okkar eigin kaffimál sem eru fjölnota. Þau eru þegar til í þó nokkrum verslunum. Í Bretlandi eru þeir byrjaðir á þessu og þeir sem koma með sín eigin kaffi- mál á kaffihúsin fá afslátt af kaffinu. Þetta sparar kostnað kaffisalanna og okkar allra. Það mætti þar að auki innleiða eitthvað slíkt á „take away“- stöðum sem selja mat. Ef við bregð- umst við núna og tökum höndum saman getum við jafnvel snúið þess- ari hræðilegu þróun við. Ég mæli líka með því að styrkja samtökin sem gerðu myndina. Þessi samtök eru að reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að gera eitthvað í málunum. Þau eru með vef- síðu, http:www.plasticocean.org. Svandís Ásta Jónsdóttir Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hafið fullt af plasti Skjáskot/A Plastic Ocean

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.