Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Skólaskrifstofa Austurlands Við eftirtalda skóla á svæði Skólaskrifstofu Austurlands eru lausar stöður næsta skólaár: Grunnskóli Borgarfjarðar Umsjónarkennari. Einnig vantar skólaliða/leikskólakennara í sumarafleysingu frá 1. maí -30. júní, 90 % hlutastarf. Grunnskóli Djúpavogs Umsjónarkennari í 1.-2. bekk (samkennsla), 3.-4. bekk (samkennsla) og 5. bekk. Ýmsar list- og verkgreinar, íþróttakennari og tungu- málakennari. Í skólann vantar einnig þroskaþjálfa. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar Almenn kennsla, umsjón og smíðakennsla. Grunnskóli Reyðarfjarðar Almenn kennsla, raungreinar, sérkennsla, UT kennsla og nýbúakennsla. Seyðisfjarðarskóli Teymiskennsla, umsjónarkennsla á yngsta- og miðstigi. Verk- og listgreinakennsla á öllum stigum, hlutastarf 45%. Vantar starfs- mann í lengda viðveru, hlutastarf 30%. Vopnafjarðarskóli Almenn kennsla, smíðakennsla og íþróttakennsla. Leikskólinn Eyrarvellir Norðfirði: Deildarstjórar og leikskólakennarar Leikskólinn Dalborg Eskifirði: Deildarstjórar og leikskólakennarar Leikskólinn Lyngholt Reyðarfirði: Deildarstjórar og leikskólakennarar Leikskólinn Kæribær Fáskrúðsfirði: Deildarstjórar og leikskólakennarar Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og KÍ. Umsóknarfrestur er til 18. apríl 2018. Nánari upplýsingar um stöðurnar veita viðkomandi skólastjórar og ber að skila umsóknum til þeirra. Einnig eru frekari upplýsingar á heimasíðu Skólaskrifstofunnar www.skolaust.is og á heimasíðum viðkomandi sveitarfélaga. Staða skólastjóra við leik- og grunnskólann Árskógarskóla er laus til umsóknar. Starfið felst í stjórnun skólans ásamt kennslu og umsjón með félagsheimilinu Árskógi. Leitað er að öflugum, faglegum og framsýnum leið- toga til að leiða þróttmikið skólastarf. Árskógarskóli er leik- og grunnskóli sem tók til starfa 1. ágúst 2012. Í skólanum eru 40 börn frá 9 mánaða aldri til og með miðstigi grunnskóla. Skólinn sem er mannaður úrvals fólki í 7 stöðugildum vinnur með hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar, er Grænfánaskóli, vinnur í aldursblönduðum hópum, þvert á skólastig og nýtir nánasta umhverfi skólans til leiks og náms. Árskógarskóli er staðsettur við þjóðveginn, 12 km frá Dalvík og 32 km frá Akureyri. Í Dalvíkurbyggð búa tæplega 1.900 íbúar. Við Árskógarskóla er félagsheimili, íþróttasalur og sundlaug. Nánari upplýsingar er að finna á: www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli Starfssvið: • Að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi • Að leiða samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild • Að stýra og bera ábyrgð á rekstri skólans og dag- legri starfsemi Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfisbréf leik- og/eða grunnskólakennara • Kennslureynsla í grunnskóla er skilyrði • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og uppeldis- og menntunarfræða er kostur • Reynsla af störfum á sviði stjórnunar, rekstrar og þróunarstarfi er kostur • Hæfni í mannlegum samskiptum • Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum og er skapandi og metnaðarfullur. Staðan er laus frá 1. ágúst 2018. Launakjör eru sam- kvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknafrestur til og með 18. apríl 2018. Umsókn þarf að fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, upplýsingar um frumkvæði á sviði skólamála og annað er málið varðar (kynningarbréf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið. Upplýsingar um starfið veitir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hlynur Sigursveinsson, í síma 460-4916 og í gegnum tölvupóst: hlynur@dalvikurbyggd.is. Umsóknum skal skilað til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar á netfangið hlynur@dalvikurbyggd.is Laus staða skólastjóra leik- og grunn- skólans Árskógarskóla í Dalvíkurbyggð Við leggjum okkur fram við að veita góða þjónustu. Eitt af því sem við horfum í er að biðtími viðskiptavina sé ekki of langur. Nú viljum við bæta við okkur góðum laghentum smiðum í ýmis viðhaldsverkefni. Bjóðum reynslubolta á góðum aldri sérstaklega velkomna :-) Allar nánari upplýsingar má finna á www.sgbygg.is undir hnappnum “sign up” Fyrirspurnum er svarað á rakel@sgbygg.is ÞÚSUNDÞJALASMIÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.