Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 54
Listbandalagið post-dreifing gaf fyrir stuttu út safnplötuna
Drullumall 1 sem hægt er að nálgast á Bandcamp-vefsíðunni.
Fjórtán tónlistarmenn úr ýmsum áttum eiga þar lög.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Í „gamla daga“ voru það kassett-
urnar sem studdu best við útgáfu
bílskúrs- og svefnherbergis-
tónlistarmanna, þær voru m.ö.o.
hentugasta leiðin til að koma efni
í umferð. Fagurfræðilegi vinkill-
inn á þessum kassettum er meira
eins og eftiráhugmynd, varð eig-
inlega til í krafti nostalgíunnar en
er líka hluti af því að yngri kyn-
slóðir sjá gamla hluti sem svala.
Fyrir okkur sem upplifðum þetta
voru kassetturnar fyrst og síðast
nýtilegt tól, hylki utan um tónlist
fremur en nokkuð annað. OK,
þetta er mikill útúrdúr (mikil-
vægur þó) en það sem ég ætlaði
að segja: Þörf listamanna til að
koma efni sínu á framfæri hefur
ekkert breyst þó að tækin til þess
atarna hafi gert það. Netið hefur
þannig leyst kassetturnar af og
síður eins og t.d. hin mjög svo
ágæta Bandcamp hýsir nú nokk-
urs konar nútíma-kassettuútgáfur.
Eins og þá sem ég ætla að gera
Lifi grasrótin
að umtalsefni hér. Safnplatan
Drullumall 1 er „kassetta“ sem
lúrir í netheimum og er velkomin
viðbót við samskonar útgáfur sem
liggja þar einnig (ég nefni La-
dyboy Records, Myrkfælni, Why-
not? sem hafa sinnt svona hlutum
með sóma). Drullumall 1 er nú á
Bandcamp og
Spotify en er
einnig til á geisla-
diski.
Þessi hópur,
post-dreifing, er
með viðvist bæði
á Bandcamp og
Fésbókinni, en
hægt var að veiða
upp ýmsar upp-
lýsingar á hinu síðarnefnda. Þar
kemur m.a. fram að hópurinn sé
„útgáfukollektíva sem sam-
anstendur af ungu listafólki úr
hinum ýmsu kimum grasrótarsen-
unnar í Reykjavík. Hópurinn hef-
ur það að markmiði að auka sýni-
leika og sjálfbærni í listsköpun í
krafti samvinnu“. Enginn er
skráður sem forsvarsmanneskja á
síðunni og svo virðist sem hópn-
um sé alvara með samvinnu-
kraftinum. Tengla má finna á
ýmsa listamenn sem plötuna
prýða, auglýsingar um tónleika
o.s.frv. og áhersla á þann einfalda
hlut að koma efninu út (slagorðið
„dreifing er hafin“ kemur oft fyr-
ir). Tónlistin sjálf er af margvís-
legum toga og nærfellt öll nöfnin
eru ný fyrir mér.
Hot Sauce Comm-
ittee hefur leik
með skringilegu
indírokki á meðan
Tobolsk Catwalk
Orchestra leikur
tilraunakennda
raftónlist. K-óla á
nokkuð áhrifaríkt
lag (og myndband
er til við herlegheitin, á youtube-
rás post-dreifingar). Bagdad Brot-
hers leggja sig eftir krúttlegu
indípoppi í anda C86 og Gróa er
kvennatríó og maður hugsar um
Raincoats og Slits og þá heilnæmu
kvennabylgju sem í gangi er akk-
úrat núna. Lögin fjórtán sveiflast
þannig á milli hrárra skrítirokks-
laga og sýrðra raftóna og aldrei
leiðist manni ferðalagið. Sprota
að hinu og þessu er hér að finna,
» Þörf listamannatil að koma efni
sínu á framfæri hef-
ur ekkert breyst þó
að tækin til þess
atarna hafi gert það.
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
VIÐTAL
Aldís Arnardóttir
aldisarn@internet.is
Skaftfell á Seyðisfirði er til húsa í
reisulegu húsi sem var byggt árið
1907 en hjónin Garðar Eymundsson
og Karólína Þorsteinsdóttir gáfu
húsið undir menningar- og lista-
starf í bænum árið 1997. Garðar
rak áður trésmíðaverkstæði í hús-
inu og Tinna Guðmundsdóttir, for-
stöðukona Skaftfells, segir að það
hafi verið í frekar bágu ástandi,
þannig að fyrstu árin fór mikil orka
í að gera það upp. Húsið var gefið
svokölluðum Skaftfellshópi sem
stóð að uppbyggingu menningar-
starfsemi í húsinu. Árið áður eða
1996 var fyrsta sýningin sett upp,
sýning Boekie Wokie-hópsins, en
myndlistarmaðurinn heimskunni
Dieter Roth, sem fór að venja kom-
ur sínar til Seyðisfjarðar um 1990,
var í tengslum við hópinn. Lista-
mennirnir Cornelia Hoedeman,
Rúna Þorkelsdóttir, Henriette van
Egten, Jan Voss og fleiri tóku þátt
í sýningunni. Formlegt sýning-
arhald hófst síðan árið 1998, sama
ár og Dieter lést. Tinna segir að til
hafi staðið að Björn Roth sonur
hans og Pétur Kristjánsson héldu
sýningu um sumarið en þau plön
breyttust við skyndilegt fráfall Die-
ters.
