Morgunblaðið - 31.03.2018, Side 10

Morgunblaðið - 31.03.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 SVIÐSLJÓS Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Sala á nýju þjónustuíbúðunum hjá Mörkinni ehf., sem eru í eigu dvalar- og hjúkrunarheimilsins Grundar, hef- ur farið mjög vel af stað. Af þeim 74 íbúðum sem fóru í sölu við Suður- landsbraut 68 til 70 eru einungis 20 eftir. Upphaflega opnaði Grund 78 þjónustuíbúðir að Suðurlandsbraut 58 til 62 og nú hefur verið bætt við 74 íbúðum að Suðurlandsbraut 68 til 70. Gísli Páll Pálsson, framkvæmda- stjóri íbúða eldri borgara hjá Mörk ehf., segir í samtali við Morgunblaðið að um leið og fyrstu íbúðirnar voru tilbúnar hafi verið ákveðið að fara af stað með fleiri íbúðir enda voru 200 manns komnir á biðlista. „Fyrstu íbúðirnar voru leigðar út 2010 og í raun var það fljótlega upp úr 2013 sem það byrjaði að myndast biðlisti eftir íbúðum. Við fórum strax af stað við að undirbúa málið og erum núna 5 árum seinna að taka nýju íbúðirnar í notkun,“ segir Gísli. Íbúar á aldrinum 60 til 94 ára Þjónustuíbúðirnar eru aðgengileg- ar fyrir alla sem eru eldri en 60 ára, en að sögn Gísla eru flestir íbúarnir á aldursbilinu 70 til 80 ára. Hins vegar sé aldur íbúa á bilinu 60 til 94 ára. Þeir eldri borgarar sem flytja í Mörk- ina hafa fjárfest í íbúðunum að hluta til og kaupir fólk um 30% hlut í íbúð- unum á rúmlega 11 milljónir króna. Þá er heildargreiðsla á mánuði eftir, en það eru um 200 þúsund krónur, segir Gísli. „Það er afnotagjald fyrir þau 70% sem fólk kaupir ekki, þjón- ustugjald og hússjóðurinn. Þetta fer síðan upp í 16 milljónir og 250 til 260 þúsund fyrir stærri íbúðirnar.“ Mikil ánægja með verktakann ÞG verk ehf. sá um byggingu á þjónustuíbúðunum og er Gísli afar ánægður með samstarfið. „ÞG verk er alveg hreint feikigóður verktaki. Ég gæti ekki hugsað mér betri sam- starfsaðila og verktaka í svona hlut- um. Það stendur allt eins og stafur á bók, það sem var samið um, og svo er þetta afskaplega vandað verk hjá þeim. Erfitt að finna að verkinu. Eft- irlitsmaðurinn okkar kvartar yfir því að það sé ekkert hægt að setja útá,“ segir Gísli og hlær við. Hann hefur litlar áhyggjur af þeim 20 þjón- ustuíbúðum sem á eftir að selja en hingað til hefur ekki þurft að auglýsa íbúðirnar því aðsóknin hefur verið það mikil. „Þær íbúðir sem eru eftir, eru langflestar á jarðhæð. Það virðist vera þannig að fólk virðist frekar vilja vera á efri hæðunum. En það er ekki hægt að sleppa að vera með jarðhæð í svona húsum. Það er sama reynsla hinum megin þá fóru íbúðirnar á jarð- hæð seinast,“segir Gísli. „Þegar þess- ar íbúðir verða komnar í notkun, þá fréttist að það sé verið að selja íbúðir. Ég hef engar áhyggjur af að þessar 20 íbúðir fari ekki á næstu 3 -4 vikum. Við ætlum ekki að auglýsa í bili því það er verið að spyrja um þessar íbúðir“. Víðtæk þjónusta fyrir íbúa Mörkin ehf. býður upp á víðtæka þjónustu fyrir íbúa. Starfandi hjúkr- unarfræðingar í Mörk veita viðtal eft- ir samkomulagi ásamt því að veita ýmsa ráðgjöf og þjónustu s.s. sjá um sáraskiptingar og blóðþrýstingsmæl- ingar svo dæmi séu tekin. Þá eru einnig sjálfstætt starfandi sjúkra- þjálfarar sem bjóða uppá sjúkraþjálf- un fyrir íbúa sem hafa tilvísun frá lækni. Einnig stendur íbúum til boða að taka þátt í hópleikfimi undir stjórn sjúkraþjálfara. Þá hafa íbúar aðgang að sundlaug í Mörkinni sem er stað- sett í Suðurlandsbraut 58 til 62 ásamt heitum potti, gufubaði og fullbúinni líkamsræktaraðstöðu. Iðjuþjálfun hefur umsjón með félagsstarfi fyrir íbúana og á þeirra vegum eru reglu- leg harmonikkuböll og bíó-sýningar í húsinu ásamt árlegum viðburðum á borð við Woodstock-hátíð, páska- bingó, heimsókn frá Fornbílaklúbbn- um, Fiskidaginn litla, Októberfest og réttardag. Þá er einnig að finna fullbúna gestaíbúð á Suðurlandsbraut 6 sem íbúar geta leigt í skamman tíma fyrir aðstandendur sína sem koma t.d. ut- an af landi eða frá útlöndum. Eldri borgarar sækja í Mörkina  74 þjónustuíbúðir hjá Mörkinni ehf. settar á sölu  50 íbúðir seldust hratt, þar af 10 í liðinni viku  Um 200 eldri borgarar voru á biðlista eftir íbúðum  Íbúum í Mörkinni veitt fyrsta flokks þjónusta Ljósmynd/Mörkin ehf. Suðurlandsbraut 68 til 70 Dvalar- og hjúkrunaheimilið Grund á íbúðirnar. Aldraðir sýna þeim mikinn áhuga. FREKARI UPPLÝSINGAR I S AV I A . I S/ V E I T I N G A R E K S T U R Ú T B O Ð Á A Ð S T Ö Ð U U N D I R V E I T I N G A R E K S T U R Í F L U G S T Ö Ð L E I F S E I R Í K S S O N A R Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I Isavia leitar að aðilameð góða reynslu af veitingarekstri og hefur yfir að ráða vörumerki sembýður upp á afgreiðslu ámat úr fersku hráefni á innan við tveimurmínútum. Gerð er krafa um að viðkom- andi bjóði upp á pítsur í sneiðum, fersk salöt o.fl. Staðsetning: 2. hæð í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Samningstími: Fjögur ármeðmöguleika á tveggja ára framlengingu Nánari upplýsingarmá nálgast í útboðslýsingu sem er aðgengileg á útboðsvef Isavia. V I Ð S K I P T A T Æ K I F Æ R I Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I : G E T U R Þ Ú E L D A Ð F Y R I R M I L L J Ó N I R FA R Þ EG A ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.