Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Tannlæknastofan Glæsibæ óskar eftir tann- lækni til starfa sem verður hluti af örtstækk- andi liðsheild. Um fullt starf er að ræða og mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsstöð yrði bæði í Glæsibæ og Faxafeni. Upplýsingar veitir Við tökum á móti umsóknum á netfangið thorunn@tlg.is. Frekari upplýsingar veitir Þórunn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri í síma 899-1609 eða á netfanginu thorunn@tlg.is og Eva Guðrún Sveinsdóttir tannlæknir og barna- sérfæðingur á netfanginu eva@tlg.is Umsóknafrestur er til og með 15. apríl nk. Um okkur Tannlæknastofan Glæsibær er framsækið og ört stækkandi tannlæknastofa sem býr vel að starfsfólki sínu. Við bjóðum upp á tannlækningar fyrir alla aldurs- hópa en á stofunni starfa níu tannlæknar, þar af fimm almennir tannlæknar, þrír sérfræðingar í barnatannlækningum og einn sérfræðingur í munn,- og tanngervalækningum. Tíu starfsmenn til viðbótar eru til aðstoðar tannlæknum og er sérstaklega þjálfað til að sinna sem fjölbreyttust- um hópi fólks, þar með talið börnum og einstak- lingum með sérþarfir. Okkar markmið er að gera tannlæknaheimsóknina að ánægjulegri upplifun fyrir alla sem að henni koma og leggjum við okkur fram um að viðskipta- vinir okkar fái lausn sinna mála. Tannlæknastofan Glæsibæ Heimasíða er: puti.is Tannlæknir Leitum að sérfræðingi í markaðssetningu á netinu. Starfið felur í sér að fullnýta eiginleika og kosti net- og samfélagsmiðla fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina ENNEMM. Það felur m.a. í sér: ENNEMM leggur áherslu á öfluga þjónustu og notkun net- og samfélagsmiðla í árangursríku samspili við hefðbundnari miðla. Umsóknir sendist á hallur@ennemm.is. Fullkomnum trúnaði heitið. • Árangursmælingar með Google Analytics • Uppsetningu og rekstur á herferðum • Markaðssetningu með Google AdWords • Birtingaráðgjöf • Markaðssetningu á samfélagsmiðlum • Mótun markaðsstefnu #mittstarf #ENNEMM ? Háskólasetur Vestfjarða leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf fagstjóra á sviði sjávarbyggðafræða. Við Háskólasetrið er kennd alþjóðleg, þverfagleg námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management), með um 40-50 virka meistaranema ár hvert, og nú bætist við samsvarandi námsleið í sjávarbyggðafræði (Coastal Communities and Regional Development). Báðar námsleiðirnar eru í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Fagstjóri vinnur í litlu en framsæknu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði og hefur rík tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir alþjóðlegan nemendahóp. Fagstjóri skipuleggur kennslu, viðheldur tengslum við samstarfsaðila námsins og forleiðbeinir nemendum í meistara- prófsritgerðum. Starfið krefst mikillar skipu- lagshæfni, faglegra vinnubragða og vilja til að veita frábæra þjónustu. Starfið krefst sérlega mikillar samstarfshæfni enda eiga námsleiðirnar tvær að ganga í takt. Fagstjórinn þarf að fylgjast vel með lokaritgerðarvinnu nemenda í náinni sam- vinnu við leiðbeinendur og þarf til þess að hafa góða faglega yfirsýn sem og þekkingu á helstu rannsóknaraðferðum í mannvistarlandfræði, félags - vísindum og/eða hagfræði. Æskilegt er að fag- stjóri hafi reynslu af að leiðbeina nemendum á meistarastigi. Til greina kemur að fagstjórinn taki að sér einhverja kennslu. Menntunar- og hæfniskröfur • Þverfræðileg menntun og/eða rannsóknarreynsla á viðeigandi sviði • Meistarapróf eða doktorspróf • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfni • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi • Reynsla af rannsóknarvinnu og leiðbeiningu lokaritgerða æskileg • Góð enskukunnátta í ræðu og riti. Kunnátta í íslensku æskileg Við mat á umsóknum er tekið mið af því hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir Háskólaseturs með hliðsjón af því að námsleiðirnar tvær þróist á svipaðan hátt. Háskólasetrið áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Nýr fagstjóri þarf að geta hafið störf í síðasta lagi á haustmisseri 2018. Upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður, í síma 450 3045 eða weiss@uw.is. Umsóknir með ritaskrá, skrá yfir kennslureynslu og önnur akademisk störf, ef við á, sendist í tölvupósti á weiss@uw.is. Umsóknarfrestur er til og með 16.04.2018. www.uw.is Fagstjóri meistaranáms: Sjávarbyggðafræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.