Menningarbærinn
Seyðisfjörður
„Ákveðið var þá að halda sam-
sýningu 70 listmanna sem hét
„Sýning fyrir allt – til heiðurs Diet-
er Roth“ sem er vísun í tímaritið
Review for Everything, sem Dieter
gaf út,“ segir hún. Tekið var á móti
öllu efni til birtingar í tímaritinu,
sem var án ritstjóra og þar var allt
leyfilegt. Upp úr þessu var mynd-
listarmiðstöðin formlega orðin til og
í fyrstu fundargerðinni kemur fram
að starfseminni er ætlað að efla
menningu og listir á Seyðisfirði.
Eftir andlát Dieters var farið af
fullum krafti í að móta starfsemina
og koma bistróinu í gang. Fyrstu
árin voru haldnar frá einni og upp
í þrjár sýningar á ári. Fjöldi ferða-
manna kemur á hverju ári til
Seyðisfjarðar til að kynna sér þá
menningarstarfsemi sem Skaftfell
hefur upp á að bjóða.
„Í dag erum við með þrjár til
fimm sýningar á ári og stundum
sex,“ segir Tinna. „Ég veit ekki
nákvæmlega hvað koma margir
gestir á ári en þeir gætu verið ná-
lægt tíu þúsund, flestir yfir sum-
arið. Bærinn hefur gott orðspor og
hefur hlúð vel að menningar-
starfseminni, sem hefur skilað sér
í efni til ferðamanna.“
Um aldamótin síðustu fór af
stað markviss áætlun um
menningartengda ferðaþjónustu á
Seyðisfirði undir heitinu Alda-
mótabærinn Seyðisfjörður.
„LungA, listahátíð ungs fólks á
Austulandi, verður til á svipuðum
tíma og Bláa kirkjan – sumar-
tónlistarröð. Hér eru núna starf-
andi LungA-lýðháskólinn og
Tækniminjasafnið en þetta eru
stærstu póstarnir í menningarlíf-
inu sem vinna náið saman,“ segir
Tinna.
Innt eftir því hvað standi fyrir
dyrum í Skaftfelli á afmælisárinu
segir Tinna að það séu nokkur við-
fangsefni í farvatninu, bæði minni
og stærri verkefni.
Vegleg dagskrá framundan
„Sýningardagskráin verður veg-
leg og við fórum þá leið að bjóða
nýjum aðilum til samstarfs um af-
mælissýningu sem myndi koma
með nýja snertifleti á samstarf
Skaftfells og Tækniminjasafnsins,
á milli Skaftfells og íslensks og er-
lends listalífs. Sú sýning hefur
fengið heitið K A P A L L en lista-
Nálægðin við náttú
Ljósmynd/Paula Prats
Þjónusta Í bistrói Skaftfells, sem hannað er af Birni Roth, gefst gestum
kostur á að kaupa veitingar. Þar er líka bókasafn með lista- og fræðibókum.
Seyðisfjörður er listamannanýlenda Tuttugu ár síðan
Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands tók til starfa
Ljósmynd/Paula Prats
Forstöðukonan Tinna Guðmunds-
dóttir stýrir starfsemi Skaftfells.
Anna Jónsdóttir sópran, Þóra Pas-
sauer kontraalt, Friðrik Vignir
Stefánsson orgelleikari og Páll
Einarsson sellóleikari flytja Stabat
Mater eftir Giovanni Battista
Pergolesi í Seltjarnarneskirkju í
dag kl. 17. Verkið þykir undurfag-
urt og er í 13 köflum þar sem á
skiptast samsöngur og einsöngur.
Tónverkið fjallar um raunir
Maríu meyjar þar sem hún stendur
við kross Jesú Krists á Hausa-
skeljahæð og syrgir son sinn.
Pergolesi samdi Stabat Mater árið
1736 þegar unnusta hans féll frá
ung að aldri. Það varð hans þekkt-
asta verk, gefið oftar út en nokk-
urt annað tónverk á 18. öld. Verkið
samdi hann við gamlan latneskan
texta.
Flytjendur Þóra Passauer, Anna Jónsdóttir, Páll Einarsson og Friðrik
Vignir Stefánsson flytja Stabat Mater í Seltjarnarneskirkju í dag.
Stabat Mater flutt í
Seltjarnarneskirkju
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal
Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld
Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi.
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.
ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR 16.2. - 24.6.2018
KORRIRÓ OG DILLIDÓ 2.2. - 29.4.2018 - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 - Valin verk úr safneign
ORKA 14.9. - 29.4.2018
Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga.
Opnunartímar yfir páskana: 29. mars – 31. mars, opið frá kl. 11–17.
Páskadagur 1. apríl, opið frá kl. 11–15. Annar í pásum 2. apríl, lokað.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR - ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 13.5.2018
Opnunartímar yfir páskana: Laugardagur 31. mars, opið kl. 14–17
Páskadagur 1. apríl, lokað.
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 29.04.2018
Opnunartímar yfir páskana: Laugardagur 31. mars, opið kl. 14–17
Páskadagur 1. apríl, lokað.
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS