Morgunblaðið - 17.03.2018, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 17.03.2018, Qupperneq 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2018 Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Faðir okkar Hreinn Jónasson er látinn. Hann var veikur síðustu ár ævi sinnar, en kvartaði þó ekki yfir örlögum sínum, heldur var ljúfur í viðmóti fram í það síðasta. Elsku móðir okkar er nú ein eftir Hreinn Jónasson ✝ Hreinn Jónas-son fæddist 13. október 1933. Hann lést 20. febrúar 2018. Útför Hreins fór fram 26. febrúar 2018. langa samveru. Á erfiðri stundu leitar hugurinn aftur í tímann til æskuára okkar. Öll þrjú eig- um við okkar sér- stöku minningar um hvernig pabbi kenndi okkur alls kyns veraldlega hluti, svo sem að gera við hjólið, aka bíl skynsamlega eða laga hitt og þetta. Ekki síður munum við þann stuðning sem hann gaf ef eitthvað vafðist fyrir í náminu. Þá breytti engu hvort um var að ræða íslenska tungu eða raungreinarnar. Áhugi hans á tækninýjungum og útskýringar á hvernig hlutirnir virka gerði líf- ið spennandi á tímum þar sem tækniframfarir og þróun gerðu framtíðina bjarta og spennandi. Menn voru sendir til tunglsins og mannkyninu virtust engin tak- mörk sett. Seinna meir þegar við sjálf vorum orðin foreldrar og öxluðum þá stóru ábyrgð að koma börnum okkar upp, jókst skilningur okkar á mikilvægi þess sem pabbi gerði þrátt fyrir langa vinnudaga, nefnilega að gefa sig að börnunum, hlusta, skilja og sýna skilning á barns- huganum. Allt var þetta gert góð- lega en þó leiðbeinandi. Barna- börnin hafa einnig fengið sinn hlut af gæsku afa og sakna hans sárt. Börn hafa reyndar alltaf dregist að honum, sóst eftir sín- um skerf. Fyrir allt þetta erum við þakklát og kveðjum pabba með kærleik. Við viljum að lokum koma á framfæri þökk til ykkar allra, í Maríuhúsi og í Skógarhlíð, sem önnuðust pabba síðustu ár æv- innar, og sáuð til að honum liði sem best. Jónína, Jónas og Anna Katrín. Fallinn er frá kær frændi og vinur, Hreinn Jónasson. Hreinn var elstur þriggja systkina og var fæddur og uppalinn á Hranastöð- um í Eyjafirði, þar sem foreldrar hans bjuggu fyrstu búskaparár- in. Fyrstu minningar okkar um Hrein frænda eru frá jólaboði í Skólastíg 1 á Akureyri, en þang- að fluttu foreldrar hans, þegar þau hættu búskap á Hranastöð- um. Hreinn kunni að spila á harmonikku og við sem vorum 10 og 12 árum yngri hlustuðum agn- dofa á hvað hann var flinkur þarna í jólaboðinu. Okkur fannst hann töframaður á fleiri sviðum og verðug fyrirmynd. Þegar Hreinn kom í heimsókn í Fjólu- götu 3, þar sem við áttum heima, fékk hann stundum það verkefni að gera við straubolta eða jóla- seríu, því hann var þá orðinn raf- fræðingur eins og amma orðaði það. Alltaf var auðvelt að leita til hans því hann var sérstaklega ættrækinn, greiðvikinn og hafði góða nærveru. Svo hélt hann áfram námi og eitt sinn heyrðist nafnið hans í útvarpinu, þegar hann dúxaði í rafmagnsdeild Vél- skólans. Síðan fór hann til Mann- heim í Þýskalandi, þá orðinn fjöl- skyldumaður, og lærði þar rafmagnstæknifræði. Síðast þeg- ar við hittum Hrein í janúar síð- astliðnum í Skógarbæ, þá kvaddi hann okkur með þeim orðum að við mættum ekki láta þennan þráð slitna. Að leiðarlokum þökk- um við Hreini frænda ævilanga vináttu og vottum systkinum hans, eiginkonu hans Sigríði Halblaub, börnum og barnabörn- um, okkar dýpstu samúð. Magni og Þórir Hjálmarssynir. Elsku Styrmir. Ég á ekki mörg eða merkileg orð, enda vorum við sammála um að orð gerðu oftast