Morgunblaðið - 31.03.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.03.2018, Qupperneq 16
sagnfræðilega ritvelli á und- anförnum misserum.    Grásleppuveiðimenn eru að byrja vertíðina og byrjaðir að leggja. Eru þeir vongóðir um góð- an afla þó þeir séu óánægðir með verð á grásleppunni eins og svo oft áður.    Annars hafa aflabrögð verið góð að undanförnu þegar gefið hefur á sjó. Snurvoðarbátar eru að fá allt að tólf tonnum eftir dag- inn af góðum þorski og færabátar hafa fiskað ágætlega. Síðast en ekki síst, eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu, hefur Hof- fellið SU 80 veitt loðnu hér inni á Húnaflóanum en elstu menn muna ekki til að loðnuveiði hafi áður verið stunduð í flóanum. Þá kom frystitogarinn Arnar HU 1 inn í millilöndun á 11 þúsund kössum af frystum ufsa eftir aðeins tólf daga veiði.    Lítið heyrist um framboðsmál til sveitarstjórnar í vor. Þó hefur H-listafólk, sem er í meirihluta í sveitarstjórninni í dag, hist á ein- um fundi og ætlar að hittast aftur eftir páska til að leggja línurnar.    Af sameiningarmálum sveit- arfélaganna í Austur-Húnavatns- sýslu er það að frétta að sett var á stofn nefnd til að skoða kosti og galla sameiningar. Í nefndinni eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju sveitarfélagi. Nefndin réð svo ráð- gjafafyrirtækið Ráðrík ehf. til að skoða málin frá öllum hliðum og leggja niðurstöður sínar svo fyrir íbúa svæðisins á fundum. Þessir kynningarfundir eru boðaðir fyrstu dagana í apríl, einn fundur í hverju sveitarfélagi, en allir fundirnir eru öllum opnir hvar sem þeir búa. Að Ráðrík standa þrjár konur sem eiga það sameig- inlegt að hafa allar verið sveitar- stjórar á ferli sínum. Sett hefur ÚR BÆJARLÍFINU Ólafur Bernódusson Skagaströnd Miklar hafnarframkvæmdir eru fyrirhugaðar hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd í sumar og haust. Byggja á nýja smábátahöfn fyrir um 30 báta austan við Skúffugarð- inn. Til þess þarf að dýpka allstórt svæði og byggja tvo skjólgarða úr stórgrýti. Framkvæmdin er aðkall- andi því á sumrin er gerður út fjöldi smábáta á strandveiðar frá Skagaströnd og hafa þrengslin í höfninni staðið umsvifum þeirra dálítið fyrir þrifum. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er rúmar 165 milljónir.    Einnig á að gera mikið átak í malbikun í þorpinu því malbik- unarstöð verður í sumar staðsett miðja vegu milli Blönduóss og Skagastrandar. Það gerir malbikið mun ódýrara og aðgengilegra en verið hefur. Nokkur opin svæði verða malbikuð og nýtt efni víða lagt yfir gamalt.    Í byrjun febrúar tók dr. Vil- helm Vilhelmsson við sem for- stöðumaður Rannsóknaseturs Há- skóla Íslands á Skagaströnd af dr. Láru Magnúsardóttur sem gegnt hafði starfinu frá stofnun setursins 2009. Vilhelm, sem er Hvamms- tangabúi, er doktor í sagnfræði og hefur verið afkastamikill á hinum verið upp vefsíða með upplýsingum um sameiningarmálin; samein- ing.huni.is.    Fyrir nokkru var gistiheimilið Salthúsið tekið í notkun á fallegum stað í þorpinu. Þar er gistipláss fyrir hátt í 30 manns í einu og hef- ur gengið vel að bóka í húsið fyrir sumarið. Fullbókað er í júní og fram í miðjan júlí og eins ganga bókanir vel fyrir ágúst og sept- ember, að sögn Hrafnhildar Sig- urðardóttur, sem er aðaleigandi og rekstraraðili Salthússins. Aðrir sem eru með gistiheimili á staðn- um láta líka vel af bókunum hjá sér.    Söguskilti voru nýlega sett upp við nokkra markverða staði í þorpinu. Á þeim er saga Skaga- strandar rakin í mjög stuttu máli á íslensku og ensku. Í sambandi við skiltin verður svo í sumar boðið upp á stuttar gönguferðir með leið- sögn heimamanns um bæinn og reyndar líka lengri göngur, t.d. um Höfðann og/eða upp á Spákonufell eða önnur fjöll í nágrenninu. Miklar hafnarframkvæmdir framundan Höfnin Teikning af fyrirhugaðri smábátahöfn á Skagaströnd, sem mun rúma um 30 báta. Framkvæmdirnar munu kosta um 165 milljónir króna. Morgunblaðið/Ólafur Bernóduson Skagaströnd Söguskiltin láta ekki mikið yfir sér en segja mikla sögu. Aflabrögð Hafþór Gylfason vinnur að löndun úr Hafrúninni. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands 20 Hér með er óskað eftir tilnefningum til viðurkenninga Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar.              . apríl 201                        !"  #     $   %                                            !    "   #         $           %         &                 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.