Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ríflega 88% göngumanna sem gengu Laugaveginn í sumar, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, töldu að náttúran á leiðinni hefði farið fram úr eða langt fram úr væntingum. Aðeins 1% taldi nátt- úruna ekki standast væntingar. Þegar göngufólk var spurt hvort fjöldi göngumanna á Laugaveg- inum hefði verið ásættanlegur sögðu ríflega 78% svo vera, 16% töldu að það væru frekar margir á leiðinni og um 5% að það væru of margir á Laugaveginum. Í könnun sem Outcome- kannanir gerðu fyrir Ferðafélag Íslands svöruðu 78% þannig að gönguferðin hefði farið fram úr eða langt fram úr væntingum. Aðeins 2,5% töldu að gönguferðin hefði ekki staðist væntingar. Spurt var um hvort viðkomandi myndi mæla með Laugavegargöngu við vini og ættingja og merktu 59% við 10 á skalanum 1-10 og alls merktu 92,5% við 8, 9 eða 10. Stefnumótun og aðgerðaáætlun Þátttakendur í könnun Ferða- félagsins voru valdir af handahófi úr bókunarkerfi félagsins og gætt að því að dreifing væri yfir sum- armánuðina fjóra. Úrtakið taldi ríflega 500 göngumenn víðs vegar að úr heiminum, en heildarfjöldi fólks sem gekk Laugaveginn í sumar var á þrettánda þúsund og voru útlendingar um 96%. Könn- unin var send með tölvupósti á netföng sem gefin voru upp þegar bókað var. Svarhlutfall könnunar- innar var 36,5% en rétt tæplega 200 svöruðu henni. Fjöldi göngu- manna á bak við þátttakendur í könnuninni var um 400 og mæld- ust gistinætur þessa hóps á Laugaveginum á annað þúsund. Umræða um ástand og álag á gönguleiðinni á milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur/Skóga hefur verið töluverð, segir í samantekt FÍ. Sú umræða hefur snúist um mikið álag á náttúruna og vanda- mál tengd fjölgun göngufólks á leiðinni. Ferðafélagið vinnur að stefnu- mótun og aðgerðaáætlun sem ætl- að er að takast á við viðfangsefnið og ná jafnvægi á gönguleiðinni. Sem hluti af þeirri vinnu var ákveðið að gera könnun á meðal erlendra gesta sem gengu leiðina sumarið og haustið 2017 og fá fram þeirra viðhorf til nokkurra mikilvægra þátta. Af netinu eða frá kunningum Göngufólk fékk upplýsingar um Laugaveginn í 47% tilfella á net- inu en í 33% frá vinum og kunn- ingjum. Fegurð náttúrunnar réð vali flestra á gönguleiðinni, en einnig skipulag, aðgengi, erfið- leikastig og lengd. Góð ummæli og hvetjandi skrif áttu einnig hlut að máli í vali margra. Samskipti við Ferðafélagið fengu háa einkunn í svörum fólks. Gestir voru beðnir að gefa áföngum göngunnar einkunn og voru fyrstu tveir hlutar hennar taldir mjög áhugaverðir af yfir 90% göngumanna og yfir 98% töldu þá mjög eða nokkuð áhuga- verða. Fram kom í svörunum að fyrsti hluti leiðarinnar frá Land- mannalaugum í Álftavatn hefði verið einstakur. Þriðji hluti göngunnar fékk lægri einkunn og þótti gangan í sandinum á leið í Emstrur ekki jafn skemmtileg og aðrir hlutar göngunnar. Eigi að síður töldu um 90% þann hluta mjög eða nokkuð áhugaverðan. Innan við helmingur þátttakenda gekk yfir Fimmvörðu- háls. Þeir sem gengu þá leið töldu allir að hún væri mjög eða nokkuð áhugaverð. Of mikill búnaður Þegar spurt var hvort göngu- menn myndu gera eitthvað öðru- vísi ef þeir færu þessa leið aftur svaraði ríflega helmingur játandi. Allmargir sögðust myndu ganga alla leiðina og fara yfir Fimm- vörðuháls og