lítið úr því sem maður finnur í sálinni. Sorg er í brjósti en líka þakklæti fyrir tímann sem vegir okkar lágu saman og fyrir að hafa fengið að vera hluti af ynd- islegu fjölskyldunni þinni. Þótt leiðir okkar hafi legið hvors í sína áttina var sálartengingin alltaf til staðar eins og máninn á himnum og ég get varla ímyndað mér hvernig heimur- inn á að vera ef þú ert ekki lengur í honum. Það logaði allt- af í þér fallegur vonarneisti þótt lífsvegur þinn hafi oft verið erf- iður í gegnum grýtta og dimma dali. Í gegnum suma þeirra urð- um við samferða en við lékum okkur líka í gleðinni og sælu ástarinnar eins og börn og ein- mitt þá sá ég best inn í hreina og tæra hjartað þitt. Þú elsk- aðir skilyrðislaust, það er ekki öllum gefið. Þú varst vinur vina þinna og vildir hjálpa þeim sem minna máttu sín og voru beittir misrétti. Ég veit ekki hvernig ég get lýst því á annan hátt en að allt hafi einhvern veginn orð- ið öðruvísi þegar mér var beint til þín. Ég gerði mér grein fyrir að engar tilviljanir eru á vegi lífsins þegar þú opnaðir hjarta þitt fyrir mér og hleyptir mér Styrmir Haukdal Kristinsson ✝ Styrmir Hauk-dal Kristinsson fæddist 19. ágúst 1977. Hann lést 13. febrúar 2018. Útför Styrmis fór fram 26. febr- úar 2018. inn í ævintýraheim- inn þinn þar sem ég sá ekki lengur heiminn í gegnum gler svarthvítra andstæðna heldur opnaði augun fyrir litbrigðum tilver- unnar. Þú varst seiðmaður og lista- maður af Guðs náð, predikari, prakk- ari, ljón og lítill drengur, stormur og blankalogn undir stjörnubjörtum nóvem- berhimni í norðri. En umfram allt varstu stríðsmaður gæddur persónutöfrum sem vöktu at- hygli hvar sem þú komst. Þú varst einstakur og minningin um þig dvelur í hjörtum margra sem þú snertir með fallegri sál. Mitt er eitt af þessum hjörtum. Takk fyrir að gefa mér nýja sýn á veröldina og opna huga minn og hjarta fyrir töfrum lífsins, sorgum þess og sigrum og ómannlegum styrk kærleikans. Það er huggun í því að vita að þú dvelur nú í friði og ró umvaf- inn ástvinum þar sem hin dimma nótt sálarinnar er liðin og eilífur dagur tekinn við, ilm- andi af lofnarblómi, þar til þú ert tilbúinn í bardaga næstu jarðvistar. En ég veit líka að þú lætur vita af þér af og til þegar krummi krunkar úti og kallar á nafna sinn. Þar til við sjáumst hinum megin, Máni biður að heilsa, ást og friður. Elsku Lóa mín og Ivan, Kiddi, Ragna og Kalli, Eva Lilja og Sara Sóley, Guð geymi ykkur og umvefji styrk og óendanlegum kærleika. Þín Linda. Fallinn er frá stjúpfaðir minn og vinur, Loftur Altice Þorsteinsson, eftir langa og hetjulega baráttu við taugahrörnunarsjúkdóminn MND. Loftur kom snemma inn í líf mitt og reyndist mér alla tíð traustur og umhyggjusamur stjúpfaðir. Nú þegar ég horfi til baka koma upp margar minn- isstæðar myndir af okkar fjöl- breyttu og skemmtilegu sam- skiptum. Loftur kenndi mér snemma listina að tefla enda skákmaður góður. Við eyddum ófáum stundum við taflborðið, þ.e. ég Loftur Altice Þorsteinsson ✝ Loftur AlticeÞorsteinsson fæddist 25. júní 1944. Hann lést 26. febrúar 2018. Loftur var jarð- sunginn 6. mars 2018. við borðið en hann í næsta herbergi og ég kallaði til hans leikina. Hann svar- aði jafnharðan og oftar en ekki hafði hann síðan betur sem gat reynst erf- iður biti að kyngja fyrir ungan og kappsfullan skák- mann. Loftur var fræði- maður í hjarta sínu og hafði alla tíð mikinn áhuga á sögu og þá sérstaklega sögu fornra þjóða og tungumálum þeirra. Varð ég þess aðnjótandi að fá að hlusta á