Morgunblaðið - 31.03.2018, Side 13

Morgunblaðið - 31.03.2018, Side 13
Ljósmyndir/Úr bókinni Inniræktun matjurta kössum, hillum, kökuforum, hengi- pottum eða á borðum. Sannkölluð híbýlaprýði, svolítið eins og gam- aldags sveitarómantík svífi yfir vötnum. Búsældarlegt er kannski rétta orðið. Einfaldar unaðssemdir Ráð og leiðbeiningar um hvernig búa má til ílátin og aðstöð- una eru bæði í máli og mörgum myndum. „Ekkert jafnast á við bragðið af nýtíndum tómati eða salati sem kippt er upp úr moldinni rétt fyrir matinn. Einfaldra unaðssemda sem þessara má auðveldlega njóta með því að rækta fáeinar tegundir mat- jurta í pottum heima,“ segir höf- undurinn í formála. Allaway bendir á að rannnsóknir sýni að garðyrkja, innandyra sem utan, bæti andlega og líkamlega heilsu. Þótt innandyra fáist ekki sú holla áreynsla að stinga upp beð megi njóta ánægj- unnar af því að rækta upp plöntu af fræi eða að fylgjast með litadýrð ávaxta eftir því sem þeir myndast og þroskast. „Víst er að ræktun matjurta dregur úr streitu, róar taugarnar, beinir augunum um stund frá öllum skjátækjunum og er því einhver besta andlega slökun sem nútíma- fólk fær notið,“ segir hún. Áður en brettar eru upp ermar og hafist handa er tilvalið að slökkva á öllum skjátækjum, hreiðra vel um sig með bókina og hefja lesturinn. Kaflarnir eru sex og fjallar sá fyrsti um undirbúning innimatjurtagarðsins. Þar kemur fram að fyrst og fremst þurfi að kanna hversu mikið rými og sólar- ljós þurfi til að útbúa gróskumikinn og frjósaman garð heima hjá sér. Mikilvægt er að lesa þennan kafla sérstaklega vel áður en rokið er út í búð og fjárfest í ílátum, fræjum, og græjum. Til prýði og matargerðar Í fyrsta kaflanum eru skýring- arteikningar sem skipta heimilinu í átta svæði með tilliti til birtu- og hitastigs. Svæðin eru aðgreind með mismunandi litum, t.d. er svæði eitt appelsínugult. Á því svæði eru gluggar á móti suðri og hentar það því öllum þorra plantna. Bleika svæðið, þar sem eru austur- og vesturgluggar, er einnig hentugt fyrir ræktun af ýmsu tagi. Gula svæðið undir þakgluggum skapar kjöraðstæður fyrir sólelskar plöntur eins og ávaxtaplöntur og aldingrænmeti. Rauðu, fjólubláu og grænu svæðin eru vænleg fyrir sal- öt sem þola dálítinn skugga, en svölu grænbláu og bláu svæðin fyr- ir blaðgrænmeti, runnatómata og jarðarber svo fátt eitt sé nefnt. Með því að hafa skýringateikning- arnar til hliðsjónar ætti enginn að velkjast í vafa um hvar mismunandi plöntur eiga best heima í íbúðinni og gefa þar af leiðandi mest af sér. Öll blóm og kryddjurtir vaxa best í mikilli birtu og eiga því að þrífast vel á svæðum 1, 2 eða 3 [appelsínugulu, bleiku eða gulu] segir t.d. í kafla 2, Um kryddjurtir og æt blóm. Í rammanum hér til hliðar eru fróðleiksmolar og ráð- leggingar um nokkrar tegundir sem koma má fyrir í gluggakist- unni í eldhúsinu. Þar er einkar handhægt að grípa til þeirra í mat- argerðina auk þess sem þær eru til mikillar prýði og eru fagur vitnis- burður um blómstrandi borgar- landbúnað. Híbýlaprýði Kryddjurtir, æt blóm, grænmeti og ávextir í matjurtagarðinum heima gleðja augu og bragðlauka. Graslaukur Timjan Salvía DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Eftirtaldar kryddjurtir eru meðal þeirra nytsam- legustu í matreiðslu og með þeim auðveldari að rækta. Í stuttum leiðarvísi, sem engan ætti að fæla frá, segir:  30 mínútur að potta.  Mikil sólarbirta, 10-22°.  Vökvun eingöngu þegar moldin er þurr við- komu.  Áburður fyrir blaðplöntur aðra til fjórðu hverja viku frá því síðla vors og fram á haust.  Tína má blöð eftir þörfum meðan plantan er í fullum vexti. Minta Ein af fáum kryddjurtum sem vilja heldur svalari stað en þær flestar en getur vaxið innan um sólelskari plöntur ef moldinni er ætíð haldið rakri. Hún má þó ekki verða gegnsósa af vatni. Fjólur Fjólur eru tilvaldar plöntur til að gefa salötum og kökum lit og eru til mikillar prýði innan um krydd- jurtirnar. Þessar nægjusömu plöntur blómstra vikum saman í litlum pottum ef þær eru vökvaðar reglulega. Steinselja Hægt er að velja á milli nokkurra yrkja og öll þrífast þau mjög vel í pottum innan- húss. Steinselja er tvíær planta en hafa ætti í huga að blöð hennar eru töluvert mýkri og bragðsterkari á fyrsta árinu. Rósmarín Á vorin verður þessi viðarkennda og nytsamlega kryddjurt alþakin litlum bláum blómum sem einnig má borða. Ef skilyrði eru fyrir hendi getur rósmarín orðið nokkuð stór runni og unir sér því ekki mörg ár í litlum potti. Salvía Þessi Miðjarðarhafsplanta þrífst vel í potti í eitt eða tvö ár en þá þarf að skipta henni út eða koma henni fyrir í einhverju stærra íláti. Best er að hafa salvíu í sólríkri gluggakistu og gæta þarf þess að moldin verði ekki of blaut. Timjan (garðblóðberg) Hægt er að velja milli ýmissa tegunda sem auðvelt er að rækta. Sum- ar tegundir geta orðið 30 cm háar og þurfa þá mun stærri pott en þann sem sýndur er hér. Þarf að haldast rakt en moldin má ekki blotna um of. Graslaukur Þessi planta, sem lítur út eins og gras og er með laukbragði, þrífst vel í potti úti í glugga þar sem sól skín glatt á hana. Graslauk- ur nýtist frá vori til hausts; blöðin visna af plöntunni á haustin en nýir angar skjóta upp kollinum næsta vor. Garður sem bragð er að ÚR KAFLANUM KRYDDJURTIR OG ÆT BLÓM Atvinna Grafinn lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur fyrir heimilið Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.