Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú verður að læra að viðurkenna mistök þína og síðan vilja leiðrétta þau eftir fremsta megni. Þú þarft að leysa fjárhags- lega flækju sem upp hefur komið. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt erfitt með að sjá hlutina í skýru ljósi í dag og því er hætt við ruglingi og mis- skilningi. Atlaga frá vini setur þig úr jafnvægi í dag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú sjáir ekki alla hluti fyrir er ástæðulaust að sitja með hendur í skauti. Ef þú getur unnið og verið hamingjusamur um leið, skaltu ekki sættast á neitt minna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þetta er góður dagur til þess að fjár- festa í áætlunum eða verkefnum sem líklegt er að skila muni arði í framtíðinni. Ekki láta skoðanir annarra koma þér á óvart. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef ágreiningur rís upp meðal fjölskyldu- meðlima þarf að komast að málamiðlun. Gættu þess þó að þú gangir ekki of nærri sjálfri/sjálfum þér í þeim efnum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér gæti fundist þyngd heimsins vera að kremja þig ef þú heldur að þú sért einn að bera hann uppi. Ekki hafa neinar áhyggjur því það birtir um síðir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ýmsir nýir möguleikar opnast þér, en þú þarft að sýna mikinn sveigjanleika til þess að nýta þér þá til fulls. Taktu af skarið þegar rétti tíminn er kominn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vænleg tækifæri bíða þín og þú skalt ekki hika við að grípa þau sem þér líst best á. Vertu raunsær og gríptu gæsina þeg- ar hún gefst. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Margar forvitnilegar hugmyndir rekur á fjörur þínar þessa dagana. Notaðu tækifærið og segðu þeim sem stendur hjarta þér næst hug þinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu það eiga sig að stjórnast í öðru fólki því þú átt fullt í fangi með að hafa stjórn á sjálfum þér. Leitaðu jafnvægis þann- ig að vinir og samstarfmenn séu sáttir við þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samræður við stjórnendur, for- eldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákaf- ar í dag. Láttu þetta ekki ergja þig heldur haltu bara þínu striki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert að velta því fyrir þér hvað þú viljir gera í framtíðinni. Þér er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Víkverji tók eftir því að einhverjirmöguleikar voru í boði fyrir fólk að nálgast matvæli í gær. Á heildina litið er töluverður afgreiðslutími í matvörubúðum yfir þessa daga sem flokkast undir páskadagana. x x x Margar búðir voru þó lokaðar ígær en þó ekki þannig að allt væri lokað og læst eins og tíðkaðist á þessum degi á árum áður. Þegar við Íslendingar erum farnir að selja út- lendingum ferðir hingað í stórum stíl þá gengur auðvitað ekki að stórmál sé fyrir erlenda gesti að nálgast mat- væli. x x x Nú kann að vera að í verkalýðs-hreyfingunni megi heyra mál- flutning um að einhvern tíma þurfi verslunarfólk að fá frí. Þá verða fyr- irtækin og stéttarfélög sem málið snertir að finna lausn á því. Ekki er lengur boðlegt að mikill fjöldi er- lendra gesti komi að læstum dyrum á dögum sem ákveðið hefur verið að séu hátíðisdagar í tengslum við trúar- brögð. x x x Á skírdag mátti glögglega sjá á höf-uðborgarsvæðinu að margir nota þann dag til að gera innkaup fyrir páskana. Fjölda fólks mátti þá sjá í matvöruverslunum en margir íbúar höfuðborgarsvæðisins voru þó farnir út á land til að eyða þar páskunum. x x x Víkverji varð var við auglýsingu fráMelabúðinni þar sem minnt var á ostaúrvalið. Víkverji kíkti við og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þau sem að búðinni standa eru þekkt fyrir metn- að og engu var logið um að osta- úrvalið var umfangsmikið. Víkverji fór ekki tómhentur út og þarf nú að finna heppilegt rauðvín til að sötra með ostunum. x x x Þessar línur virka ef til vill eins ogauglýsing en það er svo sem ekki hugsunin á bak við þær. Enda er óvíst að starfsfólk búðarinnar ráði við meiri ös því margt var um manninn í búðinni eins og oft áður. Húsrými leyfir ekki mikið fleiri kúnna. vikverji@mbl.is Víkverji Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur. (Fyrra Korintubréf 3.11) Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Heilagleika hér er staður. Í hönd nú þessi dagur fer. Sannheilagur sá er maður. Svæði líka friðlýst er. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Hof eru gjarnan helgistaðir. Helgidagur nú er víst. Ólafur helgi, herra, faðir. Helgustaðanám friðlýst. Helgi Seljan leysir gátuna þannig: Helgistaði hér má finna helgidögum fjölgar brátt. Helgi Þorláks klárt mun kynna kveða um friðarhelgina átt. Þessi er lausn Helga R. Einars- sonar: Ég trúgjarn maður ekki er þó allri synd ég hafni, en lausnarorðið leynist hér og líkist mínu nafni. (Helgi) Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Heilög kirkja er helgistaður. Að helgi brátt nú líða fer. Helgi víst er helgur maður. Helgi friðlýst svæði er. Þá er limra: Á Tindum býr Gissur glaði, á Gullberastöðum hann Daði, á Brimnesi Varði og Barði í Garði, en Helgi á Hólmavaði. Og ný gáta eftir Guðmund: Daginn lengir smátt og smátt, smýgur birtan inn um gátt, glæðir fjör og gefur mátt, gátu sem ég á minn hátt: Efst á tré það tróna sá. Telst það fjalli byrjun á. Með því bagga binda má. Brúnka sveiflar til og frá. „Þei, þei og ró, ró“ sagði Sig- mundur Benediktsson á Leir á þriðjudagsmorgun: Óþarft mun að eigra meir eða leita dreggja, það er stafalogn á leir en lurkur utan veggja. Bensa Þór könnuðust allir Reyk- víkingar við og sagðar sögur af honum. Um hann var kveðið: Blessaður veri Ben. S. Þór björg sem þyrstum veitir næga, því hann selur Betels-bjór og brennivínið þjóðarfræga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Mörg er helgin Í klípu „ÞETTA ER „MOLTARINN“. MJÖG VINSÆLL HJÁ UMHVERFISVÆNA FÓLKINU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „OG NÚ KEMUR STUTT AUGLÝSINGAHLÉ…“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann kemur fram við þig eins og þú sért konungborin. HVAÐ SVO SEM ANNAÐ ORÐ YFIR LETI ER ÞÚ ERT HEPPIN AÐ ÞÚ BÝRÐ EKKI Í MÍNUM HEIMI… ALLIR DAGAR ERU HÆTTULEGIR! JÁ, HEPPIN ÉG! SUMIR KALLA ÞETTA LETI. ÉG KALLA ÞETTA… Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn fastus.is PRÓTEINRÍKIR NÆRINGARDRYKKIR Fastus býður uppá fjölbreytt úrval af næringarvörum fyrir þá sem þurfa næringarviðbót og fá ekki næringarþarfir sínar uppfylltar úr fæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.