marga fróðlega fyrirlestra um löngu gleymd tungumál þessara þjóða og hvernig þau mögulega gátu tengst við norræn mál. Þessi viðfangsefni fylgdu Lofti alla tíð og hann skilur eftir sig stórt og mikið bókasafn sem nú bíður nánari skoðunar. Áhugasvið Lofts voru fjöl- breytt og hann var jafnan virk- ur í þjóðfélagsumræðunni. Ung- ur að árum var hann róttækur vinstrimaður og við gengum saman Keflavíkurgöngu til að mótmæla veru erlends herliðs hér á landi. En áður en langt var um liðið gekk hann til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og tók virkan þátt í starfi hans á með- an krafta hans naut við. Ég man enn þá ánægjulegu stund þegar ég ungur að árum fór snemma morguns fram til þess að kíkja á frekar fábrotnar íþróttasíður Þjóðviljans en í stað hans var nú skyndilega kominn þykkur og safaríkur Moggi. Eftir að Loftur hætti störfum sem verkfræðingur hjá Vega- gerð ríkisins stofnaði hann heildverslunina Hlutverk og rak hana um árabil. Á þessu sviði sem öðrum sýndi hann fljótt hæfileika sína og reksturinn var mjög arðbær um langt skeið. Hann var hagsýnn maður, þol- inmóður og úrræðagóður og bjó ástvinum sínum alla tíð fallegt og gott heimili. Lofti varð sjálfum ekki barna auðið en hann tók barnabörnum sínum opnum örmum frá fyrsta degi. Hann var óþreytandi við að sinna þeim og leika við og hjálpa við heimanám ef svo bar undir. Hann naut þess að kenna og lauk fjölbreyttri starfsævi við framhaldsskólakennslu nokkur ár. Loftur greindist með MND fyrir um níu árum. Hann tók þessum erfiða sjúkdómi af yf- irvegun og þolinmæði lengst af og í anda fræðimannsins lagðist hann fljótt í að kynna sér til hlítar allt sem tengdist honum. En kraftarnir fóru þverrandi og lestrargetan sömuleiðis en í stað hennar jókst áhugi hans á íþróttum. Við sóttum ófáa kapp- leiki saman þar sem íslensk landslið áttu í hlut og frábær árangur íslenskra íþróttamanna á undanförnum árum færði hon- um mikla ánægju. Loftur var mikill Íslendingur alla tíð og stolt yfir landi og þjóð jókst mjög á síðustu æviárunum. Það er með miklum söknuði sem ég, Kolbrún og Kári kveðj- um nú kæran vin og lífsförunaut en minning um góðan mann mun lifa. Takk fyrir okkur, elsku vin- ur. Arnar Þór Sveinsson. Í dag syrgjum við fallinn félaga, elskulegan vin og traustan samstarfs- og stuðn- ingsmann til margra ára, Jó- hann Jóhannsson. Við eigum margar góðar minningar um samveru okkar með Jóhanni. Fljótlega eftir að við opnuðum 12 Tóna hóf hann að venja komur sínar og var duglegur að notfæra sér hlust- unaraðstöðuna, um leið og hann fékk sér einn eða fleiri kaffi- bolla. Jóhann var spenntur fyrir Jóhann Gunnar Jóhannsson ✝ Jóhann GunnarJóhannsson fæddist í Reykjavík 19. september 1969. Hann lést 9. febrúar 2018. Útför Jóhanns fór fram 9. mars 2018. því nýja úrvali sem við buðum upp á og ekki síst fyrir þeirri klassísku tónlist og hljóð- mynd sem reis úr rústum tveggja heimsstyrjalda, enda var hann alla tíð forvitinn og leit- andi á lendum tón- listarinnar. Við nýttum okkur yfir- gripsmikla þekkingu Jóhanns á framsækinni tónlist á þessum tíma. Hann hvatti okkur til dæmis til að hefja innflutning frá ítalska útgáfufyrirtækinu CAM sem gefur meðal annars út kvikmyndatónlist Goblin, Nino Rota og Ennio Morricone. Ekki datt okkur í hug þá að einungis nokkrum árum síðar ætti Jóhann eftir að feta svo eftirminnilega í fótspor þessara meistara sem höfðu svo mikil áhrif á hann. Það er okkur mjög í fersku minni þegar Jóhann kom í heimsókn einn góðan veðurdag árið 2001 og skildi eftir brennd- an geisladisk sem hann vildi að við hlustuðum á. Þetta var tón- listin úr leikritinu Englabörn, en sú sýning var þá ekki enn komin á fjalirnar. Við hlustuð- um og hlustuðum. Næst þegar Jóhann kom föðmuðum við hann innilega og þökkuðum þannig fyrir þessa dásamlegu gjöf sem hafði snert okkur svo djúpt. Það sagði margt um hóg- værð Jóhanns að honum komu þessi sterku viðbrögð á óvart. En svo brosti hann sínu fallega brosi. Við hvöttum hann ein- dregið til að koma tónlistinni á framfæri og mæltum með breska útgáfufyrirtækinu To- uch sem vænlegan vettvang fyr- ir þessa tónlist. Það gekk eftir og með Englabörnunum bláu hófst glæsilegur alþjóðlegur sólóferill Jóhanns. Síðar vorum við svo lánsamir að gefa út fimm geisladiska með tónlist Jóhanns, og fjóra með hljóm- sveitum hans Apparat Organ Quartet og Evil Madness. Þetta voru ólík en allt saman skemmtileg og gefandi verkefni. Þar kynntumst við vel því hvernig Jóhann vann og þeim fókus sem hann hafði á öllu ferlinu, frá upptöku til umslags- hönnunar og loks umgjörð tón- leikahalds. Það var einstaklega ánægju- legt að fá að fylgjast með Jó- hanni vaxa sem tónskáld og þeirri velgengni sem fylgdi í kjölfarið. Á sama tíma höfum við notið þeirra forréttinda að fá á hverjum degi að kynna tón- list hans fyrir þeim fjölmörgu innlendu og erlendu gestum sem hafa heimsótt verslun okk- ar í gegnum árin. Við höfum séð hvernig tónlistin hefur snert þá sem eru að heyra hana í fyrsta sinn. Og þó Jóhann sé nú farinn þá lifir hann áfram í hjörtum okkar í tímalausri tónlist sinni. Við sendum Karólínu og fjöl- skyldu Jóhanns innilegar sam- úðarkveðjur. Lárus Jóhannesson, Jóhannes Ágústsson, Einar Þ. Kristjánsson. Elsku bróðir minn, nú hefur þú kvatt þetta líf, og þú háðir harða baráttu við þennan hræði- lega sjúkdóm sem svo marga hef- ur lagt að velli. Árni Guðbjartsson ✝ Árni PéturGuðbjartsson fæddist 20. janúar 1943. Hann lést 20. febrúar 2018. Útför Árna fór fram 2. mars 2018. En ég dáðist að æðruleysi þínu sem þú sýndir alveg fram á síðustu stundu, enda varstu alltaf eins og klettur í lif- anda lífi og dugnað- ur þinn og þitt hlýja hjartalag sem ein- kenndi þig alla tíð mun fylgja okkur öllum sem kynnt- umst þér á lífsleið- inni. Ég man er við vorum börn fyrir vestan, þá var ýmislegt brall- að og oftast fékk ég að elta ykkur eldri bræðurna er þið voruð að leik og oft háskaleg uppátæki, enda voruð þið mínar fyrirmyndir í öllu. Þið leyfðuð mér oftast nær að vera með þótt ég væri þetta yngri en þið. Ég veit að það kost- aði ykkur oft ærna fyrirhöfn að hafa mig í eftirdragi en þið senduð mig heim þegar þið voruð að fara að prófa eitthvað sem hefði getað reynst ykkur hættulegt, hvað þá mér svo mikið yngri, en þið voruð alltaf með velferð mína í huga. Oft reyndi ég að hylma yfir með ykkur þegar var farið að ganga á mig um það hvar þið vær- uð en var ofurliði borin af foreldr- um okkar sem þekktu ykkur af því að ef ég var send heim þá stæði eitthvað til sem væri ekki al- veg í lagi. Þessar minningar eru ansi margar og ljúfar um ævintýri okkar í barnæsku, það væri of langt mál og af svo mörgu að taka elsku bróðir minn, en þú verður alltaf í minningunni hinn góði og sanni bróðir sem þú varst mér alla tíð. Hafðu þökk fyrir allt, Árni minn. Hvíl í friði og Guð geymi þig. Elsku Alla mín, við vottum þér og fjölskyldu þinni allri okkar innilegustu samúð og Guð styrki ykkur og styðji. Eygló og Sævar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.