Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/lodir Skógarvegur 2 Byggingarréttur til sölu Reykjavíkurborg óskar eftir kauptilboðum í byggingarrétt án gatnagerðargjalda í samtals 7.360 m2 í tveimur íbúðarhúsum að Skógarvegi 2 (A og B rými). Þar af eru 6.720 m2 í A rými. Heimilt er að byggja allt að 72 íbúðir og 3.430 m2 bílakjallara. Félagsbústaðir hafa kauprétt á sex 2ja herbergja íbúðum í húsunum. Skilafrestur kauptilboða til þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgarúni 12-14, er til kl. 14:00 þann 13. apríl 2018. Tilboð verða opnuð kl. 14:15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Skógarvegur 2 Um þessar mundir fögnum við páskum, upprisuhátíð kirkj- unnar. Upprisa Jesú er stærsti viðburð- urinn sem guðspjöll Biblíunnar greina frá, og í raun má segja að án hennar sé allt hitt marklaust sem um hann þar er sagt. Það er að segja, kristin trú stendur og fellur með upprisu Jesú. Ef Jesú hefði ekki risið upp frá dauðum stæði boðskapur kristninn- ar á brauðfótum. En hvernig getum við vitað að frásagnir guðspjallanna af krossfestingu og upprisu Jesú séu ekki bara skáldskapur, saminn löngu eftir hans dag? Til að svara því koma hér fimm staðreyndir um upprisu Jesú frá dauðum sem vert er að íhuga um páska. 1. Staðurinn – Við vitum ná- kvæmlega hvar krossfesting Jesú og upprisa áttu sér stað, eða þar sem Grafarkirkjan stendur nú í Jerúsalem. Staðnum er lýst nokkuð nákvæmlega í guðspjöllunum. Gol- gatahæðin var gamalt aflagt stein- brot, þar sem afbrotamenn voru teknir af lífi á fyrstu öld eftir Krist. Og þar voru líka grafir höggnar í klettinn. Á Golgataklettinum hefur verið helgistaður frá dögum læri- sveinanna. Þar var reist lítil kapella á fyrstu öld, sem Konstantínus keis- ari byggði fyrstu Grafarkirkjuna yf- ir á 4. öld. Grafarkirkjan var brennd af Persum á 7. öld og músl- ímum á níundu öld en alltaf end- urreist. Kirkjan sem nú stendur yfir Golgatahæðinni var reist á 11. öld á hinum forna grunni. 2. Heimildirnar – Elstu heimild- irnar um krossfestingu og upprisu Jesú eru frá árunum kringum 50 eftir Krist, skrifaðar um 15 árum eftir upprisuna. Það er 1. Kor- intubréf Páls postula. Elsta guð- spjallið, Markúsarguðspjall, er skrifað kringum árið 60, um 25 ár- um eftir upprisuna. Allar fullyrð- ingar um að frásagnirnar séu skrif- aðar mörgum öldum eftir upprisuna eru því rangar. 3. Vitnin – Heimildirnar byggjast á vitnisburði þeirra sem fylgdu Jesú og mættu honum upprisnum. 4. María Magdalena – Fyrsta vitni upprisunnar samkvæmt guð- spjöllunum var kona. Það var María Magdalena sem fyrst mætti Jesú upprisnum þremur dögum eftir krossfestingu hans. Ef einhver hefði skáldað söguna um upprisuna, hefði hann örugglega látið karl vera fyrsta vitnið. Vitni kvenna voru nefnilega ekki marktæk til forna. Eina ástæðan fyrir því að kona er þetta fyrsta vitni hlýtur því að vera að það hafi einmitt verið þannig og að allir vissu af því. 5. Uppgjöf lærisveinanna breytt- ist í sigurgleði – Eftir krossfest- inguna voru lærisveinar Jesú bug- aðir af þeim ósköpum, sem yfir þá höfðu dunið: Meistari þeirra hafði verið handtekinn, píndur og kval- inn, dæmdur og líflátinn með sví- virðilegum hætti. „Vér vonuðum, að hann væri sá, er leysa mundi Ísr- ael“, sögðu lærisveinarnir á leið sinni til Emmaus að kvöldi páska- dags (Lúk. 24:2l). Nú var sú von að engu orðin, og ekkert blasti við förunautum Jesú annað en nið- urlægjandi ósigur. Eðlilegustu viðbrögð þeirra hefðu verið á þá lund að hverfa aftur hver til síns heima og láta hina stuttu sögu predikarans frá Nas- aret falla í gleymsku. En hér fór á annan veg. Innan fárra vikna tóku postularnir að boða mönnum þau tíð- indi, að sögu hins fyrirlitna og krossfesta leiðtoga þeirra væri ekki lokið. Saga hans væri þvert á móti að hefjast – saga hins upprisna. Fáum árum síðar voru lærisvein- arnir og skjólstæðingar þeirra lagð- ir af stað út um borgir Rómaveldis, þar sem þeir hvarvetna sögðu tíð- indin. Nú er ekki svo að skilja, að þeirra biði hrós og veraldleg upp- hefð fyrir þennan boðskap. Þvert á móti: Þeir voru sjálfir ofsóttir og líf- látnir fyrir tiltæki sitt. Hefði ekki verið skynsamlegra fyrir þá að þegja og snauta heim til bús og barna? Jú eflaust. Hver fórnar lífi sinu fyrir lygasögu? Enginn. En postularnir gátu ekki þagað af því að reynsla þeirra af nærveru hins upprisna var svo sterk, að þeim héldu engin bönd. Það að kirkja Krists skyldi yfir- höfuð komast á laggirnar á fyrstu öld tímatals okkar er kraftaverk, sem ekki verður skýrt nema með vísun til annars og enn stærra kraftaverks, og það er upprisa frels- arans sjálfs. Vöxtur kirkjunnar fyrstu þrjár aldir ítrekaðra ofsókna staðfestir þetta. Gleðilega páska. 5 staðreyndir um upprisu Krists Eftir Þórhall Heimisson »Ef einhver hefði skáldað söguna um upprisuna, hefði hann örugglega látið karl vera fyrsta vitnið. Vitni kvenna voru nefnilega ekki marktæk til forna. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur og starfar í Svíþjóð. Ljósmynd/Þórhallur Heimisson Höfundur á ferð við Grafarkirkjuna í Jerúsalem á liðnu hausti. Fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.