Morgunblaðið - 31.03.2018, Side 45

Morgunblaðið - 31.03.2018, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Tannlæknastofan Glæsibæ óskar eftir tann- lækni til starfa sem verður hluti af örtstækk- andi liðsheild. Um fullt starf er að ræða og mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsstöð yrði bæði í Glæsibæ og Faxafeni. Upplýsingar veitir Við tökum á móti umsóknum á netfangið thorunn@tlg.is. Frekari upplýsingar veitir Þórunn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri í síma 899-1609 eða á netfanginu thorunn@tlg.is og Eva Guðrún Sveinsdóttir tannlæknir og barna- sérfæðingur á netfanginu eva@tlg.is Umsóknafrestur er til og með 15. apríl nk. Um okkur Tannlæknastofan Glæsibær er framsækið og ört stækkandi tannlæknastofa sem býr vel að starfsfólki sínu. Við bjóðum upp á tannlækningar fyrir alla aldurs- hópa en á stofunni starfa níu tannlæknar, þar af fimm almennir tannlæknar, þrír sérfræðingar í barnatannlækningum og einn sérfræðingur í munn,- og tanngervalækningum. Tíu starfsmenn til viðbótar eru til aðstoðar tannlæknum og er sérstaklega þjálfað til að sinna sem fjölbreyttust- um hópi fólks, þar með talið börnum og einstak- lingum með sérþarfir. Okkar markmið er að gera tannlæknaheimsóknina að ánægjulegri upplifun fyrir alla sem að henni koma og leggjum við okkur fram um að viðskipta- vinir okkar fái lausn sinna mála. Tannlæknastofan Glæsibæ Heimasíða er: puti.is Tannlæknir Leitum að sérfræðingi í markaðssetningu á netinu. Starfið felur í sér að fullnýta eiginleika og kosti net- og samfélagsmiðla fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina ENNEMM. Það felur m.a. í sér: ENNEMM leggur áherslu á öfluga þjónustu og notkun net- og samfélagsmiðla í árangursríku samspili við hefðbundnari miðla. Umsóknir sendist á hallur@ennemm.is. Fullkomnum trúnaði heitið. • Árangursmælingar með Google Analytics • Uppsetningu og rekstur á herferðum • Markaðssetningu með Google AdWords • Birtingaráðgjöf • Markaðssetningu á samfélagsmiðlum • Mótun markaðsstefnu #mittstarf #ENNEMM ? Háskólasetur Vestfjarða leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf fagstjóra á sviði sjávarbyggðafræða. Við Háskólasetrið er kennd alþjóðleg, þverfagleg námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management), með um 40-50 virka meistaranema ár hvert, og nú bætist við samsvarandi námsleið í sjávarbyggðafræði (Coastal Communities and Regional Development). Báðar námsleiðirnar eru í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Fagstjóri vinnur í litlu en framsæknu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði og hefur rík tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir alþjóðlegan nemendahóp. Fagstjóri skipuleggur kennslu, viðheldur tengslum við samstarfsaðila námsins og forleiðbeinir nemendum í meistara- prófsritgerðum. Starfið krefst mikillar skipu- lagshæfni, faglegra vinnubragða og vilja til að veita frábæra þjónustu. Starfið krefst sérlega mikillar samstarfshæfni enda eiga námsleiðirnar tvær að ganga í takt. Fagstjórinn þarf að fylgjast vel með lokaritgerðarvinnu nemenda í náinni sam- vinnu við leiðbeinendur og þarf til þess að hafa góða faglega yfirsýn sem og þekkingu á helstu rannsóknaraðferðum í mannvistarlandfræði, félags - vísindum og/eða hagfræði. Æskilegt er að fag- stjóri hafi reynslu af að leiðbeina nemendum á meistarastigi. Til greina kemur að fagstjórinn taki að sér einhverja kennslu. Menntunar- og hæfniskröfur • Þverfræðileg menntun og/eða rannsóknarreynsla á viðeigandi sviði • Meistarapróf eða doktorspróf • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi • Reynsla af rannsóknarvinnu og leiðbeiningu lokaritgerða æskileg • Góð enskukunnátta í ræðu og riti. Kunnátta í íslensku æskileg Við mat á umsóknum er tekið mið af því hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir Háskólaseturs með hliðsjón af því að námsleiðirnar tvær þróist á svipaðan hátt. Háskólasetrið áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Nýr fagstjóri þarf að geta hafið störf í síðasta lagi á haustmisseri 2018. Upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður, í síma 450 3045 eða weiss@uw.is. Umsóknir með ritaskrá, skrá yfir kennslureynslu og önnur akademisk störf, ef við á, sendist í tölvupósti á weiss@uw.is. Umsóknarfrestur er til og með 16.04.2018. www.uw.is Fagstjóri meistaranáms: Sjávarbyggðafræði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.