svipaður fjöldi sagð- ist myndu taka annan eða minni búnað með sér. Þátttakendur voru beðnir að skrá þá skála og tjaldsvæði sem þeir nýttu í þessari ferð. Álftavatn var sá skáli sem oftast var gist í Laugavegur fram úr væntingum  Fyrsti áfanginn einstakur  Um 78% töldu fjöldann ásættanlegan  Stöðugt unnið að uppbyggingu og endur- bótum á Laugaveginum  Skálakostur verður endurbættur Ánægjukönnun meðal erlendra gesta á vegum Ferðafélags Íslands sem gengu milli Land- mannalauga og Þórsmerkur/Skóga árið 2017 Var fjöldi göngumanna á Laugaveginum ásættanlegur? Viðhorf erlends göngufólks Hrafntinnusker Álftavatn Emstruskáli Ásættanlegur fjöldi Of margir Frekar margir Baldvins- skáli Langidalur Skógar TORFAJÖKULL MÝRDALSJÖKULL ÞÓRSMÖRK EYJAFJALLA- JÖKULL Landmannalaugar Framar væntingum Stóðst væntingar Stóðst ekki væntingar Framar væntingum Stóðst væntingar Stóðst ekki væntingar 78% 87% 10% 20% 3% 2% Væntingar til gönguferðarinnar 54% Karlmaður 42% Frá N-Ameríku 70% Reyndur göngumaður 42% 35 til 54 ára Algengasti bakgrunnur göngufólks Hlutfall af heildarfjölda Væntingar til umhverfis og náttúru 78% 16% 6% Ólafur Örn Haraldsson 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Margir göngugarpanna hrósuðu skálum Ferðafélagsins og um- hverfi þeirra, en það var þó ekki þannig að allir brostu hringinn eftir dvöl í skálunum. Nokkrum sinnum var kvartað yfir hræðilegri lykt á klósettinu í Hrafntinnuskeri og sagt var að Baldvinsskáli á Fimmvörðuhálsi væri fullur af raka og illa lyktandi. Í einhverjum tilvikum sagðist fólk ekki myndu gista í skálum og var m.a. talað um að of troðið hefði verið í þeim og einnig kom fram óþol gagnvart trússuðum ferðaskrifstofuhópum sem héldu eldhúsum í gíslingu og breiddu úr sér í gistirýmum. Of mikil umferð bíla væri í kringum skálana og þjónustan væri of lítil miðað við gjaldtöku. Fram kom að flækjustig væri of mikið þegar komið væri í Þórs- mörk vegna fjölda þjónustuveit- enda og of margt fólk væri í Land- mannalaugum. Loks má nefna að talað var um vöntun á aðstöðu til að þurrka föt og betri útiaðstöðu. Ólafur Örn segir að Ferðafélagið taki allar aðfinnslur og ábend- ingar mjög alvarlega. Í ferðaþjón- ustu þurfi menn að vera vakandi fyrir gagnrýni, taka henni vinsam- lega og nýta hana. Hann segir að unnið sé að því að bæta aðstöðu og aðbúnað og tekið verði tillit til ábendinga. Þetta eigi sérstaklega við um skálann í Hrafntinnuskeri þar sem illmögulegt sé að ná vatni. Reikna með meiri greiðasölu Margir ferðamenn reikni með meiri greiðasölu en sé í skálunum. Margir þeirra beri Laugaveginn saman við Jakobsstíginn og ýmsar leiðir í gegnum Alpana, þar sem hægt er að kaupa bjór og léttvín og eitthvað matarkyns í fjallaskál- um. Þetta fólk sé tilbúið að borga fyrir þessa þjónustu, sem ekki hafi verið í boði nema í Landmannalaugum og Þórsmörk. Þessum viðskiptahópi þurfi að sinna. Þá segir Ólafur að brýn þörf sé á að koma upp þurrkaðstöðu fyrir þá sem koma blautir af göngu og eins þurfi fólk sæmilegt skjól á tjaldstæðunum. Hræðileg lykt í Hrafntinnuskeri EKKI ALLIR JAFN HAMINGJUSAMIR EFTIR SKÁLADVÖL Ljósmynd/Páll Guðmundsson Á fjöllum Skáli Ferðafélagsins í Álftavatni fékk hæstu einkunn ferðafólks, en á næstu árum verður uppbyggingu skálanna haldið áfram